Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 28. MAl 1984. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hræðileg ógæfa Menntaskólanum í Reykja- vík var slitið við þó nokkurn fögnuð í slöustu viku. I skóla- slitaræðu sinni vék Guðni Guðmiuidsson rektor að slæmum aðbúnaði i skólan- um. Guðni, sem er þekktur að þvi að segja hlutina þannig að þelr skiljist, sagði í ræðunni að ekki væri von til þess að fjármagni væri veitt til MR þegar stefnan væri sú að byggja framhaldsskóla undir öörum hverjum fjósvegg í landinu. En það gerðu menn einungis til að forða strjálbýl- inu frá þeirrl ógæfu að hitta ókunnuga! Slitu samstarfi Tímaritið Storð vakti óneit- anlega töluverða athygli þeg- ar það hóf göngu sína. Það var enda allf rábrugðið öðrum tímaritum sem gefin eru út hér á landi og ekkert tU spar- að varðandi efni og útlit. Blaðið átti að koma út árs- fjórðungslega og hélt það þeirri áætlun í upphafi. Nú mun það plan hins vegar eitt- hvaö hafa riðlast og er aU- langur tími liðinn síðan síð- asta tölublað leit dagsins ljós. Ástæðan mun meðal annars vera sú að Iceland Review og Almenna bókafélagið munu hafa slitið samstarfi um út- gáfu og dreifingu Storðar. Blaðinu hefur verið dreift í gegnum bókaklúbb AB en það verður ekki lengur. Ahuga- menn verða hér eftir að kaupa það i áskrift eða lausa- sölu. Úrkula vonar Faðirinn var farinn að hafa verulegar áhyggjur af syni sinum. Það ieið nefni- lega ekki svo dagur að hann kæml ekki og bæði um pen- inga, og þá frekar mikið en lítið. Loks ofbauð föðurnum svo austurinn að hann ákvaö að taka í taumana. Hann vék sér þvi að stráksa og spurði hvað i ósköpunum hann geröi við alla þessa peninga. „Eg verð'áð nota þá til að hlaupa af mér hornin,” var svarið. „Núh,” hnussaði faðirinn, „og ég sem var að vona að ég hefði eignast son en ekki hreindýr.” Drykkurinn mangó Við fjölluðum litUlega um Búsetamál og mangósopa hér í Sandkorni á dögunum. Að sjálfsögðu kom Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra inn í það dæmi þar sem hann hafði fórnað lánamögu- leikum Búseta fyrir drykkinn góða. Og nú hefur okkur borist ágætt innlegg, í bundnu máli, í þessa umræöu. Stakan mun ættuð frá Akuieyri og segir i rauninni aUt sem seg ja þarf: Búsetanna braut er hál, býsna knappur stjóraartangó. Alexander sina sál seldi fyrir drykkinn Mangó. Kántrí-helgi I viðtali sem DV átti við HaUbjörn Hjartarson, kántrisöngvara á Skaga- strönd, i vor kom fram að hann hefði áhuga á að setja á kántríhelgi i plássinu á hverju sumri. Nú hefur færst alvara í lelkinn og menn boð- ist til að aðstoða HaUbjörn við þetta og hafa eina slika kántrUielgi i sumar. Þá yrði fjölmennt á Skagaströnd, ekkieraðefa það. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Hatlbjörn verður nefnUega mikiö á fartinni í sumar. Hann er búinn að taka upp hljómplötuna Kántri III og verður út um aUt að syngja lög af henni og skemmta landsmönnum. Vinsældir kántrístjörnunnar eru slíkar að búið er að bóka flestar hclgar langt fram i ágúst. Umsjón: Jóhaima S. Sigþórsdóttir. Rlkisstjórn Steingrlms Hermanns- sonar á eins órs afmæli i dag, 26. mai. Af þvl tiiefni færöi DV ráöherrum af- mælistertu, með einu logandi kerti á, og blöörur eins og gjarnan eru haföar i barnaafmælum þar sem fagnaö er fyrstu órunum. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 ORÐSENDING TIL AUGLÝSENDA Vinsamlegast athugið! SKIL Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn—Ofsóknaræði: Gamla settið stendur sig Regnboginn/Ofsóknarœöi. Loikstjóri: Don Chaffey. Aflalhlutverk: Lana Turner, Ralph Bates, Olga Georges-Picot, Trevor Howard. Lana Tumer er nokkuð komin til ára sinna enda var ferUl hennar í há- punkti um svipað leyti og flísalögð baðherbergi komust í tísku og urðu undirstaða siðmenningar á Vestur- löndum. Þetta gamla sett sýnir hins vegar nokkur tilþrif í mynd þessari, leikur hlutverk sitt með vissum „grandeur” brag eins og tíðkaðist héráárunumáður. Turner leikur Carrie Masters, hálffimmtuga, forríka konu sem gifst hafði bílstjóra sínum en átt son með háttsettum manni. Sonurinn er henni tU ama, hún ann ketti sínum Carrie (Lana Turner) fylgist með syni sinum jarða köttinn á heimilinu. HWáfHiMWfHWiWiMhirBi—mi ■ »w>ru w.iMMn.rww .mv.v Kvikmyndir mun meira og af þeim sökum drepur sonurinn köttinn en fær að gjalda fyr-' irmeðýmsumóti. Líf sonarins, Davids, sem leikinn er af Ralph Bates, verður helvíti líkast þar til hann kemst á fuUorðinsár og giftist. Hjónakornin búa þó enn undir sama þaki og Carrie sem reynir aUt hvaö hún getur til að spUla sambúð þeirra. Brátt er svo komið að köttur hennar hef ur kæft ungbarn hjónanna og eiginkonan lagst veik og siðar hrapað niður stiga og dáið. Mælirinn er yfirfullur hjá David sem tekur til viö að gefa móður sinni eitthvað af hennar eigin meðulum. Þessi þrUler er nokkuð velútfærður af hendi Don Chaffey, eftir handriti Robert B. Hutton, ef frá eru taldir nokkrir augljósir hnökrar eins og í upphafi myndarinnar er skipt er úr hánótt í miöjan dag í sama mynd- skeiðinu. Hlutverkin í myndinni eru safarík fyrir skapgerðarleikara og þótt Lana Turner hafi sjaldan talist framarlega í flokki þeirra fer hún vel með sitt hlutverk. Ralph Bates, sem sonurinn, virkar hins vegar á stund- um eins og úti á þekju sem að vísu er óréttlátt að skrifa algjörlega á hans reikning, persóna sú sem hann túlk- ar er hálfgert í lausu lofti í handrit- inu. Ekki veit ég hvenær myndin er framleidd en hún hefur yfir sér viss- an „gamlan” stíl sem setja þrillera/hryUingsmyndir af þessu tagi í flokk með góðum miðlungs- myndum. Friðrik Indriðason. fyrir stærri auglýsingar þessa viku: Vegna miðvikudags 30. maí — fyrir kl. mánudag 28. maí. kemur ekki út uppstigningardag 31.maí. Vegna föstudags 1. júní — fyrir kl. þriðjudag 29. maí. Vegna laugardags 2. júní — fyrir kl. miðvikudag 30. maí. Vegna mánudags 4. júní — fyrir kl. miðvikudag 30. maí. Með bestu kveðju Auglýsingadeild 17.00 - 17.00 - 12.00 - 17.00 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.