Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 18
26 _____________________ Úr heimi frumeindanna Ki>r> t c? I. fn* a t qtto AHT TTRÖr*I VQ DV. FOSTUDAGUR 27. JANtJAR 1984. —sýningSævars Daníelssonar í Ásmundarsal Á haustsýningum undanfarinna ára hef ég æ oftar staldraö viö mál- verk eins listamanns, sem látið hafa lítiö yfir sér, en halda áfram aö kitla sjóntaugamar löngu eftir aö sýning- um lauk. Strangt til tekið em þetta ekki nýmóðins málverk og valda ekki byltingu í myndlist okkar en fágun þeirra og sú sannfæring sem aö baki þeim liggur er bæði eftirtekt- ar- og virðingarverö. Höfundur þeirra er Sævar Daníelsson sem læt- ur nú eftir sér aö halda einkasýningu í Ásmundarsal eftir margra ára þátt- töku í samsýningum. Miklar víðáttur Ymsir þræöir liggja milli þeirra Sævars og upphafsmanns hinna „samlífrænu” vídda, Vilhjálms Bergssonai ,og þá einkum áherslan á lífræn form á ýmsum breytingar- skeiöum, miklar víðáttur og svo vita- skuld hiö gagnvandaða handbragö. En meöan Vilhjálmur notar mynd- gerö af þessu tagi til einhvers konar kosmískra útlegginga þá hefur maö- ur á tilfinningunni aö myndveröld Sævars sé veröld frumeinda, míkró- kosmos. Þess vegna gætu málverk hans sómt sér vel einhvers staðar þar sem vísindin efla alla dáö. Ekki svo að skilja aö listamaðurinn ætli sér í ævintýraferð eftir blóðrásinni eins og Rakel Welch og félagar henn- ar geröu í kvikmyndinni hér forðum daga. Smáheimur Sævars er um leið lykill aö stærri heimi, líkingamál um aöskUjanlegar tUfinningar og hvatir engu síöur en landslag og bátar. Ýmisleg ógn Ýmislega ógn má lesa úr þessum myndum og þeirra undarlegu birtu sem stafar frá þeim eins og ljósgjaf- inn sé vafurlogar og hrævareldar einhvers staðar utan viö myndjaðar- inn. Pípulaga form hrannast upp, vaxa eins og sýklagróður, gera sig líklega tU aö yfirtaka myndir og þá heiminn líka, þegar þeim er ekki teflt gegn eggjárnum eöa oddum. Eöa þá að viö stöndum andspænis auðn sem er eins óbyggileg og hugsast getur og fágun hennar gerir hana grimmi- legri en eUa. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Sævar tekur aUs kyns áhættur meö þá liti sem hann notar og fer á stöku stað yfir mörkin, yfir í hiö viökvæmnislega og f jólubláa, eöa til- finninga hins bleika litar sem reynst hafa mörgum Ustamanninum banabitar. En slikja þeirra lita nær ekki aö dylja að hér er á feröinni sjálfstæö sköpun og sjálfri sér næg. AI 13 VIKW EITTHVAÐ FYRIR ALLA Furu-borðstofuhúsgögn Hjónarúm í miklu úrvaii Opið virka daga til kl. 19, opið föstu- daga til kl. 20, laugardaga til kl.16. -CV"V J I i i JIS Jón Loftsson hf. /A A A A A A - - - na' 07 .. - r. juumjjjí I líUDlIi - LL Hringbraut 121 Sími 10600 Munið okkar hagstæðu greiðsíuski/mála^ Umsagnfræðing DV: Norðlensk hreppa- mál og mállýti Það mætti æra óstöðugan aö eltast viö það bull sem í dagblöðum birtist. Þó finnst mér gegna ööru máU um fasta blaðamenn en menn „úti í bæ” sem fá aö láta ljós sitt skína í nafni lýðræðisins, í lesendadálkum og aösendum pistlum. — Olafur E. Friöriksson mun vera fastur blaöa- maður á DV. Hef ég fyrir satt aö maður þessi hafi lagt stund á sagn- fræði. Svo mikið er víst aö hann hefur oft birt umsagnir um bækur er varða íslenska og almenna sögu. Oft- lega hafa mér virst þær lítUvægar og Ula rökstuddar eins og margt annaö af því tagi. Um þverbak keyrði þó í „dómi” Olafs um ritiö Þeir settu svip á öldina, bók um íslenska stjórn- málamenn, nú í árslokin. Hef ég ekki séö gleggra dæmi um sleggjudóm um bók, enda þótt hún fjaUaöi um sviö sem ritdómarinn á aö hafa sér- þekkingu á. Það læddist aö manni aö blaðaskrifari þessi væri afar illa búinn til málefnalegrar gagnrýni. Þessar grunsemdir styrktust heldur betur þegar lesin var umsögn Olafs um dagskrá útvarpsins 19. janúar í DV næsta dag. Þar ræöir hann um Akureyrarútvarpiö sem setti svip á dagskrána þaö kvöld. Greinarhöf- undur segir: „Þessi naflaskoðun norölenska útvarpsins er reyndar orðin til verulegra leiðinda og ég verð stööugt sannfærðari um að Ut- varp Akureyri ætti að vera staðbund- in útvarpsstöð sem aðeins heyrðist til á Eyjafjaröarsvæðinu. Nær aUt efni þess fjaUar um Akureyri, norö- lensk hreppamál og annað þaö sem vekur takmarkaöan áhuga okkar sem ekki þekkjum til þessara sveita- hreppa.” GUNNAR STEFÁNSSON KENNARI Davíð Stefánsson Blaöamaöur á Reykjavíkursvæö- inu telur líf fóUts í Norölendinga- fjóröungi ekki koma afganginum af þjóöinni viö. Það er mál fyrir sig aö hugsún blaðamannsins skuli ekki ná norður í land, en eiginlega var hann furöu óheppinn með tilefniö til aö viöra víösýni sitt, því að efniö aö norðan umrætt kvöld var reyndar ekki staðbundiö, heldur þáttur um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hinn sögufróöi blaöamaður veit kannski ekki um þann sess sem Davíð skipar í bókmennta- og menningarsögu aldarinnar. Líklega hyggur hann aö Davíð hafi veriö sveitarhagyröingur í Arnames- hreppi, ef honum skyldi vera kunn- ugt um hvar sá hreppur er. Eg skýt því aö blaðamanninum aö næst þegar hann amast opinberlega við umfjöllun um norölensk hreppamál noti hann raunverulegt tilefni. Menningarlegur áhugi og þekking sagnfræðingsins kristallast af óvenjulegum tærleika í lokaoröum hans: „Því er ráö aö efla enn frekar rás 2 og leyfa Norölendingum að dunda viö aö útvarpa sínum áhuga- málum fyrir sitt fólk meö sínum norölensku mállýtum.” Hvaða mállýti ■ Meira popp, meira snakk, meiri hávaöa. Þetta er áhugamál sagn- fræðingsins þegar aö útvarpinu kemur. Ahugamál Norðlendinga sem ekki kemur öörum viö er meöal ann- ars ævi og verk Davíös Stefánssonar. En hér er eftir eitt sem nokkru máli skiptir: Vill blaöamaöurinn skýra hvaö hann á viö meö „norðlenskum mállýtum”? Sjálfur hlustaöi ég á þann þátt sem er tilefni þessara orða og heyrði ekkert sem kalla mætti mállýti, né hef ég heyrt í þáttum aö norðan mállýti sem teljandi séu, a.m.k. ef tekið er mið af því sem sent er út aö sunnan. Sagt er að mállýti séu tíð á rás 2 sem blaðamaðurinn virðist hafa mestan áhuga á. Oröiö mállýti er svo skilgreint í orðabók Arna Böðvarssonar aö þaö sé: „mál- galli, galii á málfari”. Hvaöa gallar eru á málfari Norðlendinga sem menn úr öðrum landshlutum eru lausir viö? Getur hugsast að hinn menntaöi blaöamaöur eigi viö norö- lenskan framburð, röddun lokhljóða (1, m, n) í oröum eins og stúlka, skemmtun, menntun, og harðmæli, t, p og k, í oröum eins og láta, tapa og taka? Ef þaö er þetta sem blaöamaöur- inn vill kalla norðlensk mállýti, er brýnt að honum veröi séð fyrir lág- markstilsögn um íslenskt mál áöur en hann heldur lengra á braut rit- starfa. Væri kannski ráö fyrir DV aö stuðla aö því aö þessi starfsmaður afli sér slíkrar þekkingar, ef ætlunin er aö nota starfskrafta hans í blaða- mennsku framvegis. Gunnar Stefánsson. „Ég skýt því aö blaðamanninum að næst þegar hann amast opinberlega við um- fjöllun um norðlensk hreppamál noti hann raunverulegt tilefni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.