Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 9
DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þurrkarar: Þvotturinn krumpast hvorki né slitnar Þurrkarar eru nú orðnir nokkuö al- gengir í heimahúsum. Því hefur oft veriö haldið fram aö þeir slíti fatnaöi og taui sem þurrkaö er í þeim. I vesturþýskri könnun er gerö var á sliti á fatnaði kom í ljós aö 60—70 prósent af slitinu á sér staö við notkun og 20—25 prósent af slitinu á sér staö í sjálfri þvottavélinni en ekki nema örlítið í þurrkaranum. Nýlega var gerð könnun á sex þurrk- urum í Svíþjóð. Sænsku neytendasam- tökin framkvæmdu þessa könnun. Allar þessar vélar fengu góöa einkunn. Tauiö slitnar hvorki né hleypur í þurrkaranum. Barnafjölskyldur og þeir sem ekki hafa mikið pláss geta haft góö not af þeim. Þá geta þeir í ákveönum tilfellum komiö aö notum fyrir fatlaða og ofnæmissjúklinga. Hugsanlegt er að trú manna á því aö þurrkarar slíti fatnaöi stafi af því að mikið magn af ló safnast í síu þurrkar- ans. En því er slegið föstu í þessari könnun aö þessi ló, eöa lausu þræöir, sé til staöar í fatnaöinum og tauinu þó svo aö hann sé ekki þurrkaöur í þurrkara. Þaö sem í raun og veru gerist í þurrk- aranum er aö tauið „ryksugast” um leið og það þurrkast. Þetta gerir þaö að verkum að tauið losnar við alla ló og aðra lausa hluti við þurrkunina. Þetta getur í þessu tilfelli oft haft góð áhrif fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir ló og ryki. Því hefur einnig veriö haldiö fram aö föt hlaupi meira í þurrkara en viö aörar þurrkunaraðferöir. Það kom í ljós aö þetta er ekki aUskostar rétt. Ef hætt er við að þvottur hlaupi hleypur hann aö mestu leyti aö fullu í fyrsta skipti. En þegar hann er þurrkaöur á hinn hefðbundna hátt hefur hann ekki hlaupið fyrr en eftir fimm til tíu þvotta. Þá kom einnig í ljós aö þvotturinn krumpast ekki meira í þurrkara en við aörar þurrkunaraöferðir. Þá er reynd- ar gengiö út frá því aö rétt kerfi séu notuö og ekki sé stappað of miklu af þvottiívélina. En þaö er til tau sem þolir ekki aö það sé þurrkað í þurrkara. Ullarvörur geta hlaupið svo aö ekki er hægt aö strekkja þær aftur í sína upphaflegu stærö. Líndúkar tapa stinnleika sínum ef þeir eru þurrkaöir í þurrkara. En ef þeir hafa fariö í þurrkarann fyrir mis- I eldhúsinu: Stórar sesamkringlur Viö rákumst á þessa uppskrift í nýút- kominni matreiöslubók, „Matbrauö af bestu gerö”, sem gefin er út af bóka- klúbbnum Sælkeraklúbbnum sem er angi af bókaklúbbnum Veröld. Upp- skriftin lítur vel út án þess aö viö höfum reynt hana. STORAR SESAMKRINGLUR Smjör eða smjörlíki 100 g Vatn 3 dl Ger 50 g Egglstk. Sykur 1 tsk. Salt 11/2 tsk. Hveiti 1 kg Penslun: Sesamfræ 2 msk. Egglstk. Bræöiö smjöriö í potti. Vatninu bætt út í og velgiö blönduna, +37° C. Leysiö geriö upp í hluta hennar og bætiö síðan afganginum saman viö ásamt eggi, sykri og salti. Hveitinu blandaö í, deigið hnoöaö vel og látið hefast í 30 mín. Takið nú deigið og fletjiö úr því ferning, um 40x40 cm. Skiptið honum síöan í tvo þríhyrninga og rúlliö þeim upp, frá langhliðina aö horninu. Leggið þá á smuröa pönnu og beygið þá í kringlu. Látið kringlurnar hefast í 20 mínútur undir klúti. Pensliö þær síöan meö þeyttu eggi og stráiö sesamfræj- unum yfir. Bakið í 200“ C heitum ofni í um 20 mínútur. Baksturinn tekur um 2 1/2 klukkustund og efnið er ætlaö í tvær kringlur. Upplýsmgaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlcga sendið okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér oröinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiólun meöal almennings um hvert sé meóaltal heimiliskostnaðar fjölskyIdu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigiö þér von um að fá nytsamt hcimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Siníi Fjöldi heimilisfólks I Kostnaður í febrúar 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. tök má bæta úr því meö því að stífa þáaftur. Þaö á vel viö dúnjakka og aörar dúnvörur aö fara í þurrkara. Stórir jakkar ættu þó aö vera þurrkaðir stak- ir því annars er hætt viö aö vélin ofhitni. Gott er að setja tvo tennisbolta meö til aö halda flíkinni á hreyf ingu. IMiðurstaða Allir þurrkara'mir í þessari sænsku könnun voru í megindráttum óaö- finnanlegir. Fullyrt er að þeir komi aö góöum notum þar sem þurrkpláss er lítiö. Bamafjölskyldur, sem þurfa aö þvo oft, og fatlaöir eða aörir sem eiga í erfiöleikum meö aö hengja upp þvott, geta haft góö not af þurrkurum. Þurrk- ari kemur einnig aö góðum notum fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir ryki því í þurrkuninni hverfa nær allir lausir hlutirs.s.rykogló. -APH Þurrkarar geta komið að góðum notum fyrir t.d. barnafjölskyldur, fatlaða og ofnæmissjúklinga. KANGOL —hattar NÝSENDING MB-HÚFAN Alpahúfur — angóruhúfur — filthattar túrbanar — angóruhattar — regnhattar. — Pepe — derhúfur FJÓRIR LITIR Verð aðeins kr. 360,00 PÓSTSENDUM. HATTABUÐIN Frakkastíg 13, sími 29560. PÓSTSENDUM • •••••••••••••

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.