Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 28. MAl 1984. 5 SKEMMDAR- VERK UNNIN Á BIFREIÐUM Skemmdarverk voru unnin á bifreiö- I öilum tilfellum var reynt aö fara um í Breiðholti um helgina. Var aðal- inn í bilana og úr einum þeirra var stol- lega um aö ræða bifreiðir á svæðinu iðhljómflutningstækjum. Lambastekk—Skriðustekk og að sögn Ekki er vitað hverjir voru að verki lögreglunnar í Arbæ var um allt að 10 en málið er nú í rannsókn hjá RLR. bíla að ræða. -FRI Gjöf til Friðjóns kostaði 60 þúsund Alþingi gaf Friðjóni Sigurðssyni, Kristjánssonar, forseta sameinaðs sem brátt lætur af starfi skrifstofu- þings. stjóra þingsins, afsteypu af mynd eftir Friðjón Sigurðsson hefur verið skrif- Einar Jónsson að gjöf í tilefni sjötugs- stofustjóri Alþingis í 28 ár eða frá árinu afmæli hans 16. mars siöastliöinn. 1956. Aður hafði hann verið fulltrúi á Afmælisgjöfin kostaði 60 þúsund krón- skrifstofunni í 12 ár. ur, að sögn Þorvaldar Garðars -KMU Garðabær: Leikskólagjöld hækka um 40 prósent Leikskólagjöld í Garðabæ hækka um tæp 40 prósent um næstu mánaðamót. Er talsverður kurr í Garðbæingum vegna þessa og er undirskriftasöfnun í gangi. Gjöld þessi hafa hingað til veriö um 1300 krónur en hækka 1. júní í 1800. „Þetta var samþykkt í vetur,” sagði Agnar Friðriksson, einn fulltrúa sjálf- stæöismanna í bæjarstjórn Garöa- bæjar, „á þeim forsendum að meiri peninga þyrfti til að setja í upp- byggingu leikskóla i bænum. Það höfum við gert. Á þessu ári verða tvær nýjar deildir teknar í notkun, þar sem rými er fyrir 76 böm. Kannski er þetta hátt verð. Hins vegar höfum við heimild til að gefa afslátt af þessum gjöldum þar sem það þykir þurfa, til dæmis einstæðum mæðrum,” sagði Agnar Friöriksson. ísfirðingar leigja Snorra Sturluson Þrjár rækjuverksmiðjur, tvær á Isa- firöi og ein á Hnífsdal, hafa tekið togarann Snorra Sturluson á leigu fram til hausts. Mun ætlúnin að gera togarann út á úthafsrækju. Rækjuverksmiðjumar þrjár em Rækjuverksmiðja O. N. CÖsen hf., Rækjustöðin, báðar á Isafirði, og Rækjuverksmiðjan hf. í Hnífsdal. Þessar þrjár verksmiðjur em fyrir með togarann Hafþór á leigu. Hann mun innan skamms fara í slipp væntanlega i 6 vikur. „Það hefur gengiö vonum framar með togarann Hafþór. Hann hefur fengiö allt upp i 65 tonn eftir 6 daga veiðiferö, en hefur verið með um 120 tonn að meðaltali á mánuði. ” Þetta sagði Théódór Norðkvist, framkvæmdastjóri Rækjuverksmiðju O. N. Olsen hf., í samtali við DV. Hann sagði að gengið heföi verið frá samn- ingum við Bæjarútgerö Reykjavíkur um leigu á Snorra Sturlusyni á fimmtudag, en vildi ekki tjá sig um hve há leiguupphæðin væri. -JGH París á róman- tíska tfmabilinu André Gauthier, list- og tónlistar- fræðingur, heldur fyrirlestur, sem hann kallar „Svipmyndir frá París á rómantiska tímabilinu”, í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12, í dag mánudag, kl. 20.30. Með fyrirlestur- inum sýnir hann litskyggnur og leikin verður tónlist. París árið 1830 er í senn sjónleikur og goðsögn. Hún er aðsetur allra byltinga, stjórnmála- og fagurfræðilegra, hin „gríðarstóra borg”, sem Baudelaire talar um, „sem er uppspretta hins áleitna* markmiðs listamannsins”. Borgin sem hýsir hina nýju lífshætti þar sem hinir fomu innviðir hrynja í sífellu niður og sem eggjar volduga einstaklinga til framkvæmda. André Gauthier lagöi stund á nám i bókmenntum og tónlist í París. Hann hefur verið tónlistargagnrýnandi við mörg blöö og frá árinu 1949 hefur hann verið stjórnandi tónlistarþátta bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur samið f jölda rita um tónlist. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku. íslenskir námsmenn í Gautaborg: Mótmæla skerðingu námslána „Námsfóik í Gautaborg mun ekki sætta sig við kjaraskeröingaráform ríkisstjómarinnar. Jafnrétti til náms er krafa um jafna möguleika til náms án tillits til stéttamppmna. Gegn stefnu ríkisstjómarinnar og atvinnurekenda mun námsfólk berjast af hörku.” Svo segir meöal annars i frétt frá Samtökum námsmanna i Gauta- borg. Þar er nú mikil ólga meðal námsfólks vegna áforma ríkisstjórn- arinnar að skerða námslán um allt aö40prósent. ,,Enn einu sinni hafa núverandi stjórnarflokkar haft að engu það samkomulag milli námsmanna- hreyfingarinnar og ríkisvaldsins, sem staðfest var með lögum frá Alþingi í janúar 1982. Verði þetta frumvarp að lögum mun mikill hluti námsmanna flosna upp frá námi. Við mótmælum þessu harölega og krefj- umst þess að stjórnin virði þetta samkomulag,” segir að lokum. -KÞ framhjóladiifinn FIAT gœöingur ^REGflTfl errétta hann er — afburöa sparneytinn — rúmgóður meö „risaskott" — frctbœr í akstri — á mjög góðu veröi Sex ára ryðvarnarábyrgð KYNNINGARVERÐ - OG KJÖR Á þessari íyrstu sendingu bjóöum við sérstakt kynningarverð og reynum að haía hátíðaryíirbragð á kjömnum. Útborun í REGATA getur verið allt oían í 100.000,- krónur og verðið er hreint ótrúlegt íyrir rúmgóðan, íramhjóladriíinn glœsivagn. kr. 329.000.- (gengi 2/5 '84) EGILL VILHJÁLMSSON HF. anaa Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.