Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 16
16 DV. LÁUGARDAGUR 9. JUNI1984. Það voru engin smámenni sem hófu Norrænu sundkeppnina fyrir ísiands hönd i Laugardalslauginni um siðustu heigi. Á þessari mynd má sjá meðal annars Árna Gunnarsson, ritstjóra og fyrrverandi alþingismann, Björn Tryggvason bankastjóra, Steingrim Hermannsson forsætisráðherra, Benedikt Daviðsson varaþingmann og Friðjón Þórðarson, fyrrum ráðherra. Ekki er óliklegt að Kjötmiðstöðin muni falast eftir þessari mynd til nota i auglýsingum. Norræna sundkeppnin haf in í tíunda sinn Norræna sundkeppni hófst um síðustu helgi og er þetta í tíunda sinn sem hún fer fram. Islendingar hafa sigrað einu sinni, árið 1951, en það var í fyrsta sinn sem þeir tóku þátt í keppninni. Enn sem fyrr er keppnin í því fólgin að synda 200 metra og eins og síðast þegar keppnin var haldin,1972, má hver og einn synda vegalengdina eins oft og hann hefur orku og nennu til. Möguleikar Islendinga á að vinna keppnina aukast að sjálfsögöu eftir því sem fleiri synda og þaö sem oftast. Hafi menn synt 200 metrana einu sinni gefst þeim kostur á aö kaupa merki keppninnar sér til heiðurs og til styrktar sundsambandinu. Þær hetjur sem synt hafa vegalengdina 50 sinnum fá þess kost að kaupa sér silfurmerki keppninnar og þau ofurmenni sem synda 100 sinnum geta fest kaup á gull- merki. 011 merkin kosta það sama,60 krónur. Norræna sundkeppnin stendur að þessu sinni yfir í sex mánuði eða fram til nóvemberloka. Allar hinar Norður- landaþjóöirnar, að Finnum undan- skildum, byrjuðu í janúar og hafa því lokið keppninni, Finnar byrja I. júh' næstkomandi. Reglur keppninnar eru svo þannig að hvert land má að keppninni lokinni velja þrjá bestu mánuðina og senda þá inn sem sitt framlag. Niðurstöður verða síðan reiknaðar út í framhaldi af þessu. / heita pottinum er þjóðmálaumræðan á háu plani enda hafa margir þeirra er pottinn gista þjóðmálaumræðu að atvinnu. Hér má sjá meðal annarra Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra, Árna Gunnarsson, ritstjóra og fyrrum alþingismann, Stein- grim Hermannsson forsætisráðherra og Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingis- DV-myndir GVA. 45 þúsund syntu 1969 En ef við snúum okkur aftur að sögu keppninnar var hún fyrst haldin 1949. I það sinn sigruöu Finnar en tveimur árum síðar, er Islendingar tóku í fyrsta sinn þátt í keppninni, sigruðu þeir meö yfirburðum. Þá voru reglur keppninnar á þann veg aö hverrl þjóö var úthlutað jöfnunartölu og var jöfnunartala Islands 5000. 1951 syntu alls 36 þúsund Islendingar 200 metrana eða 25 af hundraði þjóðar- innar. Næst var keppnin haldin 1954 en þá var búið að hækka jöfnunartölu Islend- inga svo að þrátt fyrir að 38 þúsund manns syntu tókst ekki aö sigra. Jöfnunartalan var enn hækkuð 1957 og áliugi fólks hér á landi fór dvinandi sem sást best á þvi að aðeins 25 þúsund manns syntu. 1960 syntu 32 þúsund og svipaður fjöldi 1963. Örlítið tosaöist þetta uppávið 1966 en þá syntu 33 þúsund manns. Metþátttaka var svo 1969 er keppnin var haldin í síðasta sinn með gamla laginu, en þá syntu 45 þúsund tslendingar 200 metrana. Ekki tókst samt að sigra. 1972 var keppt eftir nýjum reglum, svipuöum og gilda nú, og því erfitt að henda reiöur á hversu margir synda. Eftir þetta lagðist keppnin í dvala og er nú loks að koma úr kaf inu. —SÞS & ' mann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.