Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 48
Fréttaskotið 68-78-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Jökuldalur: Nauðlending átúni „Eg var aö bera ó túnin hjá mér þeg- ar ég sá þessa litlu flugvél svífa hér yf- ir og þaö skipti engum togum, hún lenti svo viö hliöina ó mér,” sagöi Jón Hall- grímsson, bóndi á Mælivöllum á Jökul- dal, í samtali viö DV i morgun. Gangtruflanir höföu orðiö i lítilli, eins hreyfils flugvél frá Akureyri sem var á leið til Egilsstaöa meö fjóra inn- anborös. Yfir Jökuldalnum varö flug- maöurinn var viö gangtruflanir í vél og var því ekki um annaö aö ræöa ern skima eftir góöu túni til lendingar., ,Eg held að það hafi ekki mátt tæpara standa,” sagöi Jón bóndi, „þaö var dautt á hreyflinum þegar vélin stöövaðist hér í áburöinum hjá mér.” Flugmanni og farþegum var boöiö í kaffi á MælivöUum og vélin stendur enn í túnfætinum. -EIR Engin mann- laus hjólhýsi á Þingvöllum Nú mega hjólhýsi ekki standa mannlaus á Þingvöllum eins og veriö hefur undanfarin ár heldur er þeim ætlaö aö lúta sömu lögmálum og aörar vistarverur innan þjóðgarðsins,þ.e. tjöld, tjaldvagnar o.fl., aö þau beri aö f jarlægja úr garöinum ef þau eru ekki í notkun. Þessi ákvöröun hefur veriö auglýst í vor en hún var samþykkt í ágúst í fyrra ó fundi nefndarinnar og auglýst í þjónustumiöstööinni á Þingvöllum á haustmánuöumsl. ár. Hjólhýsi sem staðiö hafa allt sumariö á Þingvöllum en ekki veriö notuð nema um helgar og á hátíðis- dögurn nema nokkrum tugum. LUKKUDAGAR 27. maí 52019 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 400,- 28. maí 3909 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR: 400,- Vinningshafar hringi i síma 2U068 LOKI Aðalstöðin fer sínar eigin ökuleiðir. ÍSLENSK FJÖLSKYLDA REKIN FRÁ AMERÍKU —hóf atvinnurekstur án þess að hafa landvistarleyfi Islendingi, búsettum í Tucson í Arizona í Bandaríkjunum, hefur verið visaö úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Maöurinn, sem flutti til Banda- ríkjanna fyrir sex árum, hefur aldrei fengið innflytjendaleyfi. Þrátt fyrir það setti hann upp atvinnurekstur þarílandi. Mál þetta var á forsíðum blaða í Arizona um helgina, en í vikunni féll dómur fyrir hæstarétti í Washington DC, sem úrskurðaöi aö maðurinn ásamt fjölskyldu sinni skyldi fara úr landi innan ákveöins tíma. Forsaga þessa máls er sú að áriö 1978 flutti maðurinn ásamt konu sinni og ungri dóttur til Arizona. Fékk hann svokallaö bráðabirgða landvjstarleyfi, sem hann þurfti aö endurnýja á sex mánaöa fresti. Það geröi hann og fékk. A þessum tíma stofnaði hann fyrirtæki, sem verslar með hjólhýsi og leiglr út land undir þau. 1981, þegar hann ætlaði enn á ný aö endumýja landvistarleyfiö, var honum synjað um það þar sem hann haföi stofnað fyrirtækið án tilskil- inna leyfa. Þar með var fjölskyldan oröin ólögleg í landinu. Maöurinn skaut máli sínu fyrir dómstóla í Arizona. Sá dómur var fjölskyldunni í óhag. Maðurinn áfrýjaöi dómnum og málið hefur gengið milli dóm- stóla. Nú síðast fyrir hæstarétti í Washington. Samkvæmt dómi þessum fær fjöl- skyldan ákveðinn tima til að koma sér úr landi ella verða þau nauöug, viljugsendábrott. „Eg kannast ekkert við þetta,” sagði maðurinn, þegar DV sló á þráöinn til hans til Arizona. „Þaö er að minnsta kosti ekkert fararsnið á okkur. Það er rétt að það hefur eitthvað verið fjallað um okkur í blöðunum hér, en þaö er ekkert sem talandi er um. Eg kannast ekki við þennan dóm. Við erum bara að reyna að flýta þvi að fá landvistarleyfi hér,” sagði maðurinn. -KÞ. Deilur milli bílastöðva í KeflavíK: KÆRDU NIÐURRIF AUGLÝSINGAR Miklar deilur eru mílli leigubíla- stöðvanna í Keflavík, Aöal- stöðvarinnar og Okuleiöa, vegna auglýsingar þeirrar fyrrnefndu um aö farþegum á Keflavíkurflugvelli bjóðist ferð tU Reykjavíkur á 300 kr. fyrir manninn miðað við að lágmark 3 farþegar séu í bilnum. Auglýsingin hékk uppi í flug- stöðinni en var rifin niður þar fyrir helgina. Aðalstöðin hefur kært niður- rifið til lögreglunnar og segja þeir aö auglýsingin hafi verið þeim kostnaðarsöm auk þess sem þeir höföu leyfi fyrir henni. Okuleiðamenn telja aftur á móti að um óheiðarlega samkeppni og undir- boð hafi verið að ræða og hafi þeir sent auglýsinguna til Reykjavíkur sem gagn í málinu. „Við teljum okkur í fullum rétti þar sem viö leituðum umsagnar samgöngumálaráðuneytisins og það hafði ekkert við þetta að athuga,” sagði Aðalbergur Þórarinsson hjá Aðalstööinni í samtali við DV. „Við vildum meö þessu koma til móts við óskir þess fólks sem er óánægt með rútuferðirnar,” sagði hann. „Við teljum þetta óheiðarlega samkeppni og að þeir séu að reyna að drepa okkur með niðurboðum,” sagöi Magnús Jóhannsson, stöövar- stjóri ökuleiða, í samtali við DV. -FRI. Umtalað skip kom til Njarðvíkur klukkan fimm í morgún. Þá lagðist hið 90 metra langa skip, Rainbow Hope, að bryggju og hóf aö losa vaming til Varnarliðsins, varning sem íslenskir aðilar hafa hingaö til séö um aö flytja. Skipiö fer aftur til Bandaríkjanna annaö kvöld. -KMU DV-mynd: Heiöar Baldursson. r UMTALAÐ SKIPINJARDVIK Sjúkra- þjálfarar í verkfalli — auglýsingateiknarar boða verkfall 1. júnf 1 morgun hófst verkfall sjúkraþjálf- ara sem starfa hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Sjúkraþjálf- aramir hafa boöaö þriggja daga verkfall dagana 28., 29. og 30. þessa mánaðar og síöan aftur ótímabundið verkfall frá 4. júní ef samningar hafa ekki tekist. A laugardaginn slitnaði upp úr samningafundi deiluaöila og annar fundur hafði ekki verið boðaður í morgun. Sjúkraþjálfurunum hefur verið boðin sama kauphækkun og BHM hefur fengið, en þeir gera kröfu um hækkun launaflokka til samræmis viö aöra sjúkraþjálfara í sambærilegum störfum. Félag grafískra teiknara hefur einnig boöað verkfall gagnvart aðild- arfélögum Sambands íslenskra auglýsingastofa frá klukkan 15.15 þann 1. júní. Næsti fundur deiluaöila hefur verið boðaöur 1. júni. Fundi aöiia um samninga á virkjanasvæöunum var frestaö síöast- liöinn fimmtudag að beiðni Vinnuveit- endasambandsins. Næsti fundur verður væntanlega í þessari viku að sögn Guömundar Vignis Jósepssonar vararíkissáttasemjara. Þá hefur kjaradeilu línumanna hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur verið vísað til sátta- semjara, en línumennimir em félags- menn í verkamannafélaginu Dags- brún. -ÖEF. Gámabruni á Ægisgarði Eldur kom upp í einum af gámunum sem standa á Ægisgarði í nótt. Slökkvi- liðið sendi einn bíl á staðinn og gekk greiðlega aö ráöa niðurlögum eldsins. Gámurinn mun hafa verið ruslagám- ur. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.