Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANOAE1984. 13 ,,Nú, eftir að þau Aðalheiður og Bjarni höfðu vakið máls á afkomutryggingu þóttiþað tiðindum sæta i fjölmiðlum. Forsætisráðherra var spurður álits. Hann sagði: ,,Mér list bara vel á þetta." Þetta fannst mér mikil frétt. Forsætisráðherra greiddi nefnilega atkvæði gegn 15 þúsund króna lágmarkslaunum fyrir nokkrum vikum." ingu (kr. 10.961,-) eru minnihluti í þjóö- félaginu. Þessi minnihluti á sér því miöurfáa talsmenn. 1 verkalýöshreyf- ingunni hefur Verkamannasambandiö haft afgerandi forystu um að halda framréttiláglaunafólks. Fáiraðrir. Þaö er staðreynd aö margir trúa því ekki hve ástandið er slæmt hjá mörgu verkafólki í dag. Astandið er svo slæmt aö taka veröur vandamál þess fólks sérstökum tökum, brjóta niöur hefð og venjur taxtafrumskógarins eöa meö tilkomu almannatrygginga og skattkerfis. Hver á að borga? Þingmenn Alþýöuflokksins lögðu til í vetur að atvinnurekendum yröi gert að greiða það sem á vantaði 15 þúsund króna mánaðarlaun. Einhver kann aö spyrja: „Geta þeir þaö?” Viö teljum svo vera. Ríkisstjómin hefur á undan- fömum mánuöum mokaö miklum f úlg- um til atvinnurekenda. Fjármunum, sem teknir hafa veriö af launþegum. Líklegt er aö stór hluti þess fólks sem hefur undir 15 þúsund í mánaðarlaun starfi hjá ríki eða bæ. Þaö ættu aö vera hæg heimatökin á þeim bæ. Þúsundir manna vinna á Iöjutaxta, þ.e. iönaöar- störf. Hafa menn ekki heyrt talsmenn iönaöarins lýsa því í fjölmiölum hvaö þeim gangi vel? Jú, að eigin sögri hafa þeir aldrei lifaö aðra eins gósentíma. Ekki ætti þeim að veröa erfitt aö greiðasínufólkibetrilaun. Eöahvaö? Verslunarfólk er meöal þeirra sem eru á þessu tekjubili. Hver vorkennir versluninni aö greiöa 15 þúsund krónur á mánuði? Fékk verslunin ekki aö hækka álagningu fyrir nokkru? Ljóst er aö efnahagsaðgerðir íhalds- flokkanna hafa lagt afkomu láglauna- fólks í rúst. Launþegar almennt eiga nú um sárt aö binda. Fólk skilur þaö að minnkandi afli og atlaga gegn verö- bólgu kostar fómir. Launþegar hafa viljaö fóma betri framtíö. Þaö er hins vegar oröiö ljóst aö efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar færa launafólki ekki betri framtíð, heldur atvinnuleysi, kreppuogörbirgðláglaunafólks. Gegn þessari stefnu munu launþegar rísa fyrr en seinna. En fyrst skulum viö hugsa um þá lægst launuöu. Það verð- ur aö gerast meö lagasetningu. At- vinnurekendur vilja ekkert gera. Þeir sem eru á tekjubilinu 15—20 þúsund eru líka láglaunafólk. Verkalýöshreyf- ingin veröur aö styrkja innviði sína, þjappa fólki saman til baráttu og láta af fastheldni á fyrri leiöir. Það er neyðarástand hjá láglauna- fólki sem krefst nýrra leiða. Styrkur verkalýöshreyfingar felst í fólkinu sjálfu. Sé samstaöa og baráttuvilji fyrir hendi hjá hverjum og einum, sem nú líöur undan oki ríkisstjórnarinnar, mun takast aö reka atvinnurekendur til viöunandi kjarasamninga og veita fleirumúrlausn. Þakklátur — ísinn brotinn I kosningastefnuskrá Alþýöuflokks- ins frá í vor segir m.a. um afkomu- tryggingar: „Afkoma heimilanna veröi varin meö greiðslu sérstakrar fjölskyldutryggingar. Þá yröi tekin upp afkomutrygging fyrir þá er viö lökust kjör búa og hún greidd launa- fólki sem ekki nær tilteknum lág- markslaunum.” Þaö er ánægjulegt aö afkomutrygging, baráttumál Alþýöu- flokksins, hefur nú hlotiö mikla at- hygli. Fjölmiðlum tókst næstum aö þegja tiUögur þingmanna Alþýöu- flokksins í hel. Eg er þakklátur þeim Aðalheiöi og Bjarna aö hafa brotið ís- inn en ég er ósammála þeim ef þau telja verkalýðshreyfinguna standa í vegi f yrir þessu máU. Sveiattan Eg er hneykslaöur á þeim þing- mönnum sem greiddu atkvæði gegn af- komutryggingu í vetur. Svei því fólki sem samsinnir afkomutryggingu meö vörunum en berst gegn henni þegar til kastanna kemur. Áfram verður að halda Nú þurfa alUr sem vita um kjör lág- launafólks — aUir sem vUja breyta þjóöfélaginu, auka jafnrétti og berjast fyrir réttlæti aö krefjast þess aö af- komutrygging veröi aö veruleika og þaö strax. Aö því mun Alþýðuflokkur- inn stuðla. Karl Steinar Guðnason. • „í kosningabaráttunni og löngu áður var megininntak málflutnings Alþýðuflokks- ins að komið yrði á af komutryggingu. ’ ’ „ Verkamenn við álverið geta átt von á harðri andstöðu i nýbyrjaðri kjarabaráttu. Aðrir launamenn i landinu þurfa að athuga málið vel frá sem flestum hliðum áður en þeir ákveða að taka undir með kór andstæðinga álversstarfsmanna." taka þetta fram. Þau eru greidd af Hinu „íslenska” álfélagi og eru naumast nema lítiö brot af þeim verö- mætum sem vinna þessara manna skapar. Ef starfsmenn fá kauphækkun dregst þaö fé frá gróöa fyrirtækisins, sem er að talsverðu leyti faUnn og fluttur úr landi. Hann er einkum notaö- ur tU aö fjárfesta í áUðnaði og annarri stóriöju víös vegar um heiminn. Sú fjárfesting er í flestum tilfellum óþörf (offjárfesting) því meira en nóg er af álverum tU aö fullnægja þörf heims- byggöarinnar fyrir ál. Er þeim Magnúsi, Ilauki og ebs svona umhugað um að sem mest af aröinum af álverinu sé flutt úr landi? Finnst þeim það betra en aö hluti hans lendi í launaumslögum starfsmanna? LaunadeUa þessi er að vissu leyti hUöstæð deUunum um skattsvikamál Alusuisse og um verðlagningu á raf- orku til þess. I öllum tUvikum er m.a. deUt um þaö hversu stór hluti arösins veröi eftir í landinu. I deUum þessum stendur hinn erlendi auöhringur vel aö vígi sökum þess hve þolgóöa trjóju- hesta hann hefur reynst eiga í íslensk- um stjórnmála- og fjármálaheimi., Álverið fær enn rafmagniö á hálfvirði miöaö viö þaö sem almennt gerist í heiminum. Islensk heimUi og flest íslensk fyrirtæki greiða hins vegar raf- magniö dýrara veröi en víöa gerist erlendis þar sem það er framleitt meö olíu. Mér þykir ekki ólíklegt að skatt- svikamáliömunidaga uppi. V erkamenn við álveriö geta átt von á haröri andstööu í nýbyr jaöri kjarabar- áttu. Aðrir launamenn í landinu þurfa að athuga máliö vel frá sem flestum hliðum áöur en þeir ákveða aö taka undir meö kór andstæöinga álvers- starfsmanna. Vantar ekki aura í ríkiskassann? Því má ekki gleyma aö ef starfsmenn álversins ná fram kaup- hækkunum þá lendir u.þ.b. helmingur þess fjár í botnlausa ríkiskassanum hans Alberts. Ráöherrann gæti notað féð til þess aö greiða sveitarstyrkinn sem Aöalheiður Bjamfreðsdóttir og Björn Jakobsson hafa fariö fram á fyrir umbjóðendur sína í Sókn og Iðju. Afganginn mætti svo nota tU aö greiða þessa fáu aura sem BSRB biöur um að okkur ríkisþrælunum verði fengnú- í skaöabætur fyrir þann þriöjung launa okkar sem viö höfum sett tU höfuðs verðbólgunni. Þaöværiþvííhæsta máta eölilegt aö Albert styddi kaupkröfur starfsmanna álversins meö ráöum og dáöum. En hvað um blessað „launajafnréttið"? Því veröur ekki á móti mælt aö árangursrík kjarabarátta verka- manna í Straumsvík mun skapa for- dæmi fyrir annaö launafólk og hvetja þaö tU baráttu fyrir eigin launum. Kjararánsstefnu ríkisstjómarinnar væri vissulega ógnaö. Því ber heldur ekki að leyna að biliö miUi hæstu og' lægstu launa verkafólks mun aukast um sinn ef verkamenn viö álveriö ná fram kröfum sínum. í Stundum tala menn eins og allir landsmenn sitji við sama borö ef bUið milli kauptaxta verkafólks minnki. Þá vill þaö gleymast aö langt ofan við allt venjulegt launafólk er dágóður hópur hátekjumanna sem byggir afkomu sína fyrst og fremst á skattfrjálsum fríðindum og földum gróða. Rauntekjur þessa hóps koma hvergi fram á skýrslum Þjóðhagsstofnunar eöa Kjararannsóknanefndar, en lífs- stíllinn leynir sér ekki aUtaf. Um leiö og verkamenn í Straumsvík fjarlægjast ögn þá lægstlaunuðu, dreg- ur lítiö eitt saman meö þeim og hinu raunverulega hátekjufólki. Sú staö- reynd ætti að hugga þá sem óttast aö imynduðu jafnrétti þegnanna sé stefnt í voða ef einhverjum hópi verkafólks tekst aö endurheimta hluta þess sem rænt hefur verið undanfarin misseri. Þorvaldur Öm Arnason líffræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.