Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Síða 2
2
DV. ÞKŒWUEAGUR14 FEBKUAR1964
Loðnukvótinn líklega hækkaður
um 265 þúsund tonn:
Bátar sem
voru búnir
með kvóta
mega byrja
aftur
Niðurstöður nýafstaðinna loðnu-
rannsókna tveggja islenskra rann-
sóknaskipa hafa leitt í ljós að stofninn
er talsvert stærri en mælingar í haust
gáfu til kynna og hafa fiskifræðingar
lagt til að 256 þúsund tonnum verði
bætt við aflann á þessari vertíð. Ef
þeirri veiði verður náð verður heildar-
aflinn um 640 þúsund tonn á vertíðinni
en í upphafi hennar höföu fiskifræðing-
ar lagt til 375 tonn og Þjóðhagsstofnun
reiknað með 400 þúsund tonnum.
Nú á því eftir að veiöa hátt í 400 þús-
und tonn og hefur sjávarútvegsráð-
herra ákveðið aö þeir fimm bátar sem
búnir eru með kvóta sinn megi strax
halda til veiða aftur þar sem end-
anlegs kvóta er að vænta innan viku.
Hann liggur ekki ljós fyrir fyrr en
eftir umfjöllun sameiginlegrar nefnd-
ar Norðmanna og okkar um loðnu-
veiðamar. Líklegt er talið að Norð-
menn muni fallast á rök okkar og
hækkun kvóta um 256 þús. tonn.
Ekki verður fleiri bátum heimilað að
fara á loðnu en fengu leyfl til þess i
upphafi vertíðar. Ef þokkalega gefur á
núverandi floti auðveldlega að ráða við
þetta magn enda geta veiðarnar staðið
útmars.
Tonnin misþung eftir því hvort landað er hér
eða erlendis:
Siglingatogar-
amir koma
þó sléttir út
I nýju kvótareglunum er gert rað
fyrir að ef skip sigli með afla sinn
reiknist það hafa veitt 25 prósent
meira af kvóta sínum en aflatölur gefa
til kynna. Landi skipið næst heima
reiknast þaö hafa landað 25 prósent
minna af kvóta sínum en aflatölur
segja til um.
Þannig munu þau skip sem undan-
farin ár hafa ýmist landað heima eða
erlendis, og halda því áfram í ár með
svipuðum hætti, koma eins út og áður
aö frádregnum sama samdrætti og
gildirfyrir alla.
Sumir útgerðarmenn túlka þetta
sem bónus til „siglingatogaranna” fyr-
ir aö vera lengur frá veiðum en önnur
skip á meöan á siglingum stendur.
Aðrir túlka þetta sem viðurkenningu
ráöuneytisins á gildi þess að viðhalda
ferskfiskmörkuöum okkar i Bretlandi
og Þýskalandi. Enn aðrir telja þetta
hvetningu til siglingatogaranna aö
landaheima. -GS
Rithöfundasambandið:
Mótmælir
geðþóttaákvörðun
varðandi ritfrelsi
Á fundi Rithöfundasambands Is-
lands, sem haldinn var í fyrrakvöld,
var tiilaga nokkurra félaga sam-
þykkt einróma þar sem starfsað-
ferðum saksóknara ríkisins, eins og
iðkaöar voru i Spegilsmálinu, var
mótmælt.
Þórarinn Eldjám, einn þeirra rit-
höfunda sem stóðu aö þessari til-
lögu, sagöi að Rithöfundasambandiö
vildi með þessu móti fordæma það að
geðþóttaákvörðun eins manns gerði
honum kleift aö leggja hald á blað og
fá staðfestingu Hæstaréttar eins og
Þórður Bjömsson rikissaksóknari
gerði við- Spegilinn, blað Ulfars
Þormóðssonar.
„Við beinum þeirri ósk til stjóm-
valda að löggjöf verði hagað á annan
hátt og að ákæruvaldið leiti fyrst
úrskurðar dómstóls áður en gripið er
til jafnróttækra aðgerða og að
leggja hald á prentað mál,” sagði
Þórarinn Eldjárn og ennfremur:
„Ymsir lögfræðingar hafa áhyggjur
af þessu og telja að í Spegilsmálinu
hafi Hæstiréttur lagt blessun sina
yfir brot á ritfrelsisákvæði í mann-
réttindakafla stjómarskrárinnar.
Það er því sú framtíðarþróun sem
þetta fordæmi kann að hafa áhrif á
sem við höfum áhyggjur af,” sagði
Þórarinn Eldjárn.
-HÞ.
Langfari, en svo nefnist Fiugieiðaþotan, sem rann fram af flugbrautinni á sunnudag, hefur að baki flesta
fíugtima allra Flugleiðavéla og mjög góðan feril. Hún reyndist óskemmd eftir óhappið og hélt áfram til
Bandarikjanna i fyrrinótt að skoðun lokinni. DV mynd: S.
Umfangsmikil rannsókn á óhappi Flugleiðaþotunnar íKeflavík:
Hlustað á segulbönd
úr stjórnklefanum
f jöldi vitna yfirheyrður
Nú stendur yfir víðtæk rannsókn á
því hvers vegna DC-8 þota Flugleiða
rann fram af flugbraut í lendingu á
Keflavíkurflugvelli í fyrradag. Loft-
ferðaeftirlitið annast rannsóknina og
er hún m.a. fólgin í því að yfirheyra þá
sem voru á vakt hjá slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli og starfsmenn
flugtumsins þar sem vitni urðu að at-
burðinum. Þá verður nákvæmni aö-
flugshallaljósa fyrir brautina athuguð
við fyrsta tækifæri og hlustað verður á
segulbandsupptöku úr stjórnklefa þot-
unnar frá lendingunhi. Engar upplys-
ingar eru gefnar um gang rann-
sóknarinnar á þessu stigi og er ekki
ljóst hversu langt er aö bíöa niöur-
stöðu.
Eins og fram kom í DV í gær telur
flugstjórinn aö brautin hafi verið hálli
en hann fékk upplýsingar um. Slökkvi-
liöið hefur með höndum mælingar á
bremsuskilyrðum eftir því sem þurfa
þykir. Flugturninn fær þær upplýsing-
ar og miðlar þeim ásamt tímasetningu
á síöustu mælingu til komandi flug-
véla.
Viðkomandi flugstjóri metur svo þær
upplýsingar og vilji hann nýja mæl-
ingu er hún þegar framkvæmd. Ef hon-
um sýnast skilyrði þá ekki nægilega
góö getur hann farið fram á að brautin
sé sandborin eða borin öörum hálku-
eyöandi efnum.
Sú framkvæmd er í verkahring
slökkviliðsins og er ávallt orðið við
þessháttar óskum frá flugmönnum.
-GS
DEILT UM FJÖLDA
í ÁHÖFN FJALLFOSS
- Sjómannaf élagið hef ur kraf ist vinnustöðvunar við
skipið 15. febrúar ef ekki verður fjölgað í áhöf ninni
Sjómannafélag Reykjavíkur hefur
boöaö vinnustöövun á Fjallfossi frá
og með morgundeginum, 15. febrúar,
vegna ágreinings viö Eimskipaf élag-
iö um f jölda í áhöfn skipsins.
Deilur hafa staðið að undanförnu
um fjölda háseta á skipinu en sam-
kvæmt kjarasamningi um háseta-
f jölda eiga þeir að vera minnst sex
að tölu. I áhöfninni í þessari fyrstu
ferð Fjallfoss voru átta manns, skip-
stjóri, stýrimaður, tveir vélstjórar,
matsveinn og þrír hásetar. Sjó-
mannafélagið hafði veitt Eimskipa-
félaginu undanþágu til að hafa að-
eins þrjá háseta um borð í Lagar-
fossi og Bakkafossi til 15. mars næst-
komandi en undanþágu fyrir Fjall-
foss var algjörlega synjað.
Skipverjar á Fjallfossi fengu
skeyti frá Sjómannafélaginu þann 7.
febrúar, er þeir voru á leiðinni til Is1
lands, og þar var þeim tilkynnt að
skipið yröi stöðvað vegna þessa máls
er þaö kæmi til hafnar á Islandi.
Að sögn Þórðar Sverrissonar, full-
trúa framkvæmdastjóra Eimskipa-
félagsins, er samningaviðræðum við
Sjómannafélagið um þetta efni ekki
lokið. Sagði Þórður að verið væri að
kanna með hvaða hætti hægt væri að
fjölga í áhöfninni en þaö væri þeim
erfiðleikum bundið að aðeins væru
klefar í skipinu fyrir níu manns.
Eimskipafélagið telur að skipið kom-
ist af með færri menn í áhöfn en Sjó-
mannafélagið gerir kröfu um og
bendir á að meðan þetta skip var í
eigu fyrri eigenda í Vestur-Þýska-
landi var á því 7 manna áhöfn.
Þórður Sverrisson sagði að fjöldi í
áhöfn skipa hefði oft orðið
ágreiningsefni þegar ný skip bættust
í flotann en alltaf hefði náðst sam-
komulag um þetta við stéttarfélögin.
klp/ÖEF
Verðbólgan
8fl prósent
Sektaður
fyrir land-
helgisbrot
Skipstjórinn á vélbátnum Búðanesi
frá Grindavík var á laugardag dæmd-
ur til að greiða 60 þúsund króna sekt í
landhelgissjóð og sakarkostnað. AfU
og veiðarfæri voru gerð upptæk.
Gæsluflugvélin TF-SYN kom að
Búðanesi að togveiðum um hálfa sjó-
mílu fyrir innan mörkin úti af Þjórsá
síðastUðinn miðvikudag.
Dóminn kvað upp Guðmundur
Kristjánsson, aðalfulltrúi við fógeta-
embættið i Keflavík. Meðdómendur
voru Ámi Þorsteinsson og Ragnar
Bjömsson.
-KMU
Visitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 0,65 prósent frá janúar-
byrjun tU febrúarbyrjunar. Vísitala
vöru og þjónustu hækkaði jafnmikið.
Þessar hækkanir jafngUda því aö
verðbólgan á Islandi, miöað við heilt
ár, sé um þessar mundir 8,1 prósent.
I frétt frá Hagstofunni segir að
framfærsluvísitalan hafi í febrúar-
byrjun reynst vera 397 stig, miðað
við grunntölu 100 í janúar 1981. I
nóvember síðastUðnum var vísitalan
387 stig. Hækkun frá þeim tíma er 2,7
prósent.
Stærstan þátt i hækkun vísitölunn-
ar á Hitaveita Reykjavíkur. Taxtar
hennar hækkuðu um 25 prósent í
byrjun febrúar. Það oUi 0,64 pró-
sent hækkun vísitölunnar.
AthygU vekur að í matvöruflokkn-
um urðu margar verðlækkanir en
einnig nokkrar verðhækkanir sem
saman ollu 0,3 prósent lækkun á vísi-
tölunni.
Að öðru leyti var um að ræða hækk-
anir og lækkanir sem jöfnuðust út
með 0,3 prósenta vísitöluhækkun.
-KMU