Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 2
2 HAMMSUÚs Uppdráttur af miðbæ Reykjavikur úr aðalskipulaginu frá 1962 með skýringum. A. „ Geirsbrú" ekki felld út 1976 en talin vafasöm. B. Þessi gata átti að liggja igegnum Grjótaþorp. Hún var felld út '76. ENGIN GATA SUNNAN VID HAMARSHÚS? ,,I aöalsklpulaginu frá ’62 er gert ráö fyrir því að einhvers konar iðnaöur sé rekinn í Hamarshúsinu, enda er óeðli- legt að þar séu íbúöir,” sagði Jóhannes Kjarval hjá Borgarskipulagi Reykja- víkur í samtali við DV. I skipulagi þessu er svokölluö Geirs- gata rétt sunnan við Hamarshús. Viö endurathugun á skipulaginu árið 1976 er Geirsgata ekki felld út en hins vegar talin mjög vafasöm. „Það er næstum öruggt að það kemur aldrei nein gata sunnan við Hamarshús,” sagði Jó- hannes. ,,Það er því að sama skapi ljóst að gatan, sem austurvestur um- ferðin fer eftir, veröur í legu Tryggva- götu. Þaö þarf að vísu að víkka hana svolítið til noröurs en þó mjög óveru- lega, þannig að ekki þarf að fylla upp í höfnina.” Geirsgata á samkvæmt skipulaginu frá 1982 að vera eins konar framhald Skúlagötu og ganga vestur eftir. A hluta á að lyfta henni og þar á hún að heita Geirsbrú, eins og sést á mynd- inni. -KÞ Húllum hæ við Laugamesskóla Mikið var um dýrðir viö Laugarnes- skóla í gærdag, en þar var svokölluð vorgleði. Voru það nemendur, foreldr- ar og kennarar sem stóðu fyrir gleö- inni. Dagurinn hófst á því að gróðursett voru tré á skólalóöinni. Síðan var farið í skrúögöngu um hverfið. Báru sumir kröfuspjöld sem á stóö Skólaeldhús, Samfelldur skóli og sitthvað í þeim dúr. Þá var safnast saman á skólalóð- Úrval FYRIR UNGA OGALDNA . ASKRtnARSIMINN ER . V 27022 // Farið var i skrúðgöngu um hverfið og sumir báru kröfuspjöld. inni og boðnar fram veitingar, pylsur og gosdrykkir sem foreldramir sáu um. Að því loknu hófst fjöldasöngur og farið var í ýmsa leiki. Aö sögn þátttakenda var vorgleöin mjög vel heppnuö í alla staði og tóku um 600 manns þátt í henni. -KÞ Hundrað íslensk ungmenni eru á för- um út í heim sem skiptinemar til lengri eöa skemmri dvalar á vegum AFS á Is- landi, American Field Service. Að sögn Sólveigar Karvelsdóttur, starfsmanns AFS, er fólkið á aldrinum 15 til 30 ára en flestir eru þó 16 til 18 ára. Um þessar mundir standa námskeiö bæði í Reykjavík og á Akur eyri til að undirbúa för ungmennanna, Sum eru að fara til tveggja mánaða dvalar, önnur til árs dvalar. Þau verða víða um heiminn, meðal annars í Bandaríkjunum, Kanada, Suður- Ameríku og um 12 Evrópulöndum. „Þaö er mikil aðsókn í aö komast að sem skiptinemi,” sagði Sólveig. „Það verður því að velja og hafna, en allir umsækjendur eru teknir í viðtal. ” I stað þeirra sem fara koma hingað W/uö' þeirra sem er á förum út í heim á vegum AFS, American Field Seauice, á íslandi. til lands 50 skiptinemar erlendis frá. mánaða dvalar en 20 í lok ágúst til aö Koma 30 þeirra í júnilok til tveggja dveljaíeittár. Hundrað skiptinemar á förum k :»<> I 1 » l’. O'I y I ” I' . II M . I I DV. MÁNUDAGUR 28. MAI1984. Fyrirtæki í sjávarútvegiskulda 77% af lieildarvanskilum á orlofsfé: „Endurspeglar þá rekstrar- stöðu sem fyr- ir hendi er” Eins og fram hefur komið í fréttum DV eru vanskil fyrirtækja á orlofsfé til Póstgíróstofunnar nú meiri en áður hefur þekkst og nema í heildina tæpum 23 milljónum en af þessari f járhæð eru 77% frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Vanskil er_u yfirleitt á bilinu 700 þús. kr. til 2,5 millj. kr. en forráðamenn þeirra útgerðarfyrirtækja sem DV ræddi viö sögðu aö almennt séö væru vanskilin tilkomin vegna þess að af- koma fyrirtækjanna væri verri en spáö hefði verið. „Þetta endurspeglar þá rekstrarstööu sem fyrir hendi er,” sagði Jónatan Antonsson, fram- kvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvík- ur, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa greitt orlof. Hjá honum og öörum kom fram að þessar lausaskuld- ir nytu forgangs í úrlausn hjá fyrir- tækjunum vegna eðlis þeirra. Þannig sagði Þorbergur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar á Seyðisfirði, í samtali við DV að þeir mundu leggja áherslu á að leysa sín orlofsmál á allra næstu dögum en skuld Fiskvinnslunnar liggur öðrum hvorum megin viö 2 millj. kr. „Helstu orsakir fyrir skuldinni eru að afkoman er miklu verri en reiknað hafði verið með og útreikningar þjóð- hagsstofnunar standast ekki. Þar að auki var aflasamsetningin hjá okkur verri en verið hefur og inn í dæmið spila einnig uppsafnaöir erfiöleikar frá fyrri árum,” sagði Þorbergur. -FRI Sex ára og settu niður áttatíu tré —skemmtileg nýjung hjá Árbæjarskóla Sex ára nemendur í Arbæjarskóla gróðursettu 80 tré fyrir neöan skólann á föstudag. Ahuginn leyndi sér ekki hjá krfflckunum, þeir handfjötluðu trén eins og lítil blóm, tóku mjúklega og vel á þeim. Hugmyndin er sú að öll böm sem eru aö ljúka sínum fyrsta vetri í skólanum gróðursetji tré á þessu svæði. Og hver krakki á að eiga sitt tré til að fylgjast með. Þá er þess einnig1 vænst að hver árgangur hugi að sínu svæði, en ætlunin er að gróðursetja þama um 1000 tré. Það var skólastjór-. inn í Arbæjarskóla sem setti fyrsta tréð niður á föstudag. Margir foreldrar mættu með börnum sínum og vom jafnáhugasamir og krakkamir. Hver krakki setti niður eitt tré. Og svo mikill var áhuginn að þegar á laugardag mátti sjá krakka koma og huga að sínu tré, varða það og hlúa að því. DV-mynd: Einar Olason/-JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.