Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Qupperneq 13
DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984.
13
Leggja niður
flokka?
í lögum bankanna er greinilega talið
upp hvaða stárfsmenn bankaráðin
skuli ráða. Þaö eru bankastjórar, að-
stoðarbankastjórar, yfirbókari, aðal-
féhirðir og forstöðumenn þeirra útibúa
sem hafa á hendi sjálfráð útlán? Hiö
pólitíska vald á aö sjá um og bera
ábyrgð á ráðningu þessara starfs-
manna. Annaö starfsfólk ræður starfs-
mannastjóri eftir fyrirmælum banka-
stjóranna. Hér er því greinileg verka-
skipting sem löggjafinn hefur sett til
aö reyna aö koma í veg fyrir misbeit-
ingu valds, þ.e.a.s. aö bankastjórar
geti komið sér þannig fy rir í bönkunum
að þeir ráöi þar öllu og geti skákað
mönnum þar í áhrifastöður eftir sínum
geðþótta. Eða heldur þú, Ellert
Schram, að það veröi heilbrigðara
þjóðlífið með því móti aö afhenda í
þessu tilfelli bönkunum þetta vald?
Taka það úr höndum Alþingis? Og þá á
sama hátt að auka áhrif og vald ann-
arra embættismanna aö sama skapi?
Sé þetta skoðun þín, hvað er þá langt
þangað til aö þú ferð aö gerast tals-
maður þess að leggja beri niður hina
pólitísku flokka? Aö stjómmálaflokkar
tilheyri ekki nútíma þjóðfélagi? Og
hvaö er þá langt í aö hér komist á ein-
ræði ef slíkum ráðum væri fylgt?
Þú segir í leiðara þínum: ,,Stefán
Valgeirsson vill ýmist að flokkarnir
ráði bankastjórana eöa hann vill ekki
að flokkarnir ráði bankastjórana.”
Kallast ekki svona málflutningur aö
fara f rjálslega með sannleikann?
Eg hef margsinnis sagt að það væri
mín skoöun aö flokkarnir eigi að ráöa
hverjir em settir í svona áhrifamiklar
stöður. Hitt er annað mál að sama
regla á að gilda í þessu sem öðru gagn-
vart öllum stjórnmálaflokkunum.
Fyrst Sjálfstæðisflokkurinn sá ekki um
að hans fulltrúar í bankaráði Búnaðar-
bankans stæöu að kjöri þess manns
sem formaður Framsóknarflokksins
tilnefndi í stöðu bankastjóra í desem-
bermánuði síðastliðnum tóku þeir um
leið þá áhættu að fá sömu afgreiðslu
þegar aö þeim kæmi, a.m.k. gátu þeir
ekkivænst annars.
Þú segir í leiöara þínum: „Stefán er
enn í fýlu vegna þess að hann vildi aö
þingflokkur framsóknarmanna greiddi
atkvæði um hver skyldi verða banka-
stjórií Búnaðarbankanum.”
Nú vil ég spyrja þig, Ellert Schram,
af þessutilefni:
Telur þú að það hafi veriö óeðlilegt,
eins og á stóð, að ég vildi fá ótvíræða
afstöðu þingflokks framsóknarmanna í
þessumáli?
Þú segir ennfremur í þessum leiðara
þínum: „Flestum er að veröa ljóst aö
flokkspólitískar stöðuveitingar til-
„Nú eru t.d. þrír bankastjórar i Búnaðarbanka íslands. Ef kosning þeirra færi fram samtimis væri hægt að
viðhafa hlutfallskosningu eins og gert er um kosningu til Alþingis og um kosningu i bankaráðin."
heyra fortíðinni og ganga ekki í nútíma
þjóðfélagi þar sem fólk vill vinna sig
upp í stöður í krafti þekkingar og
starfshæfileika. Bankamenn eru
bankamenn og pólitíkusar eru
pólitíkusar, því fyrr sem menn viður-
kenna þessa staðreynd því betra, bæði
þróast næstu árin og hafa fyrst og
fremst áhrif á það hverjir hafa aögang
aö fjármagni, t.d. til atvinnuuppbygg-
ingar. Menn verða að gera sér ljóst að
bankastjóri með þröngt sjónsvið getur
verið dragbítur á eölilega framþróun
og uppbyggingu atvinnulífsins. Það er
• „Ég hef margsinnis sagt að það væri mín
skoðun að flokkarnir eigi að ráða hverjir
eru settir í svona áhrifamiklar stöður. Hitt er
annað mál að sama regla á að gilda í þessu sem
öðru gagnvart öllum stjórnmálaflokkum.”
bankana og flokkana.’
; voru þau orö.
Svo
Hverjir eiga
að stjórna
Ekki er hægt að draga aðra ályktun
af þessum orðum þínum en að þú teljir
að stjórnmálaflokkamir eigi ekki að
ráöa því hverjir fari í lykilstöður í
þjóðfélaginu, stöður sem geta haft úr-
slitaáhrif á það hvemig atvinnulífiö
enn alvarlegra fyrir þjóðfélagið aö
sitja uppi með misheppnaðan banka-
stjóra en t.d. misheppnaöan ráðherra
þar sem hinn fyrrnefndi er æviráðinn
en ráöherrar eiga það alltaf yfir höföi
sér að verða aö víkja ef þeir starfa á
þann veg aö það sé talið mjög
aðfinnsluvert.
Ef ég skil þig rétt þá telur þú að það
sé ekki hlutverk stjómmálaflokka í
nútímaþjóðfélagi aö hafa áhrif á
hverjir veljast í bankastjórastöðu.
Sem sagt, stjórnmálaflokkur er þá
ekki til aö stjórna að þínu áliti. En til
hvers em þeir þá, Ellert Schram?
Þú segir: „Þar sem fólk vill vinna
sig upp í stöður í krafti þekkingar og
starfshæfileika.” Þekkingar á hverju?
Þekkingar á afgreiðslustörfum í
banka? Eöa þekkingu á þörfum at-
vinnulífsins? A að skilja orð þín á þann
veg að þú teljir að bankarnir séu fyrst
og fremst fyrir það fólk sem í þeim
starfar? Það liggur a.m.k. í orðum
þínum að þannig lítur þú á málið.
Eg hygg nú að flestir séu þeirrar
skoðunar að bankamir séu þjónustu-
stofnanir fyrir fólkið í landinu og þá
fyrst og fremst fyrir atvinnulífið. Þar
af leiðir að þá verður sá, er valinn er í
bankastjórastöðu, aö hafa víðtæka
þekkingu á atvinnulífinu í landinu,
þörfum þess og möguleikum. Það
skiptir aftur á móti litlu máli hvort
hann hefur unniö í afgreiðslu í banka
eöa ekki. Bankastjóri mun ekki þurfa á
því að halda að standa í afgreiöslu en
hann þarf að þekkja á slagæðar
þjóðfélagsins. Þaðermálið.
Þú talar um sem rök fyrir þvi aö
bankastjóri sé tekinn úr röðum banka-
starfsmanna að allir vilji vinna sig upp
í þeirri stofnun sem þeir starfa í. En er
þaö ekki lögmálið, vilja ekki allir
stöðuhækkun, meiri áhrif, hærri laun
og skiptir ekki máli hvort menn hafa
hæfileika eða þekkingu til aö leysa
störfin af hendi?
Bankamenn vinna sig upp í stöður í
bönkunum að vissu marki á svipaðan
hátt og gerist í hinum ýmsu fyrirtækj-
um. En það er fjarri öllu lagi aö halda
því fram að bankamenn hafi meiri
hæfni og þekkingu til að gegna banka-
stjórastarfi heldur en t.d. ýmsir stjórn-
málamenn eða framkvæmdastjórar
fyrirtækja sem eru m.a. í blönduðum
atvinnurekstri, eins og t.d. kaupfélags-
stjórar eða framkvæmdastjórar hlið-
stæðra fyrirtækja. Þessir menn þekkja
af eigin reynslu hvað þjóðlífiö þarfnast
fremur en þeir sem eingöngu hafa
unnið bankastörf og þekkja atvinnu-
vegina fyrst og fremst í gegnum veð-
bókarvottorð og skýrslur sem unnar
eru e.t.v. af mönnum meö takmarkaða
þekkingu á atvinnurekstri.
Einkaréttur banka-
starfsmanna fráleitur
Hins vegar geta komið upp í bönkun-
um menn sem eru færir um að gegna
bankastjórastarfi með svipuðum
árangri og stjómmálamenn eða fram-
kvæmdastjórar. En þaö fer þá eftir
lífsviðhorfi þeirra og hæfileikanum til
að skilja og setja sig inn í þarfir og
möguleika atvinnulífsins. En þeir
standa verr að vígi en þeir fyrmefndu
þar sem þeir þekkja ekki atvinnulífið
af eigin raun. Það væri því með öllu
fráleitt að taka upp þá reglu að banka-
starfsmenn fái einkarétt á banka-
stjórastörfum, enda er hér um ólík
störf að ræða, að vera í afgreiðslustörf-
um eða taka ákvarðanir um hvemig
skuli leysa úr brýnustu þörfum
viöskiptaaðilanna með því fjármagni
sem hægt er að ráðstafa hverju sinni.
— Og það er ennfremur fráleit afstaða,
ekki síst af þingmanni, sem ætti aö vita
hvað pólitík er, að halda því fram aö
stjórnmálaflokkarnir eigi ekki að hafa
afskipti af því hverjir fara í slíkar
stöður. En það þarf að virða lýðræðis-
legar leikreglur jaf nt innan hvers þing-
flokks og þeirra á milli.
Þeir stjórnmálamenn sem þora ekki
að notfæra sér það vald sem þeir fá í
lýðræöislegum kosningum ættu aö
taka sér annað fyrir hendur en að
starfa í pólitík. Því pólitik er aö hafa
vilja á að ná fram ákveðnum stefnu-
málum. Þeir sem fá aðstöðu til þess en
hafa ekki kjark til athafna svíkja með
því umbjóðendur sína og sjálfa sig.
Hvaöa stjórnmálamaður vill standa i
slíkum sporum? — Ekki þú eða ég, Ell-
ertminn.
Með bestu kveðju og þeirri ósk að þú
náir sem fyrst réttum áttum.
DV. FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Tæpar 12.000 krónur:
Fyrír mánaðarorkunotkun
áFlateyri
Halldóra Jónsdóttir á Flateyri skrií-
Eg mátti til meö aö setjast niöur
og skrifa eftir aö ég ias kjallaragrein
i DV fimmtudaginn 16. febrúar þar
sem Jónas Guömundsson skrífar sitt
Jónas nefnir aö þær tölur sem
greint er frá í frétt Reynis Trausta-
sonar, fréttaritara DV á Flateyri,
vegna upphitunar geti ekki staðist.
Þar sem fréttaritarinn er sjómaöur
og ekki heima t
^ „Það skal játað hér og nú að þegar maður
9 les í blöðunum um hina himinháu orku-
reikninga sem Vestfirðingar birta í blöðunum
fyrir húshitun þá virðast þeir stangast veru-
lega á við þá eðlisfræði sem lærð er í skólum og
geymderítölvu.”
sama gjald af nágrönnum sínum og
heimamönnum þrátt fyrir ákvæöi í
samningi um arðsemi. Borgin hefur
sumsé ekki treyst sér til þess á vond-
um tímum, eða fengiö þaö fyrir
mönnum sem voru að möndla vísitöl-
una, aö hafa hitaveitureikningana
rétta.
Svar til sjómannskonu
1DV ritar f rú Halldóra Jónsdóttir f á-
einar línur í stað manns síns Reynis
Traustasonar sem var á s jónum.
Eg tel virðingu að því að fá bréf frá
sjómannskonu og þakklátur henni fyr-
ir aö vilja taka upp hanskann fyrir
mann sinn. Og ég vona að hún misviröi
ekki þótt ég gjöri nokkrar málefna-
legar athugasemdir við bréf hennar í
DV.
Hún segir: „Eg er Jónasi sammála í
því að fleira þarf til að reka íbúð en
orku til hitunar. Þó svo ég borgi 8000
krónum minna á ári í fasteignagjöld,
eins og hann telur, þá er ég ansi hrædd
um að orkan bæti það verulega upp.
Það verð, sem ég greiddi fyrir orku
áriö ’83, hljóðaði upp á 58.424 krónur.
Ætli það bæti ekki upp þessar 8.000
krónurog velþað?”
Samkvæmt upplýsingum Orkubús
Vestfjarða passar þetta nú ekki því
Orkubúið telur að Reynir Traustason
hafi greitt kr. 43.559 fyrir rafhitun árið
1983, eða kr. 3.630 á mánuði fyrir hita
sem er allt önnur tala. Þá upplýsir
orkubúið að Reynir Traustason hafi
notað 56.385 kwh á ári, eða undanfarin
þrjú ár (í 1139 daga). Samkvæmt Fast-
eignamati ríkisins er íbúð hans talin
380 rúmmetrar en meðalársnotkun á
400 rúmmetra íbúð er samkvæmt upp-
lýsingum iðnaðarráðuneytisins 32.800
kwh. Þannig að ef sú hagsýni í orku-
notkun, er meðalíslendingur með raf-
hitun viðhefur, þá hefði Trausti átt að
nota 31.160 kvst. á ári, en ekki 56.385
kwh. Og þá hefði mánaðarlegur orku-
reikningur fjölskyldunnar fyrir raf-
hitun oröið kr. 2000 á mánuði. Ekki er
þó verið að biðja fjölskylduna um
heimsmet heldur bara að vera í miðj-
unni, eða með meðaltalsnotkun
nokkurnveginn, en það er sú deilitala
sem finnst með því aö leggja saman
orku þeirra sem einangra húsin vel,
eða láta sig hafa kulda, og þeirra er
bruðla með hita. (Síðan er deilt með
rúmmetrunum.)
Eg tel því aö Reynir Traustason eigi
að hugsa um fleira, en að „framfylgt
verði þeim fyrirheitum sem gefin voru
fyrir síðustu alþingiskosningar”, erns
og það er orðaö í bréfinu til DV. Og ég
tel ekki við mig vera að sakast þótt
orkumælir 51808763 snúist svona mikið.
Hvað er til ráða?
Það skal játað hér og nú að þegar
maöur les í blöðunum um hina himin-
háu orkureikninga sem Vestfirðingar
birta í blööunum fyrir húshitun þá
virðast þeir stangast verulega á við þá
eðlisfræði sem lærð er í skólum og
geymd er í tölvu. Og þar eð ég hefi sótt
mín rök í stofnanir. Eg vildi gjöra
meira og hringdi því í áreiðanlegan
mann sem býr í 160 fm húsnæði og
spurði hann, hvaö hitareikningur hans
’ frá Orkubúi Vestfjarða hefði verið
fyrir janúar 1984. Reikningurinn hljóð-
aði upp á 3.153 krónur og hentar því
ekki í blöðin.
Samt er máliö ekki einfalt. Margir
þættir spila þarna inn í, t.d. að íbúðir í
Bolungarvík eru 20% stærri en íbúðir í
Reykjavík. Það héfur auðvitað áhrif,
þar eð rúmmetrafjöldinn skiptir veru-
legu máli við hitun húsa sem og
einangrun og kjörhiti. A hinn bóginn
hefur það ekki áhrif á aðra þætti raf-
orkureikninga, a.m.k. ekki innan
vissra marka. Þar hefur fjölskyldu-
stærð og lífsmáti meira að segja.
Það er t.d. athyglisvert að Reynir
eyðir 706 kwh. í janúar í ljós og til
heimilistækja (annaöenhitun).
Þetta er vægast sagt alitof mikil
eyðsla og þetta rafmagn er líka dýrt
þótt það sé á nánast sama veröi og hjá
Rafmagnsveitum ríkisins.
Samkvæmt opinberum heimildum
ætti sú notkun ekki að fara yfir 400—
450 kwh., eða að reikningurinn ætti að
verða um 2000 krónur á mánuði. En
það þýðir aö mánaðarlegur raforku-
reikningur fjölskyldu Reynis ætti aö
vera um 4000 krónur á mánuöi, en ekki
„Tæpar 12.000 krónur:” eins og segir í
fyrirsögninni í DV.
Svo vil ég að lokum þakka frú Hall-
dóru tilskrifið og vona aö ritstörf okkar
valdi engri misklíð. Þá þakka ég henni
lofsamleg ummæli um orkubúskap
Reykvíkinga.
Eg vil svo hvetja f jölskylduna til aö
kanna orkubúskap sinn, án þess aö
láta sér verða kalt, sem er engu betra
en ef kuldi fer milli héraða.