Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Blaðsíða 13
Jpnr T? CTCT A TX* OTT^ A'TTTTT'P/^
DV. FOSTUDAGUR 27. APRlL 1984.
rTTTrrprw \rn
13
ööru hverju koma upp dómsmál
sem leiöa til allmikilla umræöna í
fjölmiölum vegna þess aö réttar-
kennd þjóðarinnar er misboðið.
Nýveriö kom upp eitt slíkt mál,
Skaftamáliö svokallaða.
Skaftamálinu
ber að áfrýja
Niöurstaða héraösdóms í Skafta-
málinu hefur vakiö mikið umtal og
ekki aö ástæðulausu. I málinu eru
mörg atriöi sem vekja menn til
umhugsunar. I hvaða tilgangi er
dómari t.d. með getgátur um að
Skafti gæti hafa hlotiö áverkana
fyrir eigin tilverknað. Það er ekki
hlutverk dómara aö bera fram slíkar
getgátur, sem eru til þess eins
fallnar aö kasta rýrð á mannorö
Skafta. Þær afsanna ekki á nokkum
hátt meinta sök ákæröu.
Fræg er sagan af Magnúsi Torfa-
syni sýslumanni, sem lagði sig svo
fram í starfi sínu að hann prófaöi
sjálfur að framkvæma þaö sem full-
yrt var fyrir rétti að gert hefði verið,
en hann taldi hæpiö aö hægt hefði
verið. Þegar hann kom á skrif-
stofuna daginn eftir yfirheyrsluna
sagöi hann viö skrifara sinn þau
frægu orð „Það er hægt, Matthías”.
Þaö er vart viö því að búast aö
héraösdómarinn í Skaftamálinu sé
reiöubúinn til aö láta handjárna sig
fyrir aftan bak og sjá hvort hann
þannig gæti hárreytt sig í hnakk-
anum.
Af viðbrögðum viö dómnum í
Skaftamálinu er ljóst að þjóöin telur
hann ekki vitnisburð um réttar-
öryggi hins almenna borgara gegn
veldi opinberra embættismanna.
Þjóöin virðist hafa fellt sinn áfellis-
dóm yfir ákærðu þótt héraðsdómur
hafi sýknaö þá af öllum ákæru-
atriöum. Fólk hefur trú á því að
ríkissaksóknari hafi lagt fram ákæru
sína að mjögvel athuguðu máli.Þess
Réttaröryggi?
Héraðsdómari virðir ekki skýlausa lagaskyldu
vegna veröur því vart trúaö að
málinu veröi ekki áfrýjað, þó ekki
væri nema til að afsanna meinta sök
ákærðu á trúverðugri hátt en héraðs-
dómur hefur gert. Það er því miður
staðreynd að þjóðin treystir ekki
þeim dómi.
Uggvænleg kynni
af héraðsdómi
A þessu ári hlotnaðist mér sú lífs-
reynsla að verja mál mitt sjálfur
líkara en að hann væri aö verja
atvinnuréttindi starfsbræðra sinna.
Við munnlegan málflutning bar ég
fram mótmæli, sem ég óskaði skil-
merkilega eftir að bókuð yrðu. Þegar
bókunin var lesin upp í lok réttar-
haldsins vantaði mótmæli min og
varð ég þá að krefjast leiðréttingar.
Getur dómari, sem hlustar á mál-
flutning, gleymt aö bóka? Ef það var
.tilfellið, hefur hann ekki hlustað af
mikilli athygli.
Kjallarinn
GÍSLI JÓNSSON
PRÓFESSOR
• „Hver skyldi trúa því a5 dómari snið-
gangi vísvitandi skýrar lagaskyldur og að
dómsmálaráðuneytið hafi ekkert við það að
athuga? Svo er undrast að hinn almenni
borgari sé ólöghlýðinn.”
fyrir fógetarétti Hafnarfjarðar.
Rafveita Hafnarfjaröar höfðaði
lögtaksmál vegna deilu í máli, sem
varöar mjög rétt hins almenna raf-
orkunotanda gagnvart opinberum
einokunaraðilum. Ekki er tímabært
að rekja málsatvik en skýrt skal frá
nokkrum atriöum varöandi fram-
kvæmd réttarins.
Er ég tilkynnti dómaranum að ég
hygðist flytja mál mitt sjálfur, brást
hann illa við og lagðist ákveðið gegn
því. Ætla verður aö dómari gæti hlut-
leysis við slíka ákvörðun. Hann hafði
enga ástæöu til að ætla að ég gæti
ekki flutt mál mitt sjálfur. Var engu
Dómari viröir ekki
skýlausa lagaskyldu
I lögum eru skýlaus ákvæði um að í
fógetarétti skuli vera einn dóm-
vottur. 1 umræddu máli var dóm-
vottur á meðan lögmaöur rafveit-
unnar flutti mál sitt. Eftir það var
enginn dómvottur. Málflutningurinn
var ekki hljóðritaður og var mér
meinað að láta hljóðrita hann.
Til vitnisburðar um það hvað ég
sagði voru því andstæðingar mínir,
rafveitustjóri og lögmaður hans, svo
og einn áheymarfulltrúi. Hefði sá
siöastnefndi ekki verið viðstaddur,
hefði mátt draga undan hvað sem
var af því sem ég sagði máli mínu til
varnar. Reyndar á málflytjandi rétt
á að fá bókuö þau atriði sem hann
leggur áherslu á, en lítið hagræði
verður að munnlegum málflutningi
ef bóka þarf stóran hluta hans.
Eftir á spurðist ég fyrir um þaö hjá
tveimur lögfræðingum í dómsmála-
ráðuneytinu hvaö það þýddi að dóm-
vott vantaði. Sá fyrri sagði að það
skipti ekki máli, ef ekki kæmi upp
árgreiningur um bókun. Sá síðari
sagði það ekki breyta neinu en Hæsti-
réttur gæti þó hugsanlega samþykkt
vítur á dómarann. Bæjarfógeti
sjálfur gaf þá skýringu að um mikla
manneklu væri að ræða hjá
embættinu. Hver skyldi trúa því að
dómari sniðgangi vísvitandi skýrar
lagaskyldur og að dómsmálaráðu-
neytið hafi ekkert við það að athuga?
Svo er undrast að hinn almenni
borgari sé ólöghlýðinn.
Reynslan er sú aö lög viröast ekki
ná jafnt yfir alla. I orkulögum frá
1967 er skýlaust ákvæði um að setja
skuli reglugerð við lögin. Sú reglu-
gerð hefur enn ekki séð dagsins ljós,
nú 17 árum síðar. I umferðarlögum
er skýlaust ákvæði um aö bannað sé
að leggja bíl við brunahana. Árum
saman hefur þó borgaryfirvöldum
Reykjavíkur liðist að hafa bílastæði
við brunahana aö tekjulind og það
við sjálft Alþingishúsiö.
Ná lög ekki jafnt til
dómara og ökumanna?
Eins og áður greinir telur dóms-
málaráðuneytiö ekkert við það að
athuga þótt dómari brjóti lög, ef það
bara veldur ekki skaöa. En hvað
skyldi nú gerast ef þú, lesandi góöur,
værir staðinn að því að aka á 65 km
hraða þar sem hámarkshraði er 50
km. Þú mundir ekki sleppa frá því að
greiða 950 kr. í sekt og ekkert mundi
þýða að halda því fram að brot þitt
skipti ekki máli þar sem þú hafir
þurft að flýta þér vegna manneklu á
vinnustaðnum, akstursskilyrði hafi
verið mjög góð og ekkert hafi komið
fyrir. Ekki er með orðum þessum
verið aö draga úr því að láta þá sæta
ábyrgð sem brjóta umferðarlögin
heldur að benda á hvaða forréttindi
dómsvaldið sjálft tekur sér.
Mörgu fleiru athyglisverðu
kynntist ég við umræddan mála-
rekstur sem fróðlegt væri að skýra
frá en það verður að bíða betri tíma.
Það er geymt en ekki gleymt.
Gegn sprengju og móti fóstri
Það var auöséð og heyrt, að ög-
mundur er kominn heim frá Lissa-
bon. Laugardaginn fyrir páska var
löng og ítarleg frétt um moröárás
líbýskra sendiráðsstarfsmanna á
fólk, sem hafði safnast saman utan
við húsið, og drápu þeir breska lög-
reglukonu. Um það var ekki rætt.
Hins vegar var viðtal við Gaddafi,
hinn brjálaöa einræöisherra í Líbýu.
Hann ríkir þar undir nafni hins
græna sósíalisma. Efni viðtalsins
var um, að Bretar bæru sjálfir
ábyrgö; einnig myndir af Líbýulýð
að steyta vopn og hnefa fyrir utan
breska sendiráðið í Líbýu.
Sama kvöld var stutt frétt um
sprengjutiiræði á Heathrowflugvelli.
Þess var getið, að sumir teldu, að
hugsanlega ættu Líbýumenn þar sök
á.
Hinar stuttu fréttir náðu út af fyr-
ir sig nógu langt. Morgunblaðið kem-
ur ennþá út. Merkilegt er hins vegar,
aö þessi víðförli fréttamaður, skuli
ekki hafa litið í eigin barm og séð
sjálfan sig sækja feröatöskurnar sín-
ar og springa svo í loft upp. Það var
enginn fréttapistill, hugleiðing um
sprengjuvá á flugvöllum, þar sem
En e.t.v. er þaö vegna þess, aö
hann skortir sjónarhól og útsýn til
þess aö lýsa slíkum viðburðum.
Nöldrið úr
Norræna húsinu
Þúsundir Islendinga fara árlega
um Heathrowflugvöll. öryggismál
þess flugvallar hafa því verulegt
fréttagildi hér á landi. Margir
Islendingar fóru utan um páskana og
stór hluti þeirra um London.
En fréttaskyn sjónvarpsins náði
ekki til þess, — og þá ekki útvarps-
ins!
Hins vegar var morgun, miðjan
dag og sérhvert kvöld langar út-
listanir á nöldursamkomu her-
stöövaandstæðinga í Norræna hús-
inu, þar sem enn var talaö um nauð-
syn friðar. Merkilegt var, að útvarp-
ið og sjónvarpið sáu það eitt frétt-
næmt, er þjónaði málstað herstöðva-
andstæðinga. Og sl. laugardagskvöld
var sérstakt viðtal viö einhvem
lækni um hættuna af kjamorku-
sprengjum, rétt eins og þessi læknir
hefði verið að uppgötva þessa hættu í
fyrstasinn.
Þaö er hægt að fullyrða, að það
^ „Getur kirkjan átt samleið með fólki, sem
byggir lífssýn sína á því, að rétt sé og
sjálfsagt að deyða það líf, sem fær ekki varið
sig?”
morðóðir hugsjónamenn og friöar-
sinnar koma sprengjum fyrir á
salernum og farangursgeymslum til
þess aö slasa saklaust fólk. Ekki var
heldur rætt um hina alþjóðlegu
hryðjuverkastarfsemi, sem er tengd
Líbýumönnum. ögmundur sá ekki
ástæðu til þess að nota þetta sérstaka
tækifæri að útskýra fyrir almenn-
ingi, hvernig hinn græni sósíalista-
leiötogi spýtir peningum inn í hverja
þá hreyfingu á Vesturlöndum, sem
beitir hryðjuverkum til þess aö
hnekkja vestrænu lýðræði.
kom ekkert nýtt fram í fréttum út-
varps og sjónvarps um friöarmál.
Menn hljóta að velta því fyrir sér,
til hvers er verið aö launa frétta-
menn á kostnað almennings, sem
hlaupa eftir hverri nöldursamkomu í
landinu, ef hún fjallar um kjarnorku-
mál, en svíkjast í staöinn um að út-
varpa og sjónvarpa fréttum af at-
burðum, sem máli skipta og fjallað
er um í dagblöðum landsins. Það
hlýtur einnig að vera athugunarefni,
af hverju sjónvarpið er með þessar
síbyljuauglýsingamyndir af samtök-
„Það var enginn fróttapistiH,
Kjallarinn
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆDINGUR
um friðarsinna í Evróþu (Undarlegt,
að allur þessi aragrúi af lögreglu-
mönnum þurfi einlægt að fylgjast
með þessum boðberum friðar og
slást við þá). Væri ekki nær að fjalla
meira um málefni, sem snertir
ng um sprengjuvá á flugvöllum . . .
Islendinga meira, t.d. frásagnir af
verði á lýsi og mjöli á heimsmörkuð-
um, — hvort búast megi við lækkun á
kaffi, — eða hvernig baráttan gengur
gegn hinum alþjóðlegu hryðjuverka-
samtökum, sem stjómað er frá
Líbýu(ogMoskvu).
Hvað var kirkjan
að gera?
Nokkrir prestar hafa orðið upp-
numdir og fallið í trans vegna kjarn-
orkusprengjunnar. Er svo komið, að
fjölmörg sóknarbörn hjá þessum
prestum eru að hugsa að slíta
sóknarbandi sínu og fá annan prest,
því að öll klerkleg þjónusta snýst um
þessa sprengju. Sættir milli hjóna
enda í predikun um kjamorkuvá.
Fermingar verða að fyrirlestrum
um atómmálefni. Giftingar að útlist-
un þess, hvemig megi leggja heilu
menningarsamfélögin í rúst á einu
kveldi. Á safnaðarkvöldum er farið
með geigerteljara og söfnuðurinn lát-
inn heyra tikkiö. Hins vegar er ekk-
ert rætt um guðsorö eða náungakær-
leik. Ekki heldur um skylduna aö
verja heimili sitt og fjölskyldu fyrir
árásum illræöismanna eöa að barátt-
an gegn hinum illu öflum (djöflin-
um) standieilíflega.
Ekki efa ég, að prestunum gengur
gott eitt til. Mér er hins vegar spurn:
Er ekki til eitthvað þarfara að berj-
ast fyrir en gegn kjamorkusprengj-
um? Hefur dr. Gunnari Kristjáns-
syni, æðstapresti kjarnorkumanna,
aldrei dottið það í hug að taka upp
raunhæfa baráttu fyrir verndun lífs í
Evrópu og þá ekki síst með því að
skera upp herör gegn hömlulausum
fóstureyðingum? Er hann kannski
hræddur við að missa þá fylgi og
hlustun samtaka um kvennafram-
boð, en þau samtök telja fóstureyð-
ingar helsta takmark hinnar frjálsu
konu og homstein kvenfrelsis?
Og mér er spurn: Getur kirkjan átt
samleiö með fólki, sem byggir lífsýn
sína á þvi, að rétt sé og sjálfsagt að
deyða það líf, sem f ær ekki varið sig?
Er það ekki undarlegt páskahald að
leggjast á bæn meö slíku fólki og
fagna upprisunni, fólki, sem hefur
það að stjómmálamarkmiði, að
óborið líf eigi að vera háð duttlung-
um móður sinnar, hvort það fæðist til
að betra heiminn eða hverfur um
sorptunnur spitalanna.