Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 6
DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Erindreki sovésku ólympíunefndarinnar ætlaði til Los Angeles vegna leikanna: FÆR EKKIVEGABRÉFS- ÁRITUN TIL USA Bandaríska utanríkisráöuneytið hefur neitaö sovéskum embættis- manni vegabréfsáritanir, en hann ætlaði til Los Angeles til undirbúnings fyrir komu sovéska landsliösins á ólympíuleikana næsta sumar. „Synjun um vegabréfsáritunina barst sama daginn og Sovétmaður- inn, Oleg Yermishkin, ætlaöi að koma til Los Angeles,” segir Peter Ueberroth, formaöur undirbúnings- nefndar Los Angeles. Utanríkisráöuneytiö hefur enga skýringu látiö frá sér fara á þessari synjun. Ueberroth segir, aö undirbúnings- aöilum ólympíuleikanna þyki illa aö synjuninni staöiö meö því hver drátt- ur hefur orðiö á afgreiðslu vega- bréfsumsóknarinnar. — Sovétmenn höföu sótt um vegabréfsáritun fyrir Oleg Yermishkin strax í miðjum desember. I skeyti, sem Ueberroth sendi forseta sovésku ólympíunefndar- innar, segist hann gera sér fulla grein fyrir nauðsyn Sovétmanna á að senda erindreka til Los Angeles til undirbúnings fyrir komu sovéska landsliösins þangað næsta sumar. Biöur hann Sovétmenn aö tilnefna einhvern annan mann en Yermi- shkin. Yermishkin þessi haföi heimsótt Los Angeles og ólympíuþorpið í nóvember í vetur og þá í fylgd með Marat Gramov, forseta sovésku ólympíunefndarinnar, og fleirum úr nefndinni. Hafði verið frá því gepgiö í samkomulagi miUi sovésku og bandarísku ólympíunefndanna, aö bandarísku aöUarnir undirbyggju aUt til móttöku fyrir Yermishkin núnaíbyrjunapríl. 19. janúar síöastl. sagöi Gramov fréttamönnum í Moskvu aö utanrík- isráöuneytið bandariska reyndi aö hafa afskipti af undirbúningi Sovét- manna meö því aö amast viö vaU þeirra á erindreka. — Það var boriö til baka daginn eftir af talsmanni bandaríska utanríkisráöuneytinu, sem sagði að Bandaríkin mundu ekki standa í vegi því aö Sovétmenn tækju þátt í ólympíuleikunum. Var þá sagt að Bandaríkin mundu virða gest- gjafaskyldur sínar. Jan Eliasson heldur til Moskvu, fyrstur sænskra embættismanna eftir atburöina í Hársf irðinum. Nálarstunga við hausverk Tveir danskir læknar hafa meö rannsóknum sínum aö undanfömu sýnt fram á aö hin klassíska kínverska nálarstunguaðferö getur mjög dregiö úrhöfuðverk. Rannsóknir dönsku læknanna náöu til sjúklinga sem höföu í fimmtán ár eða meira þjáðst af þrálátum höfuö- verk. Tilraunirnar fóru þannig fram að stundum var beitt „fölskum” nálar- stungum til aö villa um fyrir sjúkling- unum. Kom á daginn aö hinar réttu og klassísku nálarstungur gáfu mun betri raun heldur en þær fölsku. Raunar höföu „fölsku” nálarstungurnar einnig nokkurn bata í för meö sér. Samskipti Svíþjódar ogSovétríkjanna: „Þíða” þrátt fyrir kaf- bátaleit? Jan Eliasson, deildarstjóri í stjórn- máladeild sænska utanríkisráðuneyt- isins, mun í næstu viku haida til Moskvu. Það væri að sjálfsögöu ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að þetta er fyrsta heimsókn sænskra embættismanna í opinberum erinda- gjörðum til Moskvu eftir atburðina í Hársfirðinum. En eins og flestum er vafalaust í fersku minni töldu Svíar sig hafa fengiö sönnun fyrir því að a.m.k. einn sovéskur kafbátur hefði verið inni í Hársfirðinum. Sænsk yfirvöld báru fram harðorð mótmæU við sovésk stjórnvöld og eftir það hafa heimsóknir sænskra embættismanna tU Sovétríkj- anna legði niðri. Það má þvi iíta á það sem þíða sé komin í samskipti Sviþjóðar og Sovét- ríkjanna og kemur það vissulega tais- vert á óvart eftir kafbátafréttirnar frá Karlskrona undanfarna daga og vikur. Hafa Sovétmenn gert grín að kafbáta- taugaveiklun Svía. Gemayel lætur und- an Sýrlendingum og stjómarandstæðingum Amin Gemayel, forseti Líbanon, viröist nú stefna í samstarf við Sýr- land. Gengur fjöllum hærra að hann hafi í Sýrlandsheimsókn sinni heitiö því aö ónýta samkomulagið viö Israel frá því í maí í vor. Flest bendir um leið tU þess aö Frakkland muni fljótlega kaUa friðargæsluliö sitt heim frá Beirú.t, eftir aö Sovétríkin felldu meö neitunarvaldi tiUögu Frakka um að Sameinuðu þjóðirnar sendi friöar- gæslusveitir tU Beirút. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, hefur lýst því yfir aö Gemayel tjói ekki að ná samkomulagi við Sýrland, því aö drúsar muni aldrei linna fyrr en Gemayel hafi veriö látinn svara tU saka fyrir „glæpi gegn almenn- ingi”. En Jumblatt og aðrir leiötogar stjómarandstæöinga í Líbanon hafa ekki fremur en aörir frétt nánar af því hvaö orðið hafi að samkomulagi mUU Gemayels og Assads Sýrlands- forseta í tveggja daga viðræðum þeirra. Meðal kristinna manna í Líbanon, sem Gemayel hefur völd sín frá, er töluveröur kurr vegna heimsóknar hans til Sýrlands. Þeim hugnast ekki aö samningunum viö Israel veröi rift. I samkomulaginu við Israel hafa þeir séð helstu vörn gegn uppivöðslu múslima og sýrlenska setuliðsins í Libanon. Fréttir frá höfuðborginni herma frá bardögum þar í gær og þá aðal- lega við „grænu línuna” svonefndu, sem eru mörk kristna hlutans og þess múhameöska. Fyrsta sendinefnd Grænlands samankomin við setningu 32. þings Norðurlandaráðs í Stokkhólmi síðastliðinn mánudag. Grænland í Norðurlandaráði „Þaö hefur tekið okkur þrettán ár að fá aö vera meö í Norðurlandaráði og nú erum við hér,” sagði Jonathan Motzfeldt, prestur og formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, á frétta- mannafundi sem grænlenska sendi- nefndin á þingi Norðurlandaráös hélt í vikunni. Motzfeldt mætti tU fundarins í græn- um „anórak” og greinilegt var á öllu aö grænlenska sendinefndin ætlaöi fyrst og fremst að nota þetta tækifæri til að kynna land sitt. Fréttamenn fengu kort af Grænlandi og ferða- mannabæklinga. Eins og fram hefur komið í fréttum átti Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra fund með séra Motzfeldt á þingi og bauð honum auk þess að koma til Islands í sumar. Hóta frétta- mönnum dauða Dauöasveitirnar illræmdu í E1 Salvador hafa nú sent frá sér „viðvörun” til erlendra fréttamanná í landinu og hóta aö taka af lifi alla þá sem taki upp samstarf viö „óvini lýö- veldisins”. — Þykir þeim fréttamenn hafa verið vilhallir vinstrisinnum í frá- sögnum. — Búist er viö um 700 erlendum fréttamönnum til landsins vegna forsetakosninganna 25. mars. Aðeins ef ni orð- in eftir Baráttan í forkosningum demó- krata í Bandaríkjunum hefur nú ein- faldast því aö þrjú af framboðsefnun- um átta hafa helst úr lestinni eftir slælegan árangur úr fyrstu forkosning- unum. Eftir eru þá aöeins Walter Mondale, Gary Hart, John Glenn, Jesse Jackson og George McGovem. Alan Cranston, öldungadeildar- þingmaður frá Kalifomíu, lýsti því strax yfir eftir niöurstöður for- kosninganna í New Hampshire á miö- vikudag að hann drægi sig út úr kosn- ingabaráttunni. Emest Hollings frá Suður-Karólína og Reubin Askew frá Flórída fóm í gærkvöldi aðfordæmi Cranstons. Simon Spies til starfa áný Danski ferðakóngurinn Simon Spies er kominn til starfa á ný. Eins og við höfum skýrt frá áður hefur heilsa hans veriö afskaplega bágborin að undan- fömu. Hann var fyrir rúmum hálfum mánuöi lagður inn á sjúkrahús í skyndi eftir að Janni, hin unga eiginkona hans, haföi komið aö honum meövit- undarlausum. En nú í vikunni var Spies útskrifaöur af Hvidovre-sjúkra- húsinu og var þá 25 kilóum léttari. Gamla manninum var greinilega bmgðið og hann viðurkenndi að hann væri ekki „eins ódauðlegur” og hann hefði haldið. Þrátt fyrir aö Spies væri ekki lengur samur og áður hélt hann beint til skrif- stofu sinnar og boðaöi til fundar meö nánustu samstarfsmönnum sínum. Spies hefur lofaö læknum sjúkra- hússins að koma til skoðunar á ný inn- an einsmánaðar. Gary Hart öldungadeildarþing- maður, sem enn er í sigurvímu eftir hinn óvænta sigur sinn á Walter Mondale í forkosningum Demókrata- flokksins í New Hampshire fyrr í vik- unni, kvaðst í gær mundu leita eftir stuöningi hógværra repúblikana svo og óháöra í baráttu sinni fyrir því aö veröa útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hart sagði á fréttamannafundi í gær að hann heföi hlotið stuðning demó- krata sem unnið hafa fyrir Alan Cran- ston, öldungadeildarþingmann frá Kalifomíu, sem nú hefur hætt baráttu fyrir því aö hljóta útnefningu eftir að hafa fengiö mjög lítið fylgi í fyrstu tveimur prófkosningunum. Hart segir að baráttan standi nú á milli „fortíöar Demókrataflokksins og framtíöar”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.