Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Page 28
k DV. FÖSTUDAGUR 27. APRIL1964. MADNESS—KEEP MOVING: I RÁÐVID ÞUNGLYNDI Madness heldur áfram að koma á óvart. Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að tónlistarform Madness sé í knappara lagi og ætti samkvæmt því að vera búið að ganga sér til húðar fyrir löngu. En það virðist býsna teygjanlegt og hljómsveitin er hreint ekki farin að endurtaka sig í þeim mæli sem við hefði mátt búast. Raunar tel ég að tvær síðustu breiöskífur flokksins séu með því allra besta sem frá Madness hefur komið. Sprellið er að sönnu dálítið í rénun en bæði þessi nýja og sú frá í fyrra eru stútfullar af góðum lögum. Madness strákarnir brúka gamansemina sem sitt helsta tromp út á við og styðja við bakið á spauginu í aldeilis frábærum myndböndum sem ugglaust eiga hvað mestan þátt í vinsældum hljómsveitar- innar. En liprar og frísklegar laglínur eru þó að mínum dómi sá þáttur í fari Madness sem á hvaö mesta aödáun skilið. Það er sama hvar gripið er niöur á þessari plötu: léttleikinn í lag- linunum er á vísum stað með dillandi sveiflu eins og ekkert sé auðveldara í öllum heiminum en semja svona grípandiviðlög! Því má ekki gleyma að Madness er óskaplega bresk hljómsveit — yndis- lega bresk vildi ég segja — og fyrir vikið hefur henni reynst erfitt að hasla sér völl utan heúnalandsins. Hér heima hefur Madness ekki náð góðri plötusölu ef undan er skilin fyrsta platan og Bandaríkjamarkaður viröist henni ákaflega erfiður þó svo „Our House” hafi komist á topp tíu. Hljómsveitin varð svo fyrir því áfalli í vetur að missa hljómborðsmanninn og aðallagasmiðinn, Mike Barson, og Keep Moving ku vera síöasta platan með honum innanborös. Hins vegar segja þeir sem eftir eru á fleytunni að brottför hans þjappi þeim aðeins betur saman og niðurstaöan geti aðeins oröið ein: betri hljómsveit. Madness íhugar nú gerð sjónvarps- þátta í Bretlandi í anda gömlu Monkeesþáttanna (Haircut 100 ætlaði sér það líka) og áform eru uppi um stofnun hljómplötufyrirtækis í eigu Madness. Þaö er sagt að hláturinn lengi lífið. Samkvæmt þeirri forskrift er Madness lífselexír og plötur hennar ættu jafnvel að fást í apótekum gegn framvísun lyf- seðils sem ráð við þunglyndi. 1 spilun 2svar á dag. Geymist þar sem börn ná til- -Gsal CYNDILAUPER - SHE'S SO UNUSUAL: BYRJUN SEM LOFAR GÓÐU Cyndi Lauper heitir ung söngkona sem nýlega hefur kvatt sér hljóðs á vinsældalistum • víða um heim meö laginu „Girls just want to have fun”. Lag þetta er í léttum anda og syngur ungfrúin í þessum hátóna falsettustíl, sem svo mjög tíökaðist vestanhafs í byrjun sjöunda áratugarins. Lagið sjálft er útsett samkvæmt þessari gömlu formúlu svo allt fellur þetta saman eins og flís viö rass. Þessi gamalkunni söngstíll er Cyndi Lauper greinilega nokkuð hugleikinn — eins og reyndar fleiri söngkonum, til að mynda Tracy Ullman — því á þess- ari fyrstu stóru plötu hennar eru nokkur lög í viöbót við „Girls just want UMBOÐSMENN VANTAR STRAX HAFNIR Upplýsingar hjá Magnúsi B. Einars- syni, sími92-6958. BREIÐDALSVÍK Upplýsingar hjá Arnardóttur, sími97-5628. DJÚPIVOGUR Upplýsingar hjá Jónsdóttur, sími97-8916. Steinunni Steinunni SAUÐÁRKRÓKUR Upplýsingar hjá Ingimar Pálssyni, sími95-5654. Einnig eru allar upplýsingar á af- greiðslu D V, Þverholti 11, sími27022. to have fun” í þessum andanum. Þetta er síður en svo neikvætt, lögin öll hin frísklegustu og ef þetta er for- smekkurinn aö því sem koma skal frá Cyndi Lauper þarf hún ekki að kvíða framtíðinni. Að vísu skortir nokkuð hinn persónulega blæ á tónUstina en það kemur eflaust með tímanum. En Cyndi getur sungið fleira en hressileg lög á háu nótunum. Hún syngur angurværar baUöður eins og engiU — minnir mig reyndar nokkuö á hina góðkunnu söngkonu Malanie á stundum — og hefur því aUa burði til að verða eitthvaö meira en stjarna sem kviknar og deyr aö loknu einu lagi. -SþS SHANNON - LET THE MUSIC PLAY: FYRIR DISKOTEKIN Þótt sú tónlist sem vinsælust er á diskótekum sé ekki mikið fyrir eyrað þegar hlustað er eingöngu á hana þá er nú svo aö meðan diskótekin halda lifi verður framleiðslu á þessari annars leiðigjörnu tónUst haldið áfram og nýj- ar stjömur skjóta upp koUinum og flestar gleymast jafnharðan aftur, enda gefur diskótónUstin litla mögu- leika á tónUstarsköpun, þegar tU lengdar lætur, takturinn ræður. Ein ný slík hljómsveit er Shannon og hefur lag af fyrstu plötu hennar, Let The Music Play, notið töluverðra vrn- sælda. Það er titUlag plötunnar. Lagið er hratt og taktfast og melódían auð- lærð og hm ágæta rödd söngkonunnar nýtur sín vel í laginu, I heUd er mest áberandi kvenrödd í lögunum á plöt- unni og minnir söngkonan mig oft á Randy Crawford, sérstaklega þegar farið er út fyrir hinn þrönga veg diskó- tónlistarinnar. Það eru ekki nema átta lög á Let The Music Play. Hið vinsæla titUlag er tví- tekið í aUt of líkum útsetningum og finnst mér helst eins og efnisþurrð hafi orðið og því tekið það ráð að mixa Let 1 The Music Play upp á nýtt. Þau lög nj sem mér finnst mest varið í á plötunni eru þau lög þar sem diskótaktinum er sleppt og útkoman er þá hin þægUeg- astu lög, en sú tónUst er í hreinum minnihluta. Let The Music Play er plata sem mér finnst eingöngu eiga heima á diskótekum eða þá hjá ungu fólki sem æfir dansleikfimi í heimahús- um. ‘ HK Sæl nu! Nokkrir molar ur hcimi rokksins... Eg sá það um daginn að helgarblað DV hafði af því nokkrar áhyggjur hvað hefði orðið af gömlu rokkhetjunum. Þar var meðal annars minnst á Spencer Davis og viö getum upplýst að hann hefur nýlega sungið inn á 2ja iaga skífu með Dusty Springfield. Hún er líka stjarna frá sjötta ára- tugnum... Önnur gömul hetja ríður um popphéruð; heitir Sandie Shaw og er gjarnan berlöppuð. Hún heldur sér í nútimanum og hefur hljóðritað lag frá The Smiths: Hand In Glove... Stóru tónlistarblöðin eru fyrir löngu hætt að birta ein- göngu vinsældalista yfir best seldu smá- og breiðskifurnar. Mest seldu myndböndin hafa fyrir löngu fengið sitt rými í téðum ritum og nýverið hafa blöðin tekið saman lista fyrir vinsælustu forritin. A banda- ríska listanum er Flight Simulator II í efsta sæti en Jet Set Willy á þeim breska... Bolero eftir Ravel er eitt af frægustu klassísku verkum tónbókmenntanna. Lagið hefur verið leikið mikið undanfarið og ástæðan: breska skautaparið Torville & Dean dansaði eftir laginu á ólympíuleikunum um daginn. Núna eru Nick Beggs, söngv- ari KajaGooGoo, og Mulligan / úr Fashion að hljóðrita lagið. Menn velta því fyrir sér hvort hljómsveitin verði látin heita: Fashagoogoo... Og talandi um ólympíuleika. Risarokk verður á ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Þar eiga að koma fram meðal annarra Miehael Jackson, Stevie Wonder, Bob Dylan, Paul McCartney og Julio Iglesi- as... Aðrir stórhljómleikar verða í Hollandi 11. júní, svo- kallað Pink Pop Festival. Þar eru bókaðar: Big Country, Dio, The Pretend- ers, Marillion og Huang Chung... Er breikdansinn á undanhaldi? Þaö er fullyrt i NME að djassdans ryðji sér mjög til rúms á dansgólfum skemmtistaða. Þessi djass- dansarar iðka fótmennt sína við lög giimlu djassistanna: Art Blakey, Dizzy Gillespie, Duke Ellington... Daryl Hall (Hall/Oates) verður með á næstu smáskífu Elvis Cost- ello og Scritti Politti á breiðskífunni sem út kemur i júní. Þessa dagana er Cost- ello í Bandaríkjunum með gítar og treður einn upp í litlum klúbbum. Ætli hann hafi hitt Bubba?... -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.