Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 9
DV: FÖSTUDAGUR 27. APRIL1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Friáls innflutningur á grænmeti - betri gæði — segir Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins ,,Viö höfum áhuga á aö sú einokun sem nú er á innfiutningi á grænmeti veröi rofin. Viö ætlum okkur ekki með því aö knésetja innlenda framleiöend- ur. Ahuginn beinist fyrst og fremst aö því aö meira úrval veröi hér af græn- meti á boöstólum og aö innflutningur- inn veröi gefinn frjáls á þeim tima sem innlend framleiösla annar ekki eftir- spum,” sagöi Arni Ámason, fram- kvæmdastjóri Verslunarráös Islands. I byr jun þessa árs var haldinn fjölmenn- ur fundur þar sem var fjallað um grænmetismál hér á landi. Aö þessum fundi stóöu Verslunarráö Islands, Hús- mæðrafélag Reykjavíkur, Manneldis- félag Islands og Neytendasamtökin. Arni sagöi aö þessi hópur væri nú aö vinna aö þvi aö kanna hvaöa laga- breytingar þyrfti til ef innflutningur á grænmeti yröi gefinn frjáls og tollar felldir niöur á því. A Alþingi liggur nú fyrir frumvarp þar sem gert er ráö fyrir aö verslun meö grænmeti veröi færö í frjálsræðishátt frá því sem nú er. Flutningsmenn frumvarpsins telja að slíkt muni stuöla aö aukinni og f jöl- breyttari framleiðslu og nánara sam- bandi framleiðenda og neytenda. Þar er gert ráö fyrir aö innflutningur veröi takmarkaður á þeim tíma sem innlend framleiösla annar eftirspurn. I greinargerð meö frumvarpinu segir einnig aö Grænmetisverslun land- SKIPTIVEGNA búnaðarins geti starfaö áfram þó svo aö einkaréttur ríkisins verði afnuminn og að hún geti starfað á jafnréttis- grundvelli hvaö innflutning snertir. Betri kartöflur? ,,Ef menn geta ekki keppt viö þann innflutning á kartöflum sem Græn- metisverslun landbúnaöarins stendur fyrir þá held ég að enginn geti keppt við neitt,” sagði Ámi þegar hann var spuröur hvort hægt væri aö keppa viö núverandi innflutning. Ámi sagðist vera viss um að ef inn- flutningur á grænmeti yröi gefinn frjáls myndi fjölbreytnin aukast sem og gæðin. Hér á landi væri töluveröur fjöldi fyrirtækja sem flytti inn ávexti. Þessi fyrirtæki keyptu ávextina oft á tíðum frá fyrirtækjum sem einnig sæju um dreifingu á grænmeti. Þessi fyrir- Það eru margir sem hafa áhuga a þvi að innfiutningur á grænmeti verði gefinn frjáls og þá ekki sist á kartöflum. tæki hefðu því öll nauðsynleg viö- skiptasambönd og væri þaö leikur einn að bæta viö grænmeti og þá einnig kartöflum. Lélegar kartöflur Neytendasamtökin létu nýlega gera könnun á gæðum kartaflna sem hér hafa verið á boöstólum og reyndist um þriðjungur þeirra vera í lægsta gæða- flokki. Þetta eru niöurstööur sem ekki hafa fariö framhjá neinum neytendum nú í vetur og svo oft áður. Með því aö gera innflutning frjálsan, m.a. á kartöflum, telja margir aö bæta megi úr því ástandi sem ríkir í jjess- ummálumnú. -APH GALLAÐRARVORU föstudagskvöld — Neytandi bar fram kæru vegna megi bera fram kvartanir út af gölluð- ■ I I ■■ Neytandi bar fram kæru vegna áletrunar á kvittunareyöublaöi sem fyrirtæki lét honum í té um leið og vara var greidd. A eyöublaöinu var áletruð eftirfar- andi setning: „Skipti eöa kvartanir vegna galla á vöru þurfa að berast innan 10 daga.” Var forráðamönnum verslunarinnar skrifaö og þeim bent á lagagrein sem er svohljóöandi: Samkvæmt 29. gr. laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viöskiptahætti nr. 56/1978 má yfirlýsingu um ábyrgö því aöeins gefa aö ábyrgöaryfirlýsingin veiti viötakanda betri rétt en hann hef- ur samkvæmt gildandi lögum. Einnig samkvæmt kaupalögum nr. 39/1922 megi bera fram kvartanir út af gölluð- um vörum allt aö einu ári eftir aö kaup eru gerð. Því væri ekki unnt aö neita kaupanda um leiðréttingu, ef hann y rði var viö galla á vöru eftir aö 10 dagar væru liðnir frá því kaupin væru gerö. Hins vegar væri ekkert viö þaö aö athuga aö neita aö skipta vöru eftir aö 10 dagar væru liönir. I svari frá fyrirtækinu var tekið fram aö texti sá sem var á kvittunar- eyðublööunum yröi ekki prentaöur aft- ur og einnig væri fyrirtækið ávallt reiöubúiö aö skipta gallaðri vöru og í raun hefðu þeir ekki fariö eftir textan- um á umræddum kvittunareyðublöð- um. (Ur Verðkynningu Verölagsstofnunar) IELDHUSINU: I Jl! HUSINU11JI5 HUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 f KVÖLD Gratíneraður fiskréttur Viö birtum nýlega aösenda uppskrift aö fiskbuffi frá áhugasamri húsmóður í Kópavogi. Sú hin sama gaukaöi aö okkur fleiri uppskriftum úr sínum kokkabókum og nú er þaö gratíneraður fiskréttur. Viö þiggjum meö þökkum ljúffengar uppástungur úr eldhúsum iandsmanna. Grantíneraður fiskréttur 500 g þorskur eða steinbítur 1—2 grænar paprikur 1—2 laukar 1/2—1 dós sveppir rifinn ostur rasp 1 pakki béarnaisesósa Fiskurinn er roöflettur, skorinn í bita og steiktur. Síöan eru fiskstykkin látin í eldfast fat, paprikurnar og laukamir skoriö í sneiöar og brúnaö á pönnu ásamt sveppunum. Sveppaleg- inum úr dósinni hellt yfir fiskinn í eld- fasta fatinu. Sveppir, laukur og paprika látiö yfir fiskinn. Þetta er látið standa yfir nótt (í kæli- skáp) og næsta dag er sósan löguð eft- ir leiðbeiningum á pakkanum. Þá er sósunni hellt yfir fiskinn og rifnum osti stráö yfir. Bakað í ofni í 30—35 mínútur viö góðan hita. Fiskrétturinn er borinn fram í fatinu. Meölæti: soönar kartöflur og hrá- salat, annars bara eftir smekk hvers eins. Sjálfsagt má líka nota ýsu í þennan fiskrétt þó að sendandi uppskriftarinn- ar hafi ekki getið þess. Fyrir þá sem vinna utan heimilis daglangt er for- vinnanáréttinumhentug. -ÞG . Réttir dagsins í dag og laugardag Keyktur lambahryggur ogsúpa. Verð aðeins kr. 155.00. Rjúpur. og súpa. og súpa. Verð aðeins kr. 155.00. Verð aðeins kr. 155,00. EUROCARO OPIÐÁMORGUN, LAUGARDAG, KL. 9-16. V7S4 Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála JIS Jón Loftsson hf. /a a a a A A ' ^ ; O i_: O ŒE ZJ auna Qj Í1 — (=. UUUQQiq j^* “1 iif t JEJDi Hringbraut 121 Sími 10600 j Qpnunartímar verslana . ^lv I TVTármrlQaQ Kri/N-inHíiaQ miftxrilrnrlQaQ na fimrrrhiHQaa lrl Q—1Q Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9—19, I föstudaga kl. 9—19.30, laugardaga kl. 9—16. I Ath. Lokað í hádeginu, kl. 12.30—14, virka daga. VFRIÐ VF.LKOMSN i VERSLANfR OKKAR Ásgeir Tindaseli Kjöt og fiskur Seljabraut Breiðholtskjör Arnarbakka Valgarður Leirubakka Straumnes Vesturbergi Hólagarður Lóuhólum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.