Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Qupperneq 11
DV. FIMMTUfoÁGÚRSr. APRlL 1984. ' 11 Kjallarinn Rækja er töfraoröiö í íslenskum sjávarútvegi þessa dagana. Þegar kvóti á flestum fiskitegundum er staðreynd er rækjuveiði á djúpslóö sá veiðiskapur sem öllum er vísað á þegar kvótinn er búinn. Þegar út- vegsmenn og skipstjórar eru spurðir um ástand og horfur er vana- viðkvæðið að kvótinn klárist innan tíðar eða að hann sé jafnvel búinn nú þegar. Og þá er oftast spurt hvaö taki við. Svarið er undantekningar- lítið eitthvað á þessa leið: „Það er hugmyndin á fara á rækju.” A þetta jafnt viö um togara og báta af ýmsum stærðum. Það vekur mikinn ugg að öllum þessum skipum er frjálst að veiða þar sem þeim sýnist, burtséð frá stærð og hvort miðin þola það eða ekki. Frá sjónarhóli útgerðar meö fyllt- an kvóta, verkefnalaus skip og jafnvel yfirvofandi gjaldþrot, er það ekkert skrítið þó þetta hálmstrá sé gripið. En frá sjónarhóli þeirra sem eiga að stjóma veiðunum, þá sér í lagi sjávarútvegsráðherra, ætti þetta að horfa ööruvísi viö. Væri ekki skyn- samlegra að stjórna veiðunum á djúpslóð eins og gert hefur verið inni á f jörðunum frá upphafi, með góðum árangri. Tryggð nýting Þær aðferðir sem tryggja nýtingu rækjustofnsins til frambúðar eru í stuttu máli þessar: 1. Takmarka stærð skipa á grynnri veiöislóðum þannig að minni bátar gætu nýtt óhindrað þau mið sem hentuðu þeim best. Togurum og stærri bátum væri vísað á dýpri miö. 2. Rannsókn á rækjumiðum verði stóraukin allt í kringum landið, þannig að haldgóð þekking á þessum veiöiskap verði veruleg strax í upphafi en ekki beðið þar til ofveiöi er staðreynd eins og sjávarútvegs- ráðherra viröist ætla að gera. 3. Veiðum sé stjórnað meö aflatak- mörkunum sem síðan verði „Þegar kvóti á flestum fiskitegundum er staðreynd, er rækjuveiði á djúpslóð rýmkaðar þegar vitað er að sáveiðiskapursemöllumervísaðáþegarkvótinnerbúinn.” HÓLMFRÍÐUR BJARNADÓTTIR FULLTRÚIÍ ATVINNUMÁLA- NEFND HVAMMSTANGA • „Með auknum rannsóknum ættu að finn- ast rækjumið allt í kringum landið ef marka má yfirlýsingar fiskifræðinga.” rækjustofninn þolir slíkt og/eða ný miöfinnast. 4. Að gæðaeftirlit verði hert við meiíerð aflans þegar á laiid er kom- ið. Flutningar afla um landveg séu bannaöir. Skylt sé að vinna afla á löndunarstað, þó sé heimilt að veita undanþágu frá þessari reglu verði bátur að leita hafnar (veður—vélar- bilun) þar sem vinnsla er ekki til staðar. Rök Rækja er mjög viðkvæmt hráefni. Flutningar um langan veg í mis- góðum, oftast ókældum flutninga- bílum, rýra mjög gæði rækjunnar og geta beinlínis valdið eitrun. Markaðir fyrir rækju eru afar viðkvæmir og má benda á atburði fyrr í vetur í Hollandi. Einnig hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að veiðar og vinnsla fari fram sem næst hvort ööru, nógur er kostnaðurinn samt. Með auknum rannsóknum ættu að finnast rækjumið allt í kring- um landið ef marka má yfirlýsingar fiskifræðinga. Þegar þau mið eru fundin er grundvöllur fyrir vinnsluleyfum allt í kringum landið. Sú aðferö sem núna er viðhöfö heitir: „Að byrja á öfugum enda” en sú aðferð er einum of vinsæl meöal íslenskra ráða- manna. Rækja er verðmæt sjávarafurö og er gott til þess að vita að viö Islendingar getum aukið nýtingu hennar. En gerum það af skynsemi — ofveiðum ekki — fjárfestum ekki óraunhæft — höldum gæðunum ætíð i hámarki. Ef þessi þrjú sjónarmið ráða ferðinni þá mun okkur vel farnast í veiðum og vinnslu. Eg skora því mjög eindregið á sjávarútvegsráöherra Halldór Ás- grímsson aö endurskoóa afstööu sína varðandi rækjuna, hann virðist gætinn maður þó hann sýni það ekki í þessumáli. ísland — velferðar- ríki fyrirtækjanna? Hugmyndin um velferðarríki var upphaflega sú, aö ríkisvaldið tæki aö sér að bæta og tryggja kjör almenns launafólks. Fremstu velferðarríkin hafa þannig meðal annars beitt sér fyrir kjarabótum í formi láglauna- bóta, fjölskyldubóta, ellilífeyris, örorkubóta, húsaleigubóta, auk sjúkra- og slysatrygginga. Umræðan um velferðarríkið er því umræða um lífskjör. Að undanförnu hefur velferðar- ríkið verið harkalega gagnrýnt, einkum af forréttindafólki sem ekki hefur haft þörf fyrir opinbera lífs- kjaraþjónustu. Einnig hafa tísku- hugmyndir ný-frjálshyggjumanna beinst gegn velferðarríkinu, m.a. á þeirri forsendu að velferðarþjónusta auki leti hjá láglaunafólki og geri það ósjálfbjarga, auk þess sem þeir halda því fram að skattheimta vel- ferðarríkisins sligi ríka fólkið og fyrirtækin. Slík gagnrýni á ekki við á Islandi. Islendingar vinna lengri vinnuviku en flestar þjóðir og geta því naumast talist ofdekraðir og latir. Þá verjum við tiltölulega litlum hluta þjóðar- tekna okkar í velferðarþjónustu, í samanburði við nágranna okkar, þannig aö skattheimta er hér fremur lítil. Skattheimta vegna velferðar- þjónustu við launafólk leggst auk þess ekki alfariö á ríka fólkið og fyrirtækin, heldur greiða þiggjendur þjónustunnar og bótanna stóran hluta þeirra sjálfir með sköttum sínum. Við erum láglaunaþjóð í klúbbi ríku þjóðanna I reynd er velferðarþjónusta við launafólk mjög vanþróuð á Islandi. Við verjum mun minni hluta af þjóðarköku okkar í líf skjarabætur en frændur okkar í Skandinavíu. Svíar verja t.d. helmingi stærri hluta í fjölskyldu-, elli- og örorkubætur, og heilsugæslu en við. Þegar litið er á fleiri þætti lífskjara — eins og laun, vinnutíma og húsnæðismál — kemur i ljós að lífskjör almennings á Islandi eru mun lakari en þjóðartekjur okkar gefa tilefni til. Við erum í hópi 10 ríkustu þjóða hins vestræna heims. Þjóðfélög sem eru með sambærilegar þjóðartekjur á mann á Norðurlöndum og í Vestur- Evrópu bjóða í sumum tilvikum meira en helmingi meiri kaupmátt fyrir sambærilega vinnu. Hér er átt við kaupmátt launa fyrir vinnustund. Launum er markvisst haldið niðri á Islandi. Við erum lág- launaþjóð í klúbbi ríku þjóðanna. Til að bæta fyrir sín löku kjör vinna Islendingar 20—40% lengri vinnuviku en nágrannaþjóðimar. Utivinna eiginkvenna er orðin meiri en víðast hvar í heiminum. Allt segir þetta sina sögu. Loks hefur til langs tíma verið lánaö svo lítið til f jölskyldna sem eru að koma sér upp húsnæði, að óvíða í jafnríku þjóöfélagi þarf fólk að leggja jafnhart að sér til að fullnægja þessari frumþörf. Aður en lán urðu verðtryggð var nokkum stuðning að fá af verðbólgunni, en sá stuðningur nýttist ríka fólkinu best, þ.e. þeim sem mesta veltu höfðu í bönkunum og fengu stærstu lánin á neikvæðum vöxtum. Þegar dæmið um lífskjörin á Islandi er gert upp kemur I ljós að velferð launafólks hér er mjög ábóta- vant. Hlutur launafólks er mjög fyrir borð borinn í stjóm þjóðfélagsins. Þetta hefur ekki komið nægilega vel fram í umræðunni um velferðarríkið hérálandi. Velferð fyrirtækjanna Það hefur heldur ekki komið nægilega vel fram að ríkisvaldið gerir gífurlega margt fyrir fyrir- tækin. I reynd er hér vel blómstrandi velferðarkerfi fyrir- tækjanna um leið og lífskjörum al- mennings er haldið niðri. Ef segja má að Tryggingastofnun ríkisins sé helsta velferðarstofnun launafólks þá má finna samsvarandi stofnanir fyrir fyrirtækin i Framkvæmda- stofnun ríkisins, opinberum sjóðum og bönkunum. Þetta eru helstu „Tryggingastofnanir fyrirtækj- anna”. Ríkisvaldið hefur einnig verið veigamikill aöili að velferðar- kerfi fyrirtækjanna með því að þjóna hagsmunum þeirra í ríkum mæli, oft á kostnað launafólks. Þetta er vegna þess að þrýstihópar fyrirtækjanna (VSI, Verslunarráð, UU, Fll, o. fl.) hafa haft yfirgnæfandi áhrif á ríkis- stjómirhérálandi. En hvað gerir velferðarkerfi fyrirtækjanna? Það bætir hagnaö fyrirtækjanna og tryggir þau, oft óháð því hversu vel eða illa þau eru rekin eða hve þýðingarmikil þau em. Þetta felur m.a. í sér eftirfarandi: 1. Hið opinbera heldur launa- kostnaði fyrirtækjanna niðri með óeðlilega miklum kjara- skerðingum (t.d. 20% kjara- skerðingu þegar þjóðartekjur minnka aðeins um 5%), eða með því að borga einfaldlega hluta af kjarasamningum fyrir fyrir- tækin. Dæmi um hið síöamefnda em láglaunabætur í nýgerðum kjarasamningum sem em t.d. fjármagnaðar með því að lækka niðurgreiðslur á matvæli og hækka bamameölag. Þannig hafa ríkisvaldið og fyrirtækin flutt hluta af greiðslu fyrir „umsamda kauphækkun” yfir á launþegann sjálfan. Slíkir stjómarhættir ættu að fá verðlaun á alþjóðavett- vangi. 2. Hið opinbera tekur að sér að tryggj3 afkomu fyrirtækja í mörgum atvinnugreinum og dregur þannig úr eðlilegri áhættu af samkeppni og markaðsvirkni. Til dæmis hjálpar rikisvaldiö fyrirtækjum út í óarðbæra offjár- festingu sem gengur oft í berhögg við hagsmuni þjóðarinnar („glórulausu dæmin”). Sú offjár- festing gerir afkomu fyrir- tækjanna eðlilega erfiða umtima. Þá koma þau aftur til ríkis- valdsins og heimta „viöunandi rekstrarskilyrði”. Sú aðstoö er þá veitt af velferðarríki fyrir- tækjanna í formi gengisfellinga, skattaívilnana, niðurgreiðslna, :styrkja og pennastrika. Loks er svo reikningurinn fyrir kostnaðinum (erlendu lánin) sendur til launafólks í formi óeölilega stórra kjaraskeröinga. Sósíalismi fyrir ríka fólkið Þetta er eins konar sósíalismi fyrir rika fólkiö og fyrirtækin sem hjálpar þeim við eignasöfnun á kostnað annarra. Á sama tíma er launafólki boðið upp á óeðlilega harðneskjuleg- an kapítalisma. Velferðarkerfi fyrirtækjanna tekur allt aöhald og alla ábyrgö af fyrirtækjunum. Það tryggir þau fyrir boðaföllum samkeppninnar. Þeim er ekki lengur refsaö fyrir rangar ákvarðanir og slóðaskap. Þeim mun meiri skyssur sem þau gera, þeim mun meiri aöstoö og meðlagsgreiðslur fá þau. Aöhald og hvati sem nauösynleg eru til fram- fara eru þannig brotin niður. Ofþanið velferðarkerfi fyrir- tækjanna, og of mikil umhyggja fyrir fyrirtækjum, er því hættulegt fyrir þjóðfélagið. Það leiðir til off jár- festingar, skuldabyröar, aðhalds- leysis, lakra kjara og hnignunar hag- vaxtar til lengri tíma. Velferð launafólks styrkir þjóðfélagið Hófleg velferð fyrir launafólk er hins vegar af hinu góða. Hún eykur ekki aðeins réttlæti og bætir kjör. Hún stuðlar einnig að vinnufriði og veitir fyrirtækjum nauðsynlegt aðhald. Hið síðamefnda mun vera ný hugmynd á Islandi, enda hefur okkur nánast veriö drekkt í hugsunarhætti láglaunastefnunnar. En önnur stefna er víöa við lýði erlendis. I Singapore, þar sem kapítalismi þykir rekinn með fyrirmyndar sniði, voru laun t.d. hækkuð um 20% á ári í 3 ár sam- fleytt (1978—80). Markmiðið með því var að veita fyrirtækjum aðhald til að bæta stjómun, nýta tækni betur, auka samkeppni og hraða ný- STEFÁN ÓLAFSSON LEKTOR, HÍ sköpun og endurnýjun. Fyrirtæki sem ekki gætu borgað lágmarks laun þyrftu því að endurhæfast eöa fara á hausinn ella. Sama stefnan hefur lengi verið rekin í Svíþjóð og víðar á undanförnum áratugum. Arangur- inn skilar sér í meiri hagvexti og ör- ari framförum. Neytendur með góða kaupgetu auka um leið tækifæri framleiðenda til að selja. Ohófleg láglaunastefna felur hins vegar í sér hættu á samdrætti og hnignun. Frjálshyggjúmenn hafa réttilega bent á að erfitt sé að metta vel- ferðaróskir. Þetta á sérstaklega við um fyrirtækin. Barlómi og kröfum linnir ekki þó ríkisvaldið uppfylli allar óskir þeirra. Græðgin eykst ef eitthvað er. Fjármálaráöherra, Albert Guðmundsson, sem er mikill fyrir- tækjamaður sjálfur, hefur undan- farið lýst hneykslan sinni á græðgi íslenskra fyrirtækja. Eftir allt það sem núverandi ríkisstjórn hefur gert fyrir atvinnurekendur neita þeir enn að borga smánarlegar kauphækkan- ir og taka hluta af vanda þjóöarbús- ins á sig. Þeir heimta bara enn meira. Og þannig mun það halda áfram ef ekki verður spyrnt við. Hópur fólks sem vill hleypa nýju blóði i umræðu um landsmálin hefur blásið til ráöstefnu í Gerðubergi á laugar- dag. Þar verður spurt „Fyrir hvern er íslenska velferðarrikið”? Áhuga- menn ættu að koma og taka þátt í þeirri umræðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.