Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAI1984. 11 Magnús Jóhannesson, settur siglingamálastjóri. D V-m ynd EÓ. ,VBNNUM DAGLEGA AÐ FRAMGANGI ÖRYGGISMÁLA SJÓMANNA’ —segir Magnús Johannesson siglingamálastjóri „Viö vinnum daglega að framgangi öryggismála sjómanna, til dæmis með endurskoðun á reglugerðum um þessi mál, og þannig má nefna aö nú eru á loka- stigi hjá okkur nýjar reglur um eld- vamir í fiskiskipum,” sagði Magnús Jóhannesson, settur forstjóri Siglingamálastofnunarinnar, í sam- tali við DV en stofnunin hefur aö undanförnu verið nokkuð í fréttum vegna umræðna þeirra sem spunnist hafa um öryggismál sjómanna og deilna um s jálfvirkan sleppibúnað. Magnús var settur forstjóri stofnunarinnar til sex mánaöa þann 1. febrúar sl. í fríi Hjálmars Bárðar- sonar. Hann vann áður sem deildar- stjóri hjá stofnuninni, í alþjóöa mengunardeild, og hafði verið það um tveggja ára skeið eða frá því að starfsemi stofnunarinnar var endur- skipulögð og henni skipt í fjórar deildir, skrifstofudeild, skipa- skoöunardeild, tæknideild og alþjóða mengunardeild. „Annað sem við erum með til skoöunar hjá okkur nú er hvernig hugsanlega yrði staðið að lögleiöingu á flotgöllum/björgunarbúningum um borð í skipum og er þetta á döf- inni hjá okkur. Einnig er unnið aö staðfestingu á alþjóðasamþykkt um öryggi fiskiskipa 24 m og lengri, sem gerö var 1977 á Spáni, en forseti ráðstefn- unnar þar, sem samdi samþykktina, var Hjálmar Bárðarson. Samgöngu- og utanríkisráðuneytið eru nú með þetta mál á lokastigi,” sagði Magnús er við spurðum hann um hið helsta sem stofnunin væri að vinna aö núna. Hann bætti því svo við að auk framangreinds mætti nefna að nú væri að taka gildi alþjóðasamþykkt um lágmarksmenntun sjómanna og væri verið að athuga hvernig það kæmi heim og saman við þá menntun sem íslenskir skipstjórnarmenn fá og hefði Siglingamálastofnunin því óskaö eftir upplýsingum frá skóla- stjórum vegna þess. Varðandi þá gagnrýni sem stofnunin hefur sætt í „sleppibún- aöarmálinu” segir Magnús aö hann telji hana ekki á rökum reista. , ,Eg tel aö ef hægt er að tala um að þetta mál hafi gengið verr en talað var um í upphafi þá séu margir aðilar sem hafa átt þátt í því,” sagði Magnús. ,,Stofnunin sem slík getur ekki haft áhrif á framleiðendurna á þessum útbúnaði en það má gagnrýna stofn- unina fyrir að hafa ekki sett hnefann í borðið strax og þá hreinlega stööv- aö stóran hluta flotans í árslok 1982 er búið var að setja reglugerðina um þessi mál. Þá var rætt við hags- munaaðila, þá sem staöiö höfðu að reglugerðinni og voru allir sammála um að ekki væri raunhæft aö stöðva stóran hluta flotans en okkur er svo legiö á hálsi fyrir aö hafa ekki gert það.” Næstu skref í þessu máli kvað Magnús vera þau aö koma upp sjálf- virkum sleppibúnaði í öll skip fyrir 1. septembernk. ,,Eins og málin standa er þaö fyrst og fremst sjálfvirkur sleppibúnaður sem vantar í skipin en bæði vél- smiðjan Þór og 01. Olsen framleiöa slikan búnaö og framleiðslugeta þeirra virðist vera þannig að þetta ætti að vera hægt, ” sagði Magnús. „Okkar eftirlitsmenn hafa fengið fyrirmæli um að fylgja þessu eftir en það er á valdi skipseigendanna að setja búnaöinn upp.” -FRI. Lóðaumsóknir í Garðabæ: Fjöldi ungs fólks sækir um lóðimar „Þaö voru upphaflega ljósrituö sextíu eintök af umsóknareyðublöðum og ég held að ég megi segja aö þau hafi farið á fyrstu tveimur tímunum,” sagöi Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garöabæ, en á föstudag höfðu borist 120 umsóknir, og þar af 11 umsóknir um raðhúsalóðir. Garðabær hafði auglýst 17 einbýlishúsalóðir og 15 raðhúsalóðir til umsóknar fyrir fólk yngra en þrítugt. Lóðir þessar eru fyrir neðan Búðahverfi í Garöabæ. „Gatnagerðargjöldum er haldiö í lágmarki og fólki er gefinn kostur á aö greiða þau á fimm árum og við gerum það að skilyrði að ekki veröi eigenda- skipti á lóö á þeim tíma. Það er ekki ætlunin að fólk taki svona ódýrar lóðir og braski með þær,” sagöi Jón. „Hug- myndin með þeim langa byggingar- tíma sem er á þessum lóðum er aö menn geti byggt sjálfir og hjálpaö hver öðrum.” Umsóknarfrestur um lóðirnar rann útáföstudag. -SGV. TAKIÐ EFTIR Höfum tekið að okkur sölu á ofnum fyrir PANELOFNA hf.f Kópavogi. Gerum tilboð samkvæmt teikningum yður að kostnaðarlausu. Sími sölumanns er 28693. Einstakir greiðsluskilmálar á öllum byggingarvörum. Allt niður í 20% útborgun og lánstími allt að sex mánuðum. BYGGlWGflVÖRÖRl Byggingpvörur. 28—600 Harðviðarsala...... 28-604 Sölustjóri. 28-693 Gðlfteppi...28-603 Málningarvörur og verkfæri. 28-605 Skrifstofa. 28-620 Flisar- og hreinlætistæki. . . 28-430 HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) ----------------------- Aldrei meira úrval af kommóöum Litir: Fura, tekk. 6 sk.fura 2.998 5 sk. fura 2.616 4 sk.fura 2.280 3. sk.fura 1.980 Breidd 80 cm. Dýpt 40 cm. Hæð 56 til 101 cm. Á| 4sk.jr. 1.980 8 sk. jr. 2.878 Breidd 45 cm. Dýpt 40 cm. Hæð 71 og 131 cm. Opið laugardaga kl. 10-14. SUnflBHÚSiffi Háteigsvegi 20 - Sími 12811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.