Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Síða 3
DV. MÁNUDAGUR 28. MAl 1984. 3 Heimamenn hafa áhyggjur af rekstrí iökuls á Raufarhöfn: FRAMKVÆMPASTJÖRINN SAGPIUPP VEGNA ÓÁNÆGIU Mikill ágreiningur er nú vegna framkvæmdastjóri Jökuls, Valdimar Jökull rekur nú togarann Rauða- rekstur, samkvæmt heimildum DV, rekstrarfyrirkomulags á útgerðar- Þorvaldsson, sagði upp störfum núp en er einnig í samrekstri um vera mjög stirður þessa dagana fyrirtækinu Jökli á Raufarhöfn og vegna óánægju og missættis við Stakfellið með Utgerðarfélagi vegna þessara mála. hafa heimamenn áhyggjur af því en stjórn fyrirtækisins. Norður-Þingeyinga. Mun sá sam- Gunnar Hilmarsson er sveitastjóri á Raufarhöfn og jafnframt stjómar- formaður Jökuls. Hann sagði í sam- tali við DV að framkvæmdastjórinn heföi sagt upp störfum vegna stefnu- markandi ákvarðana sem hann treysti sér ekki til að framkvæma, og taldi Gunnar það ekki áhyggjuefni. Hvaö samreksturinn um Stakfellið varöaði sagði Gunnar að slikur rekstur væri sjaldan hnökralaus og hafði hann trú á því að vandamálin þama á milli yrðu leyst. Hólmsteinn Bjömsson var ráðinn í stað Valdimars en einnig er búiö að ráöa nýjan útgeröarstjóra til Jökuls og er það Haraldur Jónsson, fyrrum skipstjóri á Rauöanúpi. Aöalfundur Jökuls verður haldinn á næstunni og er búist við heitum umræöum á honum vegna þessara mála. -FRI Hundur beit hundafangara Hundur'beit hundafangara í Höfnum í síðustu viku. Báöum var sleppt sam- dægurs, hundafangaranum af sjúkra- húsinu og hundinum úr prísundinni. Segja sjónarvottar aö hundafangarinn hafi birst í Höfnum í embættiserínd- um, með reipi mikið að hætti kúreka í vestri. Hófst mikill eltingaleikur er fangarínn varð var við tvo lausa hunda á svæðinu. Reyndar voru fleiri hundar lausir, þar á meöal hundur oddvitans, en ekki var ráðist til atlögu við hann. Leikar fóm sem fyrr segir þannig aö fangarínn var bitinn á hendi af tryllt- um og hræddum hundi, sem neitaði þvi aö hann væri hestur í villta vestrinu. I Höfnum em reglur í gildi sem sam- þykktar voru fyrir rúmu ári af sveitar- stjómum Suöurnesja um bundna hunda i öllum Suöurnesjaplássum og eigendum gert skylt að greiöa hunda- skatt. Hreppsnefndarmenn í Höfnum hafa nú samþykkt öðmvísi fyrirkomu- lag. Þeirra fyrirkomulag leyfir óbundna hunda, þess vegna er hundur oddvitans laus. ÞG. Þassi mynd er af félögum Lions- klúbbsins Njaröar og forráöamönn- um Borgarspitalans við afhendingu ajafarinnar. Lionsklúbburinn Njörður: Stórgjöftil Borgar- spítalans Lionsklúbburinn Njörður færði háls-, nef- og eymadeild Borgarspítalans nú nýverið stórgjöf. Er hér um að ræða í fyrsta lagi svokallaðan tympanometer til mælinga á þrýstingi í miðeyra og kokhlust, sjálfvirkt, afkastamikið tæki, sem veitir upplýsingar, m.a. um hinar ýmsu tegundir eyrnabólga, bæði hjá börnum og fullorönum. Hin gjöfin er tölvutækjasamstæða sem samanstendur af sérstakri tölvu og skrífara ásamt teiknara sem ásamt sérstökum tengiútbúnaði tengist rann- sóknartækjasamstæðu þeirri sem fæst við jafnvægisrannsóknir á göngudeild háls-, nef- og eyrnadeildar Borgar- spítalans, þannig að öll úrvinnsla verð- ur nákvæmari og tekur styttri tíma en ella, Þessar gjafir bætast við þær fjöl- mörgu gjafir sem Lionsklúbburinn Njörður hefur gefið sömu deild undan- farín ár og hefur stuðlað að þvi aö búa deildina tækjum til ýmissa rannsókna sérgreinarinnar og þar með lagt sitt lóð á vogarskálina til að gera deildina jafn velbúna tækjum og raun er. Kunna forráðamenn sjúkrahússins Lionsfélögum bestu þakkir fyrir gjafirnar. NISSAN SUNNY, VINSÆLASTI OG MEST SELDI BÍLLINN í HEIMI ÁRIÐ 1983. IIMGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. Tökum allar geróir eldri bifreiða upp í nýjar.— Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. IMMlW OUIili I EYÐIR MINNA EN CITROÉN 2 CV OG SAMT SNEGGRI OG HRAÐSKREIÐARI EN BMW. Verð á Nissan Sunny, 4 dyra fólksbíl, 5 gíra, 1500 cc, 84 hestöfl og ríkulega útbúinn, kr. 311.000. Við látum þér eftir að bera saman verð þeirra bíla sem Finn Knudstup minntist á í grein sinni. • : [ BERI.INGSKE I BILTEST Mere ekonomisk end 2 C V trods optræk som BMW Hinn þekkti bflamaður Finn Knudstup á Berlingske Tidende varð mjög hrifinn af NISSAN SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tækni og nákvæmni í framleiðslu kemur manni sannanlega á óvart. Þú kemst lengra á hverjum bensín- lítra á Sunny en á Citroen 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. í stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stór- vinsælum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánægju við hvern kílómetra."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.