Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 12
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaðurogútgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjúriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍASSNÆLAND JÓNSSON. ! Fréttastiórar: JONAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsíngastiórar: PÁLLStEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Rifsfjdrn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI866H. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstiórnar: 86611. ., , Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. -; Áskriftarveröá mánuði2S0kr. Verð/lausasölu 22 kr. Helgarblað2Skr. *¦ Fríðarpáskar Um þessar mundir er haldin friðarvika. Að henni standa fjölmörg samtök með kirkjunnar menn í broddi fylkingar. Ekki eru samkomur friðardagskrárinnar fjölsóttar og ekki verður sagt að nein múgsefjun hafi orðið þrátt fyrir mörg og falleg orð í f riðarins þágu þessa dagana. En viðleitnin er góð og þótt ekki sé húsfyllir á friðar- viku þarf enginn að efast um friðarvilja íslensku þjóðarinnar. Hann er mikill og einlægur. Hitt er annað að þorri þjóðarinnar telur ekki ástæðu til að flíka eða flagga friðarvilja sínum, né heldur berja bumbur til að sanna þann hug sinn. í þessum efnum hafa menn ekki áhuga á að sýnast. Höfðingi auglýsir ekki góðverk sín, lista- maðurinn básúnar ekki snilld sína, verkamaðurinn stærir sig ekki af dagsverki sínu. Það verður enginn stærri við aðtyllasérátá. Þessu gera kirkjunnar menn sér grein fyrir og skilja manna best. Trúin verður ekki meiri eða sterkari við hávaða og brambolt. Hún er borin í hljóði, auðmýkt og einlægni. Hinn eini og sanni friöarhöfðingi mannkyns, sjálfur Jesú Kristur, var fulltrúi látleysis og hógværðar. Konungsdæmi hans var ekki reist á auðæfum, skrumi eða sýndarmennsku. Krossfestingin var ekki bööuð flóðljósum, né heldur var sú trúarkenning, kristnin, leidd fram til sigurs í krafti fundahalda eða fyrirgangs. Kristin trú á sér rætur meðal íslendinga, djúpar rætur, en hún á það sameiginlegt með friðnum að hvorugu verður lyft í hæðir með skipulögðum dagskrám á tyllidögum. Þetta er ekki sagt trúar- og friðarviðleitni til lasts. Miklu fremur til afsökunar eða skýringar á þeirri staöreynd að friðarvikan og trúbeiðslan eru ekki á hvers manns vörum. Páskarnir eru hátíðlega haldnir til að minna okkur á krossfestinguna þegar litlir karlar héldu að þeir gætu kveðið trú, von og kærleik í kútinn með holdlegri aftöku Krists. En páskarnir eru einnig hátíð upprisunnar, sigurs þess boöskapar, sem um aldir, hefur haldið velli þrátt fyrir alla litla karla mannkynssögunnar sem fara með ó- friði um mannheim og telja lausnir á vandamálum og valdabaráttu vera fólgnar í drápsferðum og styrjöldum. Upprísan er sigur vonarinnar, sigur lífsins yfir dauðanum. Inntak kenningar Krists er friður á jörðu, sáttfýsi gagnvart óvini, kærleikur við náungann. Þessi boðskapur hefur tíðum goldið afhroð. Þyrnum stráð mannkynssaga vopnaskaks og styrjalda er ekki góður vitnisburður um kristilegan kærleik. Samt lif um við enn í voninni og trúnni á frið og f arsæld í nútíð og framtíð. Krossfestingin kenndi okkur að það er líf eftir dauðann; að það er enn friðarvon þrátt fyrir skefjalausa vopnaframleiðslu og vígbúnað. Frelsarinn og friðarhöfðinginn Jesú Kristur lysti okkur veginn. Þeir sem hafa tekið upp merki hans, hvort heldur í einlægri friðarbaráttu ellegar trúarboðskap kirkjunnar, eiga þakkir skildar. Þeir halda hinum við efnið. Jafnvel þótt kirkjur séu ekki fullsetnar og jafnvel þótt friðarvikan sé ekki fjölsótt er ástæðualust að örvænta. Hvor ttveggja á sér hljómgrunn. Bænin er hljóðlát og það er einnig sáttfýsin og kærleikurinn — bænin um friðinn. I þeirri von og trú að sú bæn rætist óskum við íslensku þjóðinni GLEÐILEGRA PÁSKA. -ebs. „Hvernig á danskur kennari t.d. aðgeta skilið eða virt réttþeirra Islendinga, sem lifað hafa afhnisu- eða hrefnuveiðum mann fram afmanni. " Náttúruvernd: Málfrelsi aöeins fyrír útvalda Það gerðist á svokölluðu Náttúru- verndarþingi um helgina að mér var meinað að taka til máls í starf shópi, sem fjallaöi m.a. um nýtingu dýra- stofna í hafiriu, þ.e. sela og hvala. Mér rann í skap, ég viðurkenni það, og yfirgaf þingið enda lítið gefinn fyrir að vera múlbundinn. Skýringar formanns Náttúru- verndarráðs voru þær, að lögum samkvæmt hefðu bara sumir mál- frelsi á þessum samkomum (það þarf tæpast að taka þaö fram að slík ákvæði um skiptingu mannréttinda standa hvergi í lögum). Fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins, sem bréflega var boðið á þingiö, var ekki meðal þeirra sem máttu opna munninn, ekki einu sinni í starfs- hópum í hliðarsölum. A.m.k. heimskulegt Hvort sem þessi lagatúlkun for- mannsins á sér nokkra stoð eða for- dæmi, þá er þaö a.m.k. ákaflega heimskulegt að neita að hlusta á full- trua þess yfirvalds, sem veriö er að gera kröfur til um fyrirgreiðslu, breytingar á afstöðu og stórfelldar fjárveitingar. Það getur varla verið leiðin til að greiða fyrir samkomu- lagi viö einn eða neinn að neita að hlusta á hann. Kannski er þarna einmitt komin skýringin á því hversu í rauninni er lítið mark tekið á Náttúruverndar- ráði nú orðið. Eg leyfi mér að efast um að það, ráðið, njóti neitt svipað því eins mikillar virðingar og áhrifa og var á meðan Sigurður heitinn Þórarinsson var upp á sitt besta, óbundinn og óbrenglaður af sértrúar- samkomum eíns og náttúruverndar-| þingi. Það er líka eftirtektarvert hvernig atvinnuvegir landsmanna eru utangarös þegar starfsemi Náttúruverndarráðs er annars veg- ar. Helst eru það bændur og samtök þeirra sem eru kvaddir til að hlusta á gamla ofbeitar-ogrányrkjusönginn. Einstakir embættismenn og „stjór- ar" tala yfirleitt ekki fyrir heila at- vinnuvegi. Valdahroki og alviska Ef sú tilhneiging fer vaxandi að tala til manna ofan úr filabeinsturni valdahroka og alvisku, þá mun árekstrum milli Náttúruverndar- ráðs og annarra Islendinga fara f jölgandi. Ef ofstækismenn og öfga- sinnar verða lálnir ráða ferðinni mun ráðið verða hundsaö í vaxandi mæli og ekkert skeytt um boö þess né bönn. Þjóðin er nefnilega að skilja það æ betur að við þurfum öfluga atvinnuvegi til þess að gera látið okkur Uða vel í landinu. Oraunhcfar BJÖRN DAGBJARTSSON FORSTJÓRI RANNSÓKNAR- STOFNUNAR FISKIÐNAÐARINS og órökstuddar kröfur til atvinnu- rekstrar í nafni náttúruverndar verða ekki látnar eyðileggja fyrir- tæki eöa kæfa í fæðingu. Menn verða að fá að starfa og afla sér lífsviður- værisálslandilika. Það skiptir meginmáli að þeir sem leggja línur í umhverfismálum á næstunni láti ekki stjórnast af tij- finningum eða erlendum tízkufyrir- bærum. Því fyrr sem menn átta sig á því að enginn stóri sannleikur er til í umhverfismálum og náttúruvernd því betra. Því lengur sem fólk lifir og elst upp á malbikinu,kynslóð eftir kynslóð, þeim mun öfgafyllri og óraunhæfari verða skoðanir þess í umgengni við náttúruna — í báðar áttir. Bóklegt próf upp á náttúruna dugar sjaldnast til þess að menn öðl- ist tilfinningu fyrir samlíf i manns og náttúru. Malbiksbúar, náttúrulærðir og ólœrðir virða oft lítils rétt þeirra sem lifa af nytjum lands og sjávar. Hvernig á danskur kennari t.d. að geta skiliö eða virt rétt þeirra Islend- inga, sem lifað hafa af hnísu- og hrefnuveiðum mann fram af manni? Er það eðlilegt að erlendir ríkisborg- arar, starfandi meðlimir Green- peace-samtakanna, séu aðalfulltrú- ar á Náttúruverndarþingi Islands og tillögur höfundar og ráðgjafar Náttúruverndarráðs varðandi nýt- ingu islenskra auðlinda? Eg hef áhyggjur af þvi að einmitt á þessu sviði séum við að tapa Sjálfstæði okk- ar. Trúboð erlendra malbiksbúa hafi brenglað hugsunarhátt íslenskra náttúruverndarmanna og Náttúru- verndarráð verði sértrúarsöfnuður án tengsla við islenskt þjóðlíf. • „Ef sú tilhneiging fer vaxandi að tala tií inanna ofan úr i'ílabeinsturni valdhroka og alvisku, þá mun árekstrum milli Náttúru- verndarráðs og annarra íslendinga fara f jölg- andi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.