Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Síða 15
DV. FÖSTÚDAGUK 2. MARS1984. Lesendur Lesendur Undanþágur til yf irmanna: Hættulegt — segir bréfritari Ungur ncmandi af Skaganum skrifar: Þetta bréf er skrifað vegna umræðu- þáttar í sjónvarpinu þriðjudaginn 21.2. og fjallaði um réttindi yfirmanna á skipaflota Islendinga. Ég ætla aö byrja á því aö andmæla harðlega þeirri hugmynd sem fulltrúi samgöngumálaráðuneytisins og full-. trúi undanþágunefndar báru fram um að halda beri námskeiö fyrir þá menn sem ekki hafa hlotið tilskilin réttindi. Já, þeir töluöu jafnvel um tveggja vikna námskeið til þess að ná rétt- indunum. Þetta er alrangt. Halda þessir menn að það sé hægt að læra á háþróaðan stýriútbúnað véla og skipa á nokkrum vikum? Nei, það er ekki nóg að vita á hvaða takka maður á aö ýta eöa hvaða handföng maður á að taka í en vita ekki hvað þar liggur á bak viö. Svona hluti er ekki hægt að læra með páfagauksaðferðinni. Menn verða t.d. að þekkja vélina út og inn og allt kerfið í kringum hana ef þeir ætla að geta gert við hana og haldiö henni við. Og út frá þessu tek ég annaö dæmi. Hvað á vélstjóri, sem ekki þekkir vélina nægilega, að gera ef hún bilar þannig að það er fyrir utan hans þekkingarsvíð að gera við hana? Þetta þarf ekki að vera mikil bilun og erfið en samt sem áður erum viö komnir með stórt og mikið vandamál. Annaö- hvort er hægt aö láta kalla á hjálp, sem kostar nú sinn skilding, eða þá aö bíöa skipbrot sem auðvitað er margfalt dýr- ara. Og ég spyr: Hvað verður um þá sem réttindi hafa ef vinnumarkaðurinn fyllist af fólki sem einungis hefur þetta námskeið að baki? Jú, þá fá hundruð eöa jafnvel þúsund einstaklingar rétt- indi sem í raun ættu ekki að hafa rétt á þeim. Eg endurtek að þeir hafa ekki rétt á því. Og hvaö eigum við aö gera sem erum búnir að ganga í gegnum strangt skólanám? Þegar við komum svo loks út á vinnumarkaðinn með full réttindi komumst viö að því að ekki er pláss fyrir okkur vegna þess að öll plássin eru hertekin af mönnum sem aldrei hefðu átt að vera þar. Er svona hlutur réttlætanlegur? Hvers vegna eigum viö hinir aö gjalda fyrir það aö einhverjir letingjar hafa ekki nennt að ganga í skóla!? Þeir taki þetta til sín sem eiga. Og ef þessum réttindum verður svo úthlutað til manna eins og einhverju fóðri, hvað þá? Munu skólarnir ekki tæmast af nemendum sem annars hefðu lokið við sitt nám? Þeir geta jú fengið undanþágu. Auðvitað yrði þetta rangur hugsunarháttur en vilja ekki allir sleppa í gegnum lífið á sem auð- veldastan hátt? Hræddur er ég um að Vél- og Stýrimannaskólinn muni tæm- ast ef ekki verður eitthvað að gert. Eg skrifa þetta í þeirri von að menn skynji hvað er þarna á ferð. KERRAN TÝNDIST Esther Isleifsdóttir hringdi: Föstudagskvöldiö 17. febrúar varð ég fyrir því óhappi að kerru og kerru- poka var stoliö frá mér. Eg bý á Háa- leitisbraut 41 og hef reynt að leita aö kerrunni í næsta nágrenni en ekki fundiö hana. Eg vona bara að sá sem tók hana skili henni aftur eða einhver láti mig vita hvar hún er. Kerran er úr brúnu flaueli og kerrupokinn er vín- rauöur. Það er mjög bagalegt fyrir mig að týna kerrunni en ég vona að hún komist í mínar hendur von bráðar. Hvet ég alla til að leita í hjólageymsl- um hjá sér og láta mig eða lögregluna vita hvar ég get nálgast hana. FÖLSK AUGLÝSING? Sigrún Jónsdóttir skrifar: Girnilega auglýsingu komst ég ekki hjá að sjá í Morgunblaðinu þann 18. febrúar sl. frá Agli Vilhjálmssyni, Fiatumboðinu. „Hvergi betri kjör” stóð þar og eitthvaö fleira í þeim dúr. Eg las um þessi góðu kjör sem boðið var upp á og hugsaði með mér að þarna væri nú kannski möguleiki á aö eignast bíl úr því boðið er upp á sveigj- anlegan greiðslutíma eftir getu fólks. Eg hafði því samband við umboðið strax á mánudaginn til aö fá nánari upplýsingar en kemst þá að því að þessi sveigjanlegi greiðslutími var ekkert í átt við þaö sem ég ræð viö heldur bara eftir höföi þeirra hjá um- boðinu. Ef ég borgaði 75 þús. kr. út og fengi afganginn lánaðan hjá þeim yrðu það 158 þús. sem ég ætti svo að borga á G mánuðum, eöa 30 þús. á mánuði. Þar með var draumurinn búinn hvað mig snerti því tekjur mínar eru í kringum 16 þúsund kr. á mánuði. Hvað álíta þeir sem semja svona auglýsingar að fólk hafi í kaup? Eða er kannski bara verið að bjóða þeim hæst- launuðu upp á Fiat Uno? Það verö ég að draga í efa því hálaunafólk myndi eflaust kaupa betri bíl en hann er. Útvarpsráð: Gleymið ekki gamla fólkinu Skagfirsk kona skrifar: Mig langar að koma hér að smáfyrir- spurn til útvarpsráðs. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þið eruð með svona mikið af bauli bæði í útvarpi og sjónvarpi? Aldrei (eða mjög sjaldan) heyrir maöur reglulega fallega tónlist flutta í útvarpi né heldur sjónvarpi. Vinsam- legast aukiö hana. Og annað. Af hverju heyrir maður svona sjaldan í mestu söngsnillingum þjóðarinnar, þeim Guðrúnu A. Símon- ar og Stefáni Islandi? Gerið nú aldinni konu greiöa og aukið tónlistarflutning með þeim. Þá gerið þið um leiö allri þjóðinni mikinn greiða. Vinsamlegast gleymið okkur gamla fólkinu ekki alveg. Með fyrirfram þökk: Gömul skagfirsk kona stödd á Fá- skrúðsfirði. í FARARBRODDl SNYST LEIKURINN UM FERÐ FYRIR TVO TIL MALLORKA OG TVO TIL IBIZA. wtg' 1 |—^ ^., . , f . Síðasti hluti get- raunarinnar býður svo upp á Toyota Tercel 4WD í vinn- ing. Hann verður afhentur nýjum eiganda í júlí. Við byrjum svo á þriðja hluta 22. mars og snúum okkur þá að sælu- húsunum í Hollandi. Vinningurinn er fjölskylduferð með þriggja vikna dvöl í Eemhof. | EN TIL ÞESS AÐ FÁ BÍLINN VERÐUR HANN AÐ VERAÍ ÁSKRIFANDI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.