Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 14
14
MEIRA. EN
500
HLEDSUUR
CADNICA
FÆST í VERSLUNUM
UM LAND ALLT
NYTSÖM
FERMINGARGJÖF
shipmate:^
GERVITUNGLA
MÓTTAKARI
RSSOOO
Oruggur og ódýr
Greiðsluskilmálar
Friörik A. Jónsson h.f.
Sklpholti 7, Reykjavík,
Simar 14135 - 14340.
LÆKKUN!
Getum nú boðið gerðina
P-811, sem er 4,5 kg
vél sem tekur inn á sig
heitt og kalt vatn, á að-
eins kr.
lOÖÖ
miðað við staðgreiðslu
Betri kjör!
Við bjóðum nú afborgun
arskilmála, sem eru 1/3
út og afgangurinn á
7 mánuðum
Verslunin
Borgartúni 20.
Jón Páll Sigmarsson lyftingamaður
kom, sá og sigraði á íslands-
meistaramótinu i vaxtarrækt. Var
hann búinn að skera 10 til 15 kg af
fitu utan af líkamanum svo að hægt
var að sjá allar trefjar i vöðvunum
þegar hann hnyklaði þá. Átti Jón
hug og hjarta áhorfenda enda var
sviðsframkoma hans óvenjulega lif-
leg og glettin.
OV-myndir Jóhann A. Kristjánsson
m-------------i-----►
íslandsmeistari i kvennaflokki varð
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir en
þetta er þriðja árið i röð sem hún
hlýtur íslandsmeistaratitilinn. Háði
hún harða baráttu við Aldísi Arnar-
dóttur og hafði betur. Frjálsu
pósurnar hjá Hrafnhildi voru sór-
staklega skemmtilegar en hún
minnti helst á tigrisdýr með fjaður-
mögnuðum og þokkafullum hreyf-
ingum sínum.
___________________________ DV. MIÐVIKUDAGUR 4. APRlL 1984.
íslandsmeistaramótið ívaxtarrækt:
Jón Páll stal senunni
Það var hörkufjör og dúndrandi
stemmning í veitingahúsinu Broadway
sunnudagskvöldið 25. mars þegar
Vaxtarræktarsamband Islands hélt Is-
landsmeistaramótið í vaxtarrækt eins
ogDVhefurskýrtfrá. Var húsið troð-
fullt út úr dyrum og tóku áhorfendur
virkan þátt í keppninni með keppend-
um sem voru tuttugu og tveir. Keppt
var í sex flokkum, tveimur kvenna-
flokkum og fjórum karlaflokkum.
Kvennaflokkarnir skiptust við 52 kilóa
þyngd og var keppnin mishörð í þeim.
I léttari flokknum sigraði Rósa Olafs-
dóttir nokkuö auðveldlega en á móti
henni keppti Iris Erlingsdóttir, ung og
efnileg stúlka. I þyngri kvennaflokkn-
um var keppnin hins vegar mjög hörð
og voru það þær Hrafnhildur Val-
bjömsdóttir og Aldís Amardóttir sem
kepptu um fyrsta sætið. Ahorfendur
voru ekki á einu máli um það hvor
Það lóttist brúnin á Rósu Ólafsdótt-
ur þegar úrslitin i kvennaflokki,
undir 52 kg, voru tilkynnt en iþeim
flokki sigraði hún íris Erlingsdóttur.
þeirra væri glæsilegri en Hrafnhildur
hreppti Islandsmeistaratitilinn eftir
mikil heilabrot dómaranna. Er þettaí
þriöja skiptið sem Hrafnhildur veröur
Islandsmeistari í vaxtarrækt en hún
sigraði einnig í opna f lokknum þar sem
Islandsmeistarar Islandsmeistaranna
voruvaldir.
I karlaflokki, undir 70 kg, voru þátt-
takendur flestir eða sjö talsins. Þar
var keppnin nokkuö jöfn og tvísýn.
Hlutskarpastur þar varö Gísli Rafns-
son frá Akureyri en áberandi var
hversu þeir norðanmenn höfðu góöum
mönnum á að skipa. I öðru sæti lenti
Sævar Símonarson. I flokki karla und-
ir 80 kg sigraði Sigurður Gestsson auð-
veldlega en hann sýndi sérstaklega
sterkiega og samræmda vöðvabygg-
ingu. Júh'us Ágúst Guömundsson lenti
í ööru sæti. Ekki voru allir sáttir við
úrslitin í flokki karia undir 90 kg en þar
stóð úrslitakeppnin milli þeirra Kára
Ellertssonar og Magnúsar Oskarsson-
ar. Mun meira samræmi var í vöðva-
byggingu Kára og beinabyggingu en
hann varð að lúta í lægra haldi fyrir
Magnúsi sem var með mun meiri
vöðvamassa. Sigmar Knútsson lenti í
þriðja sætinu en hann hafði einnig
mjög skemmtilega vöðvabyggingu.
I þyngsta flokknum, flokki karla
yfir 90 kg, voru tveir keppendur. Ann-
ar var ungur og efnilegur vaxtarrækt-
armaöur, Sigurður Pálsson, og hinn
lyftingakappinn frægi, Jón Páll Sig-
/ flokki karla undir 70 kg vaf
keppnin mjög hörð og Jöfn.
Hlutskarpastur í flol-knum varð
Gísli Rafnsson sem spennir hór
bakið, herðarnar og handleggina
fyrir óhorfendur.
marsson. Þrátt fyrir aö Sigurður væri
í mjög góðu formi naut hann sín alls
ekki við hliöina á Jóni Páli, sem var
ógnvekjandi stór og skorinn. Jón Páll
var alveg sérstaklega hress og f jörug-
ur á sviðinu en hann naut þess greini-
lega þegar áhorfendur trylltust af
fögnuöi þegar hann hnyklaði vöðvana
í takt við tónlistina og lófatak áhorf-
endanna. Jón Páll sigraði auðveldlega
í sinum flokki og hann sigraði einnig í
opna flokknum. Ekki voru veitt verð-
laun fyrir annaö sætið í opna flokknum
en líklegast hefði Sigurður Gestsson
hreppt Islandsmeistaratitilinn ef Jón
Páll hefði ekki komið og stolið senunni.
I lok keppninnar sýndi Egyp.tinn
Mohamed Makkawy frjálsar pósur en
Makkawy er einn fremsti vaxtarrækt-
armaður heimsins í dag og hefur hann
hlotið marga titla í íþróttagrein sinni.
Til dæmis lenti hann í öðru sæti í Mr.
Olympiakeppninni síðustu en Mr.
Olympiakeppnin er stærsta keppni
vaxtarræktarmanna. Mohamed
Makkawy sýndi þó ekki það sem marg-
ir höfðu vonast eftir því hann var ekki í
keppnisformi. Var hann 10 kg yfir
keppnisþyngd sinni svo að vöðvar hans
voru ekki mjög skornir. Makkawy
kom til landsins á vegum Vaxtarrækt-
arinnar í Dugguvogi en Guðni Gunn-
arsson í Vaxtarræktinni fjármagnaði
keppnina og sá að miklu leyti um fram-
kvæmdhennar.
Jóhann A. Kristjánsson
Sigurður Gestsson stóð sig mjög
vel á mótinu, varð íslandsmeistari i
sinum fíokki og stóð næstur Jóni
Páli að öllu atgervi.
Magnús Óskarsson sigraði i 90 kg fíokknum eftir harða
viðureign við Kára Ellertsson en Magnús var með mun
stærri vöðva en Kári.