Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Síða 10
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DV. FOSTUDAGUH 27. APÍtIL/1984. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson „Brjáluöu” mæöurnaráPlaza de Mayo halda áfram mótmælum: Morðingjamir f rá herfor- ingjatímanum enn frjálsir —Seintgenguraö koma lögumyfírþá sem bera ábyrgöina á ógnaröldinni íArgentínu „Brjáluöu mæðurnar” heims- þekktu á Plaza de Mayo í Buenos Aires halda áfram mótmælum sínum þar á hverjum fimmtudegi. Þeir sem töldu aö þær myndu hætta þögulum mótmælum þar þegar lýöræðiö kæmist á í Argentínu hafa haft á rönguaðstanda. Kröfur mæöranna nú eru hinar sömu og þegar þær hófu mótmæli sín nokkra fimmtudaga áriö 1977 fyrir framan bleika ríkisstjómarhöllina. „Hvað varð um börnin okkar?" „Viö viljum fá aö vita hvað varö um týndu börnin okkar,” segir Hebe de Bonafini, formaður samtaka mæöranna. Mæöurnar krefjast einnig að allir sem stóöu aö ofsóknunum, pynting- unum og morðunum á tímum harö- stjómar herforingjanna veröi leiddir fyrir rétt. Mæðumar eru óánægöar meö hversu hægt miðar undir stjóm Raul Alfonsin, hins lýðræöiskjörna forseta landsins. „Hvernig stendur á því aö glæpa- menn einræöisstjómarinnar ganga lausir ennþá, fjórum mánuöum eftir að lýöræöi komst á?” spyr Hebe de Bonafini. Skýring hennar er sú aö kúgunarkerfiö sé enn við lýöi undir sauöargæra lýöræöisins. Seinvirkt réttarfar Ymsar aörar mannréttinda- hreyfingar í Argentínu em ekki eins haröar í gagnrýni sinni á núverandi valdhafa og mæöumar og telja þær of ósveigjanlegar. Allar eru hreyfingamar þó sammála um aö réttarfarið í landinu er allt of sein- virkt og þær gagnrýna allar Raul Alfonsin fyrir aö hafa látiö dómstóli Fjórir mánuöir eru nú liðnir frá því að lýðræði komst á í Argeniínu en mæðuraar á Plaza de Mayo í Buenos Aires halda mótmælum sínum áfram þrátt fyrir þaö og kref jast þess að fá vitneskju um hvað orðið hafi um böra þeirra. hersins eftir að dæma. Á þann hátt vildi forsetinn gefa hernum sjálfum tækifæri til aö koma á reglu og rétt- læti í sínum rööum og komast þar með hjá auknum klofningi og hefndum. „En þaö eru ekki margir sem treysta því aö herinn hafi áhuga á réttlæti. Auk þess teljum við að þaö sé andstætt stjómarskránni aö þeir séu dæmdir af eigin dómstóli.” Þaö segir Emilio Mignone, einn þekktasti Sænska stúlkan Dagmar Hagelin. Hún er ein hinna „horfnu”. Mál hennar hefur vakið mikla athygli ekki síst fyrir þá sök hversu einarðlega faðir hennar hefur gengið fram í að afla upplýsinga um örlög hennar. Hann hefur nú sest að í Argentínu tii að auðvelda sér baráttuna fyrir því að uppiýst verði hvað varö um dóttur hans og að þeir sem bera ábyrgð á hvarfi hennar verði leiddir fyrir rétt. mannréttindalögfræðingur í Argen- tínu. Aifonsin er of linurl „Raul Alfonsin er allt of linur,” segir Emilio Mignone. „Það þýðir ekki gegn hermönnum sem skilja ekkert nema hörku. 153 ár höfum viö búið við síendurtekin afskipti hersins af stjóm landsins. Ef viö dæmum ekki liösforingjana fyrir brot þeirra núna þá fáum viö aldrei frið og ró í Argentínu og þá er hætta á aö herinn náivöldumá ný. Herinn í Argentínu álítur sig hafinn upp yfir almenning. Hann er sérréttindahópur í hersamfélagi. Nokkum veginn eins og aöallinn í Evrópuá 16. öld. Þetta hefur gengiö svo langt aö fólk lítur á þaö sem eðlilegan hlut og lætur forréttindi hersins sig engu varöa,” segir Mignone lögfræðingur. Alfonsin forseti lét þaö veröa eitt sitt fyrsta verk eftir aö hann tók við völdum í desember síöastliðnum að lýsa því yfir aö herstjórnimar þrjár sem fóru meö völdin í Argentínu á ár- unum 1976 tii 1982 yröu leiddar fyrir rétt. Þarna er um aö ræöa níu hers- höföingja og aðmírála. Þrír þeirra eru fýrrverandi forsetar: Jorge Videla, Roberto Videla og Leopoldo Galtieri. Herforingjarnir ganga enn lausir Réttarfarsleg rannsókn er hafin í málum þeirra í þeim herdómstóli sem kallaður er Æðsta herráöiö. En fyrrverandi forsetarnir þrír ganga enn lausir. Aöeins einn af níu með- limum herstjórnanna hefur veriö fangelsaður, þ.e. Emilio Massera, fy rrum yf irmaöur sjóhersins. Massera var handtekinn af almennum dómstóli. Þannig var því einnig variö meö Reynaldo Brig- none, síöasta forseta herstjórnanna. Aðeins tveir háttsettir liösforingjar hafa veriö handteknir af herdómstólnum samkvæmt skipun Alfonsin forseta: Ramon Camps, fyrrum lögreglustjóri í Buenos Aires, og Ruben Chamo, for- stööumaður tækniskóla s jóhersins. Ramon Camps var handtekinn eftir að hann haföi viðurkennt í blaðaviðtali að hann bæri ábyrgö á að meira en fimm þúsund manns voru tekin af lífi í „óhreina stríðinu” á siöasta áratug. Sænsk stúlka í hópi hinna týndu Chamorro aðmíráll ber ábyrgöina á morðum og pyntingum sem áttu sér staö innan veggja skóla sjóhers- ins þar sem sænska stúlkan Dagmar Hagelin var fangelsuö í hópi fimm þúsund annarra. Hún er í hópi hinna „týndu” og hefur mál hennar vakið mikla athygii, ekki síst fyrir þá sök hversu einarðlega Ragnar faöir hennar hefur gengið fram í því aö fá vitn- eskju um örlög hennar. Ragnar Hagelin er nú búsettur í Buenos Aires og hann segist gera sér vonir um að handtaka Chamorro muni leiöa til þess aö hann fái loks vitneskju um hvaö varö um Dagmar dóttur hans eftir aö henni var rænt fyrir rúmum sjö áram. En réttarfarið er seinvirkt. Ennþá hefur enginn þeirra sem bera ábyrgð á ógnaröldinni hlotið dóm. Margir liösforingjar hafa neitað aö bera vitni fyrir dómstólum og borið því við aö þeir vilji ekki afhjúpa „hemaöarleyndarmál”. Meira en hundraö pólitískir fangar frá tímum einræðisstjómanna sitja enn í fang- elsum. Vitnisburðir streyma inn Samtímis streyma inn nýir vitnis- buröir um ofbeldiö á síöasta áratug. Nefnd sú sem núverandi rikisstjórn setti á stofn til aö rannsaka mál „horfinna” manna hefur fengiö í hendur ákærur í meira en þúsund nýjum málum sem mannréttinda- hreyfingarnar þekktu ekki til. Talsmaður nefndarinnar segir aö vitnisburöir um kringum fjögur þúsund „horfna” hafi borist henni. Hann viöurkennir aö þaö gæti bent til þess aö sú tala sem mannréttinda- hreyfingamar hafa talað um í þessu sambandi, þ.e. allt aö 30 þúsund „horfnir”, sé ýkt. Nefndin hefur engin völd Nefndin hefur engin lagaleg völd. Hún getur ekki þvingað neinn til aö bera vitni eöa láta af hendi skjöl. I lok júní mun nefndin — þar sem hinn heimskunni rithöfundur Emesto Sabato er formaöur — skila skýrsiu sinni til forsetans. „Við höfum ekkert á móti nefnd- inni. Þeir sem þar sitja eru heiðar- legt fólk. En við hefðum fremur viljaö nefnd er kosin hefði veriö af þinginu og hefði völd,” segir mann- réttindalögfræöingurinn Emilio Mignone. „En Raul Alfonsin vildi þaö ekki,” bætir Mignone viö. „Þess vegna teljum viö aö þaö sé munur á orðum hans og geröum. Ef þetta heldur áfram svona hljóta íbúar landsins aö missa viröinguna fyrir ríkisstjórninni.” Mignone gagnrýnir einnig herdóm- stólinn fyrir hversu starf hans gangi seint. ,,Aukþess hefur honum ekki tekist á fjórum mánuöum aö fá fram vitni í málum meira en 250 horfinna manna. Þaö sýnir að fólk treystir herdómstólnum ekki og telur þaö ekki ómaksins vert aö fara þangað. Þaö er líka ómögulegt og fáránlegt aö öll mál er varöa ofbeldi hersins skuli tekin tii meöferöar hjá einum og sama dómstólnum. Ruglingurinn er mikill í réttarkerfinu,” segir Mignone ennfremur. Enn er eftir aö s já hvort einhver jir dómar veröa felldir og hverjir þá muni veröa dæmdir. I augum flestra Argentínumanna er þetta þó ekki aöalvandamáliö. Erfiöleikarnir og ringulreiöin í efna- hagsmálum þjóðarinnar snertir iangtum fleiri. Og talsmaður mann- réttindahreyfinganna verður aö viðurkenna að áhuginn á hugöar- efnum þeirra hefur minnkaö. að koma lögum yfir þá sem sekir eru um morð, mannrán og pyntingar frá því á ógnaröld herforingjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.