Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Qupperneq 30
30 DV. ÞKŒXJUDAGUR14 FEBRUAR1981 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Fyrsta gagnfúa- varnarvélin hér — Rammi hf. í Njarðvík fjárfestir upp á 2 milljónir án þess að kröfur um gagnfúavörn séu enn komnar hér Ný stjóm íFélagi íslenskra ferðaskrifstofa: Böðvar Val- geirsson kjör- inn formaður Ný stjórn var kjörin í Félagi íslenskra ferðaskrifstofa á aðalfundi félagsins nýlega. Böðvar Valgeirs- son var kjörinn formaöur í staö Steins Lárussonar, sem gegnt hefur því embætti frá 76 en fer nú til. Oslóar á vegum Flugleiða. Helgi Jóhannsson og Islaug Aðalsteins- dóttir voru kjörin meðstjórnendur og Ulfar Jacobsen varamaður. Eysteinn Helgason, sem veriö hefur í stjórninni sl. þrjú ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs enda á förum til Bandaríkjanna á vegum Sam- bandsins. Tækni og jafnrétti — ráðstefna á Hótel Esju á föstudag Skýrslutæknifélag Islands og Jafn- réttisráð efna sameiginlega til ráðstefnu um tækni og jafnrétti aö Hótel Esju á föstudaginn kl. 13, þar sem fjallað verður um áhrif tækni- breytinga á atvinnulifið meö tilliti til jafnréttis kynjanna. Þar verðurm.a. rætt um áhrif tæknibreytinga hjá einstökum fyrirtækjum. Stööu og stefnu í tæknivæðingarmálum hjá Sambandi bankamanna og um nefndarstörf, um áhrif tæknivæðing- arinnar á atvinnulífið. Stefna allra stjórnmálaflokkanna í þessum málum verður kynnt, Svo og stefna VSI og ASI. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Jafnréttisráðs. Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna: Nýjarreglurum lánveitingar Nýverið samþykkti stjórn Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna nýjar reglur um lánveitingar úr sjóðnum. Hljóta þær að teljast hag- stæðar sjóðfélögunum séu þær bomar saman viö sambærilegar reglur ýmissa annarra lífeyrissjóða. Eftir aöeins 2ja ára aðild aö lífeyris- sjóðnum eignast sjóðfélagi veruleg- an lántökurétt. Hver ársfjóröungsleg aöild að sjóðnum e^kur lántökurétt sjóðfélagans og geta hámarkslán numið allt að kr. 420.000. Lánstími getur orðið allt að 25 árum og af hálfu sjóösins er kappkostaö aö af- greiðsla lánanna gangi vel og snurðulaust. Þess vegna eru lán veitt á öllum tímum ársins og afgreiðslu- tími lána lítill sem enginn. Formaður stjórnar Almenns h'f- eyrissjóðs iðnaðarmanna er Eyþór Þórðarson. Aðrir í stjórn eru Olafur Pálsson og Þórir Jónsson, en þeir eru kosnir á Iðnþingi Islendinga, Þor- berg Olafsson og Sigmar Ármanns- son. Framkvæmdastjóri er Þórleifur Jónsson. Skrifstofa sjóösins er í Húsi iðnaöarins að Hahveigarstíg 1 Reykjavík, en samkvæmt sérstökum samningi annast Landssamband iðnaðarmanna rekstur sjóðsins. Gluggaverksmiðjan Rammi hf., Njarðvík, hefur tekið upp nýja að- ferð viö gagnfúavöm hér á landi, sem fólgin er í því að fúavarnarefnið gengur inn í viðinn en er ekki aðeins boriö utan á, eins og tíökast hefur. Hefur fyrirtækið fest kaup á búnaði til gagnfúavarnar á fullunnum tré- einingum og hafið framleiðslu á fúa- vöröum gluggum. Búnaður og fúa- vamarefni er framleitt af Gori A/S í Danmörku og vömin í flokki B, samkv. stöðlum, samræmdum af Norræna timburvemdarráðinu (NTR). Framleiðslan verður undir áháðu gæðaeftirhti Iðntæknistofn- unar Islands og varan merkt eftir reglum NTR. Auk eigin framleiðslu mun Rammi taka að sér gagnfúa- vörn fyrir aðra. Vélin kostar uppsett um tvær milljónir króna og vegur um 10 tonn. Fúavarnargeymirinn tekur 13 tonn og vélin tekur 22 fermetra gólfpláss. Svona fúavörn er orðin skylda annars staðar á Norðurlöndum en ekki hér. Sé henni beitt á að verða mun minni hætta af áföllum vegna fúa síðar meir, svo Rammi virðist meö þessu hafa stigið mikið fram- faraspor í íslenskum byggingar- iðnaöi. Rammi hf. var stofnaður 1965 og framleiðir glugga, útihurðir og bíla- Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning á nýjum íslenskum skóla- og skrifstofuhúsgögnum sem ber yfir- skriftina „Hönnun til heilsu- verndar”. A sýningunni eru kynnt skólahús- gögn sem Stálhúsgagnagerð Steinars hefur hannað meö aukna heilbrigði islenskra skólabarna að leiðarljósi. Viö hönnun skólahúsgagnanna var tekiö mið af ítarlegri skýrslu sem danska menntamálaráðuneytið lét gera um skólahúsgögn og réttar vinnustellingar barna. Auk þess var geymsluhuröir. Starfsmenn eru um 25 talsins og núverandi aðaleigendur þrír smiðir, sem allir hafa starfað þar um árabil, Einar Guðberg Gunn- arsson framkvæmdastjóri, Gísli Grétar Björnsson og Sigþór Stefáns- leitað til íslenskra sjúkraþjálfara, arkitekta og skólastarfsmanna um aðstoð og ráðleggingar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo markvisst er unnið aö hönnun skólahúsgagna hér á landi. A sýningunni eru einnig kynnt ný skrifstofuhúsgögn sem líkt og skóla- húsgögn fylgja nýjustu kröfum um réttar vinnustellingar og aukna heil- brigði. Sýningin „Hönnun til heilsuvemd- ar” er opin alla daga frá kl. 14—22 framtil 19.febrúar. son. Framleiðslustjóri er Birgir Jónasson. Rammi selur mikinn meirihluta framleiðslu sinnar á höfuðborgarsvæðið og söluskrif- stofan í Reykjavík er Iönverk hf., Nóatúni 17. Fjárveitingar Iðnrekstrarsjóðs: Málmur og ull fá mest I skýrslu um starfsemi Iðnrekstrarsjóðs fyrir árið 1982 kemur í ljós að málmiðnaður og ullar- og skinnaiönaður hafa fengiö langmest úthlutað úr sjóðnum, eða nálega helming. Skýrsla fyrir síðasta starfsár liggur ekki enn fyrir. Hlutverk sjóösins er að auka út- flutning iönaðarvara, auka sam- keppnishæfni íslensks iönaðar á innlendum og erlendum mörkuðum, örva nýsköpun í átt til aukinnar og bættrar iðnaðarframleiðslu og aö auka framleiöni í samkeppnisiönaöi. Sjóðurinn hefur fyrst og fremst veitt styrki og framlög til erlendrar markaðsöflunar og markaðs- aðlögunar og einnig styrkt þróunar- verkefni, sem hafa mikla þýðingu fyrir þróun heilla greina eða iðnaöar- ins í heild. Formaöur er Vilhjálmur Lúðvíksson og framkvæmdastjóri er Hulda Kristinsdóttir. Akureyri: Pan hf. klárar útvarpshúsið Fyrirtækið Pan hf. á Akureyri mun liklegast klára útvarpshúsið á Akureyri þar sem það átti lægsta tilboðí verkið. Um er að ræða innréttingar, raf- lagnir og loftræstingu í hinu nýja út- varpshúsi og hljóðaði kostnaðar- áætlun upp á 3.985.450 krónur. Tilboð Pan hf. var upp á 3.318,466 krónur eða 83,27% af kostnaðaráætlun. Tilboð frá Aðalgeiri og Viöari var upp á 3.839.990 krónur eða 96,35% og tilboð frá Híbýli hf. var upp á 4.157,379 krónur, eða 4% hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Guðmundur Þórð- arson framkvæmda- stjóri f jármálasviðs Þýsk-fslenska Við skipulagsbreytingar inn- an Þýsk-íslenska nýverið gerð- ist Guðmundur Þórðarson framkvæmdastjóri fármála- sviðs. Hann er stúdent frá MR ’65 og lauk lögfræðiprófi frá Hl 1971. Næstu fimm árin starfaði hann hjá rannsóknadeild ríkis- skattstjóra og rak síðan eigin lögfræðiskrifstofu í fimm ár uns hann réðst til Þýsk-íslenska sem fjármálastjóri fyrir tveim árum. Guðmundur er 38 ára. Ingi Karl Ingason aðstoðarfram- kvæmdastjóri Þýsk íslenska Ingi Karl Ingason tók nýverið við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra hjá Þýsk-ís- lenska hf. Ingi varð stúdent frá Menntaskólanum viö Tjörnina 74, vann síðan ýmis störf uns hann hóf nám í HI og lauk það- an BA prófi í ensku árið 1980. Næstu tvö árin kenndi hann við Breiðholtsskóla en haustið ’82 réðst hann til Þýsk-íslenska, fyrst sem innkaupafulltrúi, síð- an innkaupastjóri og nú aðstoðarframkvæmdastjóri. Ingi Karler29ára. SævarGuðlaugsson forstöðumaður véladeildar Heklu Sævar Guðlaugsson hefur verið ráðinn forstöðumaður véladeildar Heklu. Hann lauk fiskimannsprófi frá Stýri- mannaskólanum ’53 og far- mannsprófi frá sama skóla ’55. Ariö ’53 hóf hann störf hjá Eim- skip, fyrst sem háseti, síðan sem stýrimaður og skipstjóri frá 1975 til ársins ’81 aö hann réðst til Heklu sem innheimtu- stjóri. Því starfi gegndi hann þar til hann tók við nýju stöð- unni. Sævar er 52 ára. Aðaleigendur Ramma: Sigurþór Stefánsson, Einar Guðberg Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og Gísli Grétar Björnsson. Meðal annarra hluta eru sýnd íslensk tölvuborð. ♦ Stálhúsgagnagerð Steinars með sýningu á Kjarvalsstöðum: Hönnun til heilsuvemdar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.