Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 7
DV. MIÐVKUDAGUR 2. MAl 1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Afgreiðslutími verslana: HVER ER REYNSLA KAUPMANNANNA? Líklega er enn í fersku minni margra sú umræöa sem átti sér staö um afgreiðslutíma verslana í Reykja- vik í lok seinasta árs. Margir kaup- menn töldu þá aö þeir væru orðnir hálf- utanveltu hvaö snerti afgreiðslutím- ann. Flest bæjarfélög á höfuöborgar- svæöinu heimUuöu verslunum aö hafa mun rýmri afgreiöslutima en var þá í Reykjavík. Reykvískir kaupmenn töldu aö meö slíku fyrirkomulagi væri veriö aö færa viðskiptin út fyrir borg- armörkin. Einnig væru viöskiptahættir neytenda orðnir aðrir. Nú væri ekki eins mikið af heimavinnandi húsmæðr- um sem sæju um hin daglegu innkaup. Fjölskyldan kysi fremur að gera inn- kaupin um helgar og þá jafnvel að fara ÖU saman í verslunarferöina. En þaö voru skiptar skoöanir á þess- um málum og töldu sumir aö ef af- greiöslutíminn yrði rýmkaöur myndi þaö bitna á vöruveröinu. En svo fór að lokum aö heimUaö var aö verslanir gætu haft lengri afgreiðslutíma. Leyfi- legt var aö haf a opiö til kl. 20.00 mánu- daga tU fimmtudaga, tU 22.00 á föstu- dögum og frá kl. 9.00 til 16.00 á laugar- dögum. En hver er reynsla kaupmanna af þessu breytta fyrirkomulagi af- greiöslutimans? Viö höfðum samband við nokkra kaupmenn og heyrðum í þeim hljóðið. Mun meiri sala „Eg er fylg jandi þessum afgreiðslu- tíma þó svo aö ég kysi að eiga meira frí. Eftir aö afgreiöslutíminn var rýmkaöur höfum viö fengið mun meiri sölu og hefur þetta því skilaö sér vel. Nú er mUdu meira um þaö aö f jölskyld- an komi á laugardögum til að versla,” sagði Hrafn Bachmann, kaupmaöur í versluninni Kjötmiöstööinni. Hrafn sagðist ekki óttast að rýmkun afgreiöslutímans heföi í för með sér að vöruverð ætti eftir að hækka. Samkeppnin komin út í öfg- ar Hrafn sagöi aö samkeppnin miUi matvörukaupmanna væri komin út í öfgar. Þaö hlyti að enda meö því að einhver hluti þessara verslana yrði aö leggja upp laupana. Hann sagöi aö margir kaupmenn væru nú aö hugsa alvarlega um þaö aö koma sér út úr þessum rekstri og fara yfir í aörar at- vinnugreinar. Nú væri verið að selja vörur á aUt of lágu verði. Eftir nokkur ár ætti veröiö eftir aö hækka aftur en þá heföu nokkrir kaupmenn helst úr lestinni. Fólk þarf ekki að flýta sér við innkaupin „Viö höfum góöa reynslu af því að hafa opið til kl. 19.00 á virkum dögum. Fólk hér í Breiðholti virðist nota þenn- an tíma til að versla. Aður þurfti það að stökkva úr vinnunni í næstu verslun og gera innkaupin i hasti. Nú gefst þvi nægur tími til aö versla í sínu eigin hverfi eftir vinnu og þarf ekki að vera aö flýta sér,” sagöi Gunnar Snorrason, kaupmaöur í Hólagaröi í Breiðholti. Laugardagsverslunin hefur ekki kom- iö eins vel út hjá honum og fer mesta verslunin fram á tímabilinu frá 14—16. Gunnar sagöi að þaö væri ekki fráleitt aö laugardagsopnunin yröi frá 10—14. Fólk heföi frí á laugardögum og væri þessi afgreiöslutími nægilega langur. Svo virtist vera aö það væri nokkuö sama hversu langur afgreiöslutiminn væri á laugardögum, flestir kæmu og versluðu rétt fyrir lokun. Greiðslukort og afgreiðslu- tími hafa áhrrf á vöruverð ,,Eg hef margsinnis sagt aö sú greiöslubyröi sem hvílir á kaupmönn- um i sambandi viö greiöslukortin eigi eftir aö hafa áhrif á vöruverðið. Lengri afgreiðslutími eykur rekstrarkostnaö- inn og getur einnig haft áhrif á vöru- veröiö,” sagöi Gunnar. Gunnar sagði einnig aö samkeppnin væri orðin svo hörð og líklega yröu ein- hverjir kaupmenn undir í þessari sam- keppni. Það væri nauösynlegt aö hafa virka samkeppni. Hún skapaöi aöhald og orsakaöi lágt vöruverö en hún yröi þó að vera í einhverju jafnvægi. Það jafnvægi ætti eftir aö komast á fljót- lega. Höfum náð auknum við- skiptum „Viö erum mjög ánægöir meö þenn- an nýja afgreiöslutíma. Viö höfum tví- mælalaust náö auknum viöskiptum. Hjá okkur koma laugardagamir best út. Nú kemur öll f jölskyldan og verslar á þessum tíma og er greinilegt aö fólk gefur sér betri tíma til að versla. Og meö því erum viö sannfærðir um að viöskiptavinir okkar gera betri inn- kaup,” sagöi Gísli Blöndal í Hagkaupi. Hann sagöi einnig að sú heimild fyrir núverandi afgreiöslutíma rynni út þann 1. júní og ekki væri enn ákveöið hvert framhaldið yrði. Hann taldi lík- í fyrstu gekk nokkuð erfiðlega að byrja með nýjan afgreiðslutíma og þurfti lög- reglan að loka verslunum sem reyndu að hafa opið í trássi við lögin. legt að þaö yrði lokaö á laugardögum í milli 18 og 19 hefur stórlega aukist hjá okkur,” sagöi Stefán Friöfinnsson I Vörumarkaðinum. Hann minntist einnig á aö fólk verslaði í meiri ró- legheitum en veriö heföi áöur. Þessi af- greiðslutími ætti fyllilega rétt á sér og þeir hjá Vörumarkaöinum vildu fyrir engan mun hverfa til gamla af- greiöslutimans. APH. sumar. Hefur mælst vel fyrir „Eg held aö meö þessum afgreiöslu- tíma hafi verið farið langleiöina meö aö svara þeim kröfum sem viðskipta- vinimir gera. Viö höfum orðiö varir viö aö hann hafi mælst vel fyrir. Verslun á AUKIÐ HAPKVÆMNINA VIÐ MALMSUÐU NÝR VALKOSTUR í 5TAÐ BASÍSKRA RAFSUÐUVÍRA Nú býöst hagkvæmari og ódýrari aöferö til málmsuðu í stað basískra rafsuöuvíra, hinn nýi „ Dual Shield 11“ flúx fylltur rafsuöuvír frá Alloy-Rods/Smitweld. HELSTU KOSTIR: Lágt vetnismagn í suðu I suðumálmi „Dual Shield II" rafsuðuvírs er vetni venjulega minna en 0.03 ml/g suðumálms. Þetta er mjög lágt vetnismagn og lægra en það sem almennt er í suðumálmi venjulegs basísks rafsuðuvírs. Hátt höggþol suðumálms „Dual Shield ll“ tekur minni raka í sig en venju- egur rafsuðuvír og hefur auk þess mjög hátt höggþol. Höggþol (Charpy-V) -45°C Dual Shield II 70 (samsvarar E-7818) 34 Joule Dual Shield II 80 Ni 1 (samsvarar E-8018-C3) 68 Joule Dual Shield 90K2 (samsvarar E-9019-M) 41 Joule Dual Shield II 100 (samsvarar E-10018-M) 41 Joule Dual Shield 11110 (samsvarar E-11018-M) 34 Joule Flúx fylltur vír er ódýr og _________hagkvæmur__________________ Lækkið kostnaðinn við málmsuðu, notið flúxfylltan vír. Dýrasti þátturinn við málmsuðu er vinna, þ.e. launakostnaður. Ef soðið er með „Dual Shield II" flúx fylltum rafsuðuvír þá minnkar þessi kostnaður. Ástæðan er sú að Ijósboginn sem myndast er heitari, gefur betri innbrennslu og meiri niður- bræðslu suðumálms en við suðu með venju- legum rafsuðuvír. í Bandaríkjunum var gerður samanburður á venjulegumrafsuðuvír(E-8018-C 3 0 4,0mm) og Dual Shield II 80Ni1 flúx fylltum rafsuðuvír. Tölurnar eru í dollurum og miðað er við vinnulausn/stjórnuná20dollara/klst(jan.'83). ( súluritunum hérfyrirneðan, séstgreinilega hvernig kostnaðurinn skiptist og hversu mikið unnt er að spara með notkun flúx fyllts vírs. Tölurnar í súluritinu eru meðaltalstölur. Dollarar/pundaf suðumálmi m Húðaður rafsuðuvír $ 22,66 (E-8018C3,5/32“) Dual Shield II Flux fylltur vír $11,96 (D/S 11 80 Ni 1, .045“) ■ Vinna/stjórnun □ Efniskostnaður $2.89 s $1.23 SiNDRA „Dual Shield M“ flúx fyllti vírinn er einkaleyfis- framleiðsla Alloy-Rods/Smitweld STALHR Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.