Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. Utlönd Útlönd MINNSTILOG- REGLUÞJÓNN BRETLANDS var skotinn við sendiráð Líbýu Yvonne Fletcher, sem lét lífið við sendiráð Iibýu í London í gær, var minnsti lögreglumaðurinn í öllu landinu. Allt frá því að hún var þriggja ára hafði hún látiö sig dreyma um að verða lögreglukona. Hin 25 ára gamla Fletcher, jafnan kölluð „Litla ungfrú dirfska" í breskum blöðum, var aðeins 159 sentímetrar á hæö og hafði víða reynt fyrir sér til þess að komast í lögreglu- lið sem hafnaði henni vegna þess hve lítil hún var. Móöir hennar segir að Fletcher hafi jafnvel leitað fyrir sér í HongKong. Loks fór svo að metropolitan-lög- reglan í London gerði undantekningu á reglunni um lágmarkshæð þvi að stúlkan þótti með allra efnúegustu nýliðum að öðru leyti. Yfirmenn hennar bera henni vel söguna og segja aö hún hafi verið hörkudugleg, broshýr og hjálpf ús. Unnusti hennar, Mike Liddle, 22 ára, stóð við hliö Yvonne Fletcher, þegar hún varð fyrir vélbyssuskothrinunni við líbýska sendiráðið í London. Hann er einnig lögreglumaður. Höfðu þau verið send til eftirlits á mótmæla- aðgerðum sem líbýskir námsmenn ef ndu til við sendiráðið. Heath sendir Thatcher tóninn Heath sakar Thatcher um að mlsbeita valdi sínu á þann hátt sem sé bæði hættulegt bresku þjóðinni og íhaldsflokknum. Edward Heath, f yrrverandi f orsætis- ráðherra Englands, og erkif jandmaður Margrétar Thatcher, núverandi for- sætisráðherra, hefur gagnrýnt þessa flokkssystur sína mjög harðlega að undanförnu. Það gerðist i umræðu um hvernig eigi að stjórna London og öðrumstórborgumBretlands. ' Aform rikisstjórnarinnar um að leggja niður samkundur sem gegna hlutverki eins konar héraðsþings i ýmsum borgum landsins eru að mati Heaths „hættuleg fyrir landið og Ihaldsflokkinn." Heath sagði að það væri mikilvægt að bjarga hinu góða áliti flokksins og binda enda á „mis- beitingar ríkisstjórnarinnar sem eru hinar verstu í 150 ár," eins og hann orðaði það. Það sem f er svo í taugarnar á Heath og f jölmörgum öðrum er að Thatcher hefur ákveðið að fella niður borgar- stjórnarkosningar í London á næsta ári með þeim rökstuöningi að GLC (Greater London Counsil), stjórn stór- borgarinnar, muni verða lögð niður eftir 1986. Akvörðun þessi hefur valdið mótmælum í öllum stjórnmála- flokkum. I síðustu kosningastefnu Ihaldsflokksins var þessi leið kynnt og ríkisstjórnin telur sig þess vegna hafa fengið umboð til að framkvæma hana. Þrátt fyrir öll mótmælin hyggst ríkis- st jórnin fara sínu fram í máli þessu. Umræddar stjórnir stórborganna eru kunnar aö því að veita miklu fé til ýmissa menningarstofnana og margir eru mjb'g kvíðnir yfir því sem muni gerast þegar þessar stjórnir verða lagðarniður. Ingmar Bergman hættir við að hætta: Bergman ætlar að gera eina í viðbót Ingmar Bergman hefur lýst því yfir í sænska sjónvarpinu að hann hafi í hygg ju að gera eina kvikmynd í viðbót áður en hann segir skilið við kvik- myndirnar fyrir fullt og allt. Aður hafði hann margsinnis lýst því yfir að Fanny og Alexander yrði hans siðasta mynd. En eftir að sú kvikmynd hlaut fjögur óskarsverðlaun á dögunum virðist honum haf a snúist hugur. „Eg á gamla hugmynd sem ég vil láta verða að veruleika áður en ég hætti," sagði Bergman. „Eg hef verið mjög hrifinn af bók Astrid Lindgren „Lotta pá Brákmakargatan" allt frá því að hún kom út fyrir 15—20 árum. Eg ræddi við Astrid Lindgren þegar bókin kom út um að fá réttinn til að gera kvikmynd eftir henni. En málið er ekki svo einfalt. Eg þarf að finna fimm ára barn sem hentar í hlutverkið og f imm ára börn verða fljótt sex ára svo kvikmyndatakan má ekki taka mjög langan tíma. Svo er það annað þegar maður gerir kvikmynd með börnum. Þau geta skyndilega fundið uþp á því að leggjast í gólf ið og lýsa því yfir að þau vilji ekki lengur vera með og þá stendur maður þar," sagði kvik- my ndagerðarmaðurinn. „En það væri afskaplega gaman að Ingmar Bergman. Kveiktu óskars- verðlaunin i honum á ný? fá tækifæri til að helga sig þessu verkefni eitt sumar, •"¦ bætti hann við. Sendum landsmönnum öllumbestu sumarkveðjur. Gæöin eru landsþekkt Allro* Þaö er auöséö aö þeir klæöast mclka Hönnun og litir eftir nýjustu tísku. Gæöin veita öryggi — öryggi sem helst þótt flíkin sé margþvegin. u n // M Snorrabraut 56, Glæsibæ, Álheimum 74. Austurstræti eiisi. simi: 27211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.