Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 6
6
DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984.
Þaö er þrúgandi kyrrö í húsinu.
Gluggatjöldin eru dregin fyrir. Ekki
einn einasti sólskinsgeisli kemst inn í
herbergið sem er búið antikhúsgögn-
um. Viö og viö heyrast köll frá'hliöar-
herbergi: Ali, Ali, Ali. Þaö er páfa-
gaukur boxmeistarans fyrrverandi
sem kallará húsbónda sinn.
Muhammed Ali situr fyrir framan
arininn í svörtum slopp með hendurn-
ar grafnar djúpt í vasana. Hinum 42
ára fyrrverandi heimsmeistara er kalt
á fótum og höndum þrátt fyrir aö hann
búi i Los Angeles þar sem sólin skin ár-
iö umkring.
— Þiö eruð komnir til aö sjá eitt af
fórnarlömbum boxins. Mann sem er
heilaskemmdur, er þaö ekki? segir Ali.
Viö verðum aö beygja okkur fram á
viö og leggja við eyrun til aö heyra
hvaö Ali er aö segja. Engu aö síður er
erfitt aö skilja hann. Hann viröist
þurfa aö að leggja mikiö á sig til aö
koma setningunum út úr sér. Þaö er af
sem áöur var þegar hann skemmti
heiminum meö tilsvörum sínum. Þá
runnu orðin út úr honum eins og foss.
Nú bærir hann varla varirnar og hróp-
in eru orðin að hvísli.
Ali horfir tómlega inn í eldinn.
Nokkrum sekúndum síöar lokar hann
augunum. Klukkan er tíu að morgni.
Marókanskur þjónn Alis hvíslar því
aö okkur að Veronica kona Alis skipti
sér ekki af honum lengur. Hún sé aö
reyna aö koma sér áfram í Hollywood
sem kvikmyndaleikkona. Ef þau hjón-
in skilji muni það kosta Ali helming
auöæfa sinna.
Stærrí en ÓL
Af þeim 60 milljónum dollara sem
Ali hefur halað inn á ferlinum er ekki
mikið eftir. Hann á villuna í Los Angel-
.es, tvo bíla og æfinga- og þjálfunarstöö
í Pennsylvaníu. Peningainnstreymið á
bankareikningana hans er hætt. Hann
lætur auglýsingatilboðin fram hjá sér_
fara. Þegar hann fékk tilboö upp á sex
stafa tölu um aö vera verndari
Olympíuleikanna í Los Angeles í sum-
ar afþakkaði hann boðiö meö oröun-
um: , Jíg er stærri en Olympíuleikam-
Trtríngur
Ali hefur opnaö augun aftur. Viö tök-
um eftir því að handleggir hans titra.
Fyrst upphandleggurinn síöan niöur-
handleggurinn. Titringurinn varir í
margar sekúndur. Hann er vísbending
um parkinsonveikina.
Ali stendur upp úr stólnum meö
erfiðismunum og staulast seinlega upp
stiga inn í verölaunaherbergið. Hann
horfir í kringum sig í herberginu eins
og hann væri staddur í safni.
3000 högg
Hann stansar framan viö innramm-
aða mynd. Hún er tekin í einni af
keppnum hans og á henni sést Ali fá
þungt högg á höfuðið frá andstæðingn-
um.
— Eg og þjálfarinn minn höfum
reiknaö út aö boxari fær aö minnsta
kosti tvö þung högg á höfuðið í hverri
lotu. Eg er búinn aö boxa í 30 ár. Þaö
þýöir aö ég hef keppt 1500 lotur og þar
af leiðandi fengið 3000 þung höfuöhögg,
segir Ali.
— Hvernig helduröu að þú værir
hefðir þú þurft aö taka á móti þessum
höggum, spyr Ali og glottir.
A því augnabliki sjáum viö brot af
þeim gamla Ali sem alltaf heillaði alla
í kringum sig.
Frumskógartromma
Meö stórum höndum sínum slær.Ali
DRAUMI
VERÐA I
Klukkan er tíu að morgni. Ali sofnar í miðju viðtalinu.
á frumskógatrommu. Hún er gjöf frá
Mobuto, forseta Zaire. Hún er minning
um hina heitu hitabeltisnótt í Kinshasa
1974 þegar Ali flestum á óvart sigraði
„slátrarann” George Forman og
endurheimti þungaviktartitilinn.
I þeirri keppni geröi Ali boxiö aö list.
Og það var eitthvað annaö en hin
dapurlega keppni viö Larry Holmes
1980, sem batt enda á feril AIis. Engu
að síður komu átta milljónir dollarar í
hlut Alis fyrir þá keppni.
Sá mesti
AIi sýnir okkur glerskáp. I honum
hangir baösloppur skreyttur gimstein-
um. Sloppinn fékk hann frá Elvis
Presley.
— Hefði Elvis veriö sá mesti væri
hann enn á lífi. Eg er enn á lífi og ég lifi
fyrir Allah.
Ali setur af stað kassettu sem hann
hefur lesið inn á sjálfur. Hann hefur
gefiö innihaldinu nafniö „Harmleikur
lífsins.” Textinn er á þroskastigi smá-
barna.
— Þetta er kynngimagnaöur texti,
segir Ali.
Vinsæl/
A meðan segulbandiö gengur sest Ali
bakviö gullskreytt skrifborö sem allt
eins gæti verið úr einhverri Hollywood
kvikmyndinni. Þjónninn hans kemur
með skjalahirslu. I henni geymir Ali
hinar ýmsu útgáfur af Biblíunni og
Kóraninum.
— Eg verö aö gera eitthvað fyrir
heiminn, ég er mjög mikils metinn og
vinsæll, segir Ali.
Ali kann vel viö aö tala um trúmál.
Og þemað er oft hvers vegna Jesús var
hvítur? Af hverju eru englarnir hvítir?
Hann er trúr og dyggur múhameöstrú-
armaöur, en margur spyr sig hvar eru
hinir múhameösku bræöur hans nú
þegar Ali þarf á hjálp þeirra að halda ?
Lokaður sími
I sjónvarpinu sér Ali auglýsingu fyr-
ir boxkeppni um meistaratitil í welter-
vikt milli Greg Page og Tim Whinter-
spoon, tveggja óþekktra boxara sem
endur f yrir löngu æföu meö Ali.
— Hringdu í Gene, segir Ali við þjón-
inn, áöur en mókiö sígur á hann aftur.
Gene er hótelstjóri í Las Vegas og á
hóteli hans býr Ali ókeypis. Gene vinur
hans reynir aö sjá til þess að Ali fái
viðeigandi móttökur þegar hann kem-
ur til Las Vegas. Ali lítur á klukkuna
og á skyndilega í miklu annríki. Það er
kominn tími til að drífa sig í æfinga-
miðstöðina. Ali er aö reyna að halda í
við kílóin. Við ökum í Rolls Royce-bíln-
■ fifn sem Ali keypti fyrir fimm árum og