Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Síða 26
34
DV. F0STUDAGUR2. MARS1984.
í gærkvöldi________ í gærkvöldi
Hinn sænski Handel og íslenski Milton
Eg varð fyrir vonbrigðum með
hversu lítinn tíma klassísk tónlist
fékk á dagskrá ríkisútvarpsins í gær.
Aðeins tveir strengjakvartettar í
síðdeginu og svo norræna dagskráin
frá Islensku hljómsveitinni um
kvöldið. Að vísu var hinn sænski Jo-
han Helmich Roman kynntur sem
hinn „sænski Handel” en hafandi
hlustaö á fiðlukonsertinn hans finnst
mér auðskiljanlegt af hverju hinn
þýsk-enski Handel er þekktari og
vinsælli en sá sænski.
Eg finn ekki hjá mér sérstaka þörf
til þess að fordæma passíusálmana,
eða flutning þeirra í útvarpið, sem er
og hefur verið árviss viöburður fyrir
páska. Skrifandi sem trúlaus tuttug-
ustu aldar hlutadýrkandi, sem nú um
stundir lætur sig dreyma um aö kom-
ast einhvern tímann yfir heimilis-
tölvu, get ég'að vísu ekki reynt að
halda því fram að sálmamir lífgi í
mér löngu dautt trúarbál. Eg var
skírður, skömmu eftir fæðingu, og
fermdur á tilsettum tíma, og tók
meira aö segja einhvem tímann próf
í bamaskóla í kristnum fræðum en
allt þetta þó án þess aö leiða hugann
, sérstaklega að hinstu rökum tilver-
unnar. En sé Guð til má hann vera
það fyrir mér. Og Passíusálmarnir
- eru góður kveðskapur, þó menn
kunni að þreytast ef þeir lesa þá í
einni striklotu.
En ef Johan Helmich Roman er
hinn sænski Handel, er þá Hallgrím-
ur Pétursson hinn íslenski Milton?
Ölafur B. Guðnason.
Stefanía Guðmundsdóttir lést 23.
febrúar sl. Hún var fædd 26. jan. 1900 í
Hábæ í Bæjarkershverfi í Miðnes-
hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin
Sigurbjörg Torfadóttir og Guðmundur
Þorsteinsson. Stefanía giftist Eiríki
Jóel Sigurðssyni, hann lést árið 1982.
Þeim varð fjögurra barna auðiö. Utför
Stefaníu veröur gerð frá Keflavíkur-
kirkju í dag kl. 16.
Sveinbjörg Bjarnadóttir lést 21.
febrúar sl. Hún var fædd 18. október
1897 á Stokkseyri, dóttir hjónanna Arn-
laugar Sveinsdóttur og Bjarna Jóns-
sonar. Sveinbjörg giftist Elíasi Steins-
syni, en hann lést árið 1957. Þeim varð
fimm barna auðið. Utför Sveinbjargar
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag ki.
13.30.
Sigurður Sigurðsson vélstjóri verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 3. mars kl. 14.
Hrefna Gunnlaugsdóttir, Háteig 6
Keflavík, sem andaðist sunnudaginn
26. febrúar, veröur jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 3.
mars kl. 16.
Theodóra Stefánsdóttir, Alftamýri 14,
sem lést þann 25. febrúar, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
5. mars kl. 13.30.
Erlendur Jónsson frá Olafshúsum,
Brimhólabraut 36 Vestmannaeyjum,
verður jarösunginn frá Landakirkju
laugardaginn 3. mars kl. 14.
Anna Matthíasdóttir frá Grímsey,
Kaplaskjólsvegi 65, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 6.
mars kl. 13.30.
Katrín S. Dúadóttir, Kirkjuvegi 34
Keflavík, andaðist í gær, 1. mars, í
sjúkahúsi Keflavíkur.
Þórunn Lýðsdóttir, Hringbraut 87
Reykjavík, lést aðfaranótt
fimmtudagsins 1. mars í Landspítalan-
um.
Björg Þ. Skjaldberg er látin. Utförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Haraldur Kristjánsson, Ljósheimum
14, lést í Landakotsspítala 1. mars.
Alfreö Björnsson, Brekkubraut 19
Akranesi, andaðist í Borgarspítalan-
um 29. febrúar.
Herborg Margrét Jónsdóttir frá Dýra-
firði, til heimilis að Furugerði 1, and-
aöist 21. þ.m. í Landspítalanum
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey
aðóskhinnarlátnu.
Ingibjörg Lára Öladóttir, áöur til
heúnilis að Grenimel 31, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Ingigerður Guðjónsdóttir, Kirkju-
lækjarkoti, verður jarðsungin frá
Breiðabólsstaö í Fljótshlíð laugar-
daginn 3. mars kl. 14. Hópferðabíll frá
Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30.
Minningarathöfn fer fram í Fíladelfíu í
Reykjavík föstudaginn 2. mars kl.
20.00.
Fundir
Vestfirðingafélagið í Reykja-
vík
heldur aðalf und sinn nk. sunnudag kl. 16.00 að
Fríkirkjuvegi 9.
Kvenfélag
Háteigssóknar
heldur fund þriðjudaginn 6. mars í Sjómanna-
skólanum kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist.
Mætiö vel og takið meðykkur gesti.
Kvenfélag
Langholtssóknar
Afmælisfundur veröur þriöjudaginn 6. mars
kl. 20.30 í Safnaöarheimilinu. Venjuleg
fundarstörf, skemmtiatriöi, kaffiveitingar.
Félagar, takiö meö ykkur gesti.
Aðalfundur Víkverja
Aöalfundur Ungmennafélagsins Víkverja
veröur haldinn laugardaginn 3. mars kl. 15.00
í húsakynnum Ungmennafélags Islands aö
Mjölnisholti 14. Klukkustund áöur, kl. 14.00,
hefst á sama staö aðalfundur glímudeild-
arinnar.
Vestfirðingafélagið
í Reykjavík
heldur aöalfund sinn nk. sunnudag 4. mars kl.
16aöFríkirkjuvegi9.
Kvenfélag
Lágafellssóknar
heldur fund í Hlégarði mánudaginn 5. mars
kl. 20.30. Fundarefni: rætt um fíkniefnamál
ogfl.,kaffiveitingar.
Stjórnin.
Sýningar-
Leikfélag Kópavogs
— Óvæntur gestur
A laugardagskvöld kl. 20.30 sýnir Leikfélag
Kópavogs leikritið Ovæntur gestur eftir
Agöthu Christie, í þýðingu Helgu Harðardótt-
ur. Með hlutverk fara Helga Harðardóttir,
Sig urður Grétar G uðmundsson, Sólrún Ingva-
dóttir, SvanhildurTh. Valdimarsdóttir, Eirík-
ur Hjálmarsson, Hrafn Hauksson, Finnur
Magnússon, Þór Asgeirsson og Gunnar
Magnússon. Þá verður síöasta sýning á
Gúmmí-Tarsan á sunnudaginn kl. 15.
Kvikmyndir
Sergei Lazo
í MÍR-salnum
Nk. sunnudag, 4. mars kl. 16, verður sovéska
kvikmyndin „Sergei Lazo” sýnd í MlR-saln-
um, Lindargötu 48. Þetta er mynd frá árinu
1967 og fjallar um atburði í sögu byltingar-
hetjunnar Sergeis Lazo. Leikstjóri er Alex-
ander Gordon, en með titUhlutverkið fer
Regimantas Adomatis. Rússneskt tal, enskir
skýringatextar. Aðgangur ókeypis og öllum
heimill.
Basar Færeyska sjómanna-
kvinnufélagsins
verður haldinn sunnudaginn 4. mars í
Færeyska sjómannaheimilinu við
Brautarholt og hefst hann kl. 14. Mikið er af
vönduðum og góðum hlutum og frábærar
heimabakaðar kökur. Allur ágóði rennur til
Færeyska sjómannaheimilisins.
Tilkynningar
Borgfirðingafélagið
í Reykjavík
gengst fyrir Borgfirðingamóti í félagsheimili
Fóstbræðra, Langholtsvegi 111, Iaugardaginn
3. mars og hefst það með borðhaldi kl. 19.
Upplýsingar í símum 12322 og 38174.
Skaftfellingar —
Skaftfellingar
Munið skemmtunina i Skaftfellingabúð
laugardaginn 3. mars kl. 21. Mætiö vel og
stundvíslega og takið með ykkur gesti.
Athugasemd frá
kennarafélögum
Vélskóla Islands og Stýrimannaskólans í
Reykjavík.
I sjónvarpsþætti þriöjudaginn 21. febrúar
sl. um undanþágumál vélstjóra og skipstjórn-
armanna komu fram hjá fulltrúum útvegs-
manna og samgönguráöuneytis, þeim Jónasi
Haraldssyni og Kristni Gunnarssyni, svo
úrelt og lítilsviröandi viöhorf til sjómanna-
menntunar aö kennarafélög viökomandi
skóla sjá sig knúin til aö mótmæla þeim
sjónarmiðum sem komu fram hjá umræddum
mönnum.
I lokaorðum Jónasar Haraldssonar kom
fram sú skoðun hans aö vélstjóranámiö mætti
afgreiöa á tveimur vikum og fulltrúi sam-
gönguráöuneytis rifjaði upp þá gömlu góðu
tíma þegar skipstjórnarmenn skruppu í skól-
ann aö haustinu og tóku skírteiniö meö sér á
vetrarvertíðina.
Þar sem umræddir menn meö þessi úreltu
viöhorf til sjómannamenntunarinnar eru þeir
sömu sem veita réttindalausum mönnum
undanþágur til skip- og vélstjómar er ekki
von á góöu í undanþáguvandanum.
I upphafi umrzedds sjónvarpsþáttar var
gefið sýnishorn af þeim flókna og dýra tækja-
búnaöi sem brú togarans Ottós Þorlákssonar
er búin og var þó alveg sleppt að sýna tækja-
kost vélarúmsins.
Viö kennarar, í Vélskóla og Stýrimanna-
skóla, viljum skora á þessa menn sem gegna
þessum ábyrgðarmiklu störfum í undanþágu-
nefnd aö þeir kynni sér tækjabúnað þeirra
skipa sem þeir eru aö veita mönnum undan-
þágu til aö starfa viö og erum viö kennarar
umræddra skóla reiðubúnir til aöstoðar,
þannig að vitneskja þessara manna veröi
svolítið meira í takt við tímann.
Um afnám verðlagsákvæða
á matvöru o.fl.
Frá 1. mars nk. fellur niður hámarksálagning
í heildsolu og smásölu á nokkrum vöru-
flokkum. Af þessu tilefni vekur Verðlags-
stofnun athygU á 23. og 21. grein verölags- og
samkeppnislaga nr. 56/1978. 23. grein hljóðar
svo:
„Oheimilt er að ákveða, samþykkja eða
semja um ófrávíkjanlegt lágmarksverð
(brúttóverð) eða álagningu er gilda skuli við
endursölu á næsta sölustigi.”
Samkvæmt þessu ákvæði er innflytjendum,
heildsölum og framleiðendum óheimilt að
ákveða bindandi smásöluverð og/eða smá-
sijluálagningu.
21. grein hljóðarsvo:
.Samningar, samþykktir og annaö samráö
milli fyrirtækja um verð og álagningu er
óheimilt þegar verðlagning er frjáls.”
Samkvæmt þessu ákvæði er hvers konar
samráð um verð og álagningu bannað þegar
verðlagning er frjáls, þar á meðal
sameiginlegú- verðlistar fyrirtækja og félaga
eða samtaka þeirra.
Þá hefur Verðlagsstofnun ákveðið að
innflytjendur vöruflokka, sem ekki eru háðir
ákvæðum um hámarksálagningu, skuli frá 1.
mars 1984 senda Verðlagsstofnun sams konar
verðútreikninga og þeir hafa til þessa gert.
Verðútreikningar yfir þessa vöruflokka skulu
þó aðeins sendir stofnuninni í einriti, án fylgi-
skjala.
Jafnframt verðútreikningum skulu innflytj-
endur gera Verðlagsstofnun sérstaka grein
fyrir breytingum á verðmyndun ofangremdra
vöruflokka, s.s. breytingu á álagningu,
afslætti o.fl.
Nýfyrirtæki
Gunnar Stefán Elísson og Elín Elke
Ellertsdóttir, Kársnesbraut 70, Kópa-
vogi, reka sameignarfélagið Kópia,
ljósmyndaþjónusta sf., Auðbrekku 14,
Kópavogi. Tilgangur félagsins er að
annast alla almenna ljósmynda-
þjónustu með sérhæfingu í vinnslu og
töku svarthvítra mynda svo og
auglýsinga-og iðnaðarljósmyndun.
Hreiðar Svavarsson, Túngötu 16,
Reykjavík, rekur einkafyrirtæki að
Smiðjuvegi 14-D, Kópavogi, undir
nafninu Smiðjukaffi. Tilgangur
firmans er veitingarekstur og skyld
starfsemi.
Gunnar Snorrason, Lundahólum 5,
Reykjavík, rekur í Kópavogi firma
undir nafninu Kjöt og álegg. Tilgangur
er rekstur kjötvinnslu og annar
skyldur atvinnurekstur.
Ragnhildur Kjartansdóttir, Meðal-
braut 18, Kópavogi, hætti hinn 24. maí
1982 rekstri Leikborgar, Hamraborg
14, Kópavogi.
ÞórirGaröarsson, Reykjaheiðarvegi
3, Húsavík, og Sigurdór Sigurðsson,
Bergstaðastræti 27, Reykjavík, reka
sameignarfélag í Kópavogi undir nafn-
inu Bifreiðaverkstæöiö Dvergur sf. Til-
gangur félagsins er bifreiða- og véla-
viðgerðir, kaup og sala varahluta,
lánastarfsemi, kaup og sala fasteigna
og skyldur rekstur.
Vélaþjónustan Ás sf. hefur hætt
starfsemi frá og með 31. desember
1983.
Ársháfíðir
Árshátíð Félags
einstæðra foreldra
verður haldinn í Þórskaffi föstudaginn 9.
mars 1984. Borðhald hefst kl. 20.00, miöaverö
kr. 560. Hafið samband viö Stellu á skrifstof-
unni í sima 11822, allra síöustu forvöö aö til-
kynna þátttöku erþriöjudaginnö. mars 1984.
Ferðalög
Frá Ferðafélagi
íslands
Laugardaginn 3. mars kl. 13 verður Ferða-
félagið með fræðsluferð um snjóflóðahættu.
Leiðbeinandi: Torfi Hjaltason frá Alpa-
klúbbnum. Farið verður á Hengilssvæðið og
er fólk beðið að taka með gönguskíði. Allir
velkomnir og er sérstaklega óskað eftir að
fararstjórar Ferðafélagsins komi með.
Brottför frá Umferöarmiðstöðinni, austan-
megin. Verðkr. 200.
Dagsferðir sunnudaginn 4. mars:
1. Kl. 10.30 — Gönguferð á Hengil. Munið
hlýjan klæðnað og góða skó.
2. Kl. 13.00 — Skíöagönguferð á Hellisheiði.
Gönguhraði viö allra hæfi.
Fararstjórar: Sigurður Kristjánsson og
Hjálmar Guðmundsson. Brottför frá Um-
feröarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar
við bíl. Verð kr. 200 í báöar ferðirnar.
Spilakvöld
Snæfellingafélagið
í Reykjavík
Munið spila- og skemmtikvöld félagsins i
Domus Medica í kvöld, föstudag, kl. 20.30.
Mætið vel og stundvíslega.
BELLA
Jytta segir aö hún vilji alltaf taka
eitthvaö meö sér heim úr leikhús-
inu. I kvöld var það Hjálmar.
BÚJÖRÐ
TIL SÖLU
Jörðin er Fremri-Gufudalur í Barðastrandarsýslu.
Góð skilyrði fyrir 350 kinda bú. Gróið land um 100
ha., tún 20 ha., góð ræktunarskilyrði. Allgóð fjárhús
og hlöður fyrir vothey og þurrhey, vélageymsla 80
m2, íbúðarhús 100 m2.
Lax- og silungsveiði, fallegt umhverfi, stöðuvatn og
kjarri vaxnar hlíðar. Tilboðum sé skilað til Reynis
Bergsveinssonar, Fremri-Gufudal, 380 Króksfjarðar-
nesi.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Atvinnumálaráöstefna
Atvinnumálanefnd Hafnarfjaröar efnir til ráöstefnu um
atvinnumál og atvinnuuppbyggingu laugardaginn 3. mars nk.
í félagsheimili íþróttahússins viö Strandgötu. Ráöstefnan
hefst kl. 10.00 f.h. og er opin öllum sem áhuga hafa.
ATVINNUMALANEFND HAFNARFJARÐAR.
Veiöivatn til leigu
Silungsveiði í Reyöarvatni í Borgarfiröi er til leigu nk. sumar.
Tilboö berist til Rúnars Hálfdánarsonar, Þverfelli, fyrir 20.
mars nk., sem jafnframt gefur nánari upplýsingar. Sími um'
Borgarnes.