Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Page 26
34
DV. FOSTUDAGUR 27. JANTJAR1984.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á hluta í Njörvasundi 27, þingl. eign Hjartar Gríms-
sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign-
inni sjálfri mánudaginn 30. janúar 1984 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Huldulandi 22, þingl. eign Þóris Halldórssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
máuudaginn 30. janúar 1984 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Gnoðar-
vogi 44—46, hluta, þingl. eign Árna Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 30.' janúar
1984 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Básenda 11, þingl. eign Hjörleifs Herberts-
sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka fsiands og Gjaldheimtunnar í
Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 30. janúar 1984 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Ásenda 11, þingl. eign Jónasar Grétars Sigurðs-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ara ísberg
hdi. og Björns Olafs Hallgrímssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn
30. janúar 1984 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Leifsgötu
10, þingl. eign Boga Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Útvegsbanka Islands á eigninni
sjálfri mánudaginn 30. janúar 1984 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 40., 44. og 48. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Njálsgötu 34, þingl. eign Bjarna Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 30. janúar
1984 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Kárastíg
12, þingl. eign Sigurðar Inga Tómassonar, fer fram eftir kröfu Lands-
banka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 30. janúar 1984 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Ingólfs-
stræti 4, þingl. eign Vigdísar Hansdóttur, fer fram eftir kröfu
Framkvæmdasjóðs íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 30. janúar
1984 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Hátúni 33, þingl. eign Hörpu Árnþórsdóttur
o.fl., fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Sparisjóðs
Reykjavikur og nágrennis á eigninni sjálfri mánudaginn 30. janúar
1984 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
að kröfu ýmissa lögmanna, lnnheimtumanns ríkisjóðs og Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðung-
aruppboði sem fram fer föstudaginn 3. febrúar 1984 ki. 16.00 viö lög-
reglustöðina í Keflavík, Hringbraut 130, Keflavík.
Bifreiðarnar: ö—1251, Ö-1542, Ö-2077, Ö—2386, Ö-2461, Ö—2574,
ö—2619, ö—2636, Ö-3174, Ö-3251, Ö—3276, Ö—3441, Ö—3458, ö—3543,
ö—3587, ö—3731, ö—J926, ö—5086, Ö-6164, Ö—6745, Ö—7615, Ö-7359,
ö—7917, ö—8124, Ö—8148, ö—8435, J—154, J—21, J—137, ennfremur
lyftari af Still gerð, R—14, grafa ÖD 85, sófasett, sjónvarpstæki, mynd-
segulband, þvottavél o.fl. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstof-
unni. Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Uppboöshaldarinn í Keflavík.
í gærkvöldi____________í gærkvöldi
HVER Á AÐ RÁÐA UFINU?
Fyrir tíð sjónvarpsins höfðu fimmtu-
dagsleikritin skipað sér sess og
sæti í hugum hlustenda. Það var allt-
af viss tign yfir þessum leikritum.
Sem lítill patti í sveit beið ég með
óþreyju eftir fimmtudagsleikritinu
sem var oft framhaldsleikrit,
gjarnan leynilögreglumál. Einnig
önnur spennandi. Eg man sérstak-
lega eftir leikriti sem hét Hulin augu,
en sennilega eru liðin tuttugu ár
síðan það var flutt í útvarpi. Þótti
svo spennandi þá aö mér skilst að
það hafi verið stytt og endirinn
endursaminn til aö enginn færi yfir-
um við hlustunina.
Ekki hef ég eins gaman af útvarps-
leikritum nú, en þó eru alltaf innan
um ágætis stykki. Fyrir stuttu var
einmitt flutt lögregluleikrit sem átti
að hafa gerst í Bretlandi. Laddi í
aðalhlutverki. I heild ágætis af-
þreying, þó ekki gallalaust. En þar
var alltaf eitthvað nýtt að gerast. I
gærkveldi var tekið fyrir vandamál
sem er komið upp að hliö mannkyns-
ins meö tækninni. Á sjúklingur, eða
ef til vill hver sem er, rétt á því að
ráöa sínu lífi algjörlega sjálfur og þá
taka úr sambandi þær vélar sem
halda lífi í honum. Áleitnar spurning-
ar vakna. Sjúklingurinn þjáist and-
lega sem líkamlega og einnig að-
standendur. Oft er sjúklingurinn
ekki með meðvitund og liggur árum
saman í þessari vél. Vandamenn
vona, og oftast í blekkingarhulu, aö
bót verði ráðin á og sjúklingurinn
hressist. Oftast þarf kraftaverk til.
Þama er verið að taka fram fyrir
hendur lífsins en hin áleitna spurning
er hver eigi á að ráða þessum mál-
um. Sjúklingurinn, læknarnir,
vandamenn?
Það mál sem hæst ber í fréttum
þessa dagana er njósnamál Arne
Treholt í Noregi. Það mál svipar til
leikrits eða farsa. Maöurinn var und-
ir grun og reyndar í gæslu en þó
skilst manni að hann hafi haft tæki-
færi til aö valsa um þau svæði sem
ættu aö vera hulin augum KGB-
njósnara. Efni í gott leikrit. Þangað
til veröur maður að reyna aö spá í
hvaö maðurinn gerði og hversvegna.
Eiríkur Jónsson safnstjóri.
Steínunn Jónsdóttir lést 21. janúar sl.
Hún fæddist 22. apríl 1906 að Borgar-
koti í Ölfusi. Foreldrar hennar voru
Jón Hannesson og Guðbjörg Einars-
dóttir. Steinunn starfaði lengst af í
mötuneyti íslenskra aöalverktaka.
Hún var gift Sigurmanni Eiríkssyni en
hann lést áriö 1940. Þau eignuðust tvær
dætur. Útför Steinunnar veröur gerð
fráFríkirkjunniídagkl. 13.30.
Guðbrandur Isberg fyrrv. sýslumaður
lést 13. janúar sl. Hann fæddist í Snóks-
dal í Miðdölum í Dalasýslu 28. maí áriö
1893, sonur hjónanna Guðrúnar Gísla-
dóttur og Magnúsar Kristjánssonar.
Guðbrandur varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1916 og tók
lögfræðipróf vorið 1923. Hann hóf lög-
fræðistörf á Akureyri og rak samhliða
því búskap að Möörufelli allt til ársins
1931. Hann var alþingismaður Akur-
eyringa fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið
1931—37 gegndi embætti sýslumanns
Húnvetninga árið 1932—37. Guðbrand-
ur var kvæntur Árnínu Hólmfríði Jóns-
dóttur en hún lést árið 1941. Þau hjón
eignuöust átta börn. Utför Guðbrandar
verður gerð frá Blönduóskirkju í dag
kl. 14.
Utför Sveins Jóhannssonar, fyrrver-
andi sparisjóðsstjóra, fer fram frá
Dalvíkurkirkju laugardaginn 28.
janúarkl. 14.
Utför Halldórs Sigurðar Backman
byggingameistara, Sóleyjargötu 7, fer
fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
30. janúarkl. 15.
Steinunn Jónsdóttir, Smyrlahrauni 25
Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag föstu-
dagkl. 13.30.
Utför Geirs Þorleifssonar múrara-
meistara, Borgarnesi, fer fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 28.
janúarkl. 14.
Bergþóra Hólm Sigurðardóttir,
Vesturvallagötu5, andaðist íBorgar-
spítalanum 17. janúar. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnarlátnu.
Þorfinnur Gunnar Guömundsson,
Langholtsvegi 105 Reykjavík, lést í
Landakotsspítala að morgni 26.
janúar.
Jóhannes Jónsson, Asakoti Biskups-
tungum,erlátinn.
Svembjörg Einarsdóttir frá Ferju-
bakka er látin.
Bjarni Jónasson frá Blöndudalshólum
andaðist í Héraöshælinu á Blönduósi
26. janúar.
Hólmfríður Oladóttir Baldvinsson,
Freyjugötu 36, lést 25. janúar.
Valtýr Álbertsson læknir lést 18.
janúar sl. Hann fæddist í Flugumýrar-
hvanuni í Skagafirði 16. janúar 1896.
Foreldrar hans voru Albert Jónsson og
Stefanía Pétursdóttir. Valtýr varð stúd-
ent árið 1917 og lauk svo læknaprófi
1923. Viðurkenningu fékk hann sem
sérfræðingur í lyflækningum 1931.
Eftirlifandi eiginkona hans er Herdís
Guömundsdóttir. Utför hans veröur
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Tilkynningar
Þorrablót Golfklúbbs
Reykjavíkur
verður haldið í Golfskálanum í Grafarholti
laugardaginn 4. febrúar kl. 19. Þorramatur
frá Múiakaffi. Hljómsveitin Metal leikur fyrir
dansi. Miðaverð kr. 500. Aðgöngumiðarseldir
hjá framkvæmdastjóra. Miðapantanir í
símum 35273,84735 og 33533.
Fáskrúðsfjörður:
Sólarkaff i á
sunnudag
Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara
DV á Fáskrúðsfirði.
Ungmennafélagið Leiknir á
Fáskrúösfirði veröur meö sólarkaffi í
félagsheimilinu Skrúð á sunnudag, 29.
janúar, kl. 15. Þetta er í fyrsta sinn
sem ungmennafélagiö gengst fyrir
svona samkomu, en hér hafa alltaf
verið bakaðar pönnukökur 28.-29.
janúar, þegar sól sést í bænum í fyrsta
sinní rúmatvománuöi.
Á sólarkaffinu verður kjörinn
íþróttamaður ársins á Fáskrúðsfirði
og honum afhentur bikar sem gefinn er
af Dóru Gunnarsdóttur handknatt-
leikskonu og stjómarmanni í UIA.
Allur ágóði af kaffisölunni rennur til
Leiknis.
-GB.
Hlíðarf jall á sunnudag:
Ókeypis
útivist
Akureyringum býöst ódýr útivistar-
dagur í HlíðarfjaUi á sunnudaginn.
Fyrir honum standa Skíöastaðir og
skíöaráö Akureyrar. Er tilgangurinn
að fá fólk til aö koma í f jallið til heilsu-
bótar og að kynnast þeim möguleikum
sem þar gefast til útiveru.
Allan útivistardaginn verður ókeypis
í skíöalyfturnar í Hlíðarfjalli og opin
göngubraut. Skíðakennarar veita
ókeypis leiðbeiningu í skíöakúnstinni
ög á eftir býöst heitur molasopi. Hann
kostar heldur ekki neitt.
-JBH/Akureyri.
75 ára er í dag, 27., janúar, Haraldur
B. Bjarnason múrarameistari, Vestur-
götu 22 Rvík. Hann er ættaður frá
Stokkseyri. Haraldur starfaði í mörg
ár sem umsvifamikill múrara-
meistari. Rak m.a. Byggingarfélagið
Goða og hefur staöið fyrir mörgum
byggingum hér í borg og næstu
byggðarlögum. Hann tekur á móti
gestum frá kl. 4 til 7 í dag í Oddfellow-
húsinu við Vonarstræti.
90 ára er í dag, 27. jan., frú Anna
Arnadóttir Waage, Miklubraut 11
Reykjavík. Hún mun eyða afmælis-
deginum hjá dóttur sinni að Hraun-
göröum í Garöabæ.
80 ára er 1 dag, 27., jan., Guðrún
Jóhanncsdóttir, Furugerði 1 hér í
Reykjavík. Hún dvelur nú á heilsuhæl-
inuíHveragerði.