Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 3
DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984. Kostnaðarsamar brúðkaups- 'veislur og stöðugt hækkandi heima- mundur hefur gert það að verkum að flestar ríkisstjómir við Persaflóa hafa ákveðið að veita sérstök bankalán til hjónabanda í ákveðnum bönkum. Það er olíugróðinn sem hefur orðið þess valdandi að heimanmundurinn hefur hækkað mjög mikið. Hann er oft allt upp í 200 þúsund krónur. Hugmyndin um þessa banka kom fram þegar stóð til að ákveða að allir þeir karlmenn sem giftu sig út- lendingum þyrftu að greiða sérstakan brúðarskatt. Fótboltinn að byrja Nú er fótboltinn að byrja í yngri aldursflokkunum og er þá ekki óal- gengt að áhugasamar mæöur fylgist með sonum sínum og núorðið dætrum sínum. Áhuginn getur verið mikill og í hita leiksins getur spennan orðið mikil og taugarnar þandar. Á myndinni hér að ofan sjáum við tvær mæður sem ekki gátu haldið aftur af sér og réðust hvor á aöra lík- lega vegna þess að strákur annarrar sparkaði í strák hinnar í miðjum leik. Þetta gerðist reyndar á fótboltaleik í Bandaríkjunum og vonum við að mæður hérlendis geti setið á sér á meðan strákamir þeirra kljást um tuðruna í sumar. Fæddu sam- tamis tvisvar sinnum Tilviljanir geta verið ótrúlegar og er ekki að undra að fólk spyrji sig hvort stundum sé um raunverulegar tilviljanir aö ræða. Tvær norskar konur hittust nú fyrir skömmu, nánar tiltekið þann 28. maí síöastliðinn. Báðar voru þær i þeim erindagjöröum að fæða bam, sem ekki er í frásögur færandi. En þær fæddu börn sín á þessum degi og gekk allt eins og best var á kosið. En það sem gerir allt þetta svo sérstakt er það að fyrir 3 árum hittust þessar sömu konur á sama stað og tíma og fæddu þá einnig tvö börn. Ekki mun þetta hafa verið skipulagt og þekkja konumar ekki hvor aðra frá fyrri tíð og koma frá tveim mismunandi stöðum. Nú er bara að sjá hvort þær hittast að þremur árum liðnum, 1987, í sömu erinda- gjörðum og í tvö fyrri skiptin. barn vikunnar Afmælisbarnið okkar að þessu sinni er Ragnar Fjalar Lárusson, prestur Hallgrímsprestakalls. Ragnar er kunnastur fyrir störf sín sem prestur í Hallgrímskirkju. Þar hefur hann verið þjónandi prestur frá árinu 1968. Hann hefur gegnt ýmsum störfum samhliða prests- skap, s.s. kennslu. Ragnar á sem sagt afmæli í næstu viku. Hann er fæddur 15. júní 1927 í Sólheimum í Akrahreppi og verður því 57 ára að þessu sinni. Við lítum því í afmælisdagabók- ina og sjáum hvað stendur þar um þá sem eru fæddir á þessum degi Þar stendur: Þú ert námfús einlægur og örlátur og elskar heimili þitt. Þú nýtur þess að lesa og hugur þinn er fremur skilgrein- andi en hugmyndaríkur. Mjög auð- velt er að gera þér til hæfis og þú átt mjög hægt með að komast af við aðra. Við óskum Ragnari til hamingju með afmæliö og öllum þeim öðrum sem munu eiga afmæli þennan dag og reyndar alla næstu viku. Forstjórinn sat makindalega við skrifborðið sitt og reksturinn gekk með stakri prýði þessa stundina. Það heyrðist bankað veikt á dyrnar og inn sté vesæll skrifstofumaöur fyrir- tækisins. Hann stamaöi út úr sér erind- inu, sem var aö sjálfsögðu bón um kauphækkun. Forstjórinn, sem var í góðuskapi, sagöi: — Annað augað í mér er gerviauga. Ef þú getur sagt mér hvaða auga það er færð þú kauphækkun. — Það er hægra augað, svaraði skrifstof umaðurinn um hæl. — Það er rétt, en hvemig vissir þú það? sagði forstjórinn undrandi. — Jú, í því auga örlar fyrir mann- leenm elamna. LEIÐRÉTTING Peléverður Okkur varð heldur betiu- á í mess- unni í síðasta Kryddara. Þar var minnst nokkrum orðum á Brynjólf Bjamason, fyrrverandi ráðherra, og því haldiö fram að hann væri látinn. Það rétta er að Brynjólfur er meðal okkar þó að hann sé orðinn aldraður, en hann mun vera fæddur 1898 og varð 86 ára 26. maí sl. Við biðjumst innilegr- ar afsökunar á þessari missögn og óskum Brynjólfi allra heilla. forseti Pelé, hinn þekkti fótboltaforkur, sem hefur skorað 1285 mörk um ævina, ætlar nú að reyna að verða forseti. Hann er víst búinn að lýsa því yfir að hann hyggist bjóða sig fram í næstu forsetakosningum í Brasilíu. Af því tilefni hyggst kappinn setjast á skóla- bekk í Bandaríkjunum og læra svolítið um stinmmál ÞYSKUNÁM í ÞÝSKALANDI! SKRAUTFJÖÐUR í LÍFSHATTINN Þýskunámskeið á öllum stigum. Kennt er I litlum hópum, mest 10 nemendur. Skólinn stendur i skemmtilegu hallarumhverfi. IVý námskeið i hverjum mánuði. Auk þess er heldið sumarnámskeið i Konstanz-háskóia. Skrifið og biðjið um uppiýsinga- bækling. HUMBOLDTINSTITU1 Ihfi Schloss Ratzenrled, D-7989 Argenbiihl. Sími 9049 7522-3041. Telex 732651 humbo d. Afmælishappdrætti Sjálfstæðisflokksins 26 glæsilegir ferðavinningar að verðmæti um 1.000.000 kr. Vinsamlega gerið skil á heimsendum miðum í Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Valhöll Háaleitisbraut 1 Sími 82900 opið 8.00 - 22.00 Sækjum — Sendum Sjálfstæðisflokkurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.