Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Side 10
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984. Hinir kristnu koma f ram í dagsljósið Menningarbyltingin hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hina kristnuíKína „Meinngarbyltingin í Kína haföi hörmulegar afleiðingar fyrir kristna menn eins og raunar fyrir önnur trúarbrögö. En öll sagan um menningarbyltinguna hefur enn ekki verið sögö,” sagöi Kínverjinn Raymond Fung á ráöstefnu sem sænska trúboðsráöið stóö nýveriö fyrir í Stokkhólmi. Fung hefur síðastliöin tvö ár starfaö hjá Alkirkjuráðinu í Genf. Fung segir aö menningarbylt- ingunni sé nú eignað allt illt. En jafnvel áöur en til hennar kom bjó Kína viö mjög erfiöan efnahag og hungur var útbreitt í landinu. Viö þær aöstæöur var erfitt fyrir kirkjuna aö starfa vegna þess aö starfsmenn hennar voru í útlegö eöa unnu í landbúnaði í sveitunum. Síðan kom menningarbyltingin og gerði út af við kirkju sem áður hafði veriö mjög veikburða. „Eg álít aö ekki hafi verið fyrir hendi neitt eðlilegt kirkjulegt starf á tímabilinu 1949 til 1966. Kirkjan var í miklum öldudal og menningar- byltingin batt enda á starf hennar,” segir Raymond Fung. I tengslum við menningar- byltinguna 1966 og eftir þann tíma byrjuöu kristnir menn aö koma saman í hópum inni á heimilunum. „Þaö er ekki vitað til þess að hinir kristnu hafi komiö til samkomuhalds reglulega á þessu tímabili nema í tveimur tilfellum og þar var um að ræöa aöventista og kóresku kirkjurn- ar. En 1979 breyttust aðstæöumar og hinir kristnu komu fram í dagsljósið áný,”segú-Fung. Hann segir einnig frá hinni svoköll- uöu þríeinu hreyfingu í Kína. Þar eru um 150 prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar í stjórn, margir þeirra meö rætur í KFUM og K. Auk þeirra eru um fjögur þúsund prestar sem bera ábyrgö á starfinu í um tvö Mjög erfitt er að áætla fjölda hinna kristnu i Kina vegna þess að margir þeirra kjósa enn að iðka trú sina i heimahúsum sökum rótgróinnar vantrúar í garð stjórnvalda. Myndin er frá fjölmennriguðsþjónustu er hópur íslendinga var viðstaddur árið 1981. D V-mynd: Magnús Karel. Lagt út af Markúsarguðspjalli i kínverskum söfnuði. Myndina tók fréttaritari DV er hann var á ferð i Kína 1981. þúsund söfnuöum. Þríeina hreyfingin hefur þaö að markmiði aö starfa sjálfstætt, vera sjálfri sér nóg auk þess sem hún vill starfa í trú- mennsku viö kínverska samfélagið. Hvaö varðar hina óskipulögðu heimilissöfnuði segist Fung áætla aö þeir séu á milli 40 þúsund og 60 þúsund. Þeir sem tilheyra þessum DV-mynd: Magnús Karel. söfnuðum eiga rætur aö rekja til mjög ólíkra kristinna hefða eöa sér- trúarhópa. Þá spennu sem ríkir á milli heimilissafnaðanna og þríeinu hreyfingarinnar skýrir Fung þannig: „I kommúnísku kerfi líðast engir lausir þræöir. Allt veröur aö skipu- leggjast.” Han Wen Zhao heldur því fram aö næstum allir mótmælendur starfi þó innan opinbei'u kirknanna. Hann full- yrðir aö gagnrýnin komi einkum frá trúboöshreyfingum í Hong Kong. Þeir útbreiði rangar upplýsingar um kristninaíKína. Han Wen Zhao er vonsvikinn út í þessar trúboðshreyfingar sem vilja ekki viöurkenna sjálfstæöi kínversku kirkjunnar. Þaö er nefnilega mjög þýöingarmikiö fyrir kristna Kín- verja aö litið sé á trú þeirra sem inn- lenda trú. Þar sem Kínverjar hafa löngum verið neikvæöir í garö út- lendra áhrifa hefur útlent svipmót kirknanna veriö þeim til trafala. Han Wen Zhao segir aö hinir kristnu hafi í gegnum þjáningar sínar á tímum menningarbylting- arinnar áunniö sér viröingu og traust þjóöarinnar. Þaö hafi orðið til þess að nú loks sé litiö á kristindóminn sem innlenda trú. Það hafi síöan stuölaö aö hinum mikla vexti hans. Þess vegna er Kínverjum svo um- hugað um aö sjálfstæöi kirkju þeirra sé viöhaldiö. Þeir óttast aö útlend aðstoð og útlent starf á trúboðsakr- inum muni þrátt fyrir góöan hug aöeins spilla fyrir því trausti sem kínversku kirkjunni hefur loks tekist aö ávinna sér meðal þjóðarinnar. I Hong Kong er því haldið fram aö kristnir mótmælendur í Kína séu á milli 30 og 50 milljónir taisins. Han Wen Zhao álítur það fjarri öllum sanni og telur þá ekki vera nema tvær til þrjár milljónir. Þaö er þó erf- itt fyrir hina opinberu og skipulögöu kirkju aö gera sér grein fyrir fjölda þeirra sem nú eins og áöur kjósa aö iöka trú sína í litium hópum í heimahúsum vegna rótgróinnar vantrúar í garö stjórnvalda. Mikil breyting á stöðu kristninnar í Kína: Nú álítum við kristn- ina vera innlenda trú — segir Han Wen Zhao, einn af leiðtogum mótmælendakirkjunnar í Kína Aðstæður hinna kristnu í Kína hafa gjörbreyst á síöustu árum. Frá árinu 1979 hafa meira en eitt þúsund mót- mælendakirkjur veriö opnaöar á nýjan leik og meira en ein milljón kínverskar biblíur hafa veriö prent- aöar fyrir innlent fé. Frá þessu skýröi Han Wen Zhao, einn af leiötogum mótmælenda- kirkjunnar í Kina, í samtali viö fréttamann sænska kirkjublaösins fyrir skömmu. Han Wen Zhao skýrði meöal annars frá nýjum lögum um trúar- bragðafrelsi í Kína. I eldri lögunum var kveöið á um aö kínverskir þegnar hefðu leyfi til að hafa trúar- brögö, þeir heföu leyfi til aö hafa ekki trúarbrögö og þeir hefðu ieyfi til i aö reka áróöur fyrir guðleysi. Ymsir | voru óánægöir meö þessi lög og töldu þau leifar frá tímum menningar-, byltingarinnar. Leiötogar hinna ýmsu trúarbragöa báru fram mótmæli sín og árangurinn varö sá að greinin um aö frjálst væri aö flytja áróöur fyrir guöleysi var þurrkuö út. I nýju lögunum kemur fram and- staða gegn ofbeldi og mismunun sem iökendur trúarbragða hafa löngum mátt sæta í Kína. I núgildandi lögum segir meöal annars: „Þegnar alþýðulýöveldisins Kína skulu njóta trúarbragöafrelsis. Engar ríkis- stofnanir, almenn samtök eöa einstaklingar mega þvinga fólk til aö trúa eöa trúa ekki einhverjum trúar- brögðum og ekki heldur mismuna borgurum ef þeir trúa eöa trúa ekki einhverjum trúarbrögöum. ” Aðstæður mótast því enn af því sem gerðist eftir byltinguna 1949. Þá var trúarbragöafrelsiö takmarkað viö það að trúarbrögðin máttu ekki fá pólitískar afleiöingar sem væru í stríöi viö byltinguna. Þannig var meöal annars barist gegn útlendum áhrifum á trúarbrögðin. Svipaöa hugsun er aö finna í nú- gildandi lögum: „Ríkið ver löglega trúariökun. Enginn má nota trúna til aö leggja stund á gagnbyltingar- starfsemi eða starfsemi sem raskar hinni almennu skipan, skaöar heilsu samfélagsþegnanna eða stendur í veginum fyrir menntakerfinu. Engin trúarstarfsemi má stjórnast af er- lenduríki.” Margir hinna kristnu tóku frá byrjun jákvæða afstööu til baráttu ríkisstjómarinnar gegn hungri og fá- tækt. Margir þeirra láta líka í ljósi þakklæti yfir þeim breytingum sem oröið hafa. Hungurvofunni hefur veriö bægt frá og allir fá nú nóg að eta. Vissulega voru margir hinna kristnu andstæöingar hinna komm- únísku leiðtoga af trúarlegum ástæöum. Hinir kristnu máttu líka ýmislegt þola sem geröi þá ekki sátt- ari viö leiðtogana. Einkum á tímum menningarbyltingarinnar gengu hinir kristnu í gegnum miklar þján- ingar. Þaö er því skiljanlegt aö margir þeirra séu enn fullir vantrúar Han Wen Zhao leggur áherslu á nauðsyn þess að kínverska kirkj- an haldi sjálfstæði sinu og að útlend „hjálp" geti haft þveröfug áhrif. í garö stjórnvalda þrátt fyrir þær breytingar sem oröið hafa. Þess vegna vilja þeir ekki taka þátt í hinu opinbera og skipulagða starfi kirkjunnar heldur kjósa þeir aö safnast í litlum hópum inni á heim- ilunum eins og áöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.