Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 2. MARS1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir lanRoss Þ far h ■ r ija Val - hefur starfað og leikið hjá mörgum frægum félögum á Englandi Valsmenn haia gengið frá ráðningu þjálf- ara fyrir komandi keppnistimabil í knatt- spyrnu. Fyrir valinu varð 36 ára gamail Skoti, Ian Ross að nafni, og þrátt fyrir að Ross sé ekki mjög þekktur hér á iandi hefur hann leikiö og starfað hjá mörgum frægum knattspyrnuliðum á Englandi frá því hann fyrst komst í kynni við atvinnumanm.knatt- spyrnu hjá Liverpool aðeins 15 ára gamall. Valsmenn hafa gengið frá samningnum við Ross og er hann væntanlegur til landsins eigi síðar en 26. mars n.k. Samningur hans við Val er til tveggja ára en þó munu vera í honum ýmis ákvæði um uppsagnarmögu- leika beggja aðila ef þörf krefur. Ian Ross hóf að leika knattspyrnu hjá Liverpool 15 ára gamall, eins og áður sagði, og hjá því fræga liði var hann þar til í febrú- ar 1972 að Aston Villa keypti hann á 70 þús- und pund. Hann lék 175 Ieiki fyrir Aston Villa og skoraði í þeim þrjú mörk en Ross lék ávallt stöðu miðvarðar og þótti snjall sem slíkur. Hjá Aston Villa var hann í sex ár en þá lá leið hans til Peterborough. Þaðan var hann lánaður til nokkurra félaga. Meðai þeirra eru Notts County og Northampton. En aftur lá leiðin til Peterborough og lék hann 106 leiki með liðinu og skoraði ekkert mark í þeim. Á árunum ’80 til ’82 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri John Barnwell hjá Wolves, þess sem mikið var rætt um í blöðum ekki alls fyrir löngu sem hugsanleg- an þjálfara Vals og landsliösins. Það var hinn þekkti framkvæmdastjóri Ron Sound- ers sem fékk hann síðan til liðs við Birming- ham og þar hefur hann starfað sem einn af þjálfurum liösins undanfarin tvö ár. Hápunkturinn á ferli Ian Ross sem knatt- spyrnumanns var árið 1975 þegar hann Iék til úrslita á Wembley með Aston Villa gegn Norwich í úrslitum enska bikarsins. Aston ViIIa vann þann leik og bikarinn þar með og það var Ray Greydon sem skoraði eina mark leiksins. Ross var fyrirliði Villa í þess- um leik og hampaöi því bikarnum eftirsótta aö leikslokum. Svo getur farið að Ross komi fyrir 26. mars til landsins en það veltur á því hversu fljótt hann fær sig lausan frá þjálfarastarf- inu hjá Birmingham. Ross er fæddur í Glasgow en hefur aldrei leikið landsleik fyrir Skotland. SK/SOS Ian Ross þjálfar Valsmenn i sumar. Hann var fyrirliði Aston Villa 1975 og tók við bik- arnum á Wembley þegar lið hans vann Nor- wich 1—0 í úrslitaleik. Á golfþinginu voru engin verkefni ákveðin fyrir karla og kvennalandsliðið á erlendri grund í sumar. Stóra verkefnið verður hér heima. Norðurlandamótið sem fram fer á GrafarholtsveUinum. Þetta eru karla- og kvenna- landsliðin sem kepptu á EM í Frakklandi og Belgíu i fyrra. Fremri röð frá vinstri: Kristin Sveinbjörnsdóttir fyrir- liði, Kristin Pálsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Kristin Þorvaldsdóttir, Þórdis Geirsdóttir og Sólveig Þorsteinsdótt- ir. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur S. Guðmundsson aðalfararstjóri, Gylfi Kristinsson, Sveinn Sigurbergsson, Ragnar Olafsson, Hannes Ey vindsson, Sigurður Pétursson, Björgvin Þorsteinsson og Kjartan L. Pálsson fyrirliði. Ársþing Golf sambands íslands: REKSTRARAFGANGUR ÞRÁTT FYRIR FJÁRFREK VERKEFNI Á ársþingi Golfsambands tslands sem haldið var á Hótel Borgarnesi um síðustu helgi var ákveðið að koma á deildarskiptingu í sveitakeppni íslandsmótsins í golfi. í sumar mun verða keppt i einni deild karla og einni deild kvenna og munu sex efstu liðin úr henni skipa 1. deild á næsta ári en önnur leika í 2. delld. Þá var á þinginu ákveöiö aö halda sérstakt Islandsmót öldunga — 55 ára og eldri — og mun þaö eftirleiðis ekki vera í tengslum viö Islandsmótiö sjálft. Þá var á þinginu ákveðiö að breyta stigagjöf í sambandi viö stiga- mót GSI og val á landsliöi. Veröur áfram tekið tillit til stiga þegar liö er valiö en einnig tekið tillit til forgjafar viðkomandi. I sambandi viö nýju reglurnar um forgjöf „CONGU-kerfið” sem tekið var í notkun um áramótin víöa um heim, var ákveðið að hafa svonefnt „grátt svæöi” í reglunum hér á landi. Þýöir þaö að menn sem leika 4 höggum eöa minna yfir forgjöf sinni í keppni veröa ekki hækkaöir í forgjöf fyrir þaö. Fari þeir aftur á móti 5 höggum eöa meira yfir, kemur hækkun til framkvæmda. Ákveöiö var aö stigamót GSI í sumar veröi fjögur talsins — 36 holur hvert — og búiö er aö ákveöa hvar þau fara fram. Verður þaö fyrsta um hvítasunn- una í Vestmannaeyjum. Þá var ákveðið að landsmót í sumar fari fram á Grafarholtsvelli í Reykja- vík, unglingameistaramótið í Hafnar- firöi, sveitakeppni GSI hjá Golfklúbbi Suöurnesja og nýja öldunga-Islands- mótiö í Vestmannaeyjum. Árið 1985 fer landsmótið fram á Akureyri, unglinga- mótiö á Akranesi, öldungakeppnin hjá GS og sveitakeppnin í Hafnarfirði. Konráð R. Bjarnason var endurkjör- inn formaður GSI og meö honum í stjórn Svan Friðgeirsson, Stefán Stef- ánsson, Guömundur S. Guðmundsson, Georg Tryggvason, Kristján Einars- son og Kristin Sveinbjörnsdóttir. Fjár- hagur GSI er nokkuö góður eftir áriö miöaö við mörg önnur minni sérsam- bönd innan ISI. Rekstrarafgangur var um 150 þúsund krónur og telst þaö gott eftir fjárfrek og mikil verkefni á árinu. -klp- Figini brotin Skiöadrottningiu Michela Figini frá Sviss, sem vann guliverðlaunin i bruni á óiympíu- leikunum fyrir hálfum mánuði síðan í Sara- jevo, varð í gær fyrir því óhappi að fótbrotna. Figini sem aðeins cr sautján ára gomui æfðl brun í gær í Quebec þar sem hún er stödd þessa dagana. Þegar hún var skokkandi heim á leið. „Eg ætla ekki að flana að neinu. Eg bið ró- leg eftir því hvaö læknir minn heima í Locarno segir en á mcðan verð ég að dúsa bér á hótcii minu í Quebec og láta fótinn visa upp í loft meðan að bólgur fara úr fætinum. Fyrr verður ekki hægt að gera neitt í málunum,” sagði Figini og bætti við: „Þetta er mjög sárs- aukafullt en ég get verið ánægð yfir því að þetta skyldi hafa komið fyrir hér en ekki á ólympíuleikunum i Sarajevo.” Figini getur því ekki tekið þátt í síðustu brunkeppninni í heimsbikarkeppninni sem fram fer í Quebec i Kanada um næstu helgi. -SK Jóbann Ingi Gunnarsson, þjálfari Kiel. Jóhann Ingi gefur Bogdan upplýsingar og lætur hann fá myndbandsspólur með leikjum V-Þýskalands og Sviss an landsleik Svisslendinga eða aö hann Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari tslands i handknatt- leik, sem þjálfar nú Kiel í V-Þýska- landi, verður íslenska landsliðlnu innan handar þegar það verður á keppnisferð um Frakkland og Sviss. Jóhann Ingi mun útvega landsliðinu myndbandsspólur með leikjum V- Þjóðverja og Svisslendinga sem fara fram í Stuttgart og Karlsruhe í V- Þýskalandi 7. og 8. mars eða tveimur dögum áður en Islendingar mæta Svisslendingum í Bern. Islenski landsliöshópurinn veröur í æfingabúðum í Strasbourg í Frakk- landi þegar Svisslendingar leika í V- Þýskalandi. Þar sem mjög stutt er frá Strasbourg til Stuttgart og Karlsruhe eru miklar líkur á aö Bogdan, lands- liðsþjálfari, fari sjálfur til aö sjá ann- sendi aðstoöarmann sinn, Guðjón Guömundsson, tU aö „njósna”. Landsliöshópurinn hélt tU Frakk- lands í morgun og veröur leikiö gegn Frökkum í Rouen og Lyon á laugardag og sunnudag. Frá Lyon verður síöan haldiö í æfingabúöirnar í Strasbourg þar sem tveir leikir veröa leiknir gegn frönskum 1. deUdarfélögum. -SOS Koi sól —fráStandai 420 þúsum Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DV í Belgíu: „Jú auðvitað sé ég eftir að hafa tekið við peningagreiðslunni en hvað átti ég að gera, nýkominn og talaði ekki málið,” sagði Lárus Guðmundsson í gær en mútumálið hér í Belgíu þar sem Eric Gerets, fyrrum fyrirliði Stand- ard, greiddi leikmönnum Waterschei 420 þúsund franka fyrir að leggja ekki hart að sér í leik við Standard í Liege 9. maí 1982, hefur yfirskyggt allt annað hér í Belgíu. Forsíður dagblaðanna lagðar undir málið og það fyrsta frétt í sjónvarpi og útvarpi. Það á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Roger Petit, formaður Standard og aðaleigandi, hefur sagt af sér og einnig sem varaformaður aganefndar bel- giska knattspyrausambandsins. Reymond Goethals, þjálfari Standard, settur af. Ekkert hefur verið minnst á Lárus ! Guömundsson í fréttunum en hann var einn af leikmönnum Waterschei sem | fékk 30 þús. franka, 16.200 ísl. krónur, j eftir leikinn. Hann var tekinn út af eftir fýrri hálfleikinn enda hafði hann leikið á fullu. Lárus hafði þá leikið örfáa leiki með Waterschei og lítið þýtt fyrir hann — aö mestu mállausan á flæmskuna — að setja sig upp á móti öðrum leik- mönnum liðsins sem ákveðiö höföu aö taka við greiöslum frá Standard og taka létt á málum í leiknum. Rannsókn á sölu Ásgeirs Eins og skýrt var frá hér í DV fyrir nokkru fór skattalögreglan belgiska aö rannsaka bókhaldsbækurnar hjá Standard vegna sölu félagsins á Ás- geiri Sigurvinssyni til Bayem Miinch- en. Taliö aö Standard hafi fengiö pen- inga fyrir Asgeir sem lagöir voru inn á banka í Sviss en ekki gefnir upp við NM unglinga Evrópum meðal ke Einstaklingskeppni á Norðurlanda meistaramóti ungUnga í badmintoi hefst kl. 10 á laugardag en í allan daj og fram á kvöld verður keppt i liða keppni þjóðanna. önnur umferðln a flmm hófst kl. 12.30 eða nú í hádeginu Síðasta umferðin kl. 20.30. Meöal keppenda eru allt efnilegast badmintonfólk Norðurlanda. I einlið; leik pilta er Daninn Paul Erik Höy« talinn sigurstranglegastur en sænsk stúlkan Carlotta Wihlborg í einliðalei stúlkna. I tvíliðaleik pilta era Höyer o Henrik Jensen mjög sterkir. I trviliöa leik stúlkna keppa m.a. Norðurlands meistaramir Gitte Poulsen og Gitt Sögáard. 1 tvenndarkeppninni er Evrópumeistaramir Anders Nielse; og Gitte Poulsen mættir til leiks. A sunnudag hefst mótiö — leikið alla i dagana í Laugardalshöll — kl. 10 með' íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.