Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1984, Page 8
8 DV: FOSTUDAGUR 27. -APRIL1984: GARÐALAND — TIL LEIGU Garðaland, fullunnið, 8 hektarar, girt, ásamt góðri kartöflugeymslu. Upplýsingar í síma 99-5139 eftir kl. 16. Framtíðarstarf Nýtt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar eftir tveimur starfskröft- um til að vinna við vélar og meðferð matvæla. Þekking á mat- vælameöferð æskileg. Nokkur kunnátta í ensku er nauðsynleg vegna þjálfunar erlendis. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf í næsta mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á traustri vinnu sem krefst nákvæmni og samviskusemi. Þeir sem hafa áhuga á starfinu og vilja kynna sér það nánar eru beðnir að senda nöfn sín ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf til auglýsingadeildar DV fyrir 1. maí nk. merkt „Þrifalegtstarf nr. 1111”. Skrifstofustarf Sama fyrirtæki óskar jafnframt eftir starfskrafti á skrifstofu hálfan eða allan daginn. Viökomandi þarf aö hafa reynslu í skrifstofustörfum, svo sem vélritun, meðferð reikninga og bókhaldi. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf sem tekur inn á alla starfsemi og uppbyggingu fyrirtækisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýs- ingadeild DV fyrir 1. maí nk. merkt „Skrifstofustarf nr. 1111”. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Hraunbæ 50, þingl. eign Kristmundar B. Hannessonar, íer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Jóns Þorsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 30. apríl 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Mýr- arási 12, þingl. eign Helga Þórs Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 30. apríl 1984 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta í Brautarholti 18, þingl. eign Vilhjálms Ósvaldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 30. april 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Skólavörðustíg 42, þingl. eign Ragnars Guðmunds- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Guðmund- ar Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 30. april 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Hraunbæ 80, þingl. eign Ingólfs Kristjánssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 30. apríl kl. 16. Borgarfógetembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Eyktarási 26, þingl. eign Brynjólfs Markússonar o.fl., fer fram eftir kröfu Hákon- ar Árnasonar hrl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 30. apríl 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Rauðarárstig 5, þiqgl. eign Stefáns Jökulssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og Helga V. Jónssonar á eigninni sjálfri mánudaginn 30. april 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Neytendur Neytendur Neytendur Nú eru aftur hafnar aðgerðir vegna framkomu kókframleiðenda í Guatemala. Aðgerðir gegn Coca-Cola: SALAN STOÐVUÐ ÍNOREGI Samkvæmt frétt í norska dagblaö- inu Dagbladet getur svo farið að hótel og veitingastaöir þar í landi hætti sölu á gosdrykkjum frá Coca- Cola. Ástæðurnar fyrir þessu eru að- gerðir gegn framleiöendum þessa drykkjar. I fréttinni er þess getið að tekin hafi verið ákvörðun um að sniðganga öll viðskipti við kókframleiöendur. Þetta sé alþjóðleg ákvörðun og studd af verkalýösfélögum víðs vegar um heim. Þessar aögerðir eru til aö styðja baráttu verkamanna í kók- verksmiðju í Guatemala. Forráða- menn verksmiðjunnar vilja leggja niður framleiösluna og benda á slæman efnahag. Þetta telja verka- ■mennirnir hins vegar vera hina mestu firru og segja að þessi ákvörð- un sé tekin til að bola burt þeim verkamönnum sem eru í verkalýös- félögum. Rökin sem verkamennimir færa fram eru studd af alþjóðamat- vælasamtökunum RJF. Félag starfs- fólks í veitingahúsum í Noregi hefur lýst yfir stuðningi við þessar aðgerð- ir og ef að líkum lætur getur svo farið að hætt verði að selja kók á hótelum og veitingastöðum þar eftir 7. maí. Mikið drukkið af kóki I þessari sömu grein er einnig sagt frá útbreiðslu þessa gosdrykkjar. Hann er seldur í 145 löndum og fram- leiddur í 70 löndum. Á hverjum degi eru drukknar 300 milljónir flaskna af kóki. Norðmenn einir 90 milljón lítra á ári. Kókdrykkurinn er því einn sá mest seldi í öllum heiminum. For- stjóri kókverksmiöjunnar í Noregi segir að ástæðan fyrir því sé sú að fólk verði aldrei leitt á bragðinu af kóki. önnur ástæða fyrir þessari miklu útbreiðslu getur einnig veriö öflug söluherferð. Kókfyrirtækiö framleið- ir á hverju ári fjölmargar auglýs- ingamyndir sem kosta um 2 milljónir hver. I þessum myndum tekur þátt ungt og fallegt fólk sem kemur á framfæri boöskapnum um að kók sé hinn eini og sanni drykkur. -APH EKKERT HEYRT UM ÞESSAR AÐGERDIR segja verkalýðsleiðtogar hérlendis „Það hafa ekki borist til okkar fréttir um þessar aðgerðir,” sagði Bjami Jakobsson, formaður verka- lýðsfélagsins Iðju, er DV spuröi hann hvort einhverjar aðgerðir væru væntanlegar af hálfu íslenskra verkalýðsfélaga. Bjarni sagði að Iðja væri óbeinn aöili að alþjóöamat- vælasamtökunum og hefði ekkert borist frá þeim í sambandi við þetta mál. Hann sagði aö fyrir fáeinum árum hefði komið áskorun frá þessum samtökum um svipaðar aðgerðir gegn Coca-Cola en ekkert varð úr þeim vegna þess að það leystist úr þeim deilum sem voru ástæður fyrir þeim þá. Sömu sögu var einnig að heyra frá ASI og Félagi starfsfólks á veitinga- húsum. Þar haföi enginn heyrt um þessar fyrirhuguðu alþjóölegu að- gerðir gegn Coca-Cola framleiðend- um. -APH Innlendar komblöndur Góður morgunverður er máltíö sem við búum að allan daginn. Þess vegna er vert að vanda vel til þeirrar máltíð- ar. Komblöndur úr lífrænt ræktuðu komi eru næringarríkar og vítamín- auðugar og verða þvi æ vinsælli á morgunverðarborðið. Margar komblöndur em á markaðn- um, aðallega erlendar. Þó hafa inn- lendir aöilar haslað sér völl á markaðnum og hafið framleiðslu af þessu tagi. Nýlega kom á markaöinn granola og múslí frá félögum í Ananda Marga sem standa að Kornmarkaðn- um. 1 báöum kornblöndunum er hafra- mjöl, bygg, hveitiklíð, valsaður rúgur, valsaðir hafrar, kókosmjöl, hveiti, sól- blómafræ, sesamfræ, rúsínur og hnetur. En í granola-blöndunni er jafn- framt sólblómaolia og hrásykur, en það er sykur sem inniheldur einstaka snefilefni eins og til dæmis jám, vegna þess að hann hefur ekki verið hvít- hreinsaöur. I granola er korniö ristaö en óristaö í múslí og í því siöarnefnda eru döðlur. Þessar komblöndur eru ágætar með mjólk og einnig í súrmjólk og jógúrt. Múslí er prýðilegt í grófbrauðabakst- ur og granola í eftirrétti, til dæmis eplaköku. Að sögn Ingibjargar Karlsdóttur, eins aðstandenda komblöndufram- leiðslunnar, er enn ein kornblandan væntanleg á markaðinn á næstunni. „Framleiðslan var meöal annars hafin til aö f jármagna byggingu leikskóla en við höfum fengið úthlutað lóð i Skerja- firði og framkvæmdir hefjast í maí- lok,” sagði Ingibjörg komframleið- andi. Svo er auðvitað annar tilgangur með framleiöslu heilsukomsins og hann er sá að auka framboö á hollustuafurðum ámarkaðnum. -ÞG Hér er unniö við pökkun á Granola og Músii, kornbiöndum sem félagar i Ananda Marga hafa nýlega komið á markað. 300 g poki af Granola kostar 40 krónur og sama magn af Músli kostar32krónur. - -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.