Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringtfu þá i sima 68-
78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða ér notað i DV, greiðast
1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fróttaskotið i h verri viku.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar-
hringinn.
68-78-58
SIMINNSEM
ALDREISEFUR
Yarmi
Bílasprautun hf.
Auöbrekku14 Kópavogi
Simi 44250 '
MmWmM^mmmm
MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1984.
Aldreiheyrt
umslökkvi-
kerfið
— segir einn eigendanna
íGlæsibæ
„Þaö hefur aðeins komiö til tals aö
gera eitthvað í húsinu varðandi bruna-
varnir, en ég hef ekki heyrt um þetta
slökkvikerfi fyrr," sagði Olafur
Ingimundarson, eigandi verslunar-
innar Skóhornsins í Glæsibæ, i samtali
viðDVímorgun.
Eins og fram kom hér í blaöinu í gær
eru brunavarnir Glæsibæjar í molum.
Brunamálastofnun sendi fyrir ári eig-
endum verslananna bréf þess efnis aö
ráða þyrfti bót á þeim málum eins
fljótt og auðiö væri. Því mun ekki hafa
veriö sinnt. Meðal annars kom f ram að
þegar leyfi fékkst fyrir byggingu húss-
ins var það gert að skilyrði að slökkvi-
kerfi yrði sett upp. Það var ekki gert.
Olafur hefur rekið verslun sína í
Glæsibæ frá árinu 1971. Hann sagði að
ekkert formlegt húsfélag væri til, hins
vegar væri stundum kallaöur saman
fundur meö eigendum verslananna í
húsinu. Þeir fundir væru þó afar
sjaldan og þá einkum fyrir stórhátíðir
þegar verslanirnar þyrftu aö auglýsa
saman.
Hjá RLR fengust þær upplýsingar í
morgun að brennuvargurinn væri enn
ófundinn.
-KÞ.
íslendingarberja
konurnarsínar
Slagsmál og líkamsárásir voru orsök
45% allra kjálkabrota hér á landi á átt-
unda áratugnum. Þetta kemur fram í
niðurstöðum rannsóknar Sigurjóns H.
Olafssonar tannlæknis sem birtist í
nýjasta Læknablaöinu. Kjálkabrot hjá
konum af völdum líkamsárása eru
miklu algengari hér á landi en annars
staðar hefur verið greint frá. Hvorki
meira né minna en 46% kvenna sem
kjálkabrotnuöu voru fórnarlömb bar-
smíða.
Að sögn Sigurjóns eru hlutföll þessi
miklum mun hærri en þekkist á megin-
landi Evrópu en þó má geta þess aö
Grænlendingar skjóta okkur ref fyrir
rass á slagsmálasviðinu. Þar í landi
má rekja um 90% kjálkabrota til
áf loga alls konar.
-EIR.
LUKKUDACAR
18. apríl
58450
FLUGVÉLAMÓDEL FRÁ
I.H.HF. AÐVERÐMÆTI
KR.650.
Vinningshafar hringi í sima 20068
LOKI
Hver er þessi Fjárlaga-
Halli?
Harðnandi sam-
keppni heildsala
Mikil umbylting er aö verða á allri
heildverslun í Iandinu þessa dagana
og vírðist hún fyrst og fremst vera
fólgin í því að menn sjá sér hag í að
geta boðið sem ódýrasta vöru. Heild-
verslanir með góð vörumerki eru nú
farnar að stunda haröa sölustarf-
semi i stað þess aö biða eftir að kaup-
menn komi til þeirra eftir vörum.
Vörumerkjum í ámóta gæðaflokk-
um fer fjblgandi og viöskipti kaup-
manna sjálfra viö risainnkaupakeðj-
ur erlendis, fara vaxandi. Loks teija
kunnugir að hjaðnandi veröbólga
haf i skerpt veröskyn almennings á
ný þannig að fólk sé farið að eyða
talsvcrðum tíma í verðsamanburö
sem nánst var útilokaður fyrir ári.
Aþreifanlegt dæmi í þessum átök-
um er verðstríð á sviöi klósett-
pappirsviðskipta. Fyrirtækið
Nesport hóf innflutning á portúgölsk-
um klósettpappír fyrir jól og var
hann mun ódýrari en sé sem fyrir
var á markaðnum. Seldi fyrirtækið
rn.a. 250 þús. rúllur á þrem mánuö-
um og f ékk ö'li v iðs kipt i viö opinberar
stofnanir á þessu sviðí fyrstu sex
mánuðiþessaárs.
! kjölfar þessa hafa flcstar aðrar
tegundir, sem fyrir voru, hríðlækkað
í verði svonemur jafhvel 20 til 30 pró-
sentum. Einstaka tegundir eru
komnar niöur undir eða niður í sama
verð og portúgalski pappírinn.
Viömælendur ÐV um þetta mál
voru ekki á því að eldri heildsalarnir
hefðu okraö á vörunni fram til þessa
hcldur töldu líklegra að þeir hefðu
fengið lækkun frá framleiðendum
vegna harðnandi samkeppni, eða
leitað hagkvæmari innkaupaleiða.
-GS.
„Þautíðkast nú in breiðu spjótin," sagði kappinn til hœgri er hannhné til foldar.
Sídan reis hann upp ósár, éins og einherji í Valhðll og gekk á friðarviku sem er
auglýst á spjöldum i baksviði átakanna.
Um páskana verður mikil dagskrá á friðarviku í Norrœna húsinu. Skírdagur verður
til dœmis helgaður börnum á ðllum aldriog á föstudaginn verður dagskrá unnin af
lœknum og eðlisfrœðingum sem fjallar um ógnir og áhrif kjarnorkustgrjaldar.
Friðarviku lýkur á annan ípáskum. DV-mgnd Einar Ólason.
Sauðárkróksvatnið hef ur f engið nafn:
Agdestein
vannHort
— Milesíefstasæti
Norski skákmaðurinn Simen Agde-
stein, aöeins 16 ára gamall, var maður
Oslóarmótsins í gær þegar hann lagði
stórmeistarann Hort að velli. Agde-
stein hafði svart og tefldi franska vörn
og Hort tefldi framan af eins og
Karpov gegn Norðmanninum fyrr í
mótinu. En síðan reyndi stórmeistar-
inn nýjung í flókinni stöðu og Agde-
stein náði yfirhöndinni og hafði betri
stöðu þegar skákin fór í bið. Hort gaf
síðan án þess að tefla áf ram.
Jón L. Amason tefldi við Hubner og
lauk þeirri skák með jafntefli. I viðtali
við DV sagöist Jón hafa sleppt Þjóð-
verjanum þvi Jón hefði vænlegri stööu
eftir byrjunina, en tefldi síðan óná-
kvæmt og Hubner varðist vel. Þeir
sömdu síðan um jafntefli eftir 29 leiki.
Onnur úrslit urðu þau að Miles vann
Makarishev, og deFirmian vann Wed-
berg, en Adorjan og Karpov gerðu
fljótlegt jafntef li.
Miles er nú eftur á mótinu meö 4
vinninga, en Karpov næstur með 3,5.
DeFirmian er í þriöja sæti með 3
vinninga, en Jón L., Agdestein,
Adorjan og Makarishev hafa 2,5
vinninga.
___________________________óbg
Alvarlegt vinnuslys um
borð íVestmannaey VE:
Grofstíís
og varð undir
fiskkössum
Sjómaður á togaranum Vestmanna-
ey slasaðist alvarlega er skipiö var að
veiðum út af Surtsey á mánudags-
kvöldið. Mun hann m.a. hafa
mjaömargrindarbrotnaö.
Hann var að losa is þegar ishengja
féll á hann þannig að hann grófst að
hluta í ísinn, en þá runnu á hann tveir
fiskkassar, f ullir af ís.
Togarinn hélt þegar til hafnar þar
sem sjúkrabíll og læknir biöu hins slas-
aöa á bryggjunni um kl. 2 um nóttina.
Var maðurinn strax fluttur á sjúkra-
húsið til læknisaögeröar um nóttina.
Sjópróf voru haldin í málinu í gærdag.
-GS.
DVNÆSTÁ
ÞRIÐJUDAG
DV kemur næst út á þriðjudag eftir
páska,24.aprii.
Smáauglýsingadeildin verður opin
mánudaginn 23. apríl, þ.e. annan í
páskumkl. 18—22.
Heilsa-Water í Ameríku
— undirfoúningur vestanhaf s gengur f ramar vonum
„Við kómum til Islands i endaðah
júní, höldum þá blaðamannaf und og
kynnum stöðu niála. Reyndar geng-
ur allt sarnkvœmt áætlun hér í
Kanada og eg fæ ekki betur séð en
vatnsútflutningurinn verði meirí en
ráð var fyrir gert í upphafi," sagði
Vestur-lslendingurinn Thor Nicolai-
son í Toronto sem hefur haft milli-
göngu um sölu Sauðárkróksvatnsins
vestur um haf: 18 milljónir lítra á ári
næstu 10 érin og gott betur.
Að sögn Thors hefur einkafyrir-
tæki hans, Cam-Nick Intemational,
sem stofnað var fyrir tæpu árí aldrei
ráðgert aö standa sjálft fyrir vatns-
innflutningnum. „Eg hef lengi haft
uppáskrifaða sanminga undir
höndum við þrjú af ar f jársterk dreif-
ingarfy rirtæki í Bandarík junum scm
sýnt hafa málinu rnikinn áhuga allt
frá byrjun og þau bíða bara eftir
fyrstu sendingu sem væntanleg er
lúngað um mánaðamótin jan.-febr.
á næsta ári. Þessi dreifingarfyrir-
tæki eru afar sterk og fást við það
eitt að dreifa vörum í stóru, banda-
rísku keðjuverslanirnar," sagði
Thor.
Bandarísk auglýsingastofa vinnur
nú að þvi aö hanna merkimiða á
vatnsflöskurnar af Króknum sem
ætlaðar eru á Bandarikjamarkað og
verður það væntanlega selt undir
nafninu „HEILSA-WATER".
„Þetta er gott íslenskt orð og þýöir
bæði kveöja og heilbrigði," sagði
Thor Nicolaison sem buið hefur í
Kanadaí 15 ár.
-Em.