Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Qupperneq 18
18 Viðskiptavinir Vöruleiða hf. athugið Fluttum 1. maí 1984 afgreiðslu okkar í Reykjavík frá Kleppsmýrarvegi 8 í nýtt húsnæði að Súðarvogi 14 (á horni Dugguvogs og Tranavogs). Við munum sem áður kappkosta að veita fljóta og góða þjónustu. Vinsamlega athugið að frá 1. maí verðum við með afgreiðslu fyrir Stefni hf. til Akureyrar og nágrennis, Þórshafnar og Vopnafjarðar, Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Verið ávallt velkomnir, þökk fyrir viðskiptin. Vöruleiðir hf., Súðarvogi 14 (á horni Dugguvogs og Tranavogs). Sími 83700, opiðfrá kl. 8—18 alla daga nema föstudaga til kl. 17. tækniskóli íslands Umsóknir um skólavist 1984/85 þurfa að berast fyrir 1. júní. Umsækjendur með viðeigandi SVEINSPRÖF ganga fyrir um skólavist í frumgreinadeild sem, auk Reykjavíkur, er áætlað að starfrækja á Akureyri, á Isafirði og í Vestmannaeyjum ef þátttaka fæst; en hliöstætt námsefni er einnig skipulagt við marga fjölbrautaskóla. Sérgreinadeildir skólans eru byggingadeild, rafmagnsdeild, véladeild, meinatæknadeild og útgerðardeild. Upplýsingar eru veittar um allar deildir og námsbrautir kl. 08.30—15.30 á skrifstofu Tækniskóla Islands, Höfðabakka 9,110 Reykjavík. Rektor. Hjólivic'aclrtpiií' 1984 Góðir íslendingar! Árlegur hjólreiðadagur S. L. F. verður 12. maí n. k. Við trúum því að málefni okkar komi þér við Með þessu bréfi viljum við gefa þér tækifæri til að leggja okkur lið. Málefni sem við ætlum að koma í framkvæmd. - DVALAR OG HVÍLDARHEIMILI FATLAÐRA BARNA - Er það sem skiptir máli er að við leitum til þín. Sérþarfir fatlaðra barna eru margar og mismunandi. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gerir sitt ýtrasta til að leysa þessar margbrotnu þarfir m.a. með aðstoð þinni. Uppbygging dvalarheimilis fyrir fötluð börn að Reykjadal í Molfellssveit, eins vel útbúnu og frekast er kostur, verður okkar viðfangsefni á næstu árum. Þar er mikið verk að vinna. Grunnskólanemar munu leyta til þín um stuðning, þeir munu hjóla í þágu þeirra sem ekki geta hjólað. Við heitum á vinsemd og aðstoð þína. Verum minnug þess að með sameinuðu átaki hafa íslendingar gert krafta- verk. Um leið þökkum við þeim sem hafa veitt okkur aðstoð á liðnum árum. Með kveðju, DV. MIÐVDCUDAGUR 2. MAI1984. íþróttir íþróttir íþróttir I I I . - íBláfjallagöngu I Halldór Matthiasson sigraði í Biá- Iijallagöngu Skíðafélags Rcykjavíkur á I laugardag. Gengnir voru 20 km úr Blá- I _ fjöllum i Hveradali á mjög góðri braut, | I þeirri bestu, sem lögð hefur vcrið sunn- | an fjalla í mörg, mörg ár. Veður var ■ I sæmiiegt, minus ein gráða og él ai og I * til. I Timi Halldórs var 1:10,37 mín. INæstir komu þrír bræður jafnir i 2.-4. sæti, þeir Stefán, Guðni og Eirikur Stef- Iánssynir á 1:20,00 og fimmti varð Einar Kristjánsson á 1:20,48. ■ Keppendur voru tuttugu. Yngsti I keppandinn, Marinó Sigurjónsson, Iellefu ára, varð í 11. sæti og faðfr hans, Sigurjón Marinósson, í 13. sæti. Roberto Pruzzo — sést hér skora annað mark sitt gegn Dundee United. Einvígi Roberto Pruzzo og Rush — á ólympíuleikvanginum í Róm þegar Roma og Liverpool leika þar 30. maí Tveir af mestu markaskorurum Evrópu — Italinn Roberto Pruzzo, sem leikur með Roma, og Walesbúinn Ian Rush, sem leikur með Liverpool, verða heldur betur í sviðsljósinu þegar Roma og Liverpooi mætast í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraUða á ólympíu- leikvanginum i Róm 30. maí. Þessir miklu markaskorarar hafa veriö á skotskónum undanfarin ár. Pruzzo skoraði sitt 101. deildarmark með Roma gegn Fiorentina á sunnu- daginn og Rush skoraði sitt 103. mark fyrir Liverpool gegn Ipswich sl. laugardag. Roma hefur að sjálfsögðu pálmann í höndunum þar sem félagið leikur á heimavelli. Liverpool hefur þó aldrei tapað á ólympíuleikvanginum í Róm þar sem félagiö hefur leikið einu sinni. Liverpool vann sinn fyrsta Evróputitil þar — 1977, þegar félagið vann Borussia Mönchengladbach 3—1 í úr- sUtaleik Evrópukeppni meistaraUða. Þá má geta þess að Liverpool hefur ekki tapað leik á útiveUi í Evrópu- keppnmni í vetur. Rómverjar eru bjartsýnir á að þeir vinni Evróþukeppnina í fyrsta skipti. Roma hefur eitt sinn borið sigur úr býtum í borgakeppni Evrópu (Fairs Cup — síðar UEFA Cup). Það var 1961 þegar félagið vann Birmingham í úr- sUtum. • Þjálfari Roma er sænski kappinn Nisse Liedholms, sem er 61 árs, og var fyrirliði AC Mílanó 1958 þegar félagið tapaði naumt, 2—3 í framlengingu — fyrir Real Madrid í úrsUtaleik Evrópu- keppni meistaraUöa 1958 í Brussel. Margir snjaUir leUunenn eru í her- búöum Rómverja eins og Brasilíu- mennirnir Toninho Cerexo og Roberto Falcao. HM-stjömur ItaUu — Bruno Conti, sem var af mörgum taUnn besti leikmaður HM á Spáni, og marka- skorarinn gamalkunni Francesco Grazoani, leika stór hlutverk hjá Roma ásamt Pruzzo sem skoraði tvö mörk fyrir Roma gegn Dundee United í undanúrsUtunum. Það þarf ekki að kynna Liverpool fyrir lesendum DV — það þekkja aUir hinn geysUega styrkleika liðsins. Leik- menn Liverpool hafa sýnt það svo oft undanfarin ár að þeir eru bestir þegar mikið Uggur við. -SOS r--------------------------------------------1 | Lögregluslagur í Keflavík | I Fyrsti stórleikurinn í knatt- sem verður haldinn á Rimini á I _ spyrnu i ár fer fram í Keflavík 12. Italíu 1985. * f maí. Þar eigast við lögreglulands- Margir snjaUir lcikmenn leika I Iliö tslands og Englands og það lög- með islenska liðinu. Eins og t.d. regluUð sem ber sigur úr býtum landsliðsmarkvörður Isiands, Þor- | Itryggir sér rétt til að leika í úrslita- steinn Bjaraason, Keflavík. , keppni Evrópukeppni lögregluUða -SOS I L__________ — — — — — -4 Bilbao aftur spánskur meistari: Vann Real Madrid í innbyrðisleikjum Atletico Bilabo tryggði sér spánska meistaratitdinn i knattspyrnu annað árið í röð, þegar Uðið sigraði Real Sociedad 2—1 i lokaumferðinni í Bilbao á sunnudag. BUbao hiaut 49 stig eins og Real Madrid en hafði betur i innbyrðisviðureignum liöanna. Barce- lona varð i þriðja sæti, einu stigi á eftir. Gífurleg spenna var í leiknum í Bilbao í „Baskaderbieinu” og völlur- inn troöfuUur af áhorfendum. Vamar- maðurinn Inigo Liceranzu var hetja BUbao. Skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mín. Sociedad jafnaöi í 1—1 á 69. min. og skoraöi spánski landsUðs- maðurinn Pedro Uralde. Spennan þrúgandi fyrir áhangendur Bilbao en á 80. mín. tókst Liceranzu að skora aftur hjá spánska landsliðsmarkverðinum Luis Arconada. 3000. mark BUbao í 1. deUd — aðeins Real Madrid og Barce- lona hafa skorað fleiri mörk. Loka- staðan var þannig: Þrjú neðstu Uöin faUaniðurí2.deUd. Bilabo 34 20 9 5 53-30 49 Real Madrid 34 22 5 7 59—37 49 Barceloaa 34 20 8 6 62-28 48 Atl. Madrid 34 17 8 9 53—47 42 Betis 34 17 4 13 45—40 38 Sociedad 34 14 9 11 43—35 37 Zaragoza 34 12 11 11 50-41 35 Sevilla 34 13 8 13 42—43 34 Malaga 34 11 11 12 41-35 33 Espanol 34 10 13 11 42—44 33 Murcia 34 10 12 12 42-38 32 Valencia 34 12 8 14 45—47 32 Gijon 34 11 8 15 38-47 30 Vailadolid 34 11 7 16 44—60 29 Osasuna 34 11 6 17 30-44 28 Cadiz 34 6 10 18 36-51 22 MaUorca 34 3 15 16 27-56 21 Salamanca 34 5 10 19 30-59 20 hsím. íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.