Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Qupperneq 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og litgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 2S0 kr. Verð i lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Sigur samningamanna Það er töluverður sigur fyrir samningamenn Alþýðu- sambandsins að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja skyldi semja á sömu nótum. Hjá BSRB greiddu 44 samn- inganefndarinnar slíkum samningi atkvæði, en aðeins 10 voru á móti. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði í viðtali við DV: „Þeim, sem staðið hafa í þessum samningaviðræö- um, er auðvitað ljóst, að þessir samningar eru gerðir við erfiðar aðstæður. En ég tel, að samtök launafólks hafi náð umtalsverðum árangri fyrir hina verst settu. Annar árangur kjarasamninganna er að stöðva kjaraskerðing- una.” Þeir alþýðusambandsmenn, sem mörkuðu stefnuna í samningamálum fyrir rúmri viku, unnu erfitt verk. Eink- um mæddi á alþýðubandalagsmönnum. Flokksforysta Alþýðubandalagsins reyndi að banna þeim aö semja. Hin- ir verkalýðssinnuðu settu þó raunverulegar kjarabætur ofar flokkshollustu. Þetta hefur síðar komið fram við atkvæðagreiðslu í einstökum félögum. Þar hafa margir alþýðubandalagsmenn óhlýðnazt dagskipan Svavars Gestssonar, sem heimtar nýja samninga. Samningarnir hafa verið samþykktir í Iðju, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, Verkakvennafélaginu Framsókn og ýms- um smærri félögum. Samningarnir voru hins vegar felld- ir í Dagsbrún, þar sem Guðmundur J. Guðmundsson gerðist bandamaður Svavars, sem þó er harla óvenjulegt í seinni tíð. Verkalýðsmönnum er ljóst, að þessir samningar færa verkafólki þær beztu kjarabætur, sem nú koma til greina án þess að efnahag þjóðarinnar sé stefnt í voða. Ut úr því varð mikill brestur í Alþýöubandalaginu. I þeim flokki munu þær deilur standa lengi enn. Margar launþegafjölskyldur eiga í erfiðleikum eftir kjaraskerðinguna í fyrra. Allmargir hafa greitt atkvæði gegn samningunum, sumpart æstir upp af flokksforystu Alþýðubandalagsins og Þjóðviljanum. Fólk hefur greitt atkvæði gegn samningunum, af því að flokksmaskína Alþýðubandalagsins hefur ginnt það til að trúa því, að það geti náð einhverju meiru. I bandalagi við forystu Alþýðu- bandalagsins hafa svo verið ýmsir „trotskyistar” og „maoistar”, sem halda, að eitthvað mætti fá út úr ólgu. Þessu hræðslubandalagi hlýtur að mistakast, þegar á móti standa heiðarlegir verkalýðssinnar. Þess vegna tókst því hvorki að eyðileggja samninga ASI né BSRB. Starfsmenn álversins voru upphaflega sendir af stað til þess að brjóta á bak aftur stefnu ríkisstjórnarinnar. Þeim mistókst. Það er að miklu samningamönnum Alþýðusambands- ins að þakka, aö svo fór. ASl-menn tóku forystuna af Isal- mönnum í þann mund, sem vinnudeilan í álverinu fór að verða hættuleg. Starfsmönnum álversins varð einnig ljóst, að vel gæti svo farið, að vinnudeila þeirra yrði stöðvuð með lögum, einkum eftir að ASl-samningarnir lágu fyrir. Launþegar eiga ekki samleið með forystu Alþýöu- bandalagsins í tilraunum hennar til að gera sér pólitískan mat úr erfiðri stööu þjóðarbúsins. Skynsamleg viðbrögð margra alþýðubandalagsmanna í verkalýðshreyfingunni sjálfri ættu að sýna launþegum, að þeir geta eftir atvik- um unaö sæmilega við það, sem fram hefur gengið. Það væri mikið óráð að fara að stofna til vinnudeilna. Haukur Helgason. zm DV. FOSTÚDAGUR 2. MARS1984. Það sem st jórn- mál snúast um —opið bréf Hr. ritstjóri EllertSchram. Eg var aö lesa leiöara eftir þig í blaöi þínu sem kom út 3. febrúar og er um ráðningu bankastjóra í Búnaöarbanka Islands. Eg verö að segja þér þaö að mér rann blátt áfram til rifja að sjá hve skilningur þinn er takmarkaður á því um hvaö stjórnmál snúast í raun og veru og hvers vegna viö erum aö starfa í stjómmálaflokkum. Aö þingmaöur stærsta stjómmálaflokksins í landinu skuli skrifa af slíku þekkingar- og skilningsleysi um stjórnmál er blátt áfram átakanlegt. Mér datt fyrst í hug aö þú hlytir að haf a fengið högg á höf uöiö eöa, sem lík- legra var, að þínir stafir heföu fariö í gáleysi undir leiöara sem Jónas Kristjánsson heföi skrifað. Því þessi leiðari er aö mínu mati skrifaður af svipaðri þekkingu og skilningi á stjóm- málum og þegar Jónas skrifar um landbúnaöarmál. En þar sem mér finnst þú vera meö tilburði annað veifiö í þá átt aö reyna að vera málefnalegur og hófsamur í umf jöllun þinni og ég vonast eftir aö þú takir þingsæti þitt þá skrifa ég þér þetta bréf í þeirri von aö þú fáir átta- skyn. Til hvers heldur þú, Ellert minn, aö við séum aö leggja þaö á okkur aö starfa í stjómmálum? Því það ættir þú aö vita, eins og ég, aö slíkt starf út- heimtir mikla vinnu, endalausa vinnu, ' ef á aö nást einhver árangur. Og ekki eru þaö launin sem freista. Þaö veist þú a.m.k. sem hefur, aö sagt er, sem ritstjóri, þreföld þingmannalaun. Þaö þótti virðingarstaða aö vera þingmaöur áöur fyrr og er þaö enn, í sjálfu sér. Hitt er annað mál aö hin síö- ari ár eru þingmenn endalaust hafðir aö skopspóni sem er hvimleitt fyrir þá er til lengdar lætur. Og þá enn frekar fyrir fjölskyldu þeirra. Ef þaö væri ekki annað en von um aö öðlast STEFÁN VALGEIRSSON ÞIIMGMAOUR í FRAMSÓKNARFLOKKNUM virðingu þá mundi ég a.m.k. ekki sækjast eftir þingsæti. Stjórnmál og völd Stjórnmál er barátta um völd. Bar- átta um aðstööu til aö koma málum fram. Þeir sem tileinka sér fastmótaö- ar hugsjónir gera sér fulla grein fyrir um hvaö stjórnmál snúast því þeir eru oft á tíðum knúnir áfram af innri þörf til þess aö reyna aö þoka málum áleiðis aðsettu marki. Þú talar um hrossakaup og flokks- ræöi ef stjómmálaflokkur notar styrk- leika sinn og aöstööu til aö hafa áhrif á ráöningu í stöður sem geta jafnvel ráöiö úrslitum hvernig þjóðfélagið þróast næstu árin, eins og t.d. banka- stjórastöður. En hugleiddu nú þetta betur. Þú veist aö bankaráðin eru kosin á Alþingi til fjögurra ára í senn samkvæmt tilnefningu þingflokkanna. Styrkleiki hvers flokks í hverju banka- ráöi er sá sami og á Alþingi. Hver bankaráðsmaður er því fulltrúi síns stjórnmálaflokks í stjóm hvers banka- ráös og fer þar með hiö pólitíska vald í umboöi hans. Nú eru t d. þrír bankastjórar í BúnaðarbanKa Islands. Ef kosning þeirra færi fram samtímis væri hægt aö viöhafa hlutfallskosningu, eins og gert er um kosningu til Alþingis og um kosningu í bankaráöin. En þó einn bankastjóri sé kosinn í hvert sinn þá hefur sú kosning fariö fram á þann hátt fram aö þessu eins og um hlut- fallskosningu væri aö ræöa. Minnihlut- inn geymir sér rétt og fær í sinn hlut bankastjóra næst þegar kosiö er í þaö starf. Þetta er þaö sem ýmsir lýð- skrumarar kalla pólitísk hrossakaup. En hjá þeim sem sálarástandið er allra verst er þetta kallað pólitískt sið- leysi. Þeir telja aö um misbeitingu valds sé þama aö ræða, að stærstu flokkamir eigni sér þessar stööur og ráöstafi þeim eftir sínum geðþótta. Þeir gera sér ekki grein fyrir hvaö lýöræöisleg kosning er, eða vilja ekki vita það. Ef á annað borö fer fram kosning á manni í bankastjórastarfiö í þeim þingflokki sem á rétt á stööunni samkvæmt því er aö framan greinir, eins og gert er þegar ráöherrar eru kjörnir eöa tilnefnt er í ráö og nefndir sem Alþingi kýs og bankaráð staöfestir þá tilnefningu í leynilegri kosningu, þá tel ég aö rétt sé aö þeim málum staöiö. Þeir sem halda því fram aö þaö sé 1 pólitískt siðleysi aö viðhafa lýðræðis- lega kosningu í sh'k störf, ekki síst ef hún er framkvæmd eins og um hlut- fallskosningu væri aö ræöa, þá eru shkir menn aö grafa undan lýðræðis- legum vinnubrögöum. Þeir skipa sér í raöir þeirra sem vinna gegn lýðræði meö slíkum málflutningi. Það er nauösynlegt aö allur almenningur geri sér þetta ljóst. Reynir á Flateyri á að greiða 2000 á mánuði fyrir rafhitun Nokkur reiöi er nú vestur á fjörðum útaf janúarreikningi Orkubús Vest- fjaröa og hafa fréttaritarar frá Flat- eyri og vestan úr Bolungarvík sent blööunum reikninga til birtingar því til sönnunar að Vestfiröingar séu haföir aöféþúfu. Þar eö Reykjavíkurborg ein var dregin inn í þessa 220 volta harmsögu og látið aö því Uggja aö Reykvíkingar nytu forréttinda eöa þægju jafnvel orkulega ömusu frá þjóöinni vildi ég í mínum skrifum um málið minna á aö Reykjavík var nú brautryðjandi í orkumálum. Og á því fengu foreldrar mínir og hin svonefnda eldri kynslóð aö kenna með vondum útsvörum meöan verið var aö reisa gasvirki á fyrsta áratug aldarinnar, eða Gasstöð- rna. Síðan sama þegar veriö var aö virkja ElUöaámar og Sogið. Kaupa vatnsréttindi hér og þar af eigendum Islands, líka hitaréttindi á deildar- tunguprísum. Síöar stofnuðu ríki og JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR borg, sem kunnugt er, til helminga raf- magnsfélagiö Landsvirkjun. Reykja- vík lagði á borö með sér orkuver, keypt vatnsréttindi og penmga, eöa rciðufé, svo unnt væri aö klára Sogið og ljúka Búrfellsvirkjun. Sumsé tók af útsvör- um manna m.a. til þess aö setja straum á raflínur út um aUt land. Önn- ur sveitarfélög vöröu útsvörum þá öðruvísi. Hitaveitan á sér enn lengri sögu eöa frá Þvottalaugunum þar sem þvegið var af Ingólfi Arnarsyni og fjölskyldu hans sem og öörum Forn-Islendingum. Ariö 1921 var heitt vatn fyrst leitt í hús í Reykjavík frá jarðhitanum í Laugar- dal. Og nú um stundir eiga Reyk- víkingar um 65% Landsvirkjunar; tæpan helming sem Reykvíkingar og afganginn sem þriðjungur Islendmga, eða svo. Þar að auki á borgin Hitaveitu Reykjavíkur er einnig hitar Kópavog, Garöabæ og Hafnarfjörð og tekur /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.