Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 4
4 Óskar Gunnarsson, knattspyrnumaður í Þór Akureyri, sýnir á sér hina hiiðina að þessu sinni. Óskar er þekktur knattspyrnumaður og hefur yfir mikilli getu að ráða. Hann er af mörgum talinn duiur maður og sérstakur en ekki er þó vist að allir séu því sammáia. Við náðum i skottið á Óskari þar sem hann var við vinnu sína í miðbæ Akureyrar og samtalið fer hér á eftir. „ER AÐ ÞROSKAST OG SKAPIÐ AÐ BATNA” — segir Óskar Gunnarsson, knattspyrnumaður hjá Þór á Akureyri „Astæöan fyrir því að ég fór út í að læra að verða múrari er mjög einföld. Eg haföi unnið viö þetta frá því ég fór aö vinna og þetta kom bara af sjálfu sér. Helstu kostir starfsins eru vinnutíminn og svo það, aö pabbi er múrarameistari og þaö er frekar auövelt að fá vinnu þess vegna. Svo er vinnutíminn ekki of langur. Það er gott, sérstaklega á sumrin þegar knattspyrnan á hug manns allan.” „Rokk og göngutúrar" „Ég hef mikinn áhuga á tónlist og hlusta þá mest á rokk. Eg get þó vel hugsað mér aö hlusta á ýmsar tegundir tónlistar svo sem vinsæl dægurlög og ýmislegt fleira en ég hef mestan áhuga á rokkinu. Þá geri ég nokkuð að því að fara í gönguferðir. Þá geng ég ekki á fjöll heldur um bæinn og skoða mig um. Það er róandi og hefur góð áhrif á DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984. Hér eru þeir Óskar Gunnarsson, t.v. að sjálfsögðu, og Jónas Róbertsson. mann. Það má gjarnan koma fram að ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á að læra á hljóðfæri, og þá helst gítar, en þolinmæöi mín er af skornum skammti og þaö dæmi hefur ekki gengiö upp þess vegna. Ég er voöalega óþolinmóður. Þá fer ég mikið í kvikmyndahús og hef gaman af alls konar hugljúfum myndum en ekki draugamyndum. Ég vil að allar myndir endi vel. „Vinstrisinnaður og kýs alltaf G-listann" „Ég er vinstrimaður í pólitik enda alinn upp á þeim væng stjórn- málanna. Ég fylgist nokkuö með því sem er að gerast í kringum mig en get ekki sagt að ég hafi mikið vit á þessu. Ég spái til dæmis ekki mikið í það sem ríkisstjórnin er að gera í dag. En ég kýs alltaf sama flokkinn og það er að sjálfsögðu Al- þýðubandalagið. Ég hef alltaf kosið sama listann. r r í Sjallann um hverja helgi" „Þrátt fyrir að ég sé ógiftur, get ég ekki sagt að ég stefni að því að ná mér í konu. Það er nægur tími til; Kvosin Igp1 Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Ómerkileg matreiðsla Málskrúð og lygi Matseðill Kvosarinnar gæti verið þýðing á seðli, sem ég get ímyndað mér að hafi verið á miðevrópsku hóruhúsi á þriðja tug aldarinnar. Hann byrjar á „ógleymanlegri uxa- halasúpu með snæhettu”. Kannski er vertinn með þessu að gefa í skyn, að hinir réttirnir séu síður en svo: ógleymanlegir. Enda eru þeir raunar bezt gleymdir. Blandaðir sjávarréttir heita „sjávarkonfekt” á máli seðilsins. Má ljóst vera, að höfundur þess orða- lags hefur litla tilfinningu fyrir því, að orðið „konfekt” rifjar upp minningar um eitthvað sætt. I tilraunum til frumleika verður jafnan aö gæta þess, að einhver hugsun sé að baki samlíkinga. Eg þorði ekki að kynnast „leyndar- málinu um alikálfamauk” eöa „töfrafyllingunni”, sem átti að fylgja stórlúðunni. Hins vegar prófaði ég madeira sósuna með lambalundum. Hún reyndist ekki vera nein madeira sósa, heldur ósköp venjuleg bearnaise sósa. Mat- seðillinn er semsagt rangur, þá sjaldan hann gefur upplýsingar um matreiðslu. I heild má segja um matseðil Kvosarinnar, að hann endurspeglar fúskiö i eldhúsinu. Þaðan komu rétt- ir, sem sumir voru ómerkilegir og aðrir beinlínis vondir. Hið eina jákvæða, sem í heild er hægt að segja um matreiðsluna, er, að hún er aðferð til að láta peninga sirkúlera í þjóöfélaginu. Og peningar sirkúlera svo sannarlega í Kvosinni, dýrasta veitingahúsi landsins og þótt víðar væri leitað. Smjörið sparað „Fiskisúpa með sjávarkonfekti og koníakslögg” reyndist vera eins konar tómatsósa með ýmsum sjávardýrum, sem ekkert bragð fannst að, af því að sósubragðið yfir- gnæfði. Með súpunni var boriö fram hversdagslegt franskbrauð án smjörs. „Gufusoðin smálúðuflök með grænmetisþeytu” var algerlega bragðlaus smálúða, vafin um frisk- legan spergil. Með henni fylgdi ágæt- is grænmeti hrátt og niðursoðið mangó, svo og bökuö kartafla. Ekki fann ég neitt, sem gæti átt við heitið , ,grænmetisþeyta”. „Glóðaðir humarhalar aflakon- unnar” eru sennilega hvatning frá Hinni Hagsýnu Húsmóður, því að þeir voru helmingi ódýrari en „Glóðaðir humarhalar aflakóngs- ins”. Samt voru þeir ekki pening- anna virði, að vísu hæfilega stórir, en fremur þurrir. Með hölunum var ekki borið fram bráðiö smjör, heldur humarsósa. Auðvitað er ágætt, þegar einhver þorir að víkja frá hefðinni. Verri til- breytni var, að ekkert smjör var með ristuðu franskbrauðsneiöunum, sem fylgdu humrinum. Sennilega er kokkurinn frekar nízkur. „Graflax í melónukænu” var ekki í neinni melónukænu, heldur borinn fram með litlum melónubitum. Með honum fylgdu f jórar ristaðar fransk- brauðsneiðar og smjör, sem með ýtrustu sparsemi mátti láta þekja eina sneið. Af fiskinum var gífurlegt saltbragð með ívafi af piparbragði. Verri graflax hef ég aldrei fengið á ævinni. Misþyrmt með beikoni „Innbakaðar lambalundir Mad- eira voru með beamaise sósu, svo sem áður er getið. Þetta var sæmilegasta kjöt, ekki ofeldað, þótt innbakað væri. Hveitihjúpurinn var þykkur og vondur, en auðvelt var að skafa hann frá. Með lundunum fylgdi sama græn- metið og yfirleitt var með aðal- réttum Kvosarinnar, fylltur tómatur, flatar belgbaunir og kartöflustappa í bökuðu kartöflu- hýði. Ennfremur ágætis hrásalat með þúsund eyja sósu. „Pönnusteikt alikálfalifur meö fleski og kapers” var sæmilega rauð og meyr, en hins vegar bragðlaus, af því að svínafitan yfirgnæföi alger- lega. Slíkar misþyrmingar eru svo algengar hér á landi, að ég óttast, að í kokkaskólanum sé kennt að eyði- leggja bragðmildan mat með beik- oni. Hrásteikta piparsteikin var í raun miðlungi steikt, enda hráefnið ekki of gott. Hún var ákaflega pipruð og dálítiö seig. Miðlungi steiktur turn- bautinn var hins vegar sæmilega meyr, en bragðdaufur. Það frambærilega i matreiðslu Kvosarinnar þetta kvöldið voru eftir- réttimir tveir, heimalagaður ís með jarðarberjasósu, melónu og þeyttum rjóma, svo og heitt kókósmauk með kiwi og þeyttum rjóma. Vínlistinn í Kvosinni er nauða- ómerkilegur. Sérstaklega erfitt er þar að finna drykkjarhæf hvítvín. Ekkert þurrt sérrí var til á staðnum og ekkert gott portvín gamalt. Daiquiri hanastél reyndist ekki heimalagað, heldur úr blöndu, sem seld er á flöskum í matvörubúðum, enda var bragöið eftir því. Miðjuverð tveggja súpa er 160 krónur, f jögurra forrétta 325 krónur, þriggja fiskrétta 320 krónur, fimm kjötrétta 590 krónur og tveggja eftir- rétta 140 krónur. Kaffi eftir matinn er á heilar 50 krónur. Enginn seðill dagsins er í Kvosinni. Þríréttuð máltíð með kaffi og hálfri flösku af víni á mann ætti að kosta aö meðaltali 1023 krónur á mann. Er það hæsta verð, sem ég hef kynnzt á íslenzku veitingahúsi. Þaö væri of hátt, þótt kokkinum væri ekki illaviðgestina. Fallegur staður Þjónustunni á staönum stjómar duglegur yfirþjónn, sem gerir sitt bezta, en ræður þó ekki viðfullan sal. Það virðist sparað í mannahaldi eins ogísmjöri. Kvosin er fallegur staður, sem tekur um 90 manns í sæti. Bogsúlna- rið er framan við hljómlistarpall og bar, sem rúmar fjölda manns í hægindastólum. A miðju gólfi eru tvær súlur, klæddar speglum. Veggir og loft eru hvítmáluð. I loftum eru gamaldags ljósakrónur úr glerbút- um. A einum vegg eru gamlar ljósmyndir, á öðrum málverk og fín teppi á hinum þriðja. Lýsing er notuð til að framkalla rómantískt and- rúmsloft. Lágt er til lofts og hljóðburöur slæmur frá fiðlu og píanói. Afar skrautlegt teppi er á gólfi. Stólar eru bakháir og flauelsklæddir. Boröin eru úr póleruðu mahóní og bera fín glös og kertalugtir. Andrúmsloftið er þægilegt, enda eru kokkahúfumar ofan við þessa grein fremur fyrir innréttingu en mat- reiöslu. Kvosin er fallegar umbúðir utan um ekki neitt. Nema óhagstæðan viðskiptajöfnuö gesta. Jónas Kristjánsson. (Ath. að staöurinn er bara opinn á kvöldin, fimmtudaga til sunnudaga, og er f rekar dimmur.) Mér er sagt, að eigendaskipti hafi orðið á Kvosinni 1. júní, það er eftir að þessi grein var rituð og raunar komin í prentun. Ýmislegt í greininni kann því fljótt að verða úrelt. -J.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.