Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 2
2 ■oj' tíun > >-t oi:> » >'r DV. FOSTUDAGUR 27. APRIL1984. TAP A FERÐASKRIFSTOFUM Síöastliöið ár reyndist ferðaskrif- stofum hérlendis ekki hliöhollt. Þrjár stærstu ferðaskrifstofumar, Samvinnuferöir-Landsýn, Urval og Utsýn, voru allar reknar meö tapi ár- iö 1983. „Endar náðust ekki alveg saman. En þaö varð ekki um neitt umtals- vert tap aö ræöa hjá okkur,” sagöi Ingólfur Guöbrandsson, forstjóri Ut- sýnar. „Brugðist var viö meö samdrátt- araðgeröum á réttan hátt og á rétt- um tíma. Þetta fyrirtæki varö þvi ekki fyrir neinum stóráföllum. Staða þess er mjög góö núna og eftirspurn eftir ferðum hefur ekki veriö meiri siðustu árin,” sagði Ingólf ur. Hann sagöi aö þrátt fyrir mikið tal um samdrátt í feröalögum Islend- inga til útlanda heföi hann ekki orðið nema 6,59 prósent á árinu. Þá heföi sætanýting í leiguflugi Utsýnar oröiö 95 prósent. I ársskýrslu Flugleiöa kemur fram aö tap hafi oröið á rekstri Feröa- skrifstofunnar Urvals, dótturfyrir- tækis flugfélagsins. „Aöalástæðan er sú aö menn voru of bjartsýnir fyrir síðastliöiö sumar og stilltu upp of miklu framboöi af sólarlandaferöum,” sagöi Karl Sigurhjartarson, framkvæmdastjóri Urvals. „Samdráttur í sólarlandaferöum varö 15 til 20 prósent þegar menn höföu jafnvel gert ráð fyrir aukn- ingu. En núna eru mjög góöar horf- ur. Vissulega hefur framboði veriö stillt í hóf en eftirspumin er töluvert meiri en í fyrrasumar,” sagði Karl. Aöur hefur komið fram í DV að tap á Samvinnuferöum-Landsýn hafi orðiö um 700 þúsund krónur. Orsökin var einkum sú aö skiptiferöir ís- lenskra og danskra verkalýössam- taka brugðust. Tap þeirra vegna varö um 1,7 milljónir króna. Þess ber þó að geta að f jármagns- gjöld vegna húsnæðiskaupa Sam- vinnuferða-Landsýnar numu um tveimur milljónum króna. Forráöa- menn ferðaskrifstofunnar eru því þokkalega hressir meö útkomuna. -KMU IrZ h 1 't’j \\\\ \ \\ Y \ Veöriö hefur heldur betur leikið við Akureyringa sem og aöra íbúa landsins á norður- og austurhorni þess. Myndina tók blaðamaöur DV á Akureyri þegar hitinn nálgaðist tuttugu gráðurnar. Sumarið er greinilega komið. Vonandi fer það ekki aftur í bráö. DV-mynd Jón Baldvin Halldórsson. STEINGRÍMUR KALLAR A TUGIRÁDGJAFA — til þess að spá í f ramtíð þ jóðarinnar Forsætisráðherra hefur nú kallaö á 39 manns til ráðgjafar sem spá eiga í framtíö þjóðarinnar næstu 25 árin. Ur hópnum valdi hann sjö í framkvæmdanefnd undir forsetu Jóns Sigurössonar, forstöðumanns Þjóðhagsstofnunar. Ráöa á starfs- mann og virkja ýmsar stofnanir til samvinnu. Reiknaö er meö fullgeröu spákveri eftir tvö ár eða þar um bil. Þessar aögeröir forsætisráðherra byggjast á samþykkt ríkisstjórn- arinnar frá 29. desember. Þá sam- þykkti hún aö tillögu Steingríms Her- mannssonar aö láta gera könnun á líklegri framtíöarþróun og stöðu Islands næstu 20 til 30 árin. Auk þess aö greina líklega þróun eiga ráðgjafar forsætisráöherra aö gera tiliögur um meginmarkmið á hinum ýmsu þjóðfélagssviöum og benda á leiðir sem til greina koma að þeim markmiöum. Þetta allt á aö gera stjórnvöldum, atvinnuvegum og einstaklingum kleift aö marka þjóömálastefnu til lengri tíma. Þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra kynnti skipan ráö- gjafanna rakti hann nokkrar á- stæöur hennar og vísaöi tii sams konar aögeröa hjá ýmsum öðrum þjóöum. Jón Sigurösson, oddviti ráögjafanna, kvaö eitt meginverk- efni ráögjafanna veröa aö kynna sér erlendar spár og áætlanir um fram- þróim og vinsa úr þeim nýta þætti. Forsætisráöherra sagði það hafa verið upphaflega ætlun aö skipa 25 ráðgjafa. Hins vegar heföu svo margir þótt gáfaðir aö þeim hefði veriö fjölgað í 39 og enn kynni aö verða bætt við í hópinn. Aðallega væru í honum einstaklingar sem heföu meö einum eða öörum hætti kynnt mismunandi viöhorf og skoðanir í þjóöfélagsmálum. Þeir væru ekki valdir sem fulltrúar Ráðgjafamir 39, sem forsætisráðherra hefur þegar skipað til þess að spá í framtíð lands og þjóðar, eru tiigreindir hér á eftir. Feítletruð eru nöfn þeirra sem sitja í sjö manna framkvæmdanefnd: Agúst Valfells verkfræðingur, iðnrekandi, Alda Möller matvælafræðingur, Rannsóknast. fisk- iönaöarins, Anna Kristjánsdóttir stærð- fræðingur, Kennaraháskóla Islands, Ámi Bergmann ritstjóri, Þjóðviljanum, Arnþór Garðarsson dýrafræðingur, Líffræðistofn- un, Asmundur Stefánsson hagfræðingur, ASI, Séra Bemharður Guömundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, Bjarni Einarsson hagfræðingur, Framkvæmda- stofnun, Bjami Þjóðleifsson læknir, Land- spítalanum, Bjöm Friðfinnsson lögfræðing- ur, Samb. ísL sveitarfél., Bolli Héðinsson stofnana eöa samtaka. I 39 manna hópnum eru aö minnsta kosti 34 háskólamenntaðir og 30 teljast starfsmenn opinberra eöa hálfopinberra stofnana, átta koma frá atvinnuvegunum, þar af flestir frá samtökum þeirra, og loks er í hópnum einn ritstjóri. Ráögjafa- nefndin kom saman til fyrsta fundar síns nú í vikunni. Aö sögn forsætisráöherra áætluöu hjálparmenn hans við myndun ráðgjafahópsins aö kostnaður viö hagfræðingur, Farmanna- og fiskimanna- sambandi.Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi, Smjörlíki hf., Geir Haarde hag- fræöingur, aðstoðarm. fjármálaráðherra, Guðríður Þorsteinsdóttir lögmaöur (form. Jafnréttisráðs), Guðrún Agnarsdóttir, læknir og alþingismaður, Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, Reykjavíkurborg, Haraldur Olafsson mannfræðingur, Háskóla Islands, Helga Jónsdóttir iögfræðingur, aöstoðarm. forsætisráðherra, Hermann Sveinbjörns- son líffræðingur, iðnaðarráöuneyti, Hjörtur Þórarinsson bóndi, Tjörn, Ingjaldur Hannibalsson verkfræðingur, Iöntækni- stofnun, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun, Jón Ormur Hall- dórsson stjórnmálafræðingur, Hjálparst. kirkjunnar, Jón Sigurðsson hagfræðingur, verkefnið gæti oröiö um 2,8 milljónir króna á ári þau tvö ár sem ætlað er aö taki aö ljúka því. Aöeins sjö manna framkvæmdanefndin úr hópi ráögjafanna fær laun, síðan starfsmaöur, jafnvel aöstoöarmaður hans, og loks mun falla til ýmis kostnaður. Feröakostnaöur veröur þó tæplega mikill því að aöeins þrír ráögjafar af þessum 39, sem þegar hafa verið skipaöir, búa utan höfuöborgarsvæðisins. Þeir geta raunar allir tekið sömu flugvél frá Akureyri. -HERB. Þjóðhagsstofnun, Jónas Haralz hag- fræðingur, Landsbanka Islands, Lilja Olafsdóttir deildarstjóri, SKYRIi, Magnús Gunnarsson viðskiptafræðingur, VSI, Magnús Torfi Olafsson, blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, Sigmundur Guðbjarnarson verkfræðingur, Háskóla Islands, Sigurður R. Helgason viðskiptafræðingur, Björgun hf., Sigurður Líndal, lögfræðingur og sagn- fræðingur, Háskóla lslands, Sveinbjörn Bjömsson eðlisfræðingur, Raunvisinda- stofnun, Tryggvi Gíslason skólameistari M.A., Valur Amþórsson, kaupfélagsstj. KEA, Vilhjálmur Lúðvíksson verkfræðing- ur, Rannsóknarráði, Þór Jakobsson veður- fræðingur, Veðurstofu Islands, Þórður Friðjónsson hagfræðingur, forsætis- ráðuneyti, Þorsteinn Gíslason fiskimála- stjóri, Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, Háskólalslands. Ráðgjafar Steingríms Sviknar sígarettur Nú er hart í ári hjá reykinga- mönnum vegna sífelldra hækkana á tóbaksverði í kjölfar kjaraskeröingar eins og myndin af sígarettupakkanum hér aö ofan ber með sér. Kaupandi pakkans varð heldur betur forviöa þegar hann ætlaöi að fá sér eitt létt Marlborosog því upp úr pakkanum kom aöeins hólkur úr göml- um spilum, fylltur aö innan meö salernispappír. Svo viröist sem pakkinn hafi verið opnaöur aö neðan, teknar úr honum sígaretturnar og hólknum síöan troöið upp í í staðinn. Síöan hefur botninn veriö límdur aftur og pakkanum skipt í næstu verslun fyrir einhverja aöra tegund. Þannig hefur þessi þjáöi reykingamaöur fengiö tvo pakka fyrir einn. Sá grandalausi kaupmaöur sem fyrir þessu varö er í söluturninum að Þverholti 5. Hann lét kaupanda pakkans fá annan í staðinn þannig aö hann fór skaölaus út úr viðskiptunum. En sá sem þekkir handbragöið á þess- um sigarettupakka skuldar kaup- manninum andviröi hans. -OEF. Þaö er óhætt aö segja aö innihald þessa pakka hafi verið óreykjandi taö. DV-mynd S. Skaftamálið: Ennenginákvörð- un umáfrýjun Enn hefur engin ákvöröun veriö tek- in af hálfu ríkissaksóknara um það hvort dómi Sakadóms Reykjavíkur í Skaftamálinu verði áfrýjað til hæsta- réttar. Sem kunnugt er varð dómur saka- dóms á þá leiö að lögreglumennimir þrír, sem ríkissaksóknari ákærði, voru sýknaðir af öllum liðum ákærunnar. „Dómurinn og öll skjöl í málinu eru enn í sakadómi og þar af leiðandi er málið ekki komiö til okkar kasta aft- ur,” sagöi Þóröur Bjömsson ríkissak- sóknari er hann var spurður um þaö hvenær ákvöröun um áfrýjun yröi tek- in. En hvenær verður dómurinn og mál- skjöl send ríkissaksóknara? Sverrir Einarsson sakadómari, sem kvaö upp dóminn: „Þaö er verið aö ganga frá þessu og þaö verður öömm hvomm megin viö helgina sem þetta verður sent til ríkissaksóknara.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.