Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Síða 6
6
DV. ÞRHUUDAGUR14. FEBRUAR1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
A þessari mynd eru reyndar ekki nema 14 áfengisflöskur en við hellum iokkur enn meira magni, eða 17.3
flöskum að meðaltaliár hvert.
Áfengis-
skammtur
— hvers íbúa 17,3 f löskur
A árinu 1983 keyptu Islendingar
áfengi fyrir 985 milljónir króna hér á
landi. Ut frá þeirri forsendu hefur
verið reiknað að hver landsmaður hafi
tæmt 17,3 flöskur á árinu. Af þessum
rúmlega sautján flöskum hafa verið 7
af brenndum, sterkum vínum, 3,7
flöskur af svokölluðum heitum vínum
(sérrí t.d.) og 6,6 flöskur af léttum
vínum. Þetta eru tölur sem skiptast
jafnt á hvem íbúa landsins, böm jafnt
semfullorðna.
Fimm manna fjölskylda hefur varið
20.914 krónum til áfengiskaupa á
árinu, hver einstaklingur rúmum
f jögur þúsund krónum.
Ársskammtur fimm manna fjöl-
skyldunnar er 86,5 flöskur, dágóðar
birgðir ef tappamir hefðu ekki veriö
iosaðir.
Fyrir utan þessar tölur allar bætist
við annar skammtur og það er það
magn sem ferðafólk tekur með sér til
landsins og eins farmannaveigamar.
Og er þá óútreiknanlegt hvað Islend-
ingar hafa tæmt margar flöskur á
ferðalögum erlendis. Ætti aö sleppa
þeim sem aldrei dreypa á ööru en
óáfengum drykkjum koma fleiri flösk-
ur en 17,3 í hlut þeirra sem á annaö
borð drekka umrædda drykki.
-ÞG.
Annaðhvort að frjósa
eða svelta íhel
— segir reiður
orkuneytandi
íBolungarvík
Agæta neytendasíða.
Ennþá einu sinni leyfi ég mér aö
rita þér bréf, umræðuefnið er það
sama og áður. Hið gengdarlausa
orkuokur hér á Vestfjarðarkjálkan-
um og víðar.
Oft hefur fólki hér reynst erfitt að
standa í skilum með greiðslur fyrir
hita og rafmagn en nú fyrst kastar
tólfunum.
Áður þegar háir reikningar komu
inn um bréfalúgumar, varð maður
var við aö það þykknaði í fólki. En nú
má segja að þaö sé komin ofsareiði í
fólkið og þaö ekki að ástæðulausu.
I fréttum sjónvarpsins þann 27.
janúar að mig minnir sýndi Omar
Ragnarsson fréttamaður muninn á
rekstri íbúðar og bíls á höfuðborgar-
svæðinu. Þar kom í ljós að kostnaður
við hita- og rafmagn var 13 þúsund
krónur yfir árið á viökomandi íbúð.
Nú má enginn taka orö mín þann-
ig að mér finnist sú upphæð ekki
nógu há. Og sjálfsagt stendur það í
æði mörgum sem á höfuðborgar-
svæðinu búa að reiða fram þá fjár-
hæð þegar aö skuldadögunum kemur.
En hvemig ætli þessu fólki yrði við ef
það ætti að borga þessa upphæð tólf
sinnum á ári.
Eða til frekari einföldunar einu
sinni í mánuði hverjum.
— Gegndarlaust orkuokur
Nú reka sjálfsagt margir upp stór
augu og segja, maðurinn lýgur
þessu, þetta getur ekki verið satt, og
ekki lái ég þeim þau ummæli.
Hvemig á fólk með meðallaun eöa
eigum við ekki bara að kalla þau sínu
rétta nafni — lúsarlaun — að komast
af og þar stendur hnífurinn illilega í
kúnni.
Eg ætla að taka þrjú dæmi um
gegndarlaust orkuokur hér í
Bolungarvík. Einnig læt ég fylgja
með ljósrit af reikningum greiöanda
í dæmi tvö.
Viö skulum hafa í huga aö þetta fólk
á eftir aö fæða sig og klæða, borga
skatta og sinar skyldur allar af laun-
unum, hvaö er þá eftir ?
Þegar svo er komiö aö 160 klst. á
mánuði í dagvinnu eða vinnulaun
fyrir þær klukkustundir duga ekki
fyrir greiöslum á ljós- og hitareikn-
ingum, þá er eitthvaö stórvægilegt
aö. Það virðast allir vita nema ráða-
menn þjóðarinnar. Astandið er nú
órðið þannig hjá þorra þeirra sem á
landsbyggðinni búa að annaðhvort er
að hætta upphitun og þar með fr jósa
í hel eða hætta matarkaupum og þar
með svelta í hel.
Þegnarnir blóðmjólkaðir
Okurverð nú til dags á ekkert skylt
við réttlátar greiðslur fyrir veitta
þjónustu. Þegnarnir em miskunn-
arlaust blóðmjólkaöir. Og þegar þeir
geta ekki lengur staðið í skilum
dynja yfir þá tilkynningar í útvarp-
inu um lokun á rafmagni.
Þaö er eins og forráðamenn raf-
veitna sem hér eiga hlut að máli
standi í þeirri trú að það sé nóg að
senda út stanslausar hótanir, þá
muni rigna yfir viðkomandi fimm
hundruð króna seðlum eftir þörfum
og eðli reikningsins.
Enhvaðertil ráða?
Hækka hitaveituna á höfuðborgar-
svæðinu þangað til kostnaöurinn er
kominn til jafns við landsbyggðina.
Nú alla vega er það stefna þeirra
sem nú ráöa feröinni. Ætli okkur hin-
um gangi þá betur að greiða okkar
reikninga? Þvílík firra og della.
En því miður fyrir þá sem ennþá
búa við nokkurn veginn eðlilegt verð
á hitunarkostnaði, þá virðist þetta
vera svarið við eðlilegum kröfum
fólks að látið sé af þessu gegndar-
lausu orkuokri. En skyldi ekki vera
einhver skilningur á þessu hjá við-
komandi þingmönnum og ráðherrum
dreifbýlisins?
Nei, ekki aldeilis. Heldur nokkur
heilvita maður að þeim sé ekki sama
hvað það kostar kjósendur þeirra að
greiða sína orkureikninga. Þetta eru
menn með margfaldar tekjur borið
saman við hinn almenna launþega.
Við skulum ekki heldur gleyma því
að það erum við sem greiðum þess-
um herrum laun, sem þeir skammta
sér að vísu sjálfir og skera ekki við
nögl.
Smágelt um vanda
fjöldans
Meðan landsbyggðin stynur
undan okinu og endalausu arðráni,
loka þessir menn eyrunum og
skemmta sér við það hver geti keypt
fínustu og dýrustu bílana. Öll vitum
viö hver kemur svo til meö að greiöa
fyrir gamanið.
öllum ætti að gera ljóst að ef ein-
hver vilji væri fyrir hendi hjá al-
þingismönnum væri búiö að leiðrétta
þetta fyrir löngu. Eini viljinn sem
maður verður var við er þegar ein-
hver þingmaðurinn, svona rétt fyrir
siðasakir, vill láta taka pinulítið eftir
sér og rekur upp smágelt um vanda
f jöldans, síðan ekki söguna meir.
Staðreyndin er sú að nú er hafinn
stórfelldur fólksflótti frá hinum
ýmsu byggðum landsins, aöallega
sjávarplássunum. Þaðan sem mesta
verömætasköpunin á sér stað. Og
fólk flykkist til höfuðborgarsvæðis-
ins. Ástæðan er líklega sú að fólk
getur ekki lengur lifað af vinnulaun-
um sínum, þökk sé orkuverðinu.
Heiöurinn af þessu ástandi eiga
steinblind nátttröll sem þessum mál-
um stjóma og sem ekkert sjá fyrr en
allt er orðiö mörgum árum of seint.
Með vinsemd og virðingu til neyt-
endasíðu DV.
Virðingarfyllst,
Kristján Ágústsson,
Bolungarvík.
Kæri Kristján.
Eg þakka þér bréfiö semþú sendir
eftir samtal okkar símleiðis. Það er
von að þungt sé í þér hljóðið, en bréf-
ið ritar þú 1. febrúar sl. og síðan þá
hefur iðnaðarráöherra ákveðið að
auka niðurgreiðslur til Orkubús
Vestfjarða um 10%. Jafnframt
herma fréttir að sami ráöherra sé aö
leggja síðustu hönd á stjómarfrum-
varp sem á að koma frekar til móts
við hagsmuni neytenda á „köldu
svæðunum”.
Þú spyrð í bréfi þínu hvað sé til
ráða. Að hækka hitaveituna á höfuö-
borgasvæðinu þangaö til kostnaður-
inn sé kominn til jafns viö lands-
byggðina. Og heldur áfram að alla
vega sé það stefna þeirra sem nú
ráða ferðinni. Þama hittir þú mig í
hjartastað. Eg sat nefnilega sem
borgafulltrúi í borgarstjórn þegar
ákveðið var að hækka gjöld Hita-
veitu Reykjavíkur um 25%, frá og
með 1. febrúar sl. Þar rétti ég upp
hönd og samþykkti hækkunina. En
ég get fullvissað þig um að það var
ekkiaf þeim hvötum sem þú tilnefnd-
ir íbréfiþínu.
Forsendan fyrir þeirri samþykkt
var af öðrum toga, meðal annars
fjármagnsþörf Hitaveitu Reykjavík-
ur til frekari uppbyggingar og lag-
færingar.
En viö skulum vona að „stein-
blindu nátttröliin” sem þú nefnir í
bréfinu hugi enn frekar aö úrlausn
ykkar mála í náinni framtíð.
Fyrstadæmiö:
Ein fyrirvinna með s jö börn.
Fjölskyldan býr í þríbýlishúsi og er greiöandi skráður 61% af eigninni og
greiðir samkvæmt því sína reikninga. Ibúöarstærð 170 fermetrar.
Reikningar:
Rafmagnskynding
Um 30 daga tímabil:
Annaðdæmið:
Ein fy rirvinna með tvö börn.
Einbýlishús 120 fermetrar.
Ljósareikningur (31 dagur)
Rafmagnskynding (31 dagur)
Ljóskr. 3.573
kr. 8.400
Samtalskr. 11.973.-
kr. 3.397,98
kr. 6.125,15
Samtals kr. 9.523,-
(Sjá ljósrit)
Þriðjadæmið:
Tveir í heimili, eldri hjón, sem bæði vinna úti. Búa í einbýlishúsi, 100
fermetraaðstærð
Ljósareikningur kr. 1.478,70
Fjarvarmakynding kr. 6.467,-
Samtalskr. 7.945,70
•ÞG