Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 9.'JONI 1984. 9 Hið sama gildir um allar aðrar Vesturlandavörur. Þær eru mjög fá- gætar. Næstum allar vörur eru búnar til heima fyrir og þar eð iðnaðurinn er á mjög lágu stigi eru gæðin það einnig. Skæri, sem eru til sölu í helstu markaðsskálum, líta út eins og þau væru sótt í norrænt fornminjasafn. Þau eru handsmíðuð í einhverri smiðju úti á landsbyggðinni, svört, hrufótt og smurð með feiti til að þau ryögi ekki. Slíkur gripur kostar full vikulaun í Víetnam. Og svo er skærunum pakkaö inn í dagblaðapappír. En pappírinn er líka munaðarvara. Víetnamar nota sem svarar einu kílói af pappír á mann á ári, á meðan Finnar þurfa á tvö hundruð kílóum að halda. Tilhæfulaus bjartsýni Þegar styrjöldinni lauk reiknaði Víetnam að vonum með því að njóta áfram samúðar frá öðrum löndum. Samin var fimm ára áætlun þar sem ráð var gert fyrir aö utanaðkomandi aöstoð yrði mikil. Bjartsýnin var svo mikil að talað var um þrettán prósenta framleiðsluaukningu á ári. Uppskeran mundi verða stórkostleg. Frjósömu ós- hólmarnir í Mekong og bændurnir þar syðra áttu nú aö fæöa íbúana í noröan- verðu landinu þar sem búskapar- skilyrði eru verri. En í Víetnam voru menn ekki vanir að gera róttæk framtíðaráform um hagsýslu á friðartímum svo að þegar í upphafi var áætlunin misheppnuð. Til góðrar uppskeru kom ekki og land- búnaðurinn drabbaðist niður árum saman. Atti versnandi veðurfar nokk- urn þátt í því. Rúmir hundrað tímar eða tveir? Þó að nægilegt sé af fólki í Víetnam Lím á tinfati A umslögum og frímerkjum er ekk- ert lím, en límið er að finna á tinfati á pósthúsinu. Þar stendur fólk og makar út frímerkin sín. Því er sem betur fer ókunnugt um að fyrir löngu voru fundin upp frímerki með lími á bakhliðinni. Allt er dýrt í Víetnam, óhemju dýrt, ef gengiö er út frá opinberu gengi og launum. En það getur maður í sjálfu sér ekki gert. Myntin heitir dong og eitt dong gerir sextíu penní í bankanum. Samkvæmt' því gengi ættu laun verkamanna í Víetnam (200 dong á mánuði að vera sex til sjö hundruð íslenskar krónur. Ef menn hins vegar skipta pen- ingum sínum á hótelunum tveimur, sem eru í tveggja milljóna íbúa borginni, er gengið lítið eitt yfir 20 penní fyrir dongiö. Og sá sem vill versla á svartamarkaði borgarinnar fær aðeins fjögur penní fyrir dongið. Samkvæmt því gengi mundu mánaðar- launin svara til 40—50 íslenskra króna. Skýringar á því hvemig Víetnamar fara að því að draga fram lífið eru margar, enginn sveltur beint, en margir eru vannærðir. það sem ræktað er á einkabúunum en veröið þar er hátt. Jafnrétti Þó að einhvers staðar kunni að finnast fólk sem á peninga og geti keypt dýrar vörur er efnahagur jafn, að því er viröist við snögga yfirsýn. Á það einkum viö Suöur-Víetnam. I Ho Chi Minborginni (Saigon) hefur verið erfitt að uppræta amerísk áhrif. I Hanoi er gráminn og dapurieikinn áberandi, allir eru í samskonar bún- ingi og illa til fara. Þar sést enginn holdugurmaður. Reiðhjólin, en af þeim eru firnin öll, eru óhrein og ryðguð. Það má sjá af löngu færi að launin og klippimiöarnir nægja ekki nema fyrir brýnustu nauðsynjum. Fyrir venjulegan borgarbúa er útilokað að borða kjöt nema á hátíðis- dögum. Og það tekur fimm ár að vinna fyrir útvarpstæki. Að Víetnam var blásnautt land, við sameininguna 1975, er ofur auðvelt að skilja eftir nýlendustjórnina og stríðið. En hvað veldur því að ástandið er jafn- ömurlegt enn í dag? Tvær litlar telpur sjá um þvott fjölskyldunnar við vatnspóst i Hanoi. Vatnsleiðslur borgarinnar voru gerðar af Frökkum i byrjun þessarar aldar og vatnsleiðslukerfið er í slæmu ásigkomulagi. Tvö kerfi Það er gert ráð fyrir þ vi að allt að sjö tiundu hlutar verslunarinnar fari fram 70prósent víetnömsku þjóðarinnar tengist landbúnaði á beinan hátt. utan ramma hinnar opinberu ríkishag- sýslu. Þó að í Víetnamríki sé miðstýrt áætlunarhagkerfi er stjórnin samt sem áður einkar umburðarlynd og skiptir sér ekki mikið af því þó menn sniðgangi lögin. Onnur skýring er sú að til dæmis ríkisstarfsmenn fá matarklippimiða og kaupa fyrir þá helstu nauðsynjavör- ur á ákveönu verði. Með framvísun þeirra fær maður 13 kíló af hrísgrjón- um á mánuði f yrir hálft dong kílóið. Nauðsynjavara getur því verið ódýr, einnig í borgunum. Vilji menn kaupa eitthvað aukreitis þá er því nær ómögulegt að fá það. Eitt kíló af grisakjöti kostar eitt hundrað dong á frjálsum markaði (hálfsmánaöarlaun) og eitt kíló af hrísgrjónum fæst fyrir fimmtán dong. Svarthvítt sjónvarpstæki getur kostaö sautján þúsund dong sem er sjö árs- laun. Fáir eru þeir sem reykja í Hanoi og þaö á sína skýringu. Sígarettupakkinn kostar 80 dong eða tíu daga laun. Landbúnaðarland Þriðja ástæðan sem heldur lífi í fólki er sú að Víetnam er landbúnaöarland þar sem 70% þjóöarinnar beinlínis tengist honum. I Norður-Víetnam starfar fólk innan samvinnuhreyfingarinnar sem lætur af hendi visst magn af hrísgrjónum, kjöti, eggjum og grænmeti til ríkisins sem úthlutar því í borgunum. I Suður-Víetnam hefur það ekki verið svo auðvelt á þeim níu árum, sem liöin eru frá sameiningunni, að framkvæma samvinnustofnunina. En stjórninni hefur farið hægt fram og einkabú- skapur er verulegur þó að enn sé hann ekki eins algengur og samvinnu- búskapurinn. Til þess að auka framleiösluna leyfir stjómin bændum við samvinnubúin aö ráða yfir smáskika þar sem þeir fá að rækta sitt af hverju að eigin vild. Þaö segir sig sjálft að framleiðslan á jörðunum, sem eru í einkaeign, er miklu meiri en á samvinnubúunum. A einkamörkuðum fá menn svo aö kaupa sem unnið getur á hrísgrjónaekrunum er f ramleiðslan í lágmarki. Frumstæðar aðferðir og léleg verk- færi valda því að í Víetnam þarf 120 vinnustundir til að framleiða eitt hundrað kíló af hrisgrjónum. Tilsvarandi tala í Japan eru 44 vinnustundir og i Bandaríkjunum aðeins tvær. Vatnsbufflar geta ekki keppt við nýtísku landbúnaðarvélar hversu nyt- samir og viöfelldnir sem þeir nú annars eru. I fimm ára áætluninni var líka á stefnuskrá hvemig iðnvæða skyldi Víetnam. En árið 1972 höfðu fjárlög Suður- Víetnam aö mestu byggt á hjálp Ameríkana og hemaðarumsvifum þeirra. Að sameina þennan hluta 1975 (þar sem meirihluti þjóðarinnar býr) Norður-Víetnam, þar sem var sósíal- ismi, var miklu erfiöara en menn höfðu gert sér í hugarlund. Og fé hefur skort til að f járfesta í iönaöi. Víetnam hefur því nær ekkert að selja og eignast því ekki meiri gjald- eyri en þann sem nægir tæpast fyrir kaupum á matvörum. Og það er ein- mitt gjaldeyri sem skortir til að kaupa vélar og varahluti í þær gömlu. Hjálpin kom ekki Helsta orsökin til þess að fimm ára áætlunin rann út í sandinn var sú að er- lend hjálp var minni en Víetnamar höfðu búist við. Þegar hersveitir þeirra réðust inn í Kampútseu 1978 hættu flestar þjóðir stuðningi við þá. Allt frá innrásinni hafa Sameinuðu þjóðirnar stöðugt krafist þess að þeir hyrfu þaöan með her sinn. Aðalhjálparhellan hafa Sovétríkin verið. Bæði vegna þess hve aöstoðin er mikil og af stjórnmálalegum ástæðum er Víetnam eins og stendur mjög háð Moskvu. Svíþjóð hefur hjálpað Víetnömum meðal annars með stórri pappírsverk- smiðju, Bai Bang, og barnasjúkrahúsi. Finnland með viðgerðarskipakví í Phan Rung sem kostaði fullan milljarð islenskra króna. Sú upphæð er þó smá, samanborið við það sem Svíar hafa látið af hendi. Og þó er framlag Svía smámunir, miöaö við framlag Sovétríkjanna og annarra austan- tjaldslanda. Dapurlegt sendiherralrf Erlendu sendiherrunum leiðist í Hanoi. Þar er aðeins að finna einn góðan veitingastað og tvo bari. Þannig geta menn aðeins blandað geði heima ef menn læra ekki víetnömsku eða þá afla sér vina á staðnum. Um enga dægrastyttingu er að ræða í borginni og í bókaverslunum er ekki annað að finna en kommúniskar bækur á víet- nömsku. Þó að lágu húsin séu nokkuð hrörleg í Hanoi er borgin engu að síður falleg borg með smávötnum og lystigörðum. Hún er laus viö mengun og róleg þrátt fyrir mannfjöldann. A kvöldin verður hún tómleg og maður getur þá gengið lengi milli strjálla götuljósa án þess að rekast á nokkra einustu sál. En þá sitja sendiherrarnir heima hjá sér og lesa kærkomin dagblöð frá heimalandi sínu og það er aðal- snertingin við umheiminn. Erlend dagblöð fá menn sjaldnast í Hanoi nema þá í sendiráðunum. Það er og erfitt að ná í innlend blöð, þar sem pappírsskorturinn veldur því að færri eintök eru prentuð en þörf krefur. OPIÐ í DAG tilklA Aiiar vörur á markaðsverði Leiðin iiggur ti/ okkar í vers/anamiðstöð vesturbæjar JL-GRILLIÐ — GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN Munið okkar hagstæðu greiðs/uski/má/a íöllum dei/dum EUROCARO Jón Loftsson hf.^“0T’21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.