Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MlÐVKUDAGtJK 2. ÍÍÁf Í9ó4. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS p'jÖLMIÐLUN HF. Stjbrnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. Framkvæmdáátjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstiórar; JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. , Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeífunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Undanbrögó Framsóknar Framsókn hefur brugöiö fæti fyrir endurbætur á hinu illa sjóöakerfi. Þeir koma í stað þess með málamyndatil- lögur og drepa málinu á dreif. Meirihlutafylgi er vafalaust í landinu fyrir því aö Framkvæmastofnun verði lögð niður. Æ fleiri hafa séö, að tilvist stofnunarinnar er af hinu illa. Þar hafa löngum setið pólitískir kommissarar og útbýtt stórum fúlgum af almannafé til gæöinga. Útkoman hefur orðið, að fjár- magnið gengur ekki til arðvænlegra hluta. Við það verða þjóðartekjur okkar minni en ella, sem þýðir til dæmis lægra kaupgjald í landinu. Sjálfstæðismenn hafa að undanförnu fylgt þeirri stefnu, að þetta bákn skuli burt. Flestir aðrir flokkar hafa mælt með því sama með ýmsum hætti, nema þá fram- sóknarmenn. Við stjórnarmyndun eftir kosningarnar gáfu framsóknarmenn þó undir fótinn með endurbætur á sjóöakerfinu. Nefnd stjórnarliða var skipuð til að kanna málið og gera tillögur. I ljós hefur komiö, að framsóknarmennirnir í sjóða- nefnd settust þar eingöngu til að eyða málinu. Sjóðanefnd stjórnarliða hefur klofnað. Sjálfstæðismennirnir leggja til, að Framkvæmastofnun verði lögð niður. Sérstakri byggðastofnun verði komið á fót. Sjóöakerfið verði ein- faldað og sjóðirnir gerðir að ábyrgðarsjóðum. Banka- kerfinu verði falin öll lánastarfsemi. I tillögum framsóknarmanna felst einvörðungu mála- myndafækkun sjóða. Þeir vilja ekki ganga lengra en að segja, að „stefnt skuli að” afnámi Framkvæmdastofnun- ar. Sjálfur „kommissarinn”, Tómas Árnason fyrrum ráöherra, settist í þessa nefnd. Kommissarinn hyggst sjá til þess, aðFramkvæmdastofnun blífi. Flækja sjóðakerfisins kostar landsmenn drjúgan skild- ing í tapaöri framleiðslu. Hið rétta er að fela bankakerf- inu lánastarfsemi. Slíkt væri í takt við yfirlýsingar þeirra ráðamanna, sem vilja, að hætt verði að veita sjávarút- vegi og landbúnaði sérstök fríðindi eða styrkja óarðbær gælufyrirtæki í iðnaði. Framsóknarmenn segjast vera menn nútímans. I þessu máli reynast þeir steinrunnir afturhaldsmenn. Umbótahreyfingin er sterk. Það er athyglisvert, þegar gamall kerfiskarl eins og Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra lýsir því yfir, að hann muni ekki framar verða i einu þingmaður og framkvæmdastjóri í Framkvæmda- stofnun. En betur má, ef duga skal. Komið er fram, að framsóknarmenn ætla ekki að taka þátt í verulegum umbótum á sjóöakerfinu. En væntan- lega er þó meirihluti til a ðger ða. Hart væri, ef úrbætur strönduðu því á framsóknarfor- ystunni. Hér er á ferö slíkt þjóðþrifamál, að sýnt er, að taka þyrfti fram fyrir hendur framsóknarmönnum. Hið fyrsta þarf að láta á reyna, hvort ekki er nauðsyn- legur þingmeirihluti til úrbóta. Landsmönnum er betur ljóst en áður hve fjármagnið er takmarkað. Við komumst ekki úr öldudalnum í lífs- kjörum nema kerfið sé tekið taki. Ella halda stórar fúlgur fjármagnsins áfram að ganga til viðhalds óarðbærs reksturs flokksgæðinga víða um landiö. Við höfum sízt efni á því eins og komið er. ............... Haukur Helgason. TÍMINN A TÍMAMÓTUM Ekki tók regnguöinn sér helgar- leyfi á Suöurláglendinu nú fremur en endranær, því strax í morgunsáriö á laugardag, sendi hann kalda skúr innyfir ströndina, yfir strigagrátt landiö og yfir fólkiö er gekk hálf sof- andi til vinnu sinnar, til þess aö leggja seinustu hönd á vertíðina. Það haföi verið í töm, en tarnir í fiski eru nú fremur sjaldgæfar, sem er slæmt. Ekki af því aö maður sé hlynntur þrældómi, heldur er þaö hitt, að törn- um fylgir oft viss þjóðernisleg vellíöan. Menn veröa þreyttari um stund, en hafa í leiðinni þá góöu tilfinningu aö þeir séu tslendingar ennþá, en ekki aöeins framlenging í banka. Ekki haföi svosum veriö neinn landburöur af fiski, Netabátarnir með 2—3 tonn af þorski, en svo var það ufsi og grindhoruð ýsa, enda eru bátamir nú að byrja aö taka upp. Ætla á troll, sem hefur gefist betur en þorskanetin á þessari vertíð. Tog- bátar hafa einhverja rein ennþá viö ströndina, þótt opinber landhelgi sé annars 200 sjómílur, og veiöivon okkar sé nú meira bundin hrygningu ígulkersins og seiöum í rækju, en þeim Hraunadraugum, er áður stóðu undir vertíðum og þilskipum viö landiö. Nál er nú komin í tún á samlags- svæöinu og margt sem bendir til þess aö sumariö sé aö koma, annaö en hinar miklu hitamælingar á Noröur- landi, þar sem hiti í forsælu hefur komist yfir tuttugu gráöur; dag eftir dag. Ekki aöeins á Akureyri og á Eyvindará, heldur líka austur á fjöröum, þar sem laufin á trjánum springa út meö smellum, eins og maðurinn sagöi, meöan viö hér verðum aö horfa upp á blautt þráösef og vatnsögn, og svo er mófuglinn ekki einu sinni byrjaður aö syng ja. Um helgina voru mörg mál á dag- skrá aö venju. Menn ræddu um 1. maí, þá tveggjapostulamessu, sem sá dagur er aö veröa í fleiri skilningi en einum. NT í páskalitunum Eitt helsta umræðuefni manna seinustu vikuna, ef aðalmálum, eins og 'mangó og kókó er sleppt, var hiö nýja blaö NT, er menn ýmist nefna Nei Takk, eöa Nútímann, og fara þá eftir angist sinni og tilfinningum, en blaöiö er stofnað upp úr hinu aldna búnaðarblaði Tímanum, er í áratugi fór um landiö í mjólkurbrúsum og í fanginu á ungum bömum um kauptún og bæi. Var þrátt fyrir sitt gotneska letur, útbreiddasta blaö landsins. Fór í alla dali, á öll nes, en átti einna öröugast uppdráttar í þétt- býli, þar sem fjárkláði og önnur Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR búvörupólitík vekur ekki þann áhuga, sem vert væri. Og því var svo komið, aö of fáir fengust til þess aö kaupa þetta gamla, einkennilega blað, eöa að trúa því aö í því stæði eitthvað annað en þaö, sem varðaði framsóknarmenn eina. Auövitað er þaö ekki sársauka- laust fyrir okkur flokksþrælana í framsókn aö fá ekki vort svarta blað lengur. Viö erum nefnilega óvanir því aö sjá sannleikann í páskalitun- um, svona vægast sagt, en þaö er þó nokkur raunabót aö Timinn er ekki eina blaöiö, sem látið hefur lífiö fyrir pólitískan málstaö. Blaöadauðihefur veriö mikill. Bæöi á Islandi og eins í nágrannalöndunum. Og er nú Þjóöviljinn oröinn eina réttrúar- blaðiö á tslandi, sem kemur út dag- lega. Vonandi tekst honum aö lifa, því einhvemveginn höfum viö hér á bæ þá trú, aö flokksblöö sem slík þurfi ekki endilega aö vera verri en önnur, nema rétt fyrir kosningar. Flokksblööin höfðu þegar oröiö aö laða sig aö öðru en dalalífi, byltingunni, eða hugsanagangi Jóns Þorlákssonar og Knud Ziemsen. Og á tímum frjálslyndis eru menn sem betur fer ekki svo illa haldnir af sannfæringu, aö þeir þoli ekki rangar skoöanir. Dagblað er nefnilega meira og minna háö pólitískum frétt- um, hvort sem þaö gengur undir heitinu málgagn, eöa þaö telst vera frjálst og óháðfréttablað. DV, eða þaö form, er þaö blað hefur tekið á sig eftir miklar hallar- byltingar, er þó á margan máta mun geöslegra en þau blöö sem keyra á rétttrúnaðinum einum. Og ef NT fær aö mestu aö vera laus viö flokksheil- ræöin, þá líst okkúr vel á blaöiö sem slíkt. Þaö mun veita samkeppni og URilýsa þjóöina betur en flokksblöö gjöraalla jafna. Geta ungir menntamenn leyst vanda? En þaö eru fleiri aö taka tennur en NT. 011 þjóöin verður nú að sætta sig viö nýja siöi, því nú ber páskana upp á jólin, eins og kerlingin sagöi. Islendingar veröa nú, skuldugri en Brasilía, aö gjöra svo vel aö fylgja fordæmi fjölmargra þjóða, og lifa aö mestu á sjálfsaflafé. Og svo baga- lega vill til, aö einmitt þá virðast fiskistofnarnir vera gengnir til þurröar, eöa þeir eru famir eitthvaö annað; þaö er aö segja, ef ekki tekst aö finna ný útræði og þaö snarlega. Einna haröast kemur þetta niður á höfuðborginni, eöa Stór-Reykja- víkursvæðinu, þar sem 100 þúsund manns eiga aðeins aö fá 7% af þrosk- kvóta togaranna. Ranglætiö mun þó ekki herja fiskvinnsluna i borginni fyrr en að líða fer á áriö. Og maður- inn í bókhaldinu benti mér á þá skelf- ingu, aö ef loka á f járlagagatinu með skattheimtu á borgarana, þá væru skattgreiöendur nú um 100 þúsund á Islandi. Þar af aöeins um 50 þúsund, sem greiddu háa skatta, þannig að fjárlagagatið eitt sér þýddi 50 þúsund króna aukaskatt á hvern borgandi Islending í skattakerfinu. — Og þaö gagnar nú lítið aö hlusta á fuglasöng til þess aö jafna sig eftir að hafa drukkið kaffi með svoleiðis bók- haldara því að nú þarf svo sannar- lega aö reyta annaö en blóðarfa. En þaö sem g jörir mann þó einkum bölsýnan er ekki þaö að úrræöi finnist ekki meö tíö og tíma, heldur er þaö hitt, aö Islendingar viröast alltaf þurfa að vera svo stórir í sniðum og frumlegir, aö draumurinn verður oftast að steinbarni. Eöa nýjum bagga, þegar verst lætur: Kröflu, málmblendi, eöa grautar- húsum. Islendingar leggja sig sumsé ekki eftir smáræðinu og má þar til marks vera, aö ennþá vantar t.d. eina afl- vélina af fjórum í gömlu Sogsstöö- ina. Lokubúnaöur og allt er klárt. Aðeins vantar þaö smotterí sem nefnist túrbína og myndi skila 4—6 megavöttum, svo aö segja ókeypis, því orkuveriö er hvort eö er mannað og fullsmíöaö aö öðru leyti. Og ef maöur oröar svonanokkuö viö ráöamenn, þagna þeir og setja upp þann svip er algengastur er þegar menn eru aö hlusta á sömu söguna þrisvar. En hvaö um þaö, úrræöi vantar. Og þaö einkennilega er, aö til höfuð- atvinnuveganna er ekkert aö sækja. Engin frekari verðmæti, a.m.k. ekki ef fara á troðnar slóöir. Og þá koma manni ungir mennta- menn fyrst í hug, en þeir ættu að hafa sérstakt tækifæri núna, úr því landið er meö sterka upplýsta r&isstjórn, þar sem mörg embætti eru vel skipuð. Þessvegna teljum við aö réttara heföi verið aö leita úrræöa, en að skipa stóra spádómanefnd, sem hefur þau verk aö vinna að segja til um það, hvemig ástandið veröi í bönkunum, þegar við erum dauð. Á ég þar viö framtíðarnefnd forsætis- ráöherrans. Nær heföi verið að kalla nú saman unga menntamenn og fá þá til að benda á ný úrræði, því þegar sjórinn er tómur, virðist vonin einna helst geta verið í heilabúinu og í atgervi hinna ungu. Aö vísu læra flestir námsmenn nú aöallega svonefnd dellufög, er mjög hafa verið í háskólatisku undanfarin ár. Er því ekki þama átt viö blakstúdentana, heldur verkfræðinga, eölisfræðinga, liffræðinga og heimspekinga. Þeir ættu, ásamt hinum lífsreyndu ráö- herrum, aö geta stýrt skipi heiðríkj- unnar, þegar menn hafa bæöi tapað landsýn og áttum. Vindurinn var í fangið þegar leið á helgina. Jónas Guömundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.