Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 4
DV —yfirheyrsla —< DV —yfirheyrsla — DV —yfirheyrsla — DV —yfirheyrsla — DV — yfirheyrsla DV. FÖSTUDAGUR 27. APRlL 1984. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar MJÓLKURDRYKKIR ÞOLA EKKISKATTLAGNINGU Texti: Arnar Páil Hauksson og Þórunn Gestsdóttir Mynd: Gunnar V. Andrésson Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa flutt á þingi frumvarp til laga til aö fyrirbyggja söluskatts- álagningu á mjólkurvörur. Staðfestir þetta aö greiöa hafi átt söluskatt af kókómjólk, mango og jógasopa? ,,Mér finnst það ekki. Mjólkursam- salan á ekki frumkvæðið að því aö frumvarpið er flutt. En lögfræðingur okkar skoöaöi þetta mál og komst aö þeirri niðurstöðu aö það þyrfti lagaheimild til aö beita þessari inn- heimtu. Það er ekki gefið að þessar vörur séu söluskattsskyldar. En ég óttast aö þessir drykkir séu það dýrir í framleiðslu aö þeir muni ekki þola skattlagningu, hvorki sölu- skatt né vörugjald, og þá ekki í sam- keppni við aöra drykki, til dæmis bragðbætt sykurvatn. Á floridana, hreinum ávaxtasafa, höfum við borið sömu gjöld og aðrir aöilar sem fram- leiða sambærilega vöru. ” En floridana er ódýrari en sam- bærilegur ávaxtasafi á markaðnum, hvers vegna? „Það getur verið vegna hagstæðari innkaupa á hráefni.” Eru sömu pökkunarvélar notaðar fyrir kókómjólk og ávaxtasafa? „Já. Vélar, sem keyptar voru til að pakka mjólkurvörum, eru mjög dýrar. Markaöurinn hér stendur ekki undir þeim vélakaupum, nema að vélarnar séufullnýttar.” Verðmyndun mjólkurvara hefur verið umdeild og jafnvel gerð tor- tryggileg. Er ástæða til tortryggni? „Það er ekki alfarið okkar að svara því. Okkar er að svara fyrir sölu- og dreifingarkostnaðinn á okkar sölu- svæði og mjólkurbúanna að svara fyrir framleiðslukostnaðinn. En í sambandi við verðmyndun á sérvörum eins og þeim sem viö erum að ræða um nú þá hefur þess verið gætt þeirra eða dreifingu yfir á hinar hefð- bundnu mjólkurvörur. Sérvörumar bera þennan kostnaö. Eg fuilyrði að þessségætt. Eg vil líka taka fram að ef um of mikinn kostnað við framleiðslu og dreifingu sérvara hefur verið að ræða höfum við verið að hlífa hefðbundnum mjólkurvörum. Þegar og ef verðmynd- un á mjókurvörum er vanreiknuð ger- ist ekki nema eitt, það vantar upp á skilaverð til framleiðenda. Við framleiðslu á g-vörum, eins og kókómjólk, mango og jóga, veröur að hafa í huga aö umbúðir fyrir þessar vömr og aörar g-vömr eru 85% dýrari en umbúöir fyrir aðrar mjólkurvörar. Vélaútbúnaður, sem Mjólkurbú Flóa- manna hefur keypt til þessarar fram- leiðslu, er í dag metinn á 28 milljónir króna. Varan þarf aö fara í gegnum hitameðhöndlun og öll meðferð er miklu nákvæmari og tímafrekari og rýrnunin er meiri. Og annað kemur til, dreifingarkostnaðurinn er meiri á g- vörum en öðrum mjólkurvörum og þessar vömr eru seldar á sama verði umalltland. Við greiðum umboðsaðilum utan okkar sölusvæðis 20 prósent fyrir dreif- ingu vörunnar. Og smásöluálagning á g-vörum er 20 prósent en 10 prósent á öðrumvörum.” I athugun, sem Hagvangur gerði 1981, kom í ljós að töluverður mis- brestur er á verðmyndunarkerfi mjólkurafurða og að nauðsynlegt væri að taka þetta kerfi til endurskoðunar. Er verðmyndunarkerfið gallað? „Það er ugglaust rétt að verð- myndunarkerfið mætti vera einhvem veginn öðmvísi. Lögum samkvæmt hefur sexmannanefndin undir höndum verðlagningu á hefðbundnum mjólkur- vörum, svo sem mjólk, rjóma, skyri og ostum. Við gefum upp útreiknaðan mjólkurvörur til nefndarinnar. Eg hef ekki heyrt annað en að nefndin hafi talið þá útreikninga fullnægjandi. Og hvaö verðlagningu á sérvörunum varðar gæti nefndin fengið þá útreikn- inga mín vegna og ákvarðað verð á þeim endanlega. Um hagnaðarmynd- un hefur ekki verið að ræða á sérvör- um. Mjólkurbúin þurfa að skila til mjólkurframleiðenda ákveðnu grund- vallarverði. Til aö ná því verður fjár- magn að koma frá söluverði varanna. Vanreikningur leiðir til þess að það vantar skilaverð til framleiðenda. Verð til bænda var á siðasta ári tæp 65 prósent af söluverði sem telst mjög gott miðað við nágrannalönd okkar.” Nú er mjólkurverð hér hærra en í Svíþjóð og Noregi, samkvæmt nýlegri könnun. Þó eru sumar mjólkurvörur í þessum löndum ekki niðurgreiddar og bera söluskatt. Hver er skýringin? „Gmndvallarverö hér til framleið- enda er hátt miðað við þessi tvö lönd. Þá geta einnig komið til alls konar framleiðslustyrkir sem verður að taka tillit til við s vona samanburð.” Hvert er hlutverk verðmiölunar- sjóðs? „Verðmiölun mjólkur er til að jafna aðstööumun á miili mjólkurbúa og sölusvæða. Allir mjólkurneytendur greiða í verðmiðlunarsjóð ákveðið gjald af hverjum seldum mjólkurlítra. Mjólkurbúin á okkar sölusvæði fá aldrei neitt úr verðmiðlunarsjóði til að ná upp skilaverði. Mjólkurbúin utan okkar sölusvæðis eiga rétt á greiöslu úr sjóðnum til að brúa bilið á milli kostnaðar og skilaverðs. Það er svo spuming hversu langt eigi að ganga í verðmiðlun sem þessari. ” Er sölusvæðaskipting nauðsynleg í dag? „Ef þaö kæmi í ljós aö það þjónaöi íið- enda betur aö nema lögin um sölu- svæðaskiptinguna úr gildi mundi ég alveg sætta mig við breytinguna.” Til að fylla fjárlagagatið hefur verið rætt um aö minnka niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum. Hvaða mjólkur- vömr þyldu síst niöurfellingu eða minnkun niðurgreiðslna ? „Þær myndu þola það misjafnlega, smjörið síst. En þó að minnkaöar yrðu aðeins niðurgreiðslur á nýmjólk er ég ekki viss um að það myndi draga mjög mikið úr nýmjólkursölunni. En auðvit- aö ef niðurgreiöslum á mjólk yrði alveg sleppt.” Er Mjólkursamsalan ekki komin út fyrir sitt starfssvið með rekstri brauögerðar, ísgerðar og framleiðslu á ávaxtasafa? „Nei. Það segir í 3. gr. samþykktar fyrir samsöluna að henni sé heimilt að reka aðra starfsemi en að annast sölu og dreifingu á mjólkurvörum ef sá rekstur geti dregið úr rekstrarkostnaði og verið til hagræðis fyrir mjólkur- framleiðendur. Eg gerði áðan grein fyrir hagræðing- unni vegna framleiðslunnar á ávaxta- safanum. Hvað brauðgerðina varðar var hún stofnuð 1946 þegar ekki var mikið framboð á brauöum og selt var brauð í mjólkurbúðunum. Og í ísfram- leiösluna notum við drjúgt af smjörfitu sem annars væri flutt úr landi. Þessi undirfyrirtæki ganga vel. Ef annaö kæmi í ljós yrðu þau sjálfsagt lögð niður.” A nýafstöðnum aðalfundi Mjólkur- samsölunnar kom fram að hagnaöur fyrirtækisins hefði verið rúmar fjórar milljónir á siðasta ári. Er það rétt? „Það er ekki rétt eftir haft að hagnaöurinn hafi verið yfir fjórar milljónir, því miður. Rekstur undir- fyrirtækjanna gekk vel á síðasta ári. En hvaö mjólkurreksturinn varðar er I ekki um annað að ræða en afskriftir og síðan höfum við lagt hálft prósent í byggingasjóð sem við höfum heimild tÚ. Afgangurinnfertil bændanna.” En nú standið þið í byggingarfram- kvæmdum. Þegar hefur 110 milljónum verið varið í mjólkurstöðina við Bitru- háls. Hvernig fjármagnið þið bygging- una sem á að kosta 420 milljónir? „Við notum afskriftir og bygginga- sjóðinn til að f jármagna framkvæmd- imar. Hagnaði af undirfyrirtækjum hefur einnig verið varið til nýbygg- ingarinnar. Við höfum selt fasteignir, til dæmis mjólkurbúðimar þegar þeim var lokað. Núverandi byggingar sam- sölunnar, aö brunabótamati upp á 210 milljónir króna, verða seldar. Svo verðum við aö fara lánaleiöina eins og aðrir húsbyggjendur. Það er í bígerð að taka erlend lán vegna vélakaupa.” Er nýja mjólkurstöðin nauðsynleg? „ Já, hún er nauðsynleg. Það er engin spuming. Þegar þessi stöð var byggð árið 1949 vom framleiddar hér tólf tegundir. I dag em þær um eitt hundrað. Þá þjónuðum við um sextíu þúsund manna markaði en í dag rúm- lega eitt hundrað og fimmtíu þúsund- um manna. Og í sumum tilfellum þjónum við öllu landinu.” Það hafa verið uppi raddir um það að nýja mjólkurstöðin komi til með að draga úr framleiðslu annarra mjólkur- búa á sölusvæðinu, til dæmis á Selfossi? „Þær raddir heyrast ekki lengur. Nýja mjólkurstöðin er hönnuð fyrir þá starfsemi sem fram fer í dag hér. Allt tal um að verið sé að reisa vinnslusali fyrir aöra starfsemi á því ekki við rök aðstyðjast.” Ertu flokksbundinn í' einhverjum stjórnmálaflokki? „Nei. Eg tel að það fari ekki saman viðmitt starf hér.” Ertu kerfiskarl? - .„-Nei.”----------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.