Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 13
DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984.
13
GEISLAVIRK EFNI — t.d.
glúkósa sem inniheldur pósi-
trónugjafa, er dælt í sjúklinginn.
Þegar pósitrónan rekst á andefni
sitt, elektrónuna, eyðast báðar en
orkan berst burt í t'ormi gamma-
geisla og magn þeirra er notað til
að mæla efnaskiptin.
um og rannsóknarstofu til hönnunar á
snefilefnum sem bera positronurnar til
líffæranna eftir inngjöf snefilefnisins.
PET-scannerinn er stundum
notaður til þess að fó mynd af efna-
skiptum í heila svo að hægt sé að
greina geðsjúkdóma af efnafræðileg-
um og lífeðlisfræðilegum orsökum.
Sumir vísindamenn vona að PET-
scannerinn komi í framtíöinni til að
leysa úr spurningum sem hingaö til
hafaverið óleystar.
— Hvernig truflun á efnaskiptum
orsakar rýrnun á líffærum.
— Hvernig æxli þrengja sér inn í vefi
ogumbreyta þeim.
— Hver tengsl eru á milli deyfilyfja-
notkunar og starfsemi sársauka-
skynjunar.
— Hvort tauga- og lífeðlisfræðilegir
sjúkdómar eins og skizofrenia,
maniodepressivar psykosur, kölkun og
flogaveiki, eru upprunnir vegna
truflunar á efqaskiptum.
— Hvort sum æxli séu greinanleg á
efnaskiptabreytingum áður en þau
valda skaða eða hættu.
— Hvort regluleg scönnun á hjarta-
vöðvanum geti leitt í ljós hættu á
hjartabilun löngu áður en sjúkling-
urinnfærhana.
Vegna umfangs og kostnaðar mun
þetta tæki varla veröa notaö á
spítölum en mun kannski svara sum-
um þeirra spuminga sem læknisfræðin
þarf aðsvara.
Hinn venjulegi kjarna-scanner er
aftur á móti algengt tæki í sjúkra-
húsum.
Sneiðmyndir af sjúklingum
Annað tæki sem er nokkuð algengt á
nútima sjúkrahúsi er CT-tæki en CT
stendur fyrir „computerised
Tomography”.
Aðferöin var hönnuð af enskum
eðlisfræðingi, Godfrey Hounsfield, og
hlaut hann nóbels verðlaunin 1980 fyrir.
CT er röntgentæki sem með aðstoö
tölvu og sérstakrar myndavélar getur
tekið sneiðmyndir af sjúklingnum.
I CT-tækinu er röntgengeislanum
beint að einni hlið sjúklingsins en
hinum megin er röð skynjara sem
mæla styrk geislunarinnar. Með sér-
stökum útbúnaði er geislagjafanum og
skynjumnum gert kleift að snúast í
kringum likama sjúklingsins svo að at-
hugandinn fær röð röntgengleypnimæl-
inga frá mismunandi hornum.
Myndatækni í Skandinavíu
Hinar mörgu gleypnimælingar em
meðhöndlaöar í tölvu sem er með
notkun háþróaðra algortma (sem
upprunalega vom hannaðir fyrir
stærðfræðilega meðhöndlun á skolp-
ræsisvirkni) og gefa þeir þrívíddar-
mynd af gleypni vefsins. Svo að rönt-
genmyndin, sem birtist á skerminum,
er sneiðmynd af s júklingnum.
Hönnun og þróun CT og MR tækja er
óhemju dýr og fer fram í örfáum fyrir-
tækjum í Þýskalandi, Hollandi, Japan
og Bandarík junum.
Aftur á móti er þróun og hönnun á
hljóðbylgju- og kjarnalæknisfræðí á
háu stigi í Skandina víu. I því sambanoi
má nefna fyrirtæki eins og GENM A/S
í Hörsholm í Danmörku, en það fyrir-
tæki er með þróun og framleiðslu á
kjarnalæknisfræöilegum tækjum fyrir
GENERAL ELECTRIC-samsteypuna.
m
r
ævintýra-karlar eru nú loksins
komnir til íslands ásamt fylgihlut-
um.
S.S.* KASTALA
• ORRUSTUKETTI
• ARNARHREIÐRI
• BELTAFARARTÆKI
• FLJÚGANDI FÁLKUM
• ELDFLAUG
• 7 GERÐIR AF KÖRLUM
Landsins mesta úrval
í Leikfangahúsinu.
Skrifið — hringið — komið.
VJSA
Póstsendum.
E
EUROCARD
ivFANGAHUSIÐ,
Skólavörðustíg 10.
Simi 14806.