Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 5
DV. MÍÐVIKÚDAGUR 4. ÁPRÍL Í984.
5
Björgunarbátur Reykjavíkurflugvallar kominn á fíotá SkerjafirOi.
DV-mynd S.
Björgunarbátur Reykjavíkurf lugvallar leitaði
að sokknum báti í Skerjaf irði:
Reyndist vera rekald
„Lögreglan fékk tilkynningu um
sokkinn bát í Skerjafiröi og hún leitaði
síöan til okkar og við fórum út á fjörö-
inn í björgunarbátnum en sokkni bát-
urinn reyndist vera rekald þegar til
kom,” sagði Guðmundur Guðmunds-
son, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkur-
flugvelli, í samtali við DV er við spurð-
um hann um þetta mál.
Björgunarbátur sá sem hér um
ræðir er staðsettur á Reykjavíkurflug-
velli og er hann af Zodiac-gerð, út-
búinn tveimur utanborðsvélum, öðrum
gúmmíbjörgunarbáti og ljósavél og er
að sögn Guðmundar einkum ætlaður til
björgunarstarfa viö flugvöllinn enda
ná tvær af brautum vallarins út i sjó.
„Við hjálpum einnig öilum sem til
okkar leita í nágrenninu eins og til
dæmis lögreglunni í tilvikum eins og
þessum,” sagði Guömundur.
Aö sögn Guömundar er til áætlun i
sambandi við öryggismál flugvallarins
og almannavama þar sem björgunar-
bát þessum er ætlað hlutverk en
vandamálið er hins vegar að ekki er til
vör fyrir hann eða aðstaða til að ýta
honumáflotutanSkerjafjarðar. -FRI.
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæði um bjór:
Til umsagnar hjá
f jórum samtökum
bindindismanna
— ekki eðlilegt, segir Stef án Benediktsson
einn f lutningsmanna tillögunnar
,,Ég er ansi hræddur um að tillagan
fari ekki í gegnum þingiö. Ef svo færi
yrði ég hissa,” segir Stefán Benedikts-
son, þingmaður Bandalags jafnaðar-
manna, um þingsályktunartillögu hans
og fleiri um þjóöaratkvæðagreiöslu um
hvort leyfð skuli sala á áfengu öli eða
ekki.
Þingsályktunartillagan var fyrir
skömmu afgreidd til allsherjamefnd-
ar sameinaös þings og þar varð að ráði
að senda hana út til umsagnar nokkurra
aðila. Þessir aðilar em SÁA, AA-
samtökin, Áfengisvamarráð ríkisins,
Áfengisvamarráð Reykjavíkur,
Samtök veitinga- og gistihúsaeigenda
og Félag starfsfólks í veitingahúsum.
„Eg var ekki allskostar sammála
þessu. Mér finnst það alls ekki eðlilegt
að biðja þessa aöUa um umsögn um
það hvort leyfa eigi þjóöinni að greiöa
þjóðaratkvæði eða ekki. Þá hefði verið
nær aö biöja samtök áhugamanna um
jafnan kosningarétt um umsögn,”
segir Stefán.
Hann segist munu sjá til þess sem
fulltrúi í allsherjamefndinni að þetta
mál verði ekki svæft þar. Ef umsagnir
fyrrnefndra aðila dragast á langinn
mun hann kref jast þess að málið verði
afgreitt frá nefndinni og verður þá að
verða við þeirri kröfu, samkvæmt
reglum.
Stefán segir ennfremur að á-
stæðurnar fyrir því að hann efist um
að Alþingi samþykki þjóðarat-
kvæöagreiösluna séu að það sé
hættulegt i augum þingsins aö afsala
sér valdinu í hendur þjóðarinnar og að
meö samþykki þjóðaratkvæðis sé í
raun verið að viðurkenna jafnan at-
kvæðisrétt.
,En maður á aldrei að segja
aldrei,” segir Stefán Benediktsson.SþS.
Suðureyri:
Eldri hjón björg-
uðust úr eldsvoða
Mikið tjón varð á Suðureyri er
ibúöarhús þar brann síðastliðið laugar-
dagskvöld. Eldri hjón bjuggu í húsinu.
Þau björguðust út er eldurinn kom upp
og sakaöi því ekki. Allt innbú þeirra
eyðilagðist. Það mun hafa verið vel vá-
tryggt.
Ibúðarhúsiö er tveggja hæða
steinhús með risi. Það var í stofu á
annarri hæð sem eldurinn kviknaði.
Stofan skemmdist mikið í eldinuin en
mestar skemmdirnar á öðrum her-
bergjum eru af hita og reyk.
jarðhæðinni eru aðal-
skemmdirnar vegna vatns og reyks.
Svo fljótt magnaöist eldurinn að engu
af innbúinu var hægt að bjarga. Meira
að segja föt þeirra hjóna eyðilögðust.
Er slökkviliöiö kom á vettvang var
eldurinn farinn aö teygja sig i þakið.
Nokkuð greiölega tókst aö slökkva
eldinn og var slökkvistarfi lokið
klukkan 23.00 um kvöldið. En eldurinn
haf ði komið upp um klukkan 21.25.
Hjónin búa nú hjá syni sínum á Suð-
ureyri. -JGH.
— hús þeirra skemmdist mikið í eldinum
k.
SERTILBOÐ
í tilefni opnunar stofunnar bjóðum við myndatökur með 12 prufum og 1 stækkun
(20x25 cm) á
_______ kr. 2.500,-
^XuÓSMYNDASTOFA REYKIAVÍKUR
^fRF/SCÖTU 105.
Fermingarmyndatökur
UPPBODSLAUN
FÓGETA OG SÝSLU-
MANNA AFNUMIN
f jölgað embættismönnum sem þiggja laun samkvæmt
ákvörðun kjaradóms
Samkvæmt stjómarfrumvarpi
sem lagt hefur verið fram á Alþingi
verða launakjör sýslumanna og
bæjarf ógeta svo og annarra uppboðs-
haldara ákveðin af kjaradómi en
uppboðslaun þeirra afnumin strax
eða í áföngum. Með sérstöku ákvæði
til bráðabirgða er sýslumönnum og
bæjarfógetum sem þess óska veittur
frestur til ársins 1990 að gangast
undir kjaraákvarðanir kjaradóms
en þeir sem skipaðir verða i þessar
stöður eftir gildistöku laganna fá
ekki slíkt val.
Uppboðshaldarar ríkisins fá nú
þóknun samkvæmt gjaldskrá. Er
uppboöshaldara greitt 1% inn-
heimtugjald af því sem innheimtist
án sölu og einnig 1% af þeirri
upphæð sem innheimtist fyrir sölu
fasteigna og skipa. Innheimtugjald
fyrir sölu lausafjár er frá kaupanda
6% ef veittur er gjaldfrestur og 3%
við staðgreiðslu og að auki 4% frá
seljanda. I svari fjármálaráðherra
við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðar-
dóttur í desember síðastliðnum kom
fram aö á fyrstu sex mánuðum
síðasta árs námu þessar tekjur
uppboðshaldara rikisins tæpum 3
milljónum króna, þar af 1,2
milljónum hjá einu embætti.
I þessu frumvarpi er einnig
f jölgað þeim embættismönnum sem
taka laun samkvæmt ákvörðun
kjaradóms og er þar einkum um að
ræða þá embættismenn sem eru í
efsta launaflokki launakerfis ríkisins
og sjálfstæða embættisdómara. Nú
ákveður kjaradómur laun ráðherra,
hæstaréttardómara, ríkissak-
sóknara, ráöuneytisstjóra, biskups,
alþingismanna og ríkissátta-
semjara. En með þessu frumvarpi
bætast í þann hóp rektor Háskólans,
lögreglustjórinn í Reykjavík, ríkis-
skattstjóri, póst- og símamálastjóri,
yfirsakadómari í Reykjavík, yfir-
borgardómi, yfirborgarfógeti,
tollstjóri í Reykjavík, tollgæslu-
stjóri, borgardómarar, borgarfógeti,
sakadómarar, héraðsdómarar,
rannsóknarlögreglustjóri, flugmála-
stjóri, forstjóri Ríkisspítala, orku-
málastjóri, rafmagnsveitustjóri
ríkisins, vegamálastjóri og
sendiherrar.
Segir í frumvarpinu að í dómi
kjaradóms skuli ákveðið hvenær hann
skuli koma til framkvæmda og að
hann skuli gilda í eitt ár frá loknum
gUdistima siðasta samnings.