Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984.
EinarÁgústsson:
Ekkertathuga-
vertviöfund
þennan
„Mennirnir sem sendu mér
skýrslu um fund sinn meö Arne Tre-
holt og fleiri Norðmönnum á AHs-
herjarþingi Sameinuöu þjóðanna
voru Hannes Pálsson, dr. Bragi
Jósefsson og Stefán Jónsson, full-
trúar þeirra þingflokka sem þá áttu
aðild að ríkisstjórn," sagöi Einar
Agústsson, sendiherra í Kaup-
mannahöfn.
Það sem hér um ræðir var skýrsla
sem fyrrgreindir þingmenn sendu
Einari Agústssyni, jjáverandi utan-
ríkisráðherra, eftir fund sinn með
nokkrum Norðmönnum, þar með
Arne Treholt. Tilgangur fundarins,
sem átti sér stað i New York í desem-
ber 1971, var að ræða útfærslu
íslensku fiskveiðilögsögunnar út í 50
mílur og vamarmál Islands og dvöl
vamarliðsinshér.
„Það er ekkert athugavert við
þennan fund íslensku þingmannanna
sem vom í sendinefnd Islands á
þessu þingi Sameinuðu þjóöanna,”
sagði Einar Ágústsson. „Þarna gefst
okkar fulltrúum tækifæri til aö hitta
marga og ræða málin og kynnast
öðrum sjónarmiðum sem og að
kynna okkar sjónarmið. Það voru nú
landhelgismálin sem vom efst á dag-
skrá 1971. Það fór ekki að reyna á
varnarmáUn fyrr en sama ár og
ríkisstjórnin sprakk vegna innri
sundurþykkju og sérstaklega vegna
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna.” I ríkisstjórn Olafs
Jóhannessonar, sem sat frá 1971 til
1974 áttu aðild. auk Framsóknar-
flokks Alþýðubandalag og Samtök
frjálslyndra og vinstri manna. Var
þaö vinstristjórn númer tvö sem
hafði þaö að einu helsta baráttumáU
sínu í kosningaslagnum að herinn
færiburtíáföngum. -HÞ.
Hannes Pálsson
Skýrsian varum
landhelgismáliö
„Þetta var nokkuö löng skýrsla
sem viö afhentum Einari Agústs-
syni, þá utanríkisráðherra, um 20 tU
30 blaðsíður, og minnst var þar
fjaUað um veru varnarliðsins,”
sagði Hannes Pálsson einn þeirra
aðila sem sat fund með Norðmönn-
um í New York þegar hann var í
þingmannanefnd tU Sameinuðu þjóð-
annahaustiðl971.
,,Eg skU ekki hvernig Morgun-
blaðið hefur hins vegar komist yfir
þessa skýrslu. Þetta átti nú að heita
trúnaðarmál. Það kom fram i skýrsl-
unni að jafnaðarmenn í Noregi styðji
markmið okkar um útfærslu land-
helginnar á þessum tíma. AUir nema
Arne voru frá norðurhéruðunum en
Ame var þeirra langyngstur og lagði
lítið sem ekkert tU málanna á
þessum fundi okkar. Þótt það hafi
verið yfirlýst stefna stjómar Olafs
Jóhannessonar aö herinn færi í burtu
í áföngum var það landhelgismáUð
sem var sett á oddinn á þessum
fundi, á þessum tíma og í þessari
skýrslu,” sagði Hannes Pálsson, þá
þingmaður Framsóknarflokks og nú
bankastjóri. -HÞ.
NJÓSNIR ARNETREHOLTS:_
„Skaðinn er skeöur
— en hve mikill?”
Það er langt síðan annað eins
hitamál hefur komið upp á Norður-
löndum og handtaka diplómatsins
Ame Treholt sem sakaður er um
njósnir fýrir sovésku leyniþjónustuna
KGB. HandtökuheimUd á hendur
Treholt var gefin út fyrir hálfum
mánuði þótt hann hafi ekki veriö
settur bak viö lás og slá fyrr en fyrir
tíu dögum. Núna situr hann einangr-
aður í klefa uppi á 9. hæð fangelsisins
í Osló og óttast lögreglan jafnvel að
fyrrum „samstarfsmenn” Treholt
hjá KGB vUdu fegnir koma honum
fyrir kattarnef nú, eins og blaöið
New YorkTimesskýrirfrá, áðuren
hann gefur upp hvernig upplýsingum
Ásamt fööur sínum Torstein Treholt, fyrrverandi landbúnaðarráöherra.
Ásamt vini sínum og yfirmanni, Jens Evensen.
hann hafi komiö tU þeirra. Margt
virðist þó benda tU að mesturn skaða
hafi Treholt valdiö í samningagerö
Norðmanna við Sovétmenn út af fisk-
veiöilögsögunni á Barentshafi þar
sem Sovétmenn hafi fyrh- hans til-
stuðlan ætíð haft fyrirfram vitneskju
um að hvaða tilboðum Norðmenn
munduganga.
Fyrir mánuöi var Treholt skipaður.
skrifstofustjóri í upplýsingadeild
utanr&isráöuneytisins en honum
hafði áður verið synjað um deUdar-
stjórastööu í tengslum við orkumál.
A meöan rannsókn málsins stend-
ur yfir velta fjölmiðlar vöngum yfir
þessu máli og aðalpersónunni sem
nú þegar hefur öðlast ákveðinn ævin-
týraljóma þótt fordæmdur sé.
Flennifyrirsagnir í norskum dag-
blöðum tala um hann sem hinn „fuU-
komna diplómat” enda kemur það
víða fram í viðtölum við þá sem Tre-
holt þekktu að hann hafi verið heims-
borgari hinn mesti. Kornelíus Sig-
mundsson, fastafulltrúi Islands hjá
Sameinuðu þjóðunum, hafði nokkur
kynni af Treholt meöan sá síðar-
nefndi var í fastanefnd Noregs hjá
S Þ frá 1979 til 1982. Segir Korneh'us
að Arne Treholt hafi veriö hinn
skemmtilegasti maöur, harðdugleg-
ur í starfi (sem kann að hafa tvíræða
merkingu nú). En það virðist sam-
dóma áht þeirra sem tU þekkja að
Arne Treholt hafi verið táknrænn
fyrir mann á framabraut. Hann var
vinsæll og vel liðinn af þeim sem
hann umgekkst. Kona hans, Kari, er
vinsæl fyrir þætti sína um neytenda-
mál hjá norska sjónvarpinu. Saman
hafa þau um miUjón krónur íslensk-
ar í árslaun og eiga glæsilegt heimUi
rétt hjá konungshöllinni í Osló. Þar
hefur ætíð verið mikill gestagangur
og margir úr hópi flokksbræðra Tre-
holts úr Verkamannaflolcknum sótt
hann heim. Hægra blaðið Aftenpost-
en gerir því skóna að nú megi
flokksbræður Treholts vera uggandi
vegna allra þeirra upplýsinga sem
hann hafi komið yfir tU Moskvu um
innviöi og þróunartUhneigingar inn-
an flokksins. En Einar Förde, vara-
formaður flokksins, hefur verið ná-
inn vinur Arne Treholts. Rune Ger-
hardsen, sonur fyrrverandi forsætis-
ráðherra Noregs (1945—1963), sem
nú er einn helsti krónprins Verka-
mannaflokksins hefur einnig tilheyrt
nánasta kunningjahópi Treholts.
Kona Rune Gerhardsen varð vör við
það að síminn hjá henni var hleraður
fyrir um þaö bU ári og varð einskis
vísari við að leita til rannsóknarlög-
reglunnar sem auövitaö var sjálf að
hlera og hefur um tíma haft vakandi
auga með vinahópi Treholts sem ogi
honumsjálfum.
Sjálfur á Arne Treholt aö hafa lýst
áhyggjum yfir því meðan á New
York dvöl hans stóð aö um hann væri
njósnað. Fáir vita enn hvernig spjót-
in beindust nákvæmiega að honum
en mál Gunnvarar Galtung Haavik,
sem dó í fangelsi áður en rannsókn á
njósnum hennar fyrir KGB var lokiö
1976, staöfesti grun um aö einhver í
æðri þrepum stjórnsýslunnar væri í
hlutverki mold vörpu f yrir KGB.
I Osló heyrast undrunarraddir frá
yfirmönnum vamarmálaskólans
norska og annarra um hvemig Arne
Treholt hafi fengið að stunda nám
þar veturinn 1982—1983 og hvernig
hann hafi fengiö hinn nauösynlega
öryggisstimpil samtímis því að hann
var grunaöur um landráð. Ljóstþyk-
ir að vitneskja um tvöfeldni hans
hafi verið fyrir hendi á æðstu stöðum
þar sem reynt var að bægja grun-
semdum frá Treholt sjálfum á
meðan lögreglan rannsakaði enn
nánar tengsl hans við KGB. En á
meðan hann starfaöi á vegum norska
ríkisins hjá Sameinuöu þjóöunum í
New York fylgdist bandaríska leyni-
þjónustan CIAsem og alríkislögregl-
an FBI grannt með honum.
Engu aö síður gerði Arne Treholt
sér vonir um mikla pólitíska framtíö
að sögn kunnugra og vonaðist eftir
ráðherraembætti í næstu stjórn
Verkamannaflokksins þótt Gro Har-
lem Brundtland hafi ekki viljað hann
í ráöherrastólá sínumtíma. Enþeg-
ar hún tók viö völdum er sagt aö
Arne Treholt hafi beðiö viö símann í
New York í von og næstum vissu að
hún myndi bjóða honum stööu við
hlið Knut Frydenlund í utanríkis-
þjónustunni. Svo öruggur var KGB
starfsmaðurinn meö sig.
Fyrir fáa hefur uppljóstrun
n jósna þessara verið eins mikiö reið-
arslag og manninn sem stutt hefur
viö bakiö á Arne Treholt í meira en
áratug og sýnt honum trúnaðar-
traustogvináttu. Það er Jens Even-
sen, fyrrverandi viðskipta- og haf-
réttarmálaráðherra, sem réð Ame
upphaflega sem persónulegan einka-
ritara sinn. Felmtri sleginn batt
Evensen í skyndi enda á feröalag sitt
í Tanzaníu og sneri aftur til Osló.
Evensen, sem hefur gert sér vonir
um dómaraembætti við alþjóðadóm-
stólinn í Haag, mun líkast til bægja
slikum framtíðaráformum frá í bili.
En Evensen réð Ame Treholt til
sín áriö 1973 og þá kom hann miklum
upplýsingum til sovésku leyniþjón-
ustunnar um fyrirhugaða notkun far-
skipa ef til ófriöar kæmi. En slíkar
upplýsingar komst hann auðveldlega
yfir í viðskiptaráðuneytinu.
Sú spurning sem vakir fyrir mörg-
um nú er hvernig og hvers vegna
þessi njósnastarfsemi Ame Treholts
hafi hafist. Faðir hans, Torstein Tre-
holt, var ráðherra Verkamanna-
flokks en miklu hófsamari í skoðun-
um en sonur hans sem aldrei hefur
dulið róttækni sína og verið einna
lengst til vinstri innan Verkamanna-
flokksins. Áður en Treholt hóf störf
hjá hinu opinbera var hann um ára-
bil blaöamaður hjá Arbeiderbladet,
málgagni Verkamannaflokksins. A
námsámm sínum dvaldist hann iöu-
lega tvo mánuöi á sumri hverju í
Prag í Tékkóslóvakíu þar sem hann
átti marga vini. Hann var staddur í
Prag síðla sumars 1968 þegar sov-
éskir hermenn, gráir fyrir járnum,
marséruðu inn í borgina þannig að
ólíklegt má telja aö þessi talsmaður
sósíalisma hafi hrifist af slíkri
heimsvaldastefnu sem hann þarna
upplifði í einni mynd og hafi gerst
starfsmaður KGB hugsjónanna
vegna. En hvers vegna þá? Sumir
myndu segja að hann hafi flækst í net
klókra KGB-manna fýrir löngu og
ekki haft kjark, getu eöa vilja til að
losna. Aðrir nefna ástæður eins og
spilafíkn eða fjárhagsörðugleika,
ótta um uppljóstranir vegna kvenna-
mála hans og sitthvað í þeim dúr, en
maðurinn er tvíkvæntur. Hins vegar
Ðnnst mörgum aö það skipti hreinlega
ekki máli. Sú staðreynd blasir viö nú
að Ame Treholt hefur starfað í þágu
KGB árum saman og það sem skiptir
öllu máli nú er afrakstur hans á því
sviði og afleiðingar verka hans,
hvemig upplýsingum hann hefur
komiö yfir til KGB, ekki eingöngu frá
Noregi heldur öðrum aðildarríkjum
NATO. Þá vakna einnig spumingar
hvort fleiri aðilar tengist þessu máli
og ef svo er, hvemig hægt sé að kom-
ast á slóö þeirra. Eru fleiri aðilar
með „öryggisstimpil” í NATO-ríkj-
um sem starfa í þágu KGB ? HÞ/JEG