Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 14
14
DVi ÞRIÐJUmGUR 14 FEBRUAR1984
Menning Menning Menning Menning
Menningarverðlaun DV:
Hreindýrapaté og innbakaður silungur
—á matseðli hádegisverðarboðsins í Hótel Holti á fimmtudag
Sherrý la Ina
Hreindýrapaté.
Innbakaður Laxalónssilungur með parísarkart-
öflum og salati.
Gewúrztraminer hvítvin fró Alsace.
Kaffi og portvín.
Menningarverölaun DV veröa afhent
í hádegisveröarboöi í Þingholti Hótels
Holts, fimmtudaginn 16. febrúar og hér
aö ofan er matseðillinn, sem veröur
borinn fram af því tilefni.
„Þetta er mjög fínn matur,” sagöi
Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Hótel
Holti, í samtali viö DV. „Þaö hefur
fyrst og fremst alltaf vakað fyrir okk-
ur að hafa uppistööuna fiskrétt, og frá
því aö menningarverðlaunin voru af-
hent höfum viö reynt aö vera meö
nýjungarí fiskréttum.”
Skúli vildi ekki skýra nákvæmlega
frá uppskriftunum aö matnum sem
menningarverölunahafar og aðrir
gestir munu gæöa sér á. Hann sagöi þó
aö fiskurinn væri afhausaöur, krydd-
aöur og fylltur og síöan væri hver ein-
stakur settur inn í álpappír og
bakaöur inni í ofni. Viö þetta varöveitti
fiskurinn allan upprunalegan safa sinn
og þyrfti því ekki aö bera fram með
honum sósu.
Um samsetningu matseðilsins sagöi
Skúli: „Þaö fer mjög vel saman aö
hafa í forrétt paté, þar sem uppistaðan
er kjöt og síöan fisk í aöalrétt.”
Um drykkjarföngin sagöi Skúli aö la
Ina væri þurrt sherrý og mjög viðeig-
andi aö hafa þaö í fordrykk. Hvítvínið
Eldissilungur frá Laxalóni,
innbakaöur, veröur aðalrétturinn við
afhendingu Menningarverölauna DV,
en afhendingin fer fram á fimmtudag í
Þingholti, Hótel Holti.
DV-mynd GVA.
væri þýskt, stabílt og gott. Þaö er
nokkuö kryddað og ekki mikiö um slík
vín.
Menningarverölaun DV eru nú veitt í
6. sinn og sem fyrr er tilgangur þeirra
þríþættur: aö heiöra gott listafólk fyrir
vinnu sína, aö eiga saman góöa stund í
fallegu umhverfi og neyta þess besta,
sem íslensk matargeröarlist getur boð-
ið upp á.
Verölaunagripirnir aö þessu sinni
eru sex sérlega glæsilegir skúlptúrar,
sem Jens Guöjónsson gullsmiður hefur
gert fyrir DV.
Verðlaunahafar verða kynntir í blaö-
inu á fimmtudag, en nánar verður
skýrt frá verðlaunaafhendingunni á
föstudag. -gb
Menningarverölaun DV veröa afhent í
6. sinn í hádegisverðarboði á Hótel
Holti á fimmtudag. Myndin hér aö ofan
var tekin við sama tilefni í fyrra.
LÚTA BACHS UPP Á UNGVERSKU
Gergely Sórközy leikur verk eftir Johann
Sebastian Bach ó lútu. — Prelúdki í c-moll
BWV 999, fúgu í g-moll BWV 1000, Prelúdki,
allegró og fúgu í Es-dúr BWV 998 og Svítu í g-
moll BWV 995.
Útgáfustjóri: Jánus Mátyás.
Upptökustjórn: István Berényi.
Útgefandi: Hungaroton SLPX 12157.
Hið sama gildir um hljómplötu-
markaöinn hér á Islandi og flest
annaö efni alþjóðlegrar fjölmiöl-
unar. örfá stór og vönduö merki eru
allsráðandi. Þau hafa allt til alls;
mesta peninga, bestu tæknina, fær-
asta tækniliðiö og þekktustu lista-
mennina. Þykjast menn nú kannast
við hliöstæöur sjónvarpsrisanna og
veldi engilsaxa á þeim vettvangi.
Svo þegar aörir leggja sig alla fram,
en hafa aðeins yfir að ráða næstbestu
tækjunum, mun minni fjárráð og
aöra aöstööu eftir því, eru þeir
jafnan bornir saman við elítuhópinn,
sem hefur tögl og hagldir á markaðn-
um. Ekki þarf að tíunda þann þrönga
kost sem íslensk hljómplötuútgáfa
býr viö og hafa menn þó oft náð
ótrúlega góöum árangri. Um leið og
okkur finnst það ekki tiltökumál aö
hér í fámenninu nái menn ekki sama
árangri og þeir allra stærstu finnst,
held ég, nærri öllum sjálfsagt að
milljónaþjóöirnar hljóti aö geta gert
eins vel og elítan alþjóölega. En
þegar elítan er undanskilin er alls
ekki svo mikill munur á stærö þjóöa,
aö minnsta kosti ef tekið er miö af
hljómplötuútgáfu þeirra og skiptir
þá litlu máli hvort hausarnir eru
taldir í hundruöum þúsunda eöa tug-
um milljóna.
Samkvæmt pólitískum grund-
vallarreglum gilda ekki sömu mark-
aðslögmál í löndunum austan viö
járntjaldið og þeim sem vestan
markálínunnar eru. En kúnstin
þrífst ekki síður austan tjalds en
vestan og inn á milli fáum við teikn
þar um. Plötumar frá Hungaroton
hafa, sé litið á umbúðirnar, á sér
hvaö vestrænast yfirbragö allra
hljómplatna frá löndunum handan
járntjaldsins. Á Haydn ári, áttatíu
og tvö, stóö fyrirtækið fyrir mynd-
Hljómplötur
Eyjótfur Melsted
arlegum Haydn útgáfum af allháum
gæöaflokki. Svona rétt til aö minna
sjálfan sig á að talræn beinskurðar-
tækni sé enn ekki á hvers manns
valdi greip ég plötu meö lútuleik
Gergely Sárközys þar sem þessi
upprunalega cellisti spilar Bach.
Leikur Sárközys ber meö sér að
hann er vel heima í fræöum
barokksins. Hann er líka ófeiminn
viö aö taka sér listamannsleyfi því
aöra plötusíðuna fyllir ekki uppruna-
legt lútuverk heldur ein af svítunum
sex fyrir celló einsamalt. En viti
menn, takist manni aö þurrka út úr
minni sínu að þetta eigi nú þrátt fyrir
allt aö spilast á celló þá má njóta
þess aö hlýöa á aldeilis glerfínan
lútuleik. Og svo til aö rétta sig af er
ekkert auðveldara en að finna sér
góöa upptöku meö cellósvítunni, leik-
inni með réttu lagi. En frjálshyggjan
birtist í fleiru en efnismeöförum.
Lútumar, tónfagrar, em meö há-
marksfjölda strengja og vel þaö. En
frjálsræöiö kemur kannski beinast
fram í því að gripbretti er framlengt
undir bassastrengina, sem venjulega
leika á lausu, þannig aö á þá má
leika krómatískt.
Það er náttúmlega spursmál
hversu langt má ganga í því aö
spinna aö eigin vild upp úr sagn-
fræðilegum staðreyndum og hálf-
staöreyndum. En allt aö einu — and-
rúmsloft (ef svo má aö oröi komast)
plötunnar er einkar skemmtilega
barokk og lútuleikarinn Gergely Sár-
közy kann vel á sín tól aö leika.
Upptakan stendur í samanburöi
við elítuframleiöslu, tæpast framar-
lega. Þaö er fariö alveg ofan í hljóö-
færiö og reynt aö hvelfa tóninn sem
mest, en um leið fiskast upp suö og
kliöurinn sem veröur þegar fingur
mætir streng, til fulls. En þaö er líka
hverjum manni hollt aö hlusta af og
til á eitthvað annað en þaö tæknilega
allrabesta.
Því listin hefur lengi komist ágæt-
lega af án hátækninnar og hreint
ekki svo víst aö hátæknin sé hið eina
rétta.
-EM.