Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Blaðsíða 3
DV MIÐVIKUDAGUR18. APRIL Í984. Deilt um framlög tíl Rannsóknar- nefndar sjóslysa „Þetta er furðuleg afstaöa Lands- sambands íslenskra útvegsmanna að láta ekki smábrauðmola af því sem það fœr í hendur til að tryggja öryggi sjómanna," sagði Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, i samtali við DV. Við ráðstöfun gengismunar síðast- liðiö haust var sjö milljónum króna úthlutað til samtaka sjómanna. Til tals kom aö af þeirri fj árhæð f æru 500 þúsund krónur til Rannsóknarnefnd- arsjóslysa. Sjómannasamband Islands og Farmanna- og fiskimannasamband- ið gerðu tillögu til sjávarútvegsráð- herra um að Rannsóknarnefnd sjó- slysa fengi 450 þúsund krónur. Sjómannasamtökin buðust sjálf til þess að greiða 150 þúsund krónur af sínum hlut gengismunar gegn því skilyrði að LIU greiddi einnig 150 þúsund krónur og ríkissjóður sömu- leiðis. ÞessuhafnaöiLlÚ. Sjómannasamtökin geröu einnig tillögu um að af gengismun sjó- manna færu 500 þúsund krónur til Tilkynningaskyldunnar vegna tölvu- væðingar gegn samsvarandi fram- lagi útvegsmanna og ríkisins. Þessu hafnaðiLlUeinnig. Ríkissjóður hefur heldur ekki sýnt neinn lit í því að vera með. Að sögn Finns Ingólfssonar, aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra, hefur ráð- herrann fullan vilja til að lyfta framlaginu til Rannsóknarnefndar- innar upp i 500 þusund krónur. Finnur sagði að þetta mál hefði ekki komið til tals f yrr en búið hef ði verið að loka f járlögum. ,,Þrátt fyrir að LIU hlypist undan merkjum vorum við inni á þvi að borga þetta," sagði Guðmundur Hallvarðsson. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði að það væri út í hött hjá sjómannasamtök- um að binda framlag því skilyröi aö LIU greiddi sambærilega fjárhæð. ,,LIU hefur ekki fengið krónu af gengismun. Það er algerlega á mis- skilningi byggt að við höfum fengið einhver sambærileg framlög og sjó- menn," sagði Kristján. „Ef viö hefðum fengiö gengismun eins og þeir heföum við vafalaust greitt sambærileg upphæð, ef ekki hærri, en þaö var ekki neinu slíku til að dreifa," sagði Kristján. Hann tók fram aö á siðastliðnu ári heföu sam- tök útgeröarmanna safnaö 150 þus- und króna framlagi til Rannsóknar- nefndarsjóslysa. -KMU. AFVOPNUNARMAL Á FRIÐARVIKU Sæmileg aðsókn hefur verið á íræðsluf uudi f riðarviku í Norræna hús- inu, en sá fyrsti var haldinn á mánudagskvöld. Þar fluttu stjórn- málafræðingarnir Gunnar Gunnarsson og Þórður Ægir Öskarsson erindi um afvopnunarmál. Gunnar Gunnarsson fjallaðl um afvopnun frá sögulegu og efnislegu sjónarmiði en Þórður Ægir ræddi ýmsar hugmyndir tengdar afvopnunarmálum. I kjölfar þess fylgdu pallborðs- umræður þar sem Vigfús Geirdal frá samtökum herstöðvaandstæðinga talaöi um sín sjónarmið í þessu sam- bandi og ásakaði sérfræðingana um aö sjá ekki lengur skóginn fyrir trjánum í þessum efnum. Ingibjörg Guðmunds- dóttir frá félagsskapnum Samhygð talaði næst og sagðist binda miklar vonir við að frumkvæði í friðarmálum kæmi frá Islandi. Guðrún Agnarsdótt- ir, þingmaöur Kvennalista, vituaði í Albert Einstein „mann sember tals- verða ábyrgð á þessari þróun, en hann sagði að þegar atómið var klofiö hafi allt breyst nema hugsunarháttur mannsins." Sagði Guðrún að lífsspurs- mál væri að losna úr vítahring skamm- sýni vígbúnaöarkapphlaupsins. Likti hún fulltrúum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem ræddu þessi mál á friðarviku kvöldið áður, við tvo snáöa á flæðiskeri stadda sem engin svör hefðu haft við þeirri þróun að sífellt ónothæfari kjarnorkuvopn væru fram- leidd. Gunnar Gunnarsson sagði að slökun í pólitiskum samskiptum austurs og vesturs væri forsenda samvinnu um stjórnun vigbúnaöar. I gærkvöldi ræddu fulltrúar þing- flokkanna utanríkisstefnu Islendinga með tilliti til friðar- og afvopnunar- mála. I dag verður umræðufundur um islenskt friðarfrumkvæði, vigbúnað á norðurslóðum, varnarviöbúnað á Islandi og hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Friðarviku lýkur 2. í páskum. HÞ. A TOMSTOÐIN TIL CANNES Kvikmyndin Atómstöðin, sem Þor- steinn Jónsson leikstýrði, hefur verið valin á hina opinberu dagskrá kvik- myndahátiðarinnar i Cannes í Frakk- landi sem fram fer í maí. Atómstöðin er fyrsta islenska kvikmyndin sem dómnemd Cannes-hátíðarinnar hefur valið á dagskrá sína en flestar íslenskar kvikmyndir síðustu ára hafa verið sendar nefndinni. Atómstöðin verður sýnd í flokki með myndum sem gerðar eru af lítt þekktum leikstjórum. Vekja þær sýningar gjarnan mikla athygli fjöl- miðla því þar er oft að finna vaxtar- broddinn í kvikmyndagerð. Á dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes eru sýndar um 40 kvikmyndir. A annað þusund kvikmyndir kepptu um þátttöku í Canneshátíðinni að þessu sinni. Verður það því að teljast mikill heiður fyrir islenska kvikmyndagerð að Atómstöðin skyldi komast í hóp hinna útvöldu. Um 35 þúsund manns hafa nú séð myndina hér á landi en hún er nú sýnd í Austurbæjarbíói og verður auk þess sýnd á Selfossi og á Akranesi um páskána. ÖEF Tinna Gunnlaugsdóttír i hlutverki sinu iA tómstöðinni. MALLORCA - AMSTERDAM Glæsilegar íbúðir og hótel í SANTA PONZA, MAGALUF og ARENAL. Brottför alla þriðjudaga GRIKKLAND - AMSTERDAM Við bjóðum hinar vin- sælu OASIS-íbúðír og HOTEL REGINA MARIS við GLYFADA ströndina, skammt fyrir utan AÞENU. Fáið nánari upplýsingar á skrifstofu okkar Ferðaskrifstofan Laugavegi 66 Sími: 28633. Islensk þota íFæreyjum Islensk þota lenti í fyrsta sinn i Færeyjum síðastliðinn fimmtudag. Boeing-737 þota Arnarflugs lenti á flugvellinum i Vogum hlaðin átta tonnum af fiskumbúðum frá Kassagerð Reykjavíkur. „Flugleiðir höfnuðu þessum flutningi einhverra hluta vegna þangað til þeir vissu að viö gætum tekið hann. Þá vildu þeir allt i einu taka þetta," sagði Guðmundur Magnússon sem var flugstjóri í ferðinni. Aðstoðarflugmaður var Viðar Hjálmtýsson. -KMU. YEARGERI KRAFTAVERK Til kraftaverka sem þessa þarf gott jarðsamband. Það næst með GOODYEAR hjólbörðum. Gott samband jarðvegs og hjólbarða auðveldar alla jarðvinnu. Hafið samband við næsta umboðsmann okkar. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ GOODWYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ 0HEKLAHF Laugavegi17Q-172 St'mi 2124Q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.