Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 19
DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984. 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir AUSTURLENSK KVIKMYNDAGERÐ II - JAPAN 'JaPansh7t ■■■41 n'Vn'"*>nn.Otfæ*?u‘,a9erðaP Það land í SA-Asíu sem hefur þróað kvikmyndaiðnað sinn einna lengst er líklega Japan. Samt sem áður á kvikmyndaiðnaðurinn þar nokkuð erfitt uppdráttar. Upp úr 1960 fór að síga á ógæfuhliðina, en þá varð sjónvarpið að verulega skæðum keppinaut. Á sl. ári voru til dæmis seldar 174 milljónir aðgöngumiða aö kvik- myndahúsum, sem er aöeins 1/6 af því magni sem selt var 1958. Þetta svarar til að hver Japani fari aðeins rúmlega einu sinni á ári í kvik- myndahús. Þó hefur aösóknin aukist lítið eitt á undanfömum árum, en vegna þess hve kvikmynda- iðnaðinum og dreifingarkerfinu er stjórnað af fáum en stórum kvik- myndaverum, sem virðast ráða lögum og lofum í þessum iönaði, þá má ætla að ekki verði miklar breyt- ingará næstunni. Japönsk kvikmyndagerð er í margra hugum lítið annað en my ndir af öskrandi samurai-stríðsmönnum sem eru að slátra hver öðrum. Það eru raunar framleiddar nokkrar þannig myndir, því þessar ofbeldis- kenndu samurai-myndir tilheyra flokki mynda sem Japanir kalla „jidaigeki” myndir. Sterk kvikmyndaver „Jidaigeki” myndir fjalla um á- kveðin tímabil í sögu Japans og eru t.d. byggðar á kabuki-leikritum, at- burðum úr borgarastyrjöldinni á 16. öld og lífi kaupmanna á 17. og 18. öld. Þar sem Japanir eru mjög ná- kvæmir í eöli sínu hafa þeir flokkaö kvikmyndir sínar niður í marga und- irflokka. Þar má nefna öfgafullar gamanmyndir, myndir sem fjalla um fyrirmyndarmæður, unglinga- myndir, dramtískar myndir, myndir um japönsku mafíuna og svo „djarf- ar” myndir, sem nú eru um 70% af allri kvikmyndaframleiðslu Japana. Ef við lítum aðeins nánar á hvernig kvikmyndaiðnaðurinn er uppbyggður, þá kemur í ljós að það eru aðeins 4 fyrirtæki sem framleiða flestallar myndirnar. Fimmta stærsta fyrirtækið, Daiei, ákvað aö hætta kvikmyndagerð fyrir nokkrum árum og snúa sér í þess stað að rekstri vörumarkaða. Hin fyrirtækin Toho, Shochiku, Toei og Nikkatsu sérhæfa sig í gerð einhverra áður- nefndra kvikmyndaflokka. Flestar „djörfu” - myndanna koma frá Nikkatsu, meðan Toho framleiöir myndir fyrir unglinga og væmnar myndir um líf hins almenna borgara. Góð tækni en ... Likt og tíðkaðist áður fyrr í Holly- wood eru flestir japanskir leikarar og leikstjórar samningsbundnir einu af þessum stóru kvikmyndaverum. Eins og á hinum almenna vinnu- markaöi, þá tíðkast ekki aö leikstjór- ar og leikarar skipti um vinnuveit- endur. Það hefur kvisast út að sum kvikmyndaveranna hafa ráöið til sín glæpamenn úr japönsku mafíunni til þess aö halda uppi aga og viðhalda ótta meðal startsmanna sinna. Ariö 1950 reyndi einn leikari að ráöa sig hjá öðru kvikmyndaveri en varð skömmu síöar fyrir líkamsárás þar sem hann hlaut alvarleg andlitslýti. Þegar horft er á japanskar kvik- myndir kemur strax upp I hugann hve vel þær eru unnar. Þaö er vegna þess að flestir leikstjóramir hafa eytt allri sinni ævi í að gera sömu gerð af myndum aftur og aftur. Svo virðist sem Japanir noti sömu tæknina við kvikmyndagerð og í öðrum iðnaði, þ.e. taka sér einhvern góðan hlut til fyrirmyndar, endur- bæta hann og endurtaka siðan aftur og aftur. En því miður, þá virðist efnisinnihald myndanna vera í al- gjörri andstæðu við tæknileg gæði þeirra. Til dæmis eru margar þess- ara „djörfu” mynda framleiddar af einum besta kvikmyndagerðar- manni Japana, þótt efnið sé næstum ekki neitt. Því miður virðist þessi hnignun japanskrar kvikmynda- gerðar hafa gert þaö aö verkum að margir mjög góðir kvikmynda- gerðarmenn hafa snúið sér aö öðru. Myndir fyrir útlendinga Tveir þekktustu japönsku leik- stjórarnir innan Japans eru líklega Tai Kato, sem sérhæfir sig i gerð glæpamynda, og Tatsurai Ktuna- shiro, sem er óhemjuvinsæll i Japan, þótt hann sé alls óþekktur erlendis, en hann hefur sérhæft sig í „djörfu” myndunum. Japanskir gagn- rýnendur hafa viljað halda því fram að þessir leikstjórar setji fram myndir sínar á svo japanskan hátt að útlendingar geti ekki skiliö þær. Leikstjórinn Akira Kurusawa, sem er vel þekktur á Vesturlöndum, er aftur á móti hálf-utangarðs I Japan. Hann er oft ásakaður fyrir að gera Japanskar myndir eru yfirleitt tæknilega vel útfærðar en efnid þykir þunnt. myndir, sem falla útlendingum í geð, í stað þess aö vera hrósað fyrir hæfi- leika sína til að geta höfðað til fleiri en Japana sjálfra meö myndum sín- um. Gott dæmi um þessi mál er nýlegt atvik. Þangað til Shohei Imamura Það eru þeir Kurosawa, Mizoguchi og Oshima. Þessir leikstjórar hafa meiri áhuga á list sinni en að græða peninga og þess vegna hafa þeir átt mjög erfitt með aö fá myndir sínar fjármagnaðar. Barátta Kurosawa við kvikmyndaiðnaðinn er orðin vel þekkt. Kurosawa er mikill nákvæmnis- maður í vinnubrögðum og vill hafa 'allt eins fullkomið og hægt er. Þess vegna hefur hann stundum stoppað í Staðnað form og færibanda- framleiðsla vann gullpálmann í Cannes 1983, með mynd sinni BALLAD OF NARAYAMA, var hann alls óþekkt- ur utan Japans. Hann hefur sérhæft sig í gerð mynda, sem fjalla um ýmsa hluti í japönsku þjóðfélagi, sem Japanir vilja ekki hafa hátt um, né vita mikiö um sjálfir. Þetta eru hlutir, sem japanskir gagnrýnendur segja að útlendingar geti alls ekki skilið. Því var Imamura talinn svo japanskur í kvikmyndagerð sinni að hann ætti ekki upp á pallborðið neins staðar erlendis. En um leið og mynd hans hlaut verðlaunin í Cannes, komu upp raddir i Japan sem á- sökuöu hann um aö þóknast út- lendingum of mikið. Snillingurinn Kurosawa Það eru raunar ekki nema 3 japanskir leikstjórar sem bera höfuö og herðar yfir aðra landa sína hvað viðkemur viöurkenningu erlendis. 1—2 daga, meðan á kvikmyndatöku stóð, til að bíða eftir réttu skýja- myndunum fyrir bakgrunn mynda sinna. Þetta gerir þaö að verkúm, aö honum tekst mjög illa að halda sig við fjárhagsáætlanir. Því er það mjög skiljanlegt aö Kurosawa, Mizo- guchi ásamt Ozu gerðu sín bestu verk upp úr 1960. Þá stóð kvik- myndaiönaðurinn í mestum blóma og stóru fyrirtækin voru tilbúin til þess að f járfesta í listrænum verkum og taka áhættuna á því aö kostnaður við myndirnar færi fram úr öllum áætlunum. Erlent fjármagn En með minni aösókn að kvik- myndum og þrengri fjárhagsstöðu, hefur þessum mönnum reynst ómögulegt að gera kvikmyndir í sínu heimalandi. Kurosawa fór þá leið að leita fjármögnunar erlendis og gerði mynd sína DERZU URZALA íSovét- ríkjunum meö þarlendu fjármagni. Nýjasta mynd hans, KAGEMUSHA, var að hluta til f jármögnuð af banda- riska kvikmyndafyrirtækinu 20th Century Fox og auk þess hlaut Kurosawa góðan stuöning frá banda- risku leikstjórunum og kvikmynda- framleiðendunum Francis Coppola ogGeorge Lucas. Oshima hefur gert siðustu 3 myndir sínar fyrir erlent fjármagn Og voru bæði VELDI TILFINNING- ANNA og VELDI ASTRIÐNANNA gerðar í Frakklandi fyrir franskt fé. MERRY CHRISTMAS MR. LAWR- ENCE, með David Bowie í aöalhlut- verki, var svo gerð í Bretlandi. En þetta er í sjálfu sér engin lausn fyrir japanskan kvikmyndaiönað því aðeins örfáir japanskú- leikstjórar eru svo þekktir, eins og áður var sagt, að einhver sé tilbúinn að fjár- magna myndir þeirra erlendis. Bjartari tímar framundan Svo virðist sem á sl. árum hafi málin aö einhverju leyti snúist tn batnaöar i japönskum kvikmynda- iönaöi. Fleiri kvikmyndahús hafa verið sett á stofn sem ekki eru umlir jámhæl stóru kvikmyndaveranna. Eitt þeirra er Cinema Square í Tokyo, en þar var frumsýnd 1981 myndin SARABA ITOSHI DAICHI, sem var leikstýrt af ungum leik- stjóra að nafni Mitsuo Yanagimachi. Þetta er sjálfstæöur kvikmynda- gerðarmaöur og eftú- að mynd hans gekk mjög vel i þessu litla kvik- myndahúsi bauöst eitt stóru dreif úig- arfyrú-tækjanna til þess að dreifa henni umallt land og varð hún meöal vúisælustu myndanna þaö árið í Japan. Þetta hefur opnað augu stóru kvikmyndaveranna fyrir því að þau geta líka grætt penúiga á myndum sem aörir framleiða og er það vel. Einnig hafa sömu kvikmynda- verúi tekið upp þá stefnu að fylgja í fótspor bandarísku kvikmynda- gerðarfyrú-tækjanna og hefja aug- lýsingar og kynnmgar á myndum sínum raunar áöur en búið er jafnvel að framleiða þær. Þannig minnka þau áhættuna á því að myndin gangi illa fjárhagslega, ef hún reynist léleg, því yfirleitt eru nógu margir búnú að sjá myndúia til að láta enda ná saman, áöur en upplýsingar um gæði hennar kvisast út. rB.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.