Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR 27. APRlL 1984. 7 Útlönd Útlönd Séð inn ílangferðabílinn eftir áhlaupiö, en hryðjuverkamennirnir fjórir voru sagöir hafa allir falliö í þeim átökum. Sovétmenn í geimgöngu Tveir sovéskir geimfarar voru í fimm stundir í gær utan Saljut-7 geim- stöðvarinnar að víðgerðarstörfum og er það í annaö sinn í vikunni sem þeir ganga út fyrir geimstööina. — Á mánudag höfðu þeir verið í fjórar stundir að gera viö stiga. Við geimstööina er tengt um þessar mundir Soyuz T-ll geimfar sem flytja skal mennina til jarðar og flutningafar sem sent var ómannaö til Saljut-7 með vistir og tæk jabúnaö fyrir áhöfnina. Ritskoða fréttir Ritskoðun hersins í Israel hefur hamlaö rannsókn blaöanna þar á dauða eins af fjórum hryðjuverka- mönnum sem á dögunum rændu lang- feröabíl. — Blöð í Israel telja að einn ræninginn hafi verið á lífi og ósár þegar hann var tekinn til fanga í áhlaupi hermanna á bil um leið og þeir frelsuöu gíslana. Fréttamynd, sem tekinvar af at- burðinum, sýndi aö hann haföi gengið óstuddur frá vettvangi, áður en hermenn fluttu hann á brott. — Síðar var greint svo f rá að allir hryðjuverka- mennirnir hefðu falliö í áhlaupinu. Var því svo breytt og sagt að tveir hefðu falliö í áhlaupinu en tveir síðar á sjúkrahúsi af völdum sára sem þeir hefðu hlotið. Af hálfu þess opinbera var í fyrstu neitað að umrædd mynd væri af einum hryöjuverkamannanna en skyldmenni hans hafa hinsvegar boriö kennsl á hann á myndinni. Síöan hefur rit- skoðunin tekið fyrir frekari upplýsing- ar hersins um málið. Velta menn vöngum yfir því hvort hermennirnir hafi tekið hann af lífi á leiðinni frá langferðabilnum. Vekur það nokkum ugg um hver verða muni afdrif þriggja ísraelskra hermanna sem eru fangar skæruliða Palestínu- araba. ^SALA Erum aö rýma fyrír nýjum sendingum af sumarvörum, se/jum þess vegna mikið úrva/ af dömu- og herraskóm á mjög góðu verði Skóverz/un Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181 Laugavegi 95 — Sími 13570 • ATH: Rýmingarsalan • stendur aðeins til mánaðamóta GERIÐ GÓÐ KAUP Umsjón: Guðmundur Pétursson Gunnlaugur A. Jónsson Count Basie 79ára Count Basie, einn vinsælasti jass- hljómlistarmaöur allra tíma, lést á sjúkrahúsi í Flórída í gær, 79 ára að aldri. Basie sló fyrst í gegn árið 1936 er hann hélt frá Kansas City til New York. Þar með hafði tónlistarsviðinu verið breytt um eilífö, eins og sagði í fréttaskeyti Reuters-fréttastofunnar í gær. Basie lýsti tónlist sinni sjálfur sem „jump swing” og naut sú tegund tónlistar gífurlegra vinsælda allt frá því að Basie sló í gegn. Stjörnuhljóm- sveit hans var og víðfræg en í henni áttu sæti meðal annarra þeir Jimmy Rushing, Lester Young, Herschel Ev- ans, Buck Clayton, Harry „Sweet” Edison, Vic Dickenson, Dickie Wells og Benny Morton. Koivisto ísjöunda skiptið í Moskvu sem forseti Mauno Koivisto, forseti Finnlands, sagði að Konstantín Tsjemenko, for- seti Sovétríkjanna, heföi talað í höröum tón um Bandaríkin þegar for- setamir tveir ræddust við í Moskvu í gær. Koivisto ræddi viö Tsjemenko á aðra klukkustund og snerust umræður þeirra einkum um alþjóðamál og sam- band stórveldanna tveggja. Þetta er í sjöunda sinn sem Koivisto heimsækir Moskvu eftir að hann tók við forsetaembætti í Finnlandi í desember 1982. Finnskar heimildir greindu að höfuðtilgangurinn með heimsókn Koivistos væri sá að forsetunum tveimur gæfist tækifæri til að kynnast en þeir höfðu aðeins hist stuttlega áður. aðaldri látinn,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.