Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 4
Sex tilboð bárust í að gera flugstöðina í Kef lavík fokhelda:
LÆGSTA BOD109
MILUÓNUM UNDIR
KOSTNAÐARÁÆTLUN
Corp. í Bandarikjunum, sem er hluti
af ITT samsteypunni, með boö upp á
tæpar 249 milljónir og hæsta boð
barst frá Eyfirskum verktökum,
sem stofnaðir eru m.a. upp úr
Norðurverki, upp á 288 milljónir.
Munar þvi 83 milljónum á hæsta og
lægsta tilboði. Nú verða tilboðin
skoðuð og gengið til samninga við
einhvern verktakann.
Þegar tilboða var leitað í fyrsta
áfanga var kostnaðaráætlun upp á
16,5 milljónir og var eitt tilboðið
meira en helmingi lægra en tekið var
tilboði upp á tæpar 9,4 milljónir.
-GS.
Það ríkti spenna í hópi verktaka í
húsnæði vaniarmáladeildar i gær,
síðustu mínúturnar áður en tilboðin
sex voru opnuð og lesin upp.
Almenna verkfræðistofan hafði
áætlað kostnað viö 2. áfanga stöövar-
innar upp á liðlega 314 milljónir
króna. Annar áfangi felur í sér að
steypa upp og gera flugstöðvarhúsið
fokhelt og glerja þaö. Byrjað verður
um leið og samist hefur við einhvern
verktakann og á þessu aö verða lokið
íoktóber'85.
Istak í Reykjavík reyndist eiga
lægsta tilboðið og var það upp á tæp-
ar 206 milljónir, eða 109 milljónum
lægra en kostnaðaráætlun. Þá kom
Steintak, sem nú er að byggja Seöla-
bankann, og bauö 231,5 milljónir.
Kalla má boð Hagvirkis jafnhliða því
þar sem það var upp á 232,5 milijónir
en með fráviki upp á 222 milljónir.
Hagvirki fékk fyrsta áf anga og hef ur
lokið honum.
Næst kom Ármannsfell, sem nú er
aö byggja útvarpshusið, með boð upp
á tæpar 248 milljónir, þá Howard
TilboOsgögnin voru mjög um-
fangsmikil enda liggur mikil vinna
að baki hvers þeirra. Hér kanna
þeir Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son, deildarstjóri i varnarmála-
deild, og Svavar Jónatansson, frá
Almennu verkfræðistofunni, einn
tilboðspakkann.
-OVmynd.GVA.
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
ÁApa-
plánet-
unni
Á föstudaginn langa kl. 15 verður
opnuð i Gerðubergi sýuingin Átök,
hneyksli og nekt á Apaplánetunni. Það
er samsýning 18 súrrealista frá
Norðurlöndum sem unnið hafa saman
að tímaritinu „Dunganon". Þeir sem
eiga verk á sýningunni, auk Mcdúsu-
karlaklúbbsins sem stendur fyrir
henni, eru: Alfreð Flóki, Uno Svens-
son, Rigge Gorm Holten, Georg Broe,
öivind Fenger, KjeU Erik Vindtarn,
Jörgen Nash, Lis Zwick, Ole Ahlberg
og Tony Pusey.
Á sýningunni verða um 120 verk,
grafík, olíumálverk, teikningar, grim-
ur, khppimyndir, fánar, Ijósmyndir,
skúlptúrar og fleira. Flest verkanna
eru til sölu. I tengslum við sýninguna
verða kvikmyndasýningar, ávörp,
break-dansar, óhöpp, verðlauna-
getraun, barnaskemmtun, tónleikar og
annaö. Viö opnunina leikur lúðra-
sveitin Oxmá og Medusumenn ganga
grímuklæddir um salinn og afhjúpa
sig.
Sýningin er opin virka daga frá kl.
16-22 og um helgar frá kl. 14-18.
Mágar deila um Sæbólsland
— og Kópavogskaupstaður blandast í málið
„Við hefðum ekki hafið framkvæmd-
ir þarna, nema við hefðum ákveðna
tryggingu fyrir því að málið færi í
ákveðinn farveg," sagði Kristján Guð-
mundsson, bæjarstjóri Kópavogs, i
samtali við DV. En í fyrra úthlutaði
Kópavogskaupstaður lóðum á svoköll-
uðu Sæbólslandi i Kópavogi þar sem
framkvæmdir eru þegar hafnar þrátt
fyrir að málaferli varðandi landið
standi yfir og dóms sé ekki að vænta
f yrr en í fyrsta lagi í sumar.
Forsaga þessa máls, er sú aö eigandi
landsins, ásamt tengdasyni sinum,
gerði samning viö Kópavogskaupstaö
árið 1980 um að sá síðarnefndi fengi
nefnt land gegn þvi að eigandinn og
tengdasonurinn fengju átta lóðir
annars staðar i Kópavogi. Eftir dag
eigandans rynnu svo allar eigurnar til
tengdasonarins. Skömmu siðar kom
sonur eigandans heim úr dvöl erlendis.
Þótti honum, svo og öörum ættingjum,
á sig hallað með samningi þessum og
kröfðust ógildingar á honum. Vildu
þeir breyta innbyrðis skiptingu lands-
ins meðal ættingjanna en til þess þurfti
að rifta samningnum. Ekki tókst sam-
komulag um það meðal ættingjanna og
brá því sonurinn á þaö ráð að stefna
tengdasyninum og Kópavogskaupstað.
Og nú er staðan sú að komið er að að-
alflutningi málsins.
— En er ekki óeðlilegt að hefja
framkvæmdir á svæðinu áður en niður-
staðahefurfengist?
„Jú, mér finnst það mjög óeðlilegt,"
sagði Gunnar Guðmundsson, lög-
maður sækjanda, það er að segja
sonarins. „Og það er alveg ljóst að falli
dómur mínum skjólstæðingum í vil
mun ég gera bótakröfur á Kópavogs-
kaupstað."
— Hver er staða þeirra húsbyggj-
enda sem þarna hafa hafið fram-
kvæmdir? Verða líka gerðar kröfur á
hendur þeim ef svo fer?
„Það erum fyrst og f remst viö sem
þurfum að standa skil á því," sagði
Kristján Guðmundsson bæjarstjóri.
„Hins vegar fórum við út í fram-
kvæmdir þarna í trausti þess að málið
leystist farsællega. Hér hefur ekki
verið anaö aö neinu enda hald manna
að rétt
þarna."
væri að byrja að byggja
Sæbólsland, landið sem deilt er um. Þar hófust byggingaframkvæmdir i fyrra þótt málaferli standi yfir
umlandið. DV-myndGVA
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Aðf ör að sjúklingum
Ætla mætli að heiibrigðisyfirvöld,.
með lækna, apótekara og ráðuneytið
í broddi fylkingar, séu komin í hcil-
agt stríð gegn sjúklingum. Er illt til |
þess að vita því sjúklingar hafa yfir-
leitt ekki gert annað af sér en það eitt j
að veikjast. Jafnvel þótt þau veiklndi
bitni auðvitað á spítölunum og lækn-
unum og sjúkratryggingarkerfinu,
og auki bæði vinnuálag og útgjöld hjá
þessum aðilum, ætti að vera óþarfi
fyrir sjúklinginn að biðjast afsökun-
ar á velkindum sinum. Hvað þá að
hann verði fórnardýr einhverra
hefndarráðstafana hjá læknum sem
er illa við að lækna, eða apótekurum
sem er iUa við að blanda á meðala-
glösin.
Súvirðistþóraunin.
Fyrir ekki alllöngu var skýrt frá
þvi í blöðum að grisja hefði fundist
inni i sjúklingi eftir að öðru leyti vel-
heppnaðan uppskurð.
Ekki mun grisjunnar hafa verið
saknað eða eftir henni spurt af
sjúkrahúsliðinu enda jafuan nægar
birgðir af grisjum á betri spítölum.
Það var hins vegar sjúklingurinn
sjálfur sem uppgötvaði aðskotahlut-
inn innan um meltingarfærin og forð-
aði sjálfum sér undan þessari ein-
kennilegu aðför.
Næst gerist það að heilbrigðis-
ráðuneytið leggur fram tUlögur til
stjórnmálamanna um að skattleggja
hvern þann s júkling sem álpast inn á
sjúkrahús. Sem betur fer tókst að
stöðva þá aðför og það þá mest fyrir
atbeina almennings sem sá fram á að
sjúkrahúsvist yrði fjárhagslega of-
viða þegar röðin kæmi að þelm í
veikindum enda fara sjúkdómar
yfirleitt ekki í manngreinarálit og
leggjast jafnt á efnalitið f ólk og efna-
menn.
Nýjasta og um leið alvarlegasta
aðförin að sjúklingunum er þó sú
sem DV gat um fyrir helgi að apótek
í Hafnarfirði hefði byrlað eitur í með-
alaglas sem hljóðaði upp á c-víta-
min. Sjúklingaskattar og grisjur inn-
an um innyfli eru smáræði miðað við
bérsýru i meðalaglösum sem sjúkl-
ingum er uppálagt að taka kvölds og
morgna. Það þarf að minnsta kosti
meiriháttar hraustmenni til að þola
slíkar inntökur án þess að af þvi
hljðtíst bráður bani.
Apótekið i Hafnarfirði hefur haft
það sér ti! afsökunar að um „mann-
leg mistb'k" hafi verið að ræða og að-
eins tíu glös hafi verið framleidd með
eitri í staðinn fyrir vitamín. Það voru
sjálfsagt einnig mannleg mistök þeg-
ar grisjan hvarf á s jukrahúsinu fyrir
norðan innan í manninn á skurðar-
borðinu. En þá vaknar lika sú spurn-
ing þegar maður drepur mann hvort
sökudólgarnir geti ekki skotið sér á
bak við mannleg mistök. Til dæmis
haldið því fram að þeir hafi ætlað sér
að drepa annan mann eða valdið
dauðanum óvart. Það eru allavega
jafnframbærlleg mistök eins og þau
að ruglast á vítamíni og bórsýru og
þarf þó ekki kunnáttumann til.
Fréttir berast frá læknastétthmi
um að heimilislæknar hafi hug á því
að leggja númerakerfið niður og að
ekki þurfi lengur að fá tilvísun frá
heimUislækni tU að f á skoðun hjá sér-
fræðingi.
I so'mu fréttatUkynningu er tekið
f ram að þetta brcyti engu f yrir s júkl-
inga og fer þá að vera spurning hvort
heUbrigðiskerfið sé hannað fyrir
lækna en ekki sjúklinga. Og ef lækn-
arnir og hjúkrunarUðið skipta öUu í
kerfinu, þar sem sjúklingarnir eru tU
trafala, er komin eðlUeg skýring á
þeirri aðför sem nú er gerð að hinutn
sjúku. Með því að hræða fólk frá þvi
að veikjast, ieggjast í uppskurði eða
frá því að taka meðul, losnar hcil-
brigðiskerfið við sjúklingana án
þessaðlæknaþá. Dagfari.
'ií 7rfiT I n M l
*.*.*,•.#.* j
t * ¦*.%..* * éJt
| yl«i) * rngcmofl - •ilitna