Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 14
14
dv. MibViK'uVÁtiúkWkpmim:
Spurningin
Hvað kaupirðu
páskaeggíár?
morg
Guðmundur Hallgrimsson rafvirkja-
meistari: Eg kaupi tvö stykki, handa
mér og konunni minni. Viö eigum einn
lítinn krakka sem ekki er byrjaöur aö
borða súkkuiaði.
Maria Einarsdóttir húsmöðir: Tvö,
hvort handa sínu barninu. Eg held að
það sé nokkuð gott verð á eggjunum í
ár, þau eru ekki eins dýr og þau hafa
verið.
Júlíus Þorbergs bifreiðarstjóri: Sex
stykki handa krökkunum og svo nartar
maöur í sjálfur. Þau kostuöu 199 kr.
stykkið. Mér sýnist þaö nokkuð sann-
gjarnt verö.
Olafur Sveinsson: Eg kaupi átta,
handa barnabörnum, en efast um að ég
fái mér sjálfur.
Hrönn Rikharðsdóttir kennari: Eg
kaupi tvö, eitt handa barninu og eitt
fjölskylduegg. Þau eru sjálfsagt
nokkuð dýr í ár eins og allt annaö.
¦ ¦; ¦ : ¦..¦.,¦ • : . ¦ .
Sigrun Guðmundsdóttir húsmóðir:
Tvö, hvort handa sínu barninu. Nei, ég
ætla ekki aö borða sjálf þó þetta sé
ágætt á bragðið. Þau eru á ágætu verði
í ár þó þau séu ekki mjög ódýr.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Steypu-
skemmdir
— sök óábyrgra múrarameistara
Bílstjórihringdi:
Mig langar að leggja orð í belg
vegna máls þess sem Gísli Jónsson
fjallaði um í kjallaragrein í DV þann 4.
apríl sl. I greininni fjallar Gísli um
vatnsbiöndun steypu.
Gísli gleymir að minnast á hlut múr-
arameistara í þessu máli. Það er stað-
reynd, ogþaövitamargiraðalgengt«r
að múrarameistarar blanda óleyfilega
miklu vatni í steypuna áður en hún er
notuð.
Það vita allir að meö þessu móti er
verið að eyðileggja steypuna. Ekki að-
eins að sementið skolist til heldur riðl-
ast loftblendið og samsetning steyp-
unnar. Af þessu leiðir að gæði steyp-
unnar verða minni og uppfylla ekki
þær kröfur sem til hennar eru gerðar.
Það sem gerist þegar vatni er
blandað í steypu er að veggirnir molna
þar sem þeir hafa ekki það svigrúm
sem nauðsynlegt er við hinar tiðu hita-
breytingar sem á Islandi eru.
Að hengja bakara fyrir smið
Eftir margra ára starf mitt við akst-
ur steypubifreiða hef ég þá reynslu að
stór hluti þeirra manna sem sér um
uppsteypu mannvirkja eru ábyrgöar-
lausir menn og óskiljanlegt er hvernig
þeir hafa komist í gegnum próf í iðn-
skólum. Það er þó ekki þar með sagt að
innan um séu ekki menn sem færir eru
um aö gegna sínu starfi.
En það er algengast þegar maður
kemur með fullfermi af steypu á stað-
inn að maður sé beðinn um að blanda
vatni í hana, þá er fljótlegra að leggja
hana i mótin.
Og ef maöur ætlar aö skrifa þaö á
nótuna aö vatni hafi veriö bætt i þá
verða múrarameistararnir alveg vit-
lausir.
Og svo þegar skemmdir af þessa
völdum koma í ljós þá er bakarinn
hengdur fyrir smiðinn, meistarinn sem
eyðilagöi steypuna er laus allra mála
en f ramleiðandinn fær á baukinn.
Hér er á feröinni verkefni fyrir
Rannsóknastofnun byggingariðnaðar-
ins. Menn frá þeirri stofnun ættu að
fara um byggingasvæðin og fylgjast
með hvort meistarar eru starfi sínu
vaxmr.
Steypuvinna.
Illdeilur í
Nauteyrar-
hreppi við
Isafjarðar-
djúp
Guðlaug Gunnarsdóttir, Súðavík skrif-
ar:
Mjög hefur borið á illdeilum í Isa-
fjarðardjúpi, nánar til tekið í Nauteyr-
arhreppi, þar sem ákærur hafa gengið
á vixl milli hreppshluta.
Nú fyrir stuttu kom upp kæra á
hendur fyrrverandi oddvita hreppsins
frá þeim núverandi þar sem hann er
sagöur hafa tekið 50.000 kr. úr sveitar-
sjóöi á árunum 79—'82. Þá hefði fv.
oddviti ekki skilað, að sagt er, til ríkis-
endurskoðunar greinargerð fyrir út-
hlutun olíustyrks í sveitarfélaginu, allt
frá þeim árum, og hefði þetta haft þær
afleiöingar að nú væri hætt að greiða
olíustyrk til Nauteyrarhrepps.
Núverandi oddviti hefur unniö sér
inn illt álit hjá flestum hreppsbúum
vegna þessa máls og margra annarra
sem hann hef ur staðið á bak við.
Eins og köm fram í Vestfirska
fréttablaðinu virðist hann draga mál
sittíefa. Þ.e.a.s.hannsagðiaöhonum
„virtist" vanta um 50.000 kr. í sveitar-
sjóð.
Vill sendandi þessarar greinar
halda því fram að hér sé um ástæöu-
laust þvaður og uppspuna að ræða og
sé núverandi oddviti með þessu að
reyna að flæma í burtu nágranna sina
og hreppsbúa.
i
Frá fundi Samtaka herstöðvaandstæðinga i Háskólabiói þann 31. mars sl.
FRIÐUR OG PÓUTÍK
eigaekkisamleið
Áhugamaður skrif ar:
Laugardaginn 31. mars var haldin
samkoma í Háskólabíói sem Samtök
herstöðvaandstæðinga og friðarsinnar
stóðu í sameiningu f yrir.
Að blanda saman pólitík og friðar-
málum á eins áberandi hátt og þarna
var gert var friðnum á engan hátt til
framdráttar, nema siður sé, enda
ákaflega pólitískt og ófriölega aö þess-
ari samkomu staðið.
Þarna var Alþýðubandalagið alls-
ráðandi. A sama tíma og áróðursbækl-
ingum um ágæti Rússa er dreift í gagn-
fræðaskólanum á Hvolsvelli eru Rúss-
ar með sínar umsvifamestu heræfing-
ar sem um getur. Skyldu þeir hafa
byrjað svona í Afganistan?
Og svo er það bjórinn sem var í húsi
á Seltjarnarnesi og var í eigu sovéska
sendiráösins. Mér skilst að Treholt
hafi þegið bjór f rá þeim.
'i'il að f riðarsinnar geti kallast slikir
verða þeir að vera hlutlausir í pólitík.
Rödd friðar á að vera hrein og tær, fall-
eg og sönn. Það er hin eina sanna frið-
arrödd.
Eg skil vel að það sé mjög f reistandi
fyrir flokk eins og Alþýðubandalagiö
að trana sér einhvers staðar fremst í
friðarhóp, ekki síst ef friðarfræðsla er
tekin inn i skólakerf ið.
En ef pólitík er laumað inn í friðar-
mál þá erum við að útiloka þann mögu-
leika að taka friðarumræöu upp í skól-
um. Vona ég að menntamálaráðherra
standi fast á sinni skoðun í þessu efni.
Hvað má lögreglan aka hratt?
Ferðamaður hringdi:
Mig langar að varpa fram þeirri
spurningu hvort engin takmörk séu
fyrir því hvað lögreglan má aka hratt á
Keflavíkurveginum.
Eg var á ferð um veginn að morgni
hins 11. apríl sl. og ók á 90 kilómetra
hraða. Allt í einu þaut lögreglubíU
framhjá, hvorki með blikkandi ljós né
sirenu á. Mig langaði til að mæla hrað-
ann hjá honum svo ég gaf í upp í 120
kílómetra hraða. En.það dró sundur
með okkur svo að einhver hef ur keyrsl-
anáhonumverið.
Mig langar til að fá svar hjá við-
komandi yfirvöldum við því hvort
svona akstursmáti sé leyfilegur?
Samkvæmt upplýsingum sem DV
aflaði sér hjá lögreglunni þá getur það
passað að bill frá þeim hafi verið á ferð
á þessum tíma en hins vegar var hann
með ljós á enda í opinberum erinda-
gjörðum.
Hins vegar leyfist lögreglunni ekki
að aka hraðar en aðrir bílstjórar án
leyfis.
Lðgreglan er dugleg að sekta ökumenn
fyrir of hraðan akstur. En hve hratt
má hún aka sjálf ?