Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Side 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984. Spurningin Frá fréttaritara DV á Selfossi. Kei. Spurning dagsins, spurt á Selfossi. Hvernig líst þér á að missa núverandi númer af bifreið þinni og fá fast númer í staðinn? Gísli Ágústsson, X-5007, trésmiður. Alveg sama um það, það kæmi lítiö við mig og ég vona að ef af verður þá sparLst eitthvað. Gísli Á. Jónsson, X-216, trésmiður. Mér líst illa á það og sæi mikiö eftir númer- inu. Eg hef margt viö þaö aö athuga ef af verður og ákvörðun tekin um aö taka uppföstnúmer. Kristinn Marvinsson, X-2051, vélstjóri. Mér er alveg sama, þaö skiptir mig engu. Eg keypti bíl um daginn og lét gamla númerið fylgja bílnum. Bjarni Úlisen, X-3158, fiskbúðareig- andi. Eg verð feginn ef þetta verður framkvæmt. Eins og þetta er í dag eru þetta eilíf hlaup og kostnaður. Steindór Slgurstelnsson, X-5, bílstjóri. Hægt á ég með að svara þessu, það mundi ég ekki vilja. Þetta númer er búið aö fylgja mér í 30 ár. Þegar ég vann á mjólkurbíl á árum áður var þetta númer á bínum. Eg fékk að halda því þegar mjólkurbúið tók upp 1000 númerin. Eg hef tekið ástfóstri viö það og á margar minningar tengdar því. Björn Halldórsson, X-699, bilasmiður. Ekki sama um það, þó gæti ég sætt mig við það þar sem ég er viss um aö enginn fær gamla númeriö. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur SVR deilan: Flokkspóli- tískt vald Guðmundur Halldórsson hringdí: Mér hafa blöskrað skrif þessa Magnúsar Skarphéöinssonar. Þau koma mér svakalega fyrir sjónir. Eg var vagnstjóri hjá SVR í 20 ár og full- trúi vagnstjóranna í 15. Það er hreinn áróður að pólitík spili þama inn í. Auk þess er engin „njósnaskýrsla” til. Það er aðeins skrá yfir kvartanir. Þegar ég vann hjá SVR var til sam- starfsnefnd sem skipuð var fulltrúum vagnstjóra og annarra starfsmanna. Við mættum hálfsmánaðarlega hjá forstjóra og ræddum þau vandamál sem upp komu. Þannig aö það ríkti mikill skilningur milli allra aöila. En þetta flokkspólitíska vald þekkti ég aldrei. Þarna unnu menn úr mis- munandiflokkumsaman. Ogsvokem- ur þessi maður og eyðileggur allt saman. TILVERA SETUNNAR Úlafur Briem skrifar: Þegar ég var að lesa DV nýlega eins og ég er vanur að gera, komst ég ekki hjá því aö reka augun í greinar- korn nokkurt sem grínari einn að nafni Benedikt Ragnarsson skrifaði í lesendadálkana. Gerir hann notkun bókstafsins z að máli málanna. Grein sína byrjar hann á því að gera grín aö öllu því írafári sem ríkt hefur undanfarið út af tiltæki Sverris Hermannssonar, hann talar um z hér og hersetu en gleymdi nú reyndar aö minnast á búsetu og endar svo grein- ina með því að kalla hæstvirtan Sverri Zverri og lýsir frati á notkun setunnar. Fram til þessa, eftir bann stjóm- valda, hafði tilvera setunnar aðeins verið tryggð af fámennum minni- hlutahópi íhaldssamra manna. Til- vist þessa sjaldgæfa bókstafs í ís- lensku máli hékk á bláþræði því al- menningur hafði sagt honum stríð á hendur ásamt stjórnvöldum. I tím- anna rás hefði íhaldshópur þessi orð- ið allur og þá setan líka ef ekki hefði komið til atorkusamur dugnaðar- maöur sem sá hvaö í vændum var einsogég. Friðun ýmissa dýrategunda hefur> lengi vel verið í sviðsljósi f jölmiöla, hin ýmsu samtök taka ástfóstri við hinar ýmsu dýrategundir allt frá bongóantilópum í Vestur-Afríku upp í fíla og steypireyðar og fóma mannslífum og fjármunum til aö tryggja tilvist þeirra, mörgum finnst þetta sjálfsagt, öðrum ekki. En nú hefur boriö á góma nokkuö sérstakt málefni, nefnilega vemdun setunnar hér á Islandi. I því skyni vora að sjálfsögðu mynduð samtök, samtök Sverris Hermannssonar og iönaöarráðuneytisins og hafa þau beitt sér fyrir því að útrýming set- unnar verði ekki algjör en fyrir það hafa þessi samtök orðið bitbein al- mennings, furöulegt. Já, á þessum síöustu og verstu tímum eru dýrin aðeins óhult í dýra- görðum og sædýrasöfnum, afgirtum og vöktuðum. Þess vegna má segja að iðnaðarráðuneytið þjóni nú loks- ins verðugu og hagnýtu hlutverki þar sem kynstofni setunnar er við haldið og öryggi hennar loks borgið. En mér finnst nú líka vera önnur hlið á málinu, allt önnur hlið. Fyrst stjómvöld vora aö þurrka út úr ís- lenska stafrófinu, hvers vegna gátu þau ekki gengiö lengra og gert öllum greiða með því að losa okkur við y og xlíka? Þær aögerðir myndu velta þungu hlassi af bökum íslenskukennara í skólum landsins og ég tala nú ekki um blessuð bömin sem myndu fá 10,0 á hverju einasta stafsetningarprófi sem er aðalfallfagið í dag í grann- skólunum. I staö þess aö þurfa í fá- fræði sinni að beita 50% líkindareglu á y-i og x-ks gætu menn með góöri samvisku skrifað: „Til Seiöisfjarðar kom ég mínútu firir seks með mind- inaogkeks.” Ef stjómvöld myndu ganga alla leiö í þessum efnum í stað þess aö vera meö þetta hálfkák, að leggja að- eins einn staf í einelti, þá væri ég á þeirra bandi, kostirnir eru slíkir að þeim er ekki til setunnar boðiö (ha, ha). Rás 2, i guðs bænum hatdið áfram, það er hiustað á ykkur, segir bréfritari og er iitið hrifinn af þvi fóiki sem kvartar undan slæmu málfari starfs- manna á rás 2. MÁLVÖNDUNARMENN AFBRÝÐISAMIR 6342—3297 hringdi: Mig langar til aö koma skilaboðum til starfsmanna á rás 2: I guðs bænum haldið ykkar striki. Það er hlustað á ykkur — meira aö segja þeir sem skammast HLUSTA á ykkur (annars gætu þeir ekki skamm- ast). Um leið og þið fariö að taka ykkur alvarlega og gerast hátíðlegir, reyna að sýnast gáfulegir, verðið þiö hund- leiðinlegir. Svoáframá sömubraut. Þeir sem skammast eru pínulítið af- brýðisamir — langar til að láta HLUSTAásig. GUÐ HEFUR KÍMNI- GÁFU Jóhanna Hauksdóttir skrif ar: Mig langar til að benda því fólki á, sem hefur svo undarlegar trúartilfinn- ingar að halda að guð hafi ekki kímni- gáfu, að slökkva bara á sjónvarpinu þegar Dave Allen er á dagskránni. Aðrir sem hafa öðruvísi skopskyn og aöra trúartilfinningu eiga rétt á að sjá þessa þætti. Þeir gera engum mein. Guð skapaöi okkur í sinni mynd þannig að hann hefur ætlað okkur að s já líka björtu og skemmtilegu hliðarn- aráýmsummálum. Númer á varahlutum Birgir Guðbjartsson hringdi: Vatnsdæla í bíl sonar míns eyði- lagðist fyrir skömmu og hafði ég því samband við viðkomandi umboð sem er Sveinn Egilsson. Þar var mér sagt að vatnsdæla mundi kosta um 7500 krónur hjá þeim. En ég átti þess kost að fá vatnsdæluna keypta erlendis og mundi hún þá kosta á bilinu 3000 til 3500krónur. Eg fór því í umboðið og ætlaöi aö fá númerið á vatnsdælunni þannig að ekki yröi keyptur rangur hlutur en þá var mér neitað um þaö. Mér þótti það í meira lagi undar- legt að umboðið skyldi ekki veita þá þjónustu að gefa mönnum upp þessi númer. Hjá bifreiöaumboðinu Sveini Egilssyni fengum viö þau svör að ekki væri hægt að veita þessa þjón- ustu þar sem pöntunamúmer væru geymd á míkrófilmum. Það væri því töluverð vinna fólgin í því að leita uppi númer og hefði umboðið ekki mannskap í það. Oft væru það menn sem stæöu í samkeppni við umboöið í innflutningi á varahlutum sem spyrðust fyrir um númer á varahlut- unum. Áður fyrr voru númerin geymd í uppflettiriti og gátu þá menn oft leit- að aö númerunum sjálfir, en meö míkrófilmum væri það ekki lengur hægt þar sem það krefðist vissrar kunnáttu að leita meö vélum sem til þess væru notaöar aö skoða filmurn- ar. Umboðið hefur því ekki farið út í aö gefa öllum upp númer á varahlut- um þar sem það sjálft sér um vara- hlutaþjónustu. Enísumumtilfellum geta menn fengið uppgefin númer, t.d. þegar séð er að umboðiðgeti ekki fengið viðkomandi vöru á eðlilegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.